Morgunblaðið - 15.06.2000, Side 33

Morgunblaðið - 15.06.2000, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 33 ERLENT Ríkissaksóknarinn hættir ekki rannsókninni Eþíópía mun sam- þykkja friðaráætlun Addis Ababa. Reuters. EÞÍÓPÍSK stjórnvöld lýstu því yfir í gær að her landsins hefði náð borg- inni Tesseney í vesturhluta grann- ríkisins Erítreu aftur á sitt vald eftir bardaga stríðandi íylk- inga. Jafnframt sagði Seysoum Mesfin, utanrík- isráðherra lands- ins, að fyrir lægi að ríkisstjórn Eþíópíu mundi samþykkja frið- Seysoum Mesfín aráætlun sem binda mun enda á tveggja ára stríð Austur-Afríkuríkj- anna. Mesfin sagðist vænta skjótra og jákvæðra viðbragða við friðartillög- um Einingarsamtaka Afríkuríkja (OAU) jafnvel þótt örðugt muni vera að byggja upp traust og sam- skipti við Erítreu á meðan núver- andi stjórn væri þar við völd. „Það er von mín að ekki muni líða á löngu áður en ákvörðun stjórnarinnar mun liggja fyrir og líklega verður það fyrir vikulokin,“ sagði Mesfin í gær. Erfíð samnings- staða Erítreustjórn er í erfiðri samn- ingsstöðu vegna ófara hersveita sinna undanfarnar vikur og hefur gengist við friðartillögum þeim sem OAU átti frumkvæði að. Hefur Erítreustjórn þó lýst yfir miklum efasemdum um mörg atriði er varða drög að landamærum ríkjanna. Eþíópíustjórn sagði í gær að her- sveitir sínar hefðu náð Tesseney, sem liggur við landamæri Súdan, á sitt vald viku síðar en hún féll fyrir sveitum Erítreumanna. Erítreu- menn sögðust hins vegar enn halda herliði sínu í borginni og sagði Haile Woldensae, utanríkisráðherra landsins, að stríðið sjálft væri það sem skipti mestu máli, ekki einstak- ir bardagar. Ríkissaksóknari Indónesíu, Marzuki Darusnian, sagði hins vegar við fréttamenn í Jakarta að rannsókninni á spillingarmálum Suhartos yrði haldið áfram þrátt fyrir viðræðurnar um friðhelgi. „Samningaviðræðurnar eru undir stjórn forsetans," sagði hann og bætti við að stjórnin vonaði að fjöl- skylda Suhartos upplýsti í viðræð- unum hvar peningarnir væru. Ríkissaksóknarinn hefur rann- sakað ásakanir um að forsetinn fyrrverandi og fjölskylda hans hafi dregið sér miklar fjárhæðir úr sjóðum sjö góðgerðastofnana sem Reuters Suharto, fyrrverandi forseti Indónesíu, á leið heim af sjúkrahúsi á síð- asta ári. Með honum er elsta dóttir hans. voru undir stjórn Suhartos. Suh- arto er í stofufangelsi og ríkis- saksóknarinn stefnir að því að rétt- arhöldin í máli hans hefjist. í ágúst. Suharto er 79 ára og lögfræðingar hans segja að hann geti ekki komið fyrir rétt vegna heilsubrests. Suharto hefur neitað því að hafa dregið sér fé og falið það erlendis. Hann höfðaði meiðyrðamál gegn tímaritinu Titne, sem fullyrti að hann hefði sankað að sér andvirði 1.100 milljarða króna, en indónes- ískur dómstóll vísaði málinu frá í vikunni sem leið. hugsanlega friðhelgi Suharto veitt Jakarta. Reuters, AFP. STJÓRN VÖLD í Indónesíu hafa hafið samningaviðræður um að veita Suharto, fyrrverandi forseta landsins, og fjölskyldu hans frið- helgi gegn því að hún skili hluta auðsins sem hún er talin hafa sank- að að sér og lagt inn á bankareikn- inga erlendis. Indónesíska fréttastofan Antara hafði í gær eftir Abdurrahman Wahid forseta, sem er á ferðalagi um Bandaríkin, að indónesísk yfir- völd hefðu hafið viðræður við elstu dóttur Suhartos, Siti Hardiyanti Rukmana, og vin fjölskyldunnar, Bambang Yudhoyono, náma- og orkumálaráðherra og fyrrverandi hershöfðingja. „Ef þetta væri undir mér komið myndi ég veita slíka tryggingu [fyrir friðhelgi] um leið og ég kæmi heim,“ sagði forsetinn. Wahid hefur sagt að hann myndi náða Suharto ef hann