Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Sýning á verkum Juan Murioz
í Louisiana
Margræðni og
uggur að baki
gleðisnauðra
brosa
Hvernig líður manni að láta fjölda brosandi
andlita horfa á sig? Ekki endilega vel, segir
Sigrán Davíðsdóttir eftir að hafa skoðað
sýningu á verkum spánska listamannsins
Juan Munoz í Louisiana.
Ljósmynd/Attilio Maranzano
Mange gange, 1999, eftir Juan Munoz á nútímalist asafninu Louisiana í Humlebæk í Danmörku.
SUMIR fínna fjölbreytni í að gera
alltaf mismunandi hluti, aðrir í að
gera alltaf það sama en í mörgum
útgáfum. Juan Munoz tilheyrir
seinni hópnum.
Þessi spánski listamaður hefur
undanfarin ár fengist við að búa til
listaverk úr gráum fígúrum sem
allar eru í eins fötum og með eins
andlit.
Munoz er fæddur í Madrid 1953
en býr núna í Torrelondones.
Verk hans hafa sést æ víðar und-
anfarin ár, bæði heima og heiman,
og Louisiana á þegar tvö verk eftir
hann sem eru hluti af fastri sýn-
ingu safnsins.Munozsýndi á Docu-
menta í Kassel 1992 og á Feneyja-
tvíæringnum 1997, svo eitthvað sé
nefnt. Sýningin nú stendur fram í
lok júní.
Eitt af þvf sem einkennir fígúr-
urnar hans Munoz er að þær eru í
fötum án hnappa. Þegar Juan
Munoz kynnti verk sín fyrir blaða-
mönnum í Louisiana kom í ljós að
sjálfur gengurMunozí jakka með
földum hnöppum. Aðspurður segist
hann ekki mikið gefinn fyrir
hnappa og annað óþarfa dót. Svona
getur lífíð tengst listinni á skond-
inn hátt.
Eðli sjónrænnar
blekkingar
Nafnið sem Munoz hefur valið
sýningu sinni á Louisiana er „The
Nature of Visual Illusion", Eðli
sjónrænnar blekkingar. Á sýning-
unni ei-u þrjú verk.
Þarna er um að ræða nýtt verk,
sem tekur heilan sal, „Many Ti-
mes“, Oft, en síðan tvö minni, sem
safnið á fyrir, „Half Circle“,
Hálfhringur, og „Neal’s Last
Words“, Síðustu orð Neals. Bæði
þessi verk voru sýnd á Feneyja-
tvíæringnum 1997.
Öllum verkunum er sameiginlegt
að uppistaða þeirra er þessar sömu
fígúrur, gráar frá toppi til táar
með asíska andlitsdrætti og í ein-
földum fötum sem minna á Maó-
fötin sællar minningar. Andlits-
drættirnir og fötin gera það að
verkum að fígúrurnar virðast kín-
verskar.
„Þeir eru allir svo líkir,“ segir
kona nokkur, sem virðir verkin
andaktug fyrir sér. Og það er
nærri lagi, því Munoz notar í raun
sama formið fyrir öll andlitin. Fíg-
úrurnar eru því allar alveg eins.
Sama andlitið, sama brosið.
I verkunum tveimur frá 1997 eru
fígúrurnar ekki í fullri stærð, held;
ur eins og menn í hálfri stærð. í
Hálfhringnum standa fígúrurnar
tólf og snúa sér hver að annarri.
Veggimir hjá þeim eru þaktir
veggtjöldum, sem við nánari at-
hugun eru ekki alvöru veggtjöld,
heldur máluð. Tjöldin minna á
sjónblekkingarmyndir fyrri alda,
„trompe-l’oeil“, ljá fígúrunum við-
bótarvídd tímaleysis og blekkingar.
I síðustu orðum Neals stendur
önnur eins fígúra ein við spegil,
hallar sér að honum, munnurinn
hreyfíst og áhorfandinn heyrir
óljóst tal. Þessi síðustu orð líta ein-
hvern veginn ekki út fyrir að vera
nein síðustu orð, en samtalið við
spegilmyndina vekur svipaðar til-
finningar og hálfhringurinn. Tal og
samskipti, sem þó á einhvern hátt
tengja ekki saman og tjöldin leiða
hugann enn frekar að þessari
blekkingu, sem virðist falin í verk-
inu.
Sjónblekking sem hefð
og nútímabragð
Sjónblekkingarmyndir eru hluti
þeirrar listhefðar, sem Munoz er
sprottinn úr. í stóra verkinu,
„Many Times“, bregður fyrir fleiri
þáttum þeirrar listhefðar, sem
verkin eru runnin úr. Það verk er
heill salur þar sem áhorfandinn
stendur á gólfinu, en fyrir ofan
hann eru svalir með 100 fígúrum í
fullri stærð allt um kring.
Þeir sem kunnugir eru spænsk-
um aðstæðum sjá í þessu verki
ýmsar spánskar skírskotanir. Mun-
ozhefur áður notað svalir í verkum
sínum, en í spænskum bæjum eru
svalirnar áberandi einkenni og þá k
um leið lífið, sem þar fer fram.
Verkið er einnig skírskotun til ||
þekktra verka eftir spánska mál- W
arann Francisco de Goya, sem mál-
aði fólk á svölum í kapelluhvelfingu
í San Antonio de la Florida
skammt frá Madrid.
