Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 1 5 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Víti til varn- aðar Hafnarfjörður MAGNÚS Gunnarsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði, segir að mannleg mistök hafi valdið því að skráðar fornleifar skemmdust við jarðvinnu í Aslandi. Atvikið verði víti tfi varnaðar. Magnús sagðist eiga eftir að fá skýrslu frá skipulagsstjóra bæjarins um hvað nákvæm- lega hefði gerst og hvað hefði skemmst en í beinu framhaldi yrði haldinn fundur með þjóðminjaverði út af málinu. „Við erum reyndar búin að tala saman og þetta eru bara einhver mannleg mistök sem þarna hafa átt sér stað, sem alltaf geta gerst, en það verð- ur tekið á því hérna þannig að þetta komi ekki fyrir aftur.“ Magnús sagði að um leið og haft var samband við bæinn til að tfikynna um málið hafi það verið kannað og hann kvaðst ekki eiga von á að slys af þessu tagi yrðu aftur. )vAuðvitað er aldrei hægt að útiloka hluti en menn fara eflaust með enn meiri varfæmi og hugsa þá auðvitað til þess að koma þeim boðum til þeirra sem eru að vinna við jarðvinnufram- kvæmdir og annað að þeir fylgi þeim upplýsingum. Þarna var staðið rétt að mál- um að því leyti að þegar verið var að vinna að deihskipulagi á svæðinu var gerð úttekt á fornminjum svo að allt var þetta til staðar og skráð. Þannig að þetta verður okkur víti tfi vamaðar." . 1 olvumynd/Maukur Haroarson arkitekt Svona mun nýtt stórhýsi Istaks falla inn í umhverfið við ein fjölfórnustu gatnamót borgarinnar. Nýtt stórhýsi við íj ölfarin gatnamót Kringlumýrarbraut BYGGINGANEFND Reykjavíkur hefur fallist á áform Istaks um að reisa sex hæða þjónustu- og skrifstofu- hús á horni Laugavegar, Kringlumýrarbrautar og Suð- urlandsbrautar, þar sem nú er þvottastöð Skeljungs. Að sögn Gísla Pálssonar hjá ís- tak hefjast framkvæmdir væntanlega um mánaðamótin en gera má ráð fyrir að nýja húsið verði tilbúið næsta haust. Gísli sagði að fai'ið yrði að girða af byggingasvæðið um mánaðamótin, síðan verði þvottastöð Skeljungs rifin og að því loknu yrði tekið tfi við byggingaframkvæmdir. Lóðin var upphaflega í eigu Skeljungs og er nú tengd lóð bensín- og smurstöðvar fyrir- tækisins en skilið verður milli lóðanna tveggja vegna nýbyggingarinnar. Istak reisir húsið fyrir eigin reikning en Gísli sagði óráðið hvaða starfsemi yrði í húsinu og hvort það yrði selt eða leigt út. Samþykkt bygginganefnd- ar borgarinnar gerir ráð fyrir að nýja húsið verði einangrað að utan og klætt með nátt- úrusteini. Við það verði neð- anjarðarbílgeymsla fyrir 33 bíla. Byggingin verður sam- tals 4.194,9 fermetrar að stærð en bílageymsla 887,1 fermetri. Arkitekt hússins er Haukur Harðarson. Morgunblaðið/Jim Smart Þvotta- og þjónustustöð sem Skeljungur hefur rekið árum saman við horn Laugavegar og Kringlumýrarbrautar verður rifin á næstu vikum til að rýma fyrir nýju sex hæða skrifstofuhúsi. Byrjað á nýjum skóla í vikunni Mosfellsbær MOSFELLSBÆR hef- ur ákveðið að ganga til samninga við IAV um byggingu nýs grunn- skóla á Vestursvæðinu