yrði dæmdur sekur um spillingu á 32 ára valda- tíma sínum. Dyrnar kunna að opn- ast fyrir Austurríki Lissabon. Reuters. ANTONIO Guterres, forsætis- ráðherra Portúgals, sagði í gær að Evrópusambandsríkin gætu opn- að dyrnar fyrir Austurríki án þess þó að aflétta þeim þvingunum sem landið hafi verið beitt síðan Frels- isflokkurinn, undir stjórn hægri- mannsins Jörgs Haiders, tók sæti í ríkisstjórn landsins. Portúgal gegnir um þessar mundir formennsku innan Evr- ópusambandsins, ESB, og hefur mælst til þess að aðildarríki sam- bandsins dragi úr andstöðu sinni við Austurríki, eitt aðildarríkja ESB. „Ég held að það verði engin stórbreyting en líklega opnaðar dyr,“ sagði Guterres í viðtali við Reuters í gær. Vildi hann þó ekki lýsa nánar hvað myndi felast í til- slökunum ESB í garð ríkisstjóm- ar Austurríkis. Handtaka fj olmiðlakongsins Vladimfrs Gúsinskís gagnrýnd í Rússlandi og víðar Pútín neitar allri aðild að málinu Moskva, Madríd, Jerúsalem, New York. AP, AFP, Reuters. VLADIMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, neitaði því í gær að handtaka rússnesks fjölmiðlakóngs í Moskvu á þriðjudag hefði verið fyrirskipuð af sér. Eigandi rússnesku Media- MOST-fjölmiðlasamsteypunnar, Vladimir Gúsinskí, er nú í fangelsi í Moskvu samkvæmt skipun frá ríkis- saksóknara Rússlands sem hefur hann grunaðan um fjárdrátt. Gús- inskí er sakaður um að hafa tekið þátt í stuldi á jafnvirði 750 milljóna íslenskra króna úr opinberum sjóð- um í tengslum við einkavæðingu rússneskrar ríkissjónvarpsstöðvar í Sankti Pétursborg árið 1990. Fjölmiðlar í Rússlandi hafa haldið því fram að handtaka Gúsinskís tengist því að fjölmiðlar í hans eigu hafa ítrekað gagnrýnt rússnesk yfir- völd, ekki síst Pútín forseta. Þá hafa samtök gyðinga og stjórnvöld í Isra- el mótmælt handtökunni en Gúsinskí er einn helsti forystumaður rúss- neskra gyðinga. Sagðist ekki ráða athöfnum ríkissaksóknara Pútín forseti, sem var í gær stadd- ur í Madríd, höfuðborg Spánar, vegna opinberrar heimsóknar hans til landsins, sagði að hann hefði ekki haft tækifæri til að ræða málið við ríkissaksóknara, Vladimir Ustinov. Hann benti hins vegar á að hann réði ekki hvað saksóknari tæki sér fyrir hendur því embættið væri sjálfstætt stjómvald. Hann lofaði engu að síður að fara ofan í saumana á málinu þeg- ar hann kæmi aftur Rússlands. Dagblöð í Rússlandi réðust mörg hver harkalega að rússneskum yfir- völdum í gær vegna handtöku Gús- inskís. „Ef þú gagnrýnir yfirvöldin, lendir þú í fangelsi," var fyrirsögn í einu þeirra, Sevodnya, sem er í eigu Media-MOST-samsteypunnar. Blað- ið hélt því fram að handtakan væri aðför að frelsi fjölmiðla í landinu í dularvervi lögreglurannsóknar. Fyr- irheit Pútíns forseta um að skapa „einræði laganna" hefði snúist upp í „einræði óttans“. Annað blað, Vremya Novostei, komst að þeirri niðurstöðu að mál Gúsinskís sýndi að tímabil áhrifa kaupahéðna og iðjuhölda, sk. olik- arka, í rússneskum stjórnmálum væri liðið. En blaðið sagði að rúss- neskum yfirvöldum myndi ekki reynast auðvelt að sýna fram á að handtakan væri ekki af pólitískum rótum runnin. Studdi Jeltsín Gúsinskí hefur verið áberandi í rússnesku samfélagi síðasta áratug og að mati margra leikið lykilhlut- verk í þeim miklu breytingum sem þar hafa átt sér stað á tímabilinu. Fjölmiðlar í hans eigu hafa verið boð- berar frjálslyndis í efnahagsmálum og hafa stutt samvinnu við Vestur- lönd. Þeir studdu á sínum tíma Borís Jeltsín, fyi-rverandi forseta, t.a.m. í forsetakosningunum árið 1996. Hermt er að ijölmiðlar Gúsinskís hafi upp frá því orðið sífellt gagnrýnni á yfirvöld í Moskvu. Til