Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 49 I MINNINGAR I I I I + Jórunn Jónheið- ur Hrólfsdóttir fæddist á Ábæ í Aust- urdal í Skagafirði 18. mars 1914. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 7. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Valgerður Kri- sljándóttir frá Ábæ, f. 25. maí 1888, d. 8. janúar 1960, og Hrólfur Þorsteinsson frá Skatastöðum í sömu sveit, f. 21. maí 1886, d. 14. okt. 1966. Þau bjuggu á Ábæ og síðar á Stekkjarflötum einnig í sömu sveit. Jórunn átti sex systkini. Elst var Friðfinna, f. 1909, d. 1996. Hin systkinin eru: Ingibjörg, f. 1910; Kristbjörg, f. 1917; Kristján, f. 1921, d. 1996; Stefán, f. 1927 og Anna, f. 1930. Þar að auki átti Jór- unn fóstursystur, Jóhönnu Krist- jánsdóttur, f. 1925, d. 1993. Maður Jórunnar var Eiríkur El- íasson frá Helgárseli í Eyjafírði, sem lést 1988. Þau bjuggu fyrst á Móðursystir mín, hún Jórunn, hef- ur nú kvatt þetta jarðsvið. Hún kvaddi það á sinn hógværa og hljóð- láta hátt á fallegum júnímorgni. Þar er gengin sérstaklega vönduð og traust kona. Jórunn var fædd á kirkjustaðnum Ábæ í Austurdal og var þriðja elsta bam þeirra hjóna Valgerðar og Hrólfs, sem bjuggu nít- ján ár á Ábæ og síðar á Stekkjarflöt- um. Æskuheimili Jórunnar og þeirra systkina var mikið fyrirmyndar- heimili og þar ríkti góðvild, ljúf- mennska og tillitssemi gagnvart öll- um. í minningum fyrstu ára ævi minn- ar man ég Jórunni svo vel, betur en marga aðra. Og nú, þegar ég sest niður að skrifa þessi kveðjuorð, birt- ast mér margar ljúfar myndir frá löngu liðinni tíð. Jórunn, frænka mín, konan góða sem hafði alist upp í kyrrðinni í Austurdal, bar alltaf birtu inn í heim lítils drengs. Hún var kær- komni gesturinn sem heimsótti svo oft fólkið mitt á nýjum og nýjum stað, því að ég og fjölskylda mín vor- um alltaf að flytja. Eg minnist til dæmis dvalar hennar hjá okkur í Teigakoti þegar ég var um það bil fjögurra ára. Ég man hvað hún gætti mín vel og hvað ég varð dapur þegar hún fór aftur að Stekkjarflötum. Þá minnist ég heimsóknar hennar til okkar í Gilhaga þegar við fórum fram á Gilhagadal og tíndum berin í nánd við eyðibýlið Gilhagasel. Á býli því bjuggu um miðbik nítjándu aldar langafi hennar og langamma, Sigurð- ur og Oddný. Tólf árum seinna var ég í vinnu inni í Eyjafirði. Þá var Jórunn á Eyvindarstöðum í Sölvadal. Þar bjó hún með Eiríki, manni sínum, og fjórum litlum, indælum bömum. Ég dvaldi þar hjá þeim einn sunnudag í upphafi ágústmánaðar. Þessi dagur geymist í huga mér. Hann var svo góður á allan hátt. Veður var það in- dælasta sem orðið getur á Islandi. Það var blæjalogn með miklum hita og ég fann svo glöggt hvað ég var hjá Tyrfingsstöðum í Akrahreppi en flutt- ust 1944 að Eyvindar- stöðum í Sölvadal í Eyjafírði og bjuggu þar uns börn þeirra tóku við. Eftir það vann Jórunn meðal annars á Kristnesi og Hótel KEA á Akur- eyri. Jórunn og Eiríkur eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Valgerður Kristín, f. 1. mars 1941. Maki hennar var Gunnar Thorsteinsson en þau slitu sambúð. 2) Ingibjörg Fjóla, f. 1. apríl 1942, maki: Guð- mundur Frímannsson. 3) Laufey, f. 16. nóvember 1944, maki: Svavar Ásmundur Sveinsson og eiga þau fjögur börn. Þau heita Jórunn, f. 1971 og er maki hennar Jón Halldór Gunnarsson, Anna, f. 1973, Dóra, f. 1977 og Sveinn, f. 1982. 4) Hrólfur, f. 25. maí 1948. Útfór Jórunnar fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13:30. góðum vinum. Mér þykir vænt um þennan dag því að þama á Eyvindar- stöðum mætti ég svo mikilli hlýju og þar var góðvildin öllu ofar. Svo hafa árin kvatt hvert af öðru og alltaf var jafnnotalegt að hitta Jórunni eða tala við hana í síma. Ég á henni svo mikið að þakka. Ef hún vissi að ég væri á sjúkrastofnun íylgdist hún ítarlega með mér og gaf mér iðulega góð ráð. Hún var svo hugulsöm, einlæg og nærgætin. Þannig fólk er gott að hafa þekkt, mynd þess geymist í huga manns ævigönguna á enda. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt, ef telja skyldi það. I lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta þá helgu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Þessi indæla kona átti svo alúðlegt lundarfai' og var hvers manns hug- ljúfi. Hún var glaðlynd og jafnlynd og skipti sjaldan skapi. Yfirbragð Jórunnar var sérstaklega milt. Hún var hæglát og vann sín störf í kyrr- þey. Verk hennar voru öll vönduð. Snyrtimennska og hirðusemi voru henni í blóð borin. En nú er starfs- deginum langa lokið og miklu dags- verki hefur verið skilað. Ljúft mun þá að kveðja, sérstaklega þegar vandað hefur verið til hvers fótmáls eins og á ævidögum Jórunnar. Heilsu Jórunnar hrakaði síðustu árin. Hún fékk heilablóðfall síðla dags, mánudaginn 5. júní síðastlið- inn. Fáeinum klukkustundum áður hringdi Valgerður dóttir hennar til hennar og það vakti undrun Valgerð- ar að hún þakkaði henni fyrir að hún hefði aldrei gleymt sér. Hálfum öðr- um sólarhring síðar var Jórunn dáin. Hún andaðist að morgni 7. júní á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Nú, þegar samferðinni lýkur á hinni sýnilegu leið, flytja systkinin frá Ey- vindarstöðum, Valgerður, Ingibjörg, Laufey og Hrólfur, ástkærri móður sinni þakkir fyrir allt og allt. Vald allar góðar vættir við veginn þinn, elsku Jórunn mín, og beri ham- ingjudísir ljós á veg þeirra er þú unn- ir. Hjörtur Guðmundsson. + Elskuleg móðir okkar, GUÐRÚN HELGADÓTTIR hjúkrunarkona, Reykjamörk 17, Hveragerði, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, aðfaranótt miðviku- dagsins 14. júní. Helgi Ársælsson, Guðfinna Ársælsdóttir. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins me^ Þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. JOR UNN JONHEIÐ UR HRÓLFSDÓTTIR Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útf ararþ j ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is + Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, PÁLL JAKOB DANÍELSSON, áður Tunguvegi 62, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu mánudaginn 12. júní. Daníel J. Pálsson, Linda Garðarsdóttir, Ólöf G. Pálsdóttir, Gunnar Ottósson, Unnur B. Pálsdóttir, Oddur Helgason, Þórir Pálsson, Ásthildur Bynjólfsdóttir. V + Ