Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 84
SCHWARZENEÖGlR E N D of m DAYS A leiyuinyndbandi 19. júní Traust íslenska ELGO Síðan 1978 (■ Leitið tilboða! II MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF569U81, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJlg>MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 15. JUNI2000 VERÐ I LAUSASOLU150 KR. MEÐ VSK. Mat um smávirkjanir raforkubænda Gætu samsvarað tveimur Nesja- vallavirkjunum MIKLIR möguleikar eru taldir á virkjun smærri vatnsfalla á bújörðum víða um land. Einkareknar vatns- aflsstöðvar hér á landi voru 196 tals- ins árið 1998 9g framleiða þær rúm- lega 4 MW. I nýútkominni skýrslu nefndar á vegum iðnaðarráðherra, sem ber heitið Raforkubændur, hag- kvæmni, tækni og möguleikar, kemur fram að samkvæmt mati starfsmanna Orkustofnunar gætu verið möguleik- ar á allt að 60 MW raforkuframleiðslu með skynsamlegri nýtingu lítilla vatnsaflsstöðva á íslandi eða sem nemur tveimur Nesjavallavirlqunum. I skýrslunni segir ennfremur að ýmsir áhugamenn um slíkan virkj- anakost nefni tölur allt að 100 MW. „Virkjun smárra vatnsfalla felur því töluverða orku í sér - orku sem gæti nýst fyrst og fremst dreifðum byggðum landsins,“ segir í niður- stöðum skýrslunnar. Voru niðurstöðumar kynntar á ráðstefnu um uppbyggingu og rekst- ur lítilla vatnsaflsvirkjana á Kirkju- bæjarklaustri 8.-9. júní sl. Par kemur einnig fram að ljóst sé að virkjun bæj- arlækja sé vistvæn aðgerð hvemig sem á er litið. Langflestar heima- stöðvar séu í Suður-Þingeyjarsýslu í dag og líklegasta skýringin sé sú að ábúendur á bænum Arteigi tileink- uðu sér smíði túrbína á fimmta ára- tugnum og hefur sú iðn haldist þar á bæ ávallt síðan. ■ Raforkubændur/12 Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Franska seglskútan Belle Poule siglir úti fyrir Grundarfírði. Reykjavíkurflugvelli lokað í um Vh klst. í gærkvöldi Morgunblaðið/Arnaldur Lögregla og slökkvilið voru fljót á vettvang en flugmaður og farþegi meiddust lítið og fengu að fara heim af slysadeild að skoðun lokinni. Vélin er mikið skemmd en við brotlendinguna brotnaði hreyfill hennar af. Kennsluflugvél endaði á hvolfi LITILLI eins hreyfils flugvél hlekktist á við æfingar á Reykjavík- urflugvelli í gærkvöldi með þeim afleiðingum að hún hafnaði á hvolfi á norður-suður-flugbraut vallarins. Flugmaður og farþegi voru fluttir á slysadeild en reyndust lítið meidd- ir. Innanlandsflug tafðist í um 1% klukkutíma vegna slyssins, enda voru aðrar flugbrautir ekki til taks vegna viðgerða á vellinum. Flugmaður vélarinnar var að æfa snertilendingar ásamt flugkennara þegar óhappið varð um klukkan 18:45 í gærkvöldi. Flugvélin var að koma inn til lendingar úr suðri þeg- ar henni hlekktist á með þeim af- leiðingum að hún lenti utan flug- brautarinnar og hvolfdi síðan á brautinni. Við brotlendinguna brotnaði hreyfillinn af vélinni ásamt hluta af nefi flugvélarinnar. Mennimir sem í vélinni voru kom- ust út úr henni af eigin rammleik og fengu að fara heim af slysadeild að skoðun lokinni. Loka varð Reykjavíkurflugvelli í um Vh klukkutíma vegna óhappsins en á meðanbiðu um 100 farþegar Flug- félags Islands þar til flugvélarflak- ið var fjarlægt af vellinum. Þrjár flugvélar í innanlandsflugi urðu auk þess að lenda á Keflavíkur- flugvelli. Skúli Jón Sigurðsson hjá rann- sóknarnefnd flugslysa telur að flug- mennirair hafa sloppið vel miðað við aðstæður en hann kannar nú til- drög slyssins. Flugvélin, er af gerðinni Robin Jodel DR 221 og er tveggja sæta einshreyfilsflugvél. Góletta í Grundarfírði Grundarfírði. Morgunblaðið. GÓLETTAN Belle Poule frá Frakk- landi lá í gær við bryggju í Grundar- firði og gat almenningur farið um borð og skoðað hana. Belle Poule lagðist að bryggju í Grundarfirði á þriðjudag. Skútan kom hingað til að minnast veru franskra sjómanna f Grundarfirði fyrir nærri 200 árum. I gær buðu frönsku sjómennimir Björgu Ágústsdóttur sveitarsfjóra og Sigríði Finsen oddvita til