Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 76
- 76 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Þuríður Rós Sigurþórsdóttir er nýútskrifuð frá einum virtasta hönnunarskóia Bretlands
Föt með
leyndarmál
Þuríður Rós Sigurþórsdóttir hefur stundað BA-
nám í hönnun í Lundúnum síðastliðin þrjú ár.
- Nýverið lauk hún náminu með því að taka þátt í
stórri tískusýningu á vegurn skólans. Unnari Jón-
assyni lék forvitni á að vita hvernig sýningin hefði
gengið og hvað tæki við nú að námi loknu.
SEGÐU mér aðeins frá skólanum
og þeirri deild sem þú ert í?
„Skólinn heitir Central St. Mart-
ins og ég er í fatahönnun, í deild
sem heitir „womenswear“. Þetta er
lista- og hönnunarskóli og það er
mikið lagt upp úr hugmyndavinnu
og sköpun frekar en tæknilegum
atriðum. Það eru teknir ca 50-60
nemendur á ári í mína deild og
gi^ námið er 3 ár. Það koma alltaf nýir
kennarar inn fyrir hvern kúrs og
eru þeir sjálfir starfandi hönnuðir
eða listamenn sem eru oft útskrif-
aðir úr St. Martins. Skólinn er í
miðbæ London og mér hefur líkað
mjög vel í honum, en þetta hefur
líka verið mjög erfitt og mikil
vinna. Það sem mér finnst best er
að hafa verið með fólki alls staðar
að úr heiminum því maður lærir
svo mikið af því. Núna þegar ég er
að klára sé ég hvað það hefur verið
gott hve mikil pressa var sett á
'fckur og að kennarar voru ekki
hræddir við að gagnrýna mann
þrátt fyrir að það hafi stundum ver-
ið erfitt. Einnig er frábært að hafa
kynnst öllu sem er í kringum nám-
ið, að vinna á tískusýningum og sjá
hvernig þetta gengur allt fyrir sig.
Af hverju ákvaðstu að fara til
London?
„Ég var í textfldeild í MHÍ og
heyrði um þennan skóla sem marg-
ir af mínum uppáhaldshönnuðum
höfðu verið í. Mig langaði til að
Nýútskrifaður fatahönnuður,
Þuríður Rós Sigurðardóttir.
breyta um umhverfi og í London er
mjög mikið að gerast í hönnun og
listum og nóg að sjá og skoða.
Mjög auðvelt er að fylgjast með
öllu því sem er að gerast því af
nógu er að taka.
Allt bjargast það að lokum
Samt getur maður í raun aldrei
kynnst allri London og það hefur
komið fyrir að ég hef ráfað daginn
út og inn um borgina og hálfpartinn
týnst. Það er fullt af sýningum,
galleríum og mörkuðum sem mér
Mynd/Þór Sigurþórsson
Frá lokasýningu Þurýjar frá St. Martins-listaskólanum.
finnst sérstaklega gaman að fara á.
Borgin er mjög skemmtileg en ég
verður svolítið þreytt á þvi að þurfa
að ferðast langar vegalengdir á
hverjum degi til að komast frá ein-
um stað til annars. Borgin getur
gefið manni rosalegan kraft einn
daginn og manni finnst maður geta
allt, en hinn daginn tekið frá manni
alla þá orku sem maður hefur og þá
er maður hálfpartinn lamaður."
Segðu mér a ðeins frá lokasýning-
unni sem var um daginn ?
„Já, við vorum búin að vera að
vinna_ að þessari sýningu í 4 mán-
uði. Ég byrjaði á hugmyndavinnu
og svo varð alltaf meira og meira að
gera eftir því sem nær dró sýning-
ardeginum. Undir lokin var stress-
ið alveg óti-úlegt. I hugmyndavinn-
unni fyrir sýninguna vann ég út frá
dagdraumum og reyndi að færa þá
inn í fatnaðinn. Ég hugsaði um að
hver flík hefði sín sérkenni og
reyndi að gefa hverri og einni eins
konar leyndarmál. Við sem vorum
að sýna vorum u.þ.b. 110 og þetta
voru tvær sýningar sama daginn.
