Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Veiðiskólinn út- skrifar nemendur „VIÐ erum búnir að útskrifa tvö holl með glæsibrag og það var stór- kostlegt að sjá þetta fólk sem lítið eða ekkert kunni þegar það kom hingað, standa við ána og með- höndla veiðitækin kunnáttusamlega undir lok kennslunnar. Þau köstuðu öll flugunni eins og herforingjar, full sjálfstrausts og vildu helst ekki fara frá ánni,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson á Langárbökkum í Borgar- Firði í samtali við Morgunblaðið, en fyrir nokkru setti hann fyrsta flugu- veiðiskóla sem starfræktur hefur verið hér á landi á árbakkanum. Kennaraúrvalið í skólanum er ekki af verri endanum, þrír þunga- vigtarmenn frá Húsavík, sjóaðir af bökkum Laxár í Aðaldal í marga áratugi, þeir Þórður Pétursson, Pétur Pétursson og Birgir Stein- grímsson, auk Hafsteins Orra Ingvasonar, staðarleiðsögumanns við Langá. Þórður er landsþekktur fluguhnýtari og hönnuður og hann- aði hann nýja flugu, Langá blá, í til- efni af skólasetningunni. Eitt námskeið er eftir og hefst það 19. júní. Áin verður formlega opnuð í dag með veiðiskap landeig- enda og síðan veiða leigutakar og gestir þeirra. Horfur eru nokkuð góðar, nokkuð er siðan fyrstu lax- arnir sáust í ánni og sfðustu daga hafa laxar sést lyfta sér á Breiðunni og í Strengjunum. Morgunblaðið/RAX Birgir Steingrímsson kennir Nikulási Sigfússyni, Aðalheiði Magnúsdóttur, Mist Þorkelsdóttur og Sigurbirni Þorkelssyni réttu handtökin á bökkum Langár á Mýrum. Miklir möguleikar taldir á virkjun bæjarlækja Raforkubændur gætu framleitt 60 MW Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hjálmar Árnason og Ólafur Eggertsson við orkuskápinn. Þar er raf- magnsmælir sem snýst niður en ekki upp eins og aðrir orkumælar hjá RARIK þar sem verið er að flytja orku út, en ekki inn. Nýtt deiliskipulag gæti kallað á bæt- ur eða uppkaup EINKAREKNAR vatnsaflsstöðvar voru alls 196 talsins árið 1998 og framleiða þær um 4.038 kW. Að mati starfsmanna Orkustofnunar gætu verið möguleikar á allt að 60 MW framleiðslu með skynsamlegri nýt- ingu lítilla vatnsaflsstöðva á íslandi eða sem nemur um tveimur Nesja- vallavirkjunum. Ýmsir áhugamenn um slíkan virkjanakost nefna tölur allt að 100 MW. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu, Raforku- bændur, hagkvæmni, tækni, mögu- leikar, sem samin var af nefnd á veg- um iðnaðarráðherra en hún kannaði hagkvæmni þess að virkja smærri vatnsföll á bújörðum. í niðurstöðum skýrslunnar segir að virkjun bæjarlækja geti styrkt byggð í dreifbýli og aukið fjölbreyti- leika atvinnulífsins. Sparar 500 þús. kr. í orkukaup á ári Ólafur Eggertsson, bóndi á Þor- valdseyri undir Eyjafjöllum og for- maður Landssamtaka raforku- bænda, segir engan vafa leika á að bændur geti haft af því tekjur að byggja smárafstöðvar, þar sem þess er kostur, og tengja heimarafstöðv- ar sínar inn á landskerfi Rafmagns- veitna ríkisins. Ólafur sparar um 500 þúsund kr. í raforkukaup á ári á búi sínu með eigin raforkuframleiðslu í heimarafstöðinni á Þorvaldseyri en hún hefur nú einnig verið tengd við landskerfi RARIK í tilraunaskyni. Ólafur segir marga bændur búa við óbeislaða læki og ár sem þeir eigi kost á að virkja. í mörgum tilfellum geti