svonefnda, rétt við Hjallahlíð. Skólinn verð- ur tekinn í notkun haustið 2001, en næsta vetur, eins og þann síð- asta, verður kennt þarna í lausum kennslustofum. Að sögn Tryggva Jónssonar, bæjarverk- fræðings, átti IAV næst- lægsta tilboð í bygging- una, en sex tilboð bárust. Kostnaðaráætl- un gerði ráð fyrir um 560 m.kr. kostnaði. Lægsta boð var frá Kraftvaka; 534,2 m.kr. en tilboð IAV var 535,2 m.kr. eða bæði um 95% af kostnaðaráætlun. Tryggvi sagði að eftir að búið var að fara yfir og leiðrétta tilboð hefði verið ákveðið að semja við IAV. Tryggvi sagði að til stæði að hefjast handa við skólabygging- una í þessari viku en verklok eru umsamin 15. júlí árið 2001. Auk ÍAV og Kraft- vaka buðu Pétur Jökull Hákonarson, Vélsmiðj- an Gils, ÞG verktakar og danska fyrirtækið Höj- gaard og Schultz í verk- ið. Bæjarstjórn Hafnar- fjarðar tæknivæðist Hafnarfjörður Aðalbæjarfufiti’úai' Hafnar- fjai-ðar, 11 talsins, fengu af- hentar fai-tölvur á bæjar- stjómarfundi sem fram fór síðastliðinn þriðjudag í Hafn- arborg. Fundurinn var sá síð- asti íyrir sumarfrí og gefst bæjarfulltrúunum því kostur á að kynna sér tölvuna í sumar, segir Jóhann G. Reynisson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Hafnarfjarðar. Bæjarfulltrúamir fá tölv- umar til endurgjaldslausra af- nota hjá bæjarsjóði Hafnar- fjarðar meðan þeir em kjörnir til setu í bæjarstjóm. Em þær af gerðinni Hewlett Packard Omnibook XE2 Cel 450 frá Opnum kerfum. Auðveldari samskipti Tilgangur tölvuvæðingar- innai' er að auðvelda bæjarfull- trúum aðgengi að upplýsing- um, jafnt heima sem á fundum, sem liggja fyrir á rafrænu formi hjá sveitarfélaginu. Einnig verða þeir tengdir bet- ur við almenna upplýsinga- miðlun til starfsmanna með hliðstæðum netföngum. Þann- ig verða allir bæjarfulltrúar með sama búnaðinn, sem auð- veldar tölvusamskiptin. Að sögn Jóhanns brúar þetta bilið mfili stjórnmálanna og starfs- ins. Minna pappírsflæði Eitt af höfuðmarkmiðum er síðan að draga úr pappírs- Morgunblaðið /Amaldur Bæjarfulltrúarnir Gissur Guðmundsson, Steinunn Guðna- dóttir og Þorgils Óttar Mathiesen prófa nýju fartölvurnar á bæjarstjórnarfundi. dreifingu á vegum bæjarsjóðs þannig að flest gögn verði í framtiðinni á rafrænu foimi. Að því leyti er upplýsinga- tæknin umhverfisvæn. Upplýsingatækni fyrir alla Fartölvuvæðing bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar er lið- ui' í verkefninu Upplýsinga- tækni fyrir alla. Þátttakendur í því eru H afnarfj arðarbær, Op- in kerfi hf. og SkýiT hf. Mai'kmiðið er að vinna að því að hagnýta möguleika upplýs- ingatækninnar til fullnustu í Hafnai'fii'ði og auðvelda al- menningi aðgengi að tækninni. Að sögn Jóhanns er verk- efnið þríþætt. Sítenging í íjölbýlishús Nú stendur yfir tilrauna- verkefni við Hjallabraut 35-43 í Hafnarfirði þar sem íbúum er Ingvar Viktorsson bæjar- fulltrúi er í hópi 11 fyrstu fartölvuvæddra bæjarfull- trúa landsins. Hann setti upp gleraugun og grúfði sig einbeittur yfir tölvuna um leið og hann fékk hana í hendur. boðið upp á þjónustu loftnets