Við fyrstu sýn virðist kannski
vera glaðlegt yfír þessum fígúrum
Munoz, sem standa þarna allar
með bros á vör. En það líður ekki á
löngu þar til skoðandinn fyllist ein- ;;
hverjum óhugnaði, því brosin á p
hundrað eins andlitum virðist ekki |j
vera bros sem túlkar gleði, heldur P
gríma, sem jafnvel felur annað
heldur en gleði.
Það er ekki að undra að verk
Munoz skuli sjást víða þessi árin,
því honum tekst með margræðni
verka sinna að kveikja marg-
slungnar hugrenningar. Það verður
forvitnilegt að sjá hvert framhaldið
verður. L
Húsbréf
Útdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöldum flokkum:
1. flokki 1989 - 39. útdráttur
1. flokki 1990 - 36. útdráttur
2. flokki 1990 - 35. útdráttur
2. flokki 1991 - 33 útdráttur
3. flokki 1992 - 28. útdráttur
2. flokki 1993 - 24. útdráttur
2. flokki 1994 - 21. útdráttur
3. flokki 1994 - 20. útdráttur
Koma þessi bréf til innlausnar 15. ágúst 2000.
Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess
eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt
í dagblaðinu Degi fimmtudaginn 15. júní. Upplýsingar um
útdregin húsbréf liggja frammi hjá íbúðalánasjóði,
i bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum.
Ibúðalánasjóður
Borgartúni 21 I 105 Reykjavík I Sími 569 6900 I Fax 569 6800
Myndlistar-
sýning á
Hrafnseyri
SÍÐAN burstabær Jóns Sigurðsson-
ar á Hrafnseyri var tekinn í notkun
hafa verið haldnar þar nokkrar
myndlistarsýningar. Á þjóðhátíðar-
daginn 17. júní mun Sigríður Rósin-
karsdóttir, sem er fædd á Snæfjöll-
um á Snæfjallaströnd 1937, opna þar
sýningu á vatnslitamyndum sem
verða til sýnis í sumar. Sigríður
stundaði nám við Baðstofuna í Kefla-
vík. Aðalkennari hennar var Eiríkur
Smith. Hún hefur tekið þátt í mörg-
um samsýningum hér á landi, einnig
í Danmörku og í Gautaborg og
Sparreholm í Svíþjóð. Þetta er ell-
efta einkasýning Sigríðar.
Myndlist á
Kringlukránni
NÚ stendur yfir myndlistarsýning
Irenu Zvirblis á Kringlukránni. Ir-
ena Zvirblis er fædd og uppalin í
gömlu Júgóslavíu. Hún kom til ís-
lands sem flóttamaður í boði íslensku
ríkisstjórnarinnar árið 1997 og bjó
fyrst um sinn á Höfn í Hornafirði.
Hún býr nú í Reykjavík ásamt fjöl-
skyldu sinni.
Irena hlaut viðurkenningu fyrir
list sína frá náttúruverndarráði í
Serbíu og var um árabil meðlimur í
félagi áhugalistmálara í Júgóslavíu.
Á sýningunni á Kringlukránni sýnir
Irena ný verk og er efniviðurinn að
sóttur í íslenska náttúru.
Sýningin stendur til 13. júlí.
fslenski arkitektaskólinn, ÍSARK
Sjónum beint
að gleymd-
um stöðum
Á VEGUM ÍSARK, íslenska
arkitektaskólans, verða haldnar
vinnubúðir í Reykjavík dagana
15.-25. júní. Verkefnið er unnið í
samvinnu við Norrænu arkitekt-
úrakademíuna sem eru samtök
norrænu arkitektaskólanna og
hefur ÍSARK verið aðili að þeim
samtökum síðan 1995.
ÍSARK hefur starfað síðan
1994 þegar hann var stofnaður
af Arkitektafélagi íslands.
Stjórn ISARK hefur á þessum
árum staðið fyrir fjórum sumar-
námskeiðum og unnið að því að
undirbúa tilkomu náms í arki-
tektúr á íslandi. Verkefnið
nefnist Gleymdir staðir og tekur
fyrir gleymda, niðurnídda eða
ónumda staði innan borgar-
marka Reykjavíkur. Þátttak-
endur eru 36 norrænir arkitekt-
anemar sem vinna í níu hópum
ásamt kennurum sínum. Þeir
hófu að vinna að verkefninu um
áramót við að skoða og velja
staði og síðan hanna innsetning-
ar á þá þar sem steinsteypan og
eiginleikar hennar eru sérstak-
lega teknir fyrir. Markmiðið er
að vekja athygli á stöðunum og
vinna með upplifun þeirra.
Verkefnið tekur því fyrir allt í
senn borgarskipulag, hönnun
mannvirkja og notkun stein-
steypu. Vefsíða hefur verið sett
upp þar sem hægt er að kynna
sér staðarvalið og hönnun verk-
anna sem sett verða upp, slóðin
er http://home.c2i.net/vxd.
Fyrirlestrar
og sýning
Fyrirlestrar og sýning verða í
Listasafni Reykjavíkur, Hafnar-
húsinu og eru fyrirlestrarnir all-
ir fluttir á ensku.
Sýning á verkum nemendanna
verður opnuð í Listasafni
Reykjavíkur laugardaginn 24.
júní og stendur til 2. júlí.
Dagur Eggertsson arkitekt í
Osló hefur í samstarfi við stjórn
ISARK verið faglegur stjórn-
andi verkefnisins sem er liður í
menningardagskrá Reykjavík-
urborgar.
Fyrirlestrar og sýning í
tengslum við tema verkefnisins
eru öllum opin.