verið mjög hagkvæmt að virkja þessi vatnsföll. Hann bendir á að virkjunarkostnaður Landsvirkjunar á hverja kílówattstund sé um 120 þúsund kr. og raforkubændur telji sig vel geta sett upp virkjanir á því verði. Það sé svo samningsatriði á hvaða verði rafmagnið sé selt. Kemur í ljós í haust hvaða verð við fáum „Sú vinna er í gangi en það kemur í ljós í haust hvaða verð við fáum. Ég tel þetta mjög vannýttan kost úti í hinum dreifðu byggðum, auk þess sem svcna smáorka er vistvæn. Þetta er gert víða erlendis, s.s. í Sví- þjóð, Noregi, Austurríki og Sviss. Erlendis eru svona smávirkjanir ríkisstyrktar. Ég hef trú á að þetta eigi eftir að stóraukast hér,“ segir Ólafur. Ólafur er með nýuppgerða rafstöð og eru afköst hennar í dag 8 kW en þegar hún verður komin í full afköst verða afköst hennar 17-18 kílówött. Ólafur segist sjálfur nota um 10 kW á sínu búi allt árið um kring og raf- orkukostnaðurinn á ári nemi um 500 þúsund kr. Þessi litla stöð muni því hafa því umtalsverðan sparnað í för með sér auk þess sem hún geti fram- leitt 7-8 kW til viðbótar inn á lands- kerfi RARIK. Hann segir að kostn- aður við endurbyggingu stöðvar- innar sé innan við 2 milljónir kr., sem greiðist niður á fjórum árum. HJÖRLEIFUR Kvaran borgarlög- maður telur ekki að samningur Reykjavíkurborgar við eigendur bakhússins á Laugavegi 53b hafi for- dæmisgildi gagnvart öðrum húseig- endum sem hugsanlega kjmnu að vera í svipaðri stöðu. Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir Laugaveg- inn og er stefnt að því að kynna það næsta haust. Hjörleifur segir að mál bakhúss- ins á Laugavegi 53b sé einstakt í sögunni og verði ekki öðru til jafnað. Hann bendir hins vegar á að um bótaréttinn sé fjallað í skipulags- og byggingarlögum. í 33. grein þeirra laga segir að valdi gildistaka skipu- lags því að verðmæti fasteignar lækkar og nýtingarmöguleikar hennar skerðast frá því sem áður var heimilt eða hún muni rýma svo að hún muni ekki nýtast til sömu nota og áður, geti sá sem sýnt getur fram á að hann verði fyrir tjóni af þessum sökum, átt rétt á bótum úr sveita- AÐFARANÓTT mánudags kom til harkalegra átaka milli tveggja manna á ísafirði sem enduðu með því að annar maðurinn beit af megnið af neðri vör hins. Sá sem bitinn var hefur legið á sjúkrahúsi frá því ráðist var á hann og hafa læknar reynt að gera að sárum hans. Önundur Jónsson, yfirlögreglu- þjónn á ísafirði, segir að tildrög áta- sjóði eða að hann leysi fasteignina til sín. Hjörleifur segir að það geti reynt á þessi ákvæði þegar verið er að gera deiliskipulag fyrir gróna byggð eins og á Laugaveginum. , „Nú hef ég ekki séð þær tillögur að deiliskipulagi sem er verið að vinna en ég geri ráð fyrir því að við þá vinnslu, og þegar menn sam- þykkja deiliskipulagið að endingu í sveitastjórn, hafi þeir í huga að ein- hverjir fasteignaeigendur gætu talið sig verða fyrir skerðingu eða tjóni,“ segir Hjörleifur. Óvíst hverjar verði afleiðingar nýs deiliskipulags Hann segir alveg ljóst að tekið sé mið af þessum möguleika við gerð deiliskipulagsins. Það þurfi að horfa til þess hvað deiliskipulagið geti haft í fór með sér. Það geti leitt til ein- hverra bóta eða uppkaupa á eignum og menn gangi til verks með fullri vitund um að á þetta