Skýrr, hraðvirkt internet og sítengingu allan sólarhringinn. Er þetta í fyrsta skipti sem heimilum er boðin slík þjón- usta. Að sögn Jóhanns hefm- þessi hluti verkefnisins gengið vel. Brátt má vænta niður- staðna úr tilrauninni sem gefa munu mynd af því hvemig hægt verði að þróa þetta kerfi áfram fyrir allt bæjarfélagið. Miðstöð upplýsingatækni í nýju bókasafni Annar liður verkefnisins Upplýsingatækni fyrir alla er miðstöð í upplýsingatækni, sem starfrækt verður í Bóka- safni Hafnarfjarðar, en það verður opnað í nýju húsnæði á næsta ári. Að sögn Jóhanns mun tölvuaðstaðan vera tvenns konar. Gestum gefst annars vegar kostur á aðstöðu sem ef til vill minnir nokkuð á netkaffihús, þar sem gestir geta setið með kaífibollann, unnið að verkefnum og vafrað um á Netinu. Hins vegar verð- ur einnig hægt að sitja í rneiri ró og næði þar sem mögulegt verður að vinna að viðameiri verkum. Upplýsinga- og þjónustuvefur Loks verður komið upp heildstæðum upplýsinga- og þjónustuvef fyrii- Hafnarfjörð. Vefurinn verður alhliða, segir Jóhann. Þar verður að finna fréttir, tengingar, afþreyingu, kynningarefni um Hafnarfjörð og ýmislegt fleira. Reiknað er með að vefurinn komist í gagn- ið í haust. Morgunblaoio/Umar Kríuvarp bæði við Bakkatjörn og Gróttu hefur minnkað. Þarfír fólks og fugla sam- ræmdar Seltjarnarnes JÓHANN Óli Hilmarsson, for- maður Fuglaverndarfélags íslands, segir að nú liggi fyrir drög að sanmingi um friðiýs- ingu Bakkatjarnar og næsta nágrennis heimar. „Reynt [verður] að samræina þarfir fólks og fuglanna," segir liann. Hugsanlega verði þar lagður göngustígur sem auð- veldar aðgang að svæðinu. Jóhann Óli segir Bakka- tjöraina og umhverfi hennar mikilvægt varpland. Hann telur jafnvel æskilegt að friða stærra svæði, Seltjamar- nesfjörurnar og Suðumesið, en þessi svæði era á náttúra- minjaskrá. Morgunblaðinu höfðu bor- ist ábendingar um minnkandi kríuvarp á umræddu svæði. Á dögunum fór fram talning á helstu varpstöðum þessa ná- grennis. Heildarúttekt á varpi við svæðið hefur ekki verið gerð síðan 1986. Fyrst og fremst hefur verið fylgst með Gróttu og nágrenni. Kríuvai-p við Gróttu hefur minnkað töluvert síðustu ár, sagði Jóhann Óli. Hámarki var náð 1996 er hreiðrin vora uin 1.100.1997 vora hreiðrin aðeins færri. 1998 var ekki talið en 1999 vora þau komin niður í 100 og svipaða sögu er að segja af talningunni í ár. Astæðan er sú að kríurnai' hafa fært sig um set, segir Jó- hann Óli. Ekki hefur verið tal- ið á svæðinu við golfvöllinn á Suðumesinu siðan 1986. Þar héldu sig aðeins nokkur hundrað kríupör. Nú era hreiður á því svæði urn 1.200 og sennilegt að þar sé að finna gamla fbúa Gróttu. „Þetta er þekkt hjá kríunni, hún á það til að færa sig til,“ segir Jóhann Óli. „Þær geta margar saman tek- ið sig upp og fært sig um set.“ Við Bakkatjörn vora á þriðja hundrað hreiður 1986. Á sama hátt og á svæðinu við Gróttu hefur þeim fækkað, lítillegaþó. Ástæðuna telur Jóhann Öli vera þá að minkur hafi búið um sig á svæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.