Morgunblaðið - 15.06.2000, Síða 60
—*80 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
4-
Málflutnings-
" keppni
laganema í
Washington
íslenska liðið ásamt liði Kanada sem í voru fyrstu andstæðingarnir.
"W" BYRJUN apríl fóru íslenskir
^•3 laganemar vestur um haf til að
taka þátt í alþjóðlegri mál-
JL flutningskeppni. Um var að
ræða keppni sem haldin er árlega á
vegum Alþjóðasambands laganema
(Intemational Law Students Associ-
ation, ILSA) og kennd er við Philip
C. Jessup, sem kom keppninni af
stað fyrir rúmum 40 árum. Keppnin
er stærsta málflutningskeppni í
heimi. Á hverju ári taka um 1600
laganemar frá um 330 lagaskólum úr
öllum heimsálfum þátt í þessari
keppni þar sem sviðsettur er mála-
rekstur milli ímyndaðra ríkja fyrir
Alþjóðadómstólnum í Haag. Um 70
lið komast í úrslitin sem fara fram í
Washington í Bandaríkjunum sam-
jfchliða vorfundi ILSA en jafnframt
fóru tveir fulltrúar frá Islandi á þann
fund. Þetta var í fyrsta sinn sem Is-
land tekur þátt í þessari keppni og
liðið sem fór út að þessu sinni var
skipað Atla Má Ingólfssyni, Heiðari
Ásberg Atlasyni og Sigríði Hrefnu
Hrafnkelsdóttur.
Leifur Eiríksson
málflutningsfélag
Þegar ákveðið hafði verið að Is-
land sendi lið í keppnina var stofnað
félag til að halda utan um þátttökuna
til að afla styrkja til að standa
Stærsta málflutningskeppni í heimi var
haldin í Washington í Bandaríkjunum í apríl
sl. Heiðar Ásberg Atlason var einn þriggja
íslenskra laganema sem fóru vestur um haf
og kepptu fyrir hönd íslenskra laganema.
Er þetta í fyrsta skipti sem fulltrúar frá
Islandi taka þátt í keppninni.
straum af kostnaði o.fl. Þegar litið
var til þess að mikilvægt væri að
nafn félagsins væri einkennandi fyr-
ir ísland og einnig vegna þess kynn-
ingarstarfs sem í gangi er í tengslum
við landafundi norrænna manna í
Norður-Ameríku var nafnið „Leifur
Eiríksson málflutningsfélag" valið.
Félagið var stofnað í janúar sl. og þá
þegar skipað í stjórn þess. I stjórn
þess eru eftirtaldir: Guðmundur Ei-
ríksson, dómari við Hafréttardóm-
stól Sameinuðu þjóðanna, er heið-
ursforseti félagsins, Ragnar Tómas
Ámason, héraðsdómslögmaður, er
formaður félagsins, Tómas H. Heið-
ar, þjóðréttarfræðingur, er ritari og
Skarphéðinn Pétursson, formaður
Orators, er gjaldkeri. Vífill Harðar-
son, gjaldkeri Orators er varamaður
stjómar. Að auki er Edwin Brown,
viðskiptafulltrúi í bandaríska sendi-
ráðinu sérstakur ráðgjafi stjórnar-
innar en hann hefur verið dórnari í
Jessup keppninni.
Mikilvægi þjóðaréttar
fyrir lögfræðinga í dag
Þjóðaréttur er sú fræðigrein inn-
an lögfræði sem fjallar um samskipti
milli þjóða og er um margt frábrugð-
in hefðbundinni lögfræði. Það er
óhætt að segja að nú á tímum al-
þjóðavæðingar fyrirtækja og auk-
inna samskipa ríkja, sérstaklega í
gegnum aukin viðskipti við erlend
fyrirtæki, ætti það að vera öllum
Ijóst að það getur verið vísir að góð-
um starfsvettvangi fyrir unga lög-
fræðinga að læra þjóðarétt eða laga-
reglur sem fást við alþjóðleg málefni.
Velgengni íyrirtækja getur að mikl-
um hluta byggst á því að þau geti
starfað á alþjóðlegum mörkuðum og
náð hagstæðum samningum við er-
lenda aðila. Það er einnig nauðsyn-
legt fyrir hverja þjóð að geta gætt
réttar síns gagnvart öðrum þjóðum
sérstaklega fyrir lítið land eins og
ísland. Jessup keppnin er ákjósan-
legur grunnur fyrir aukna þekkingu
á sviði þjóðaréttar og er það von
þeirra sem stóðu að þátttöku í Jess-
up að þessu sinni að vegur hennar
verði sem mestur í náinni framtíð. í
ljósi þessa fullyrða þeir keppendur
sem tóku þátt í Jessup að þessu
sinni, að þetta verður fastur liður hjá
íslenskum laganemum hér eftir.
Keppni í lögfræði?
Einhvern kann að undra að það sé
hægt að keppa í lögfræði en það er
hins vegar hægt. Ekki er þó í raun-
inni keppt um hver sé bestur í lög-
fræði enda leysa dómarar keppninn-
ar ekki úr málinu og dæma ekki um
efni þess. Það er keppt í málflutn-
ingi. Dómararnir dæma um hæfni
málflytjenda til að setja mál sitt
skýrlega fram og styðja það þjóð-
réttarlegum rökum. Jessup er fyrst
og fremst liðakeppni óg það lið sem
sigrar hveiju sinni vinnur „Heims-
meistaratitil Jessup“. Hins vegar
eru málflytjendur einnig dæmdir
einstaklingsbundið og sérstök verð-
laun eru veitt fyrir stigahæsta ein-
staklinginn auk þess sem sérstök
verðlaun eru veitt fyrir greinargerð-
ir. Jessup er því keppni í því að vera
sem bestur „Orator“ eða málflytj-
andi.
Fyrirkomulag Jessup
Þrátt fyrir að málflutningurinn sé
það sem mestu máli skiptir þegar út
er komið, þá snýst Jessup hins vegar
ekki eingöngu um málflutninginn.
Áður en að honum kemur verða öll
lið að senda frá sér greinargerðir þar
sem mál hvors ríkis um sig er stutt
lögfræðilegum rökum. Stig fyrir
greinargerðimar kemur inn í heild-
arstigagjöfina sem sker úr um hvaða
lið komast áfram í sjálfri málflutn-
ingskeppninni. Málsatvikalýsing er
sett fram þar sem hvort ríki um sig
setur fram ákveðnar kröfur sem það
heldur fram fyrir dómstólnum. Lið
verða að halda sig innan þess ramma
sem kröfugerðin setur en hafa frjáls-
ar hendur um leiðir til rökstuðnings.
Athyglisvert var hversu mismunandi
lið tóku á álitaefninu. Málið sem til
umfjöllunar var í keppninni snerist