Við mættum kl. 7 um morguninn og
þá þurfti að farða og greiða módel-
unum og sýna þeim hvernig þau
ættu að ganga inn í salinn. Það var
nú ekki til að minnka stressið að
eitt módelið mitt mætti ekki á sýn-
ingardaginn þannig að ég varð að
fá lánaða stelpu sem var módel fyr-
ir vinkonu mína þannig að þetta
gekk allt að lokum. Vinur minn var
samt ekki eins heppinn því hann
lenti í því rétt áður en hann átti að
skila að hann fann ekki eina skyrt-
una og það var leitað út um allt og
hún fannst svo að lokum hangandi á
mótorhjóli fyrir utan skólann eftir
að hafa lent í drullupolli. Þó ég hafi
reyndar ekki séð sýninguna sjálf þá
voru allir mjög ánægðir með hana
og það var mikil gleði á eftir. Ég
hugsaði með mér að ég gæti aldrei
gert svona aftur, álagið var svo
ótrúlegt, en ég er strax byrjuð á
öðru verkefni.“
Hvað er það?
„Ég er núna byrjuð að vinna að
Futurice sem er tískusýning á veg-
um Reykjavíkur menningarborgar
árið 2000. Ég held að þetta sé
fyrsta tískuvikan sem er haldin í
Reykjavík og munu íslenskir og er-
lendir blaðamenn koma og horfa á,
þannig að þetta er frábært tæki-
færi fyrir mig og aðra hönnuði á
sýningunni.
Ég kem heim núna í lok júní og
held þá áfram að klára þær flíkur
sem ég verð með á þeirri sýningu,
en ég er í 8 manna hópi og verð því
með tólf innkomur. Ég hef verið að
vinna með bæði ný og gömul efni
sem ég blanda saman og línan mín
var einföld þegar á heildina er litið.
Samt finnst mér gaman að setja
svona persónuleg smáatriði inn í
hönnunina. Það er alveg frábært
fyrir mig að Futurice skuli vera
svona beint á eftir útskriftinni. Þá
kemur sér vel að hafa fengið n.k.
starfsþjálfun hér í London því ég
vann t.d. á einni sýningu hjá Huss-
ein Chalyan og þar sá maður vel
hversu rosalegt fyrirtæki er að
setja upp sýningu og hvað það eru
ótrúlega margir á bak við á pínu-
litlu svæði að leggja lokahönd á
sýninguna. Stundum finnst manni
erfitt að ímynda sér að allt nái að
púslast saman fyrir réttan tíma.
Það er líka fyndið að sjá svo að eftir
alla þessa vinnu, tíma og peninga
þá er þetta bara hálftími og eftir
allt saman bara föt!“
Myndlistarmaðurinn Hrafnhildur Arnardóttir starfar í New York
Umskiptingur í
listaheiminum
LISTAMAÐURINN og hönnuður-
inn Hrafnhildur Amai-dóttir er einn
þeirra fjölmörgu íslensku listamanna
sem hafa leitað efniviðs og innblást-
urs utan landsteinanna. Hún hefur nú
verið búsett í suðupottinum New
York um nokkurra ára skeið þar sem
iðandi mannlífið í öllum sínum marg-
breytileika er stöðug kveikja nýrra
verka. Eftir útskrift frá MHÍ hélt
Hrafnhildur utan til frekari strand-
högga og varð the School of Visual
Arts íyrir valinu hvaðan hún fékk
mastersgráðu árið 1996.
Hrafnhildur hefur sýnt verk sín
víða og einnig haldið uppákomur þar
sem hún hefur virkjað áhorfendur til
þátttöku.
Á skjön við hið hefðbundna
„Hópmynd af Laugarvatnsætt-
inni“ er eitt af verkum Hrafnhildar.
Þar gerði hún portrettmyndir af allri
ættinni, 340 myndh- sem hún vann
upp úr ættartalinu. Myndimar vora
unnar í stórborginni NY og segist
Hrafnhildur hafa fundið hvemig
verkefnið varð æ afstæðara eftir því
sem á leið vegna fjarlægðarinnar við
fjölskyldutengslin.
En hvað hefur hún veiið að fást við
uppá síðkastið?