dæmis hafi þeir, einkum og sér í lagi NTV-sjón- varpsstöðin, átalið stríðsreksturinn í Tsjetsjníu ólíkt öðrum rússneskum fjölmiðlum. Gúsinskí studdi Grígorí Javlinskí, formann Jabloko-flokksins, í síðustu forsetakosningum en ekki Pútín. Því er haldið fram að yfirvöld hafi á síðustu misserum verið að missa þol- inmæði gagnvart fjölmiðlum Media- MOST og séu nýleg atvik til vitnis um það. Til dæmis hafi forráðamönnum JVTV-sjónvarpsstöðvarinnar verið AP Vladimír Gúsinskí, eigandi Media-MOST-fjöImiðlasam- steypunnar í Rússlandi. skipað að hætta að láta brúðu Pútíns koma fram í vinsælum brúðuþætti þai- sem gert er grín að rússneskum stjórnmálamönnum. Öllu alvarlegra var að í síðasta mánuði réðust t.d. hundruð vopnaðra og grímuklæddra „skattalögreglumanna" inn í höfuð- stöðvar samsteypunnar í Moskvu vegna meintra skattsvika fyrirtækis- ins. Aðförin hefur verið dæmd ólög- leg af rússneskum dómstóli. Skiptar skoðanir í Dúmunni Þingmenn á þingi Rússlands, Dúmunni, kröfðust þess í gær að Pútín gæfi frá sér yfirlýsingu um málið. Formaður rússneska Komm- únistaflokksins, Gennadí Zjúganov, sagði að handtaka Gúsinskís hefði komið sér á óvart og að hann myndi fara fram á skýringar af hálfu ríkis- saksóknarans. Borís Beresovskí, auðjöfur sem á sæti í Dúmunni, fór hörðum orðum um handtökuna og virtist vilja afsaka Gúsinskí með þessum orðum: „Það er enginn vafi á því að hver sá sem hefur stundað hefur viðskipti í Rússlandi á síðasta áratug hefur beint eða óbeint gerst brotlegur við rússnesk lög, aðallega vegna þess að þau hafa verið gölluð og tekið sífelldum breytingum á þessu stutta tímabili.“ Vladimír Shírínovskí, formaður Fijálslynda lýðræðisflokksins, sagði hins vegar að Gúsinskí væri aðeins sá fyrsti í röðinni af mörgum sem til stæði að handtaka og væri búið að rýma 130.000 fangaklefa í fangelsum landsins handa þeim. „Þetta er að- eins byrjunin. Auðjöfrar, fyrrver- andi ráðheiTar landsins, fulltrúar og héraðsstjórar verða næstir," sagði Shírínovskí og hvatti fólk til að vinna með stjórnvöldum í málinu. Blaðamenn og samtök gyðinga Iýsa áhyggjum Alþjóðleg samtök blaðamanna og ritstjóra, Intemational press instit- ute (IPI), sendu Pútín bréf í gær þar sem handtöku Gúsinskís er harðlega mótmælt. í bréfinu segir að fjölmiðl- ar Media-MOST hafi sætt ofsóknum af hálfu rússneskra stjórnvalda. Stjórnvöld eru meðal annai's sökuð um að hafa haft í frammi hótanir um að koma í veg fyrir að starfsleyfi fjölmiðlanna yrðu endurnýjuð og að hafa reynt að koma því til leiðar að þau fengju að skipa einn af æðstu yf- irmönnum NTV-sjónvarpsstöðvar- innar. Að mati samtakanna virðast stjórnvöld hafa gert sig sek um skipulagða aðför gegn Media- MOST-samsteypunni vegna gagn- rýninnar umfjöllunar fjölmiðla á vegum hennar. Ráðherrar í ríkisstjórn Israels lýstu í gær áhyggjum vegna hand- töku Gúsinskís sem er einn helsti leiðtogi rússneski-a gyðinga. Innan- ríkisráðherra ísraels, Natan Shar- ansky, sagði að þrátt fyrir yfirlýsing- ar rússneskra stjórnvalda virtist sem Gúsinskí hefði verið handtekinn af pólitískum ástæðum. I yfirlýsingu frá Heimsráði gyð- inga, World Jewish Congress (WJC), sem hefur aðsetur í New York, sagði að svo virtist sem hand- taka Gúsinskís væri liður í vaxandi aðgerðum gegn hagsmunum gyð- inga í Rússlandi. „Við höfum áhyggj- ur af því að það sem er að gerast endurspegli afturhvarf til Sovét-tím- ans,“ sagði formaður heimsráðsins, Elan Steinberg, í gær. PALULWTUIl ÞOR HF Reykjavík - Akureyri Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - simi 461-1070

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.