Morgunblaðið - 15.06.2000, Side 10

Morgunblaðið - 15.06.2000, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samningar undirritaðir um stækkun Norðuráls á Grundartanga Eykur framleiðsluverð- mæti um 3,5 milljarða Morgunblaðið/Ásdís Frá undirritun samninga um stækkun Norðuráls í gær. F.h. Ragnar Guðmundsson, framkva-mdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Norður- áls, Valgerður Sveirisdóttir iðnaðarráðherra, Björn Höghdal, forstjóri Norðuráls, Bjarni Ármannsson, forstjóri íslandsbanka FBA, og Brynj- ólfur Helgason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans. Morgunblaðið/Jim Smart Asgeir Margeirsson, aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur t.v. og Einar Benediktsson, forstjóri Olfs, „raffylla" bfl. Rafmagn á bílinn SAMNINGAR um stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga úr 60 þúsund tonna ársframleiðslu í 90 þúsund tonn voru undirritaðir í gær. Stækkunin þýðir að útflutningsverð- mæti áls eykst um 3,5 milljarða og starfsmönnum fjölgar um 50, en heildarfjöldi starfsmanna verður eft- ir stækkun um 220. íslenskir bankar sjá um stærstan hluta fjármögnun- arinnar og er þetta með stærstu samlánasamningum sem íslenskir bankar hafa gert við einkafyrirtæki, eða alls um 12,5 milljarðar. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðheiTa, undirritaði samningana fyrir íslands hönd ásamt Geir H. Haarde fjármálaráð- herra. „Þessi undirskrift er í sam- ræmi við stefnu ríkisstjómarinnar um að halda áfram uppbyggingu orkufreks iðnaðar til að nýta orku- lindh'nar. Miðað við núverandi markaðsverð á áli mun þessi stækk- un þýða að útflutningsverðmæti ál- vers eykst um 3,5 milljarða og heild- arverðmæti útflutnings Norðuráls mun þá nema um 10 milljörðum króna,“ sagði Valgerður. Stækkun lokið eftir ár Bjöm Höghdal, forstjóri Norður- áls, sagði að framkvæmdir við stækkun álversins væm komnar vel á veg og að stefnt væri að framleiðsla í 2. áfanga hæfíst eftir eitt ár. Hann sagði að rekstur Norðuráls hefði gengið vel þó vissulega hefðu komið upp byijunarerfíðleikar í sambandi við galla á kerafóðringu, en öll ker Norðuráls væm nú í fullri fram- leiðslu. Álverið hefði skilað hagnaði nú í eitt ár. Starfsfólk álversins hefði náð mjög góðum tökum á framleiðsl- unni og sem dæmi um árangurinn mætti nefna að gæði framleiðslunnar væm vel umfram það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Höghdal tók fram að Norðurál væri sérstaklega ánægt með samstarfíð við íslensk stjóm- völd, en það efnahagslega umhverfí sem hér ríkti hefði á sínum tíma ráð- ið miklu um að ákveðið hefði verið að staðsetja fyrirtækið á Islandi. Samningamir um stækkun era gerðir á grandvelli umhverfismats sem lokið var við árið 1996, en það nær til álvers sem er allt að 180 þús- und tonn að stærð, og á grandvelli starfsleyfis sem gefíð var út árið 1997. íslenskir bankar með stærstan hluta fjármögnunarinnar í gær vora einnig undirritaðir samningar við innlenda aðila um fjármögnun stækkunarinnar, en samningar við erlenda lánveitendur verða undirritaðir í London á morg- un. Heildarkostnaður við verkefnið nemur að meðtöldum verkábyrgðum um 6,5 milljörðum íslenskra króna (um 85 milljónum USD). Umsjón með fjármögnuninni hefur BNP Paribas-bankinn, en alls koma 11 bankar að verkefnaláninu. Þar af era tveir íslenskir bankar, Landsbank- inn, sem er stærsti einstaki lánveit- andinn, og Islandsbanki FBA. Heild- arapphæð verkefnalánsins er 12,5 milljarðar íslenskra króna og tekur lánið jafnframt yfír eldri lán vegna 1. áfanga Norðuráls. Landsbankinn er viðskiptabanki Norðuráls og er hefldarhlutur bankans við fjármögn- unina um 3,2 milljarðar, en hlutur íslandsbanka FBA er um 2,1 millj- arður. Brynjólfur Helgason, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, sagði að þessi samn- ingur væri með stærstu samlána- samningur sem íslenskir bankar hefðu gert við einkaaðila. Að auki vora í gær undirritaðir samningar við stjórn Grandartanga- hafnar og við oddvita sveitarfélag- anna Skilmannahrepps og Hval- fjarðarstrandarhrepps. Þá