kunni að reyna. kanna séu ókunn en málið sé í rann- sókn. „Ljóst er að hér er um meiri háttar líkamsárás að ræða. Ekki hefur enn verið lögð fram kæra en tjónþoli hefur legið á sjúkrahúsi og ekki verið fær um að gera slíkt,“ sagði Önundur í samtali við frétta- vef Bæjarins besta. Lögregla hefur yfirheyrt árásar- aðilann en vill ekki gefa frekari upp- lýsingar um málið að svo stöddu. Neðri vörjbitin af manni á Isafirði Júlíus Vífíll Ingvarsson um tillögu um sameiningu nefnda í stjórnkerfí borgarinnar Verið að taka vald frá kjörnum fulltrúum REYKJAVÍKURLISTINN lagði í gær fyrir borgarráð tillögu um að byggingamefnd og umferðar- og skipulagsnefnd yrðu sameinaðar. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, er andvíg- ur tillögunni og segir að verið sé með þessu að færa vald frá kjörnum borgarfulltrúum til embættismanna með tilheyrandi vandkvæðum fyrir borgarbúa. Fram kom í viðtali við Helga Hjörvar, formann stjórnkerfis- nefndar, í Morgunblaðinu fyrir skömmu, að ástæða þess að lagt væri til að byggingamefnd og skipu- lagsnefnd yrðu sameinaðar væri sú að nefndirnar fáist við náskyld mál og fjölmörg mál hafi þurft umfjöllun í þeim báðum og málsmeðferðin hafi stundum verið tímafrek og til óhag- ræðis fyrir almenning. „Það er verið að leitast við að einfalda stjómkerf- ið og auka skilvirknina í því. í mörg- um þeirra mála sem snúa að skipu- lags- og byggingaryfirvöldum er um að tefla gríðarlega fjárfestingu og jafnvel aleigu einstaklinga. Það er þess vegna sérstaklega mikilvægt að öll afgreiðsla mála þar sé skilvirk og þau tefjist ekki í meðförum leng- ur en nauðsyn ber tíl,“ sagði Helgi. Júlíus Vífill segir að bæði umferð- ar- og skipulagsnefnd og byggingar- nefnd séu mjög veigamiklar og lík- lega erfiðustu nefndir borgarinnar. Þar eru jafnan langir fundir og oft á tíðum í hverri viku. Júlíus Vífill seg- ir að tillagan snúist um að leggja niður byggingamefnd og flytja mörg af þeim verkefnum sem skipu- lags- og umferðamefnd hafi núna til embættismanna. „Það er verið að færa vald frá hin- um kjömu fulltrúum til embættis- manna. Lagt er tíl að þau mál sem nú koma fyrir byggingarnefnd fari alfarið til byggingarfulltrúa. Hann mun afgreiða erindin en borgarbúar eiga málskotsrétt til nefndarinnar sem tekur við af byggingarnefnd sem verður skipulags- og bygginga- nefnd. Þetta er að mínu mati miklu flóknari framkvæmd. Nú veita hinir kjömu fulltrúar embættismönnum aðhald og em í nánu sambandi við þá sem leita til nefndarinnar, þekkja málin og geta fylgt þeim eftir. En með því fyrirkomulaginu sem mælt er með verða hinir kjörnu fulltrúar ekki inni í málunum og þurfa að leita sér upplýsinga í hvert skipti sem mál koma upp og mun færri mál munu koma inn á þeirra borð en áð- ur,“ segir Júlíus Vífill. Hann segir að hið sama sé að segja um skipulagsmálin. Mörg þeirra mála sem nú fara fyrir nefnd- ina munu fara beint í embættís- mannakerfið. „Þetta er embættismannavæðing. Það er verið að taka vald frá hinum kjörnu fulltrúum og það er vald sem er ekki laust í hendi hvað mig varðar að minnsta kosti. Ég vil að þeir sem eru kjörnir til þessarar ábyrgðar axli hana en afsali sér henni ekki til embættismannanna."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.