hádeg- v isverðar um borð í seglskipinu. Sigling skipsins og annars til er hluti af siglingakcppni á milli Paim- pol og Reykjavðcur. Belle Poule er önnur tveggja skonnorta, sem mun dvelja við Reylqavíkurhöfn frá 17. júní til 24. júm'. Hin heitir Etoile. Úrvalsvísi- talan ekki lægri á árinu ÚRVALSVÍSITALA Aðallista Verðbréfaþings íslands var við lok viðskipta í gær 1.502,5 stig sem er lægsta gOdi á árinu. Hæst hefur úrvalsvísitalan far- ið í 1.888,7 stig á þessu ári. Alls námu viðskipti með hlutabréf á VÞI89 milljónum í gær. Sérfræðingar á fjármála- markaði segja deyfð yfir mark- aðnum og lítil viðskipti á bak við verðbreytingar á hlutabréf- um. Þeir telja að þetta ástand muni líklega vara fram í júlí þegar viðskipti gætu farið að glæðast í tengslum við birtingu milliuppgjöra fyrirtækja á VÞI. ■ Úrvalsvísitalan/Bl Columbia Ventures og Landsvirkjun eru að hefja viðræður um frekari stækkun álversins á Grundartanga Vilja stækka Norðurál í 180 þúsund tonn sem fyrst Á ótrúlegu verði á þriðjudögum og fimmtudögum í allt sumar. FYRIRTÆKIÐ Columbia Ventures, eigandi Norðuráls á Grundartanga, hefur óskað eftir viðræðum við Landsvirkjun um frekari stækkun álversins á Grundartanga. Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls, segir að fyrirtækið sé tilbúið að fara út í slíka stækkun ef Landsvirkjun geti útvegað næga raforku. Jóhann Már Maríus- son, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, segir að ef samningar takist um stækkun Norðuráls sé líklegt að horft verði til virkjana á Suðurlandi, ekki síst Búðarhálsvirkjunar í Þjórsá. I gær var gengið formlega frá samn- ingum milli stjórnvalda, Columbia Ventures, bankastofnana og sveitar- félaga um stækkun álversins á Grundartanga úr 60 þúsund tonna ársframleiðslu í 90 þúsund tonna framleiðslu. Fram kom á blaða- mannafundi, sem haldinn var af því tilefni, að Columbia Ventures væri tilbúið að stækka álverið enn frekar. Norðurál óskaði eftir viðræðum Ragnar sagði í samtali við Morg- unblaðið að Norðurál hefði óskað eft- ir viðræðum við Landsvirkjun um frekari stækkun álversins. Ekki væri ákveðið um hvað mikla stækk- un yrði að ræða, en það réðist mikið af því hvað Landsvirkjun treysti sér Kaupmannahöfn r Sam vinnuferðir y Landsýn til að útvega mikla orku. „Starfsleyfi Norðuráls gerir hins vegar ráð fyrir 180 þúsund tonna framleiðslu og við höfum hug á að stækka allavega upp í 180 þúsund tonna ársframleiðslu í næsta áfanga og jafnvel meira. Col- umbia Ventures hefur lýst yfir vilja til að ganga til þessa verkefnis. Fyr- irtækið hefur fjármagn til þess og er tilbúið að fara í þetta sem fyrst,“ sagði Ragnar. Ragnar sagði að viðræður við Landsvirkjun væru að fara af stað og erfitt væri að sjá fyrir hvað þær tækju langan tíma. Gera mætti hins vegar ráð fyrir að undirbúningur og framkvæmdir við byggingu álvers og virkjana tæki 4-5 ár. Það tæki Norð- urál 2-3 ár að byggja álverið. Sá orkusamningur sem Norðurál hefur við Landsvirkjun er um sölu á rafmagni til 90 þúsund tonna álvers. Fyrirtækin þurfa því að gera nýjan orkusölusamning verði af stækkun- inni. Ragnar sagði að stækkun álvers- ins í 180 þúsund tonn kostaði 20-25 milljarða. Starfsmönnum myndi fjölga um 150-200. Veltan á ári færi í rúma 20 milljarða á ári. Þess má geta til samanburðar að álver ísal í Straumsvík framleiðir um 162 þúsund tonn á ári. Verður Búðarhálsvirkjun byggð? Jóhann Már Maríusson, aðstoðar- forstjóri Landsvirkjunar, sagði að Norðurál hefði verið að einbeita sér að stækkun upp í 90 þúsund tonn og viðræður um frekari stækkun væru vart hafnar. Ef af stækkun yrði myndi Landsvirkjun væntanlega helst skoða virkjanakosti á Suðui-- landi, ekki síst Búðarhálsvirkjun í Þjórsá. Hún yrði 100 MW stór og dygði ekki fyrir 90 þúsund tonna stækkun á álveri Norðuráls. Einnig væri hægt að virkja neðar í ánni. Búðarhálsvirkjunin er svo til full- hönnuð, en á eftir fara í umhverfis- mat. ■ Eykur/lO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.