„í vor urðu viss þáttaskil á ferlin-
um þegar ég sýndi í White Columns-
galleríinu í New York, mjög virtu og
viðurkenndu galleríi. A sýningunni,
sem hét Posers, gerði ég portrett þai-
sem ég var sjálf viðfangsefnið. Þetta
vora glamúrljósmyndir þar sem ég
umbreyttist í ameríska smábæjarvin-
konu og ímyndin lenti á skjön við
raunveruleikann. Þegar ég vann að
sýningunni tók ég sjálfsímyndina og
braut hana í þúsund mola til þess að
sjá hvað ég gæti gert við sjálfa mig án
þess að notast við aðra leikmuni en
eymalokka, hárlagningu og andlits-
farða. Þama beraði ég hluta af sál-
inni, sýndi hvað ég er í raun hégómleg
og á barmi þess að vera vandræðaleg
vegna þess hvað ég er upptekin af
eigin ímynd. I nútímasamfélagi era
þeir svo margir1 sem fela sig á bak við
grímu og eru dauðhræddii- við al-
menningsálitið, það þarf því hugrekki
til að fella grímuna og vera maður
sjálfur. Ég gekk enn lengra og skap-
aði manneskju sem mig langai’ aldrei
að verða og holdgerðist í henni. Það
er svo stór hluti ameríska draumsins
að umbreytast, verða ný manneskja.
Þessi sýning tengist annarri sýn-
ingu, -30/+60, sem vai- á Kjarvals-
stöðum 1998. Þar fór ég í hlutverk
miðaldra konu, einhvers konar
portrettmálara. Þar var ég að fást við
íýrirfram gerðar hugmyndir mínar
og fordóma um hvað sé list og hvað
ekki. Þar notaðist ég meðal annars
við efni sem þykja ekki göfug í mynd-
list eins og tússpenna. Ég reyndi bara
einu sinni við hvert portrett svo þau
Verkið „Lady“ (confident) af sýningunni Posers.
urðu mjög hrá og fjarlægðust hina
hlöðnu hefðbundnu ímynd sem teng-
ist portrettmyndum. Næsta verkeftii
er svo að taka annað fólk og sýna því
sjálft sig í öðra ljósi.“
Búðahnupl og nafnabrengl
Auk myndlistarinnar hefur Hrafn-
hildur verið að fást við fatahönnun.
Föt hennar hafa fengist hér heima i
búðinni Nælon og jarðarber þai’ sem
er að finna framlegar flíkur og fylgi-
hluti. Hönnunin, sem gengur undir
nafninu „Shoplifter", er ögn sérvisku-
leg og hafa fötin vakið athygli þar
sem þau hafa verið sýnd en þau era
byggð á myndlistargrunni hönnuðar-
ins þar sem ekki er allt sem sýnist.
Hvers vegna þetta undarlega nafn
áfatalínu?
„Ég var einu sinni kynnt fyrir
manneskju og sagði: Hello, my name
is Hrafnhildur. Viðmælanda mínum
misheyrðist eitthvað og svaraði oh,
hello shoplifter. Þessi misskilningur
festist svo bara.
Hrafnhildur er nú að vinna að
haustlínu „Shoplifter“ til að sýna
kaupendum verslana í New York auk
þess að kanna möguleikana hér
heima íýrir.
Finnst þér þú hafa aðra sýn á New
York afþvíþú ert útlendingur?
„Já að sumu leyti en það er auð-
vitað af því að maður hefur eitthvað
annað til að bera saman við. Maður er
til dæmis mun berskjaldaðri á Islandi
en i New York þar sem hægt er að
týna sér í fjöldanum. Það era líka í
rauninni allir aðfluttir í New York,
allir era útlendingar. Þetta gerist líka
í myndlistinni minni, sum verkin mín
finnst mér vera alveg sérstaklega
amerísk en svo era önnur, eins og
„Hópmynd af Laugarvatnsætt", sem
era eins íslensk og frekast má vera.“
Guðmundur Oddur
List með
boðskap
SIÐASTLIÐINN fimmtudag var
opnuð í Gula húsinu á horni Lind-
argötu og Frakkastígs sýning sem
kallast „Urban nature.“ Það eru
átta ungir reykvískir drengir sem
standa á bak við sýninguna en
þeir ganga undir því sérkennilega
nafni Lortur. Þessir drengir hafa
allir séð ljósið og eru á þessari
sýningu að breiða út boðskap sinn,
sem er kenndur við þrjá hluti:
mann, bretti og jörð. Þetta er sýn-
ing sem allir ættu að koma við á
og athuga hvort boðskapurinn
fellur að þeirra eyrum. Gula húsið
er opið alla daga milli 15:00 og
—18:00.
Sýningunni lýkur á sunnudag.