var gengið formlega frá samningi milli Landsvirkjunar og Norðuráls vegna stækkunarinnar. EIGENDUR rafbfla geta framvegis látið hlaða rafgeymana á bflum sín- um á bensínstöð Olís í Álfheimum en Orkuveita Reykjavíkur og Olís hf. hafa tekið upp samstarf um þjónustu fyrir rafbfla. Rafbflaeigendur geta einnig fengið aðra þjónustu s.s. athugun á rafgeymum og annað sem eigend- um bifreiða sem ganga fyrir hefð- bundnari orkugjöfum stendur til boða. Thomas Möller, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs þjón- ustustöðva Oh's, segir að þetta sé fyrsta skrefið í þá átt að bensín- stöðvar verði orkustöðvar en enn sem komið er sé lítill markaður fyrir „raffyllingu" enda aðeins um 10-15 rafbfla í Reykjavík. Hann telur þó að í framtíðinni muni þeim bifreiðum fjölga sem ganga fyrir öðru en bensíni eða dísilolíu og olíufélögin verði að taka þátt f þeirri þróun. Jón Sigurðsson ávarpar Norræna almannatryggingamótið Ríkið tryggi rettinn en ábyrgðin verður einstaklingsins Morgunblaðið/Kristinn Jón Sigurðsson fjallaði um norræna velferðarkerfið í ræðu sinni. NORRÆNA almannatrygginga- mótið var sett í dag í Háskólabíói. Jón Sigurðsson, bankastjóri Nor- ræna fjárfestingarbankans og að- alræðumaður mótsins, fjallaði í ræðu sinni um velferðarsamfélagið á Norðurlöndum, stöðu þess í dag og framtíðarsýn. Jón sagði að vel- ferðarríkin á Norðurlöndum stæðu frammi fyrir ákveðnum breyting- um á nýrri öld, einstaklingar myndu í auknum mæli bera ábyrgð á eigin velferð og hlutverk ríkisins myndi jafnframt breytast og í vaxandi mæli snúast um það, að setja réttlátar leikreglur á þessu sviði fremur en að veita fólki félagslega forsjá. Markaðslausnir í heilbrigðiskerfínu Jón gerði heilbrigðismál að sér- stöku umræðuefni. Hann varaði við því að litið væri á markaðsskip- an sem lausn alls vanda heilbrigð- iskerfísins, reynslan hefði sýnt að slíkt fyrirkomulag fæli ekki í sér frjálsa verðmyndun í heilbrigðis- þjónustu auk þess sem það væri dýrt og ranglátt og skilaði ekki betri árangri en það kerfi sem nú er við lýði á Norðurlöndunum. Jón sagði markaðslausnir samt sem áður geta átt við á afmörkuðum sviðum heilbrigðisgeirans og nefndi sem dæmi að hægt væri að fela félagasamtökum og fyrirtækj- um ákveðin þjónustusvið eða bjóða út tiltekna þjónustu. Lífeyrisréttindi fólks flutt milli landa Jón ræddi einnig um lífeyrismál og lýsti því hvernig þríþætt lífeyr- iskerfí er að verða til á Norður- löndum, þar sem lífeyrir fólks verður samansettur úr grunn- tryggingu ríkisins, starfstengdum lífeyri og einstaklingsbundnum líf- eyri. Jón sagði að auka þyrfti sam- starf á sviði norrænna lífeyrismála þar sem lífeyrissjóðir fjárfestu æ meira utan heimalands síns og brýn þörf væri á fjölþjóðlegu sam- starfi um eftirlit með fjárfesting- um þeirra. Hann sagði jafnframt að lífeyr- isréttindi einstaklinga þyrftu að verða flytjanleg milli landa þar sem aukist hefði að fólk stundaði vinnu víðar en i einu landi og Norðurlöndin gætu gegnt forystu- hlutverki í að móta þær alþjóðlegu reglur sem þyrfti til að slíkt kerfi yrði mögulegt. Norræna almannatrygginga- mótið heldur áfram dagana 15.- 16. júní og verður þar fjallað um ýmis mál sem tengjast velferðar- kerfinu. Fæddist í sjúkra- bíl við Tónabæ DRENGUR fæddist í sjúkrabif- reið á Miklubraut í Reykjavík á móts við Tónabæ um klukkan fimm í morgun. Fæðingin gekk vel og heilsast móður og syni vel. Sjúkrabifreiðin var stöðvuð þegar Ijóst var að ekki tækist að komast á fæðingardeild í tæka tíð. í bíln- um var læknir sem tók á móti barninu. ----------- Eldur í þaki sláturhúss TALSVERÐAR skemmdir urðu á þaki sláturhúss Kaupfélags Skag- firðinga á Sauðárkróki þegar eldur kviknaði í því í gær en slökkvilið var kallað á vettvang um tvöleytið. Fólk var að störfum í húsinu þegar eldurinn kom upp en slökkvliði tókst fljótlega að takmarka út- breiðslu eldsins og engan sakaði. Eldurinn kviknaði í einangran þaksins. Slökkvistarf gekk greið- lega. Að sögn lögreglu er ekki vit- að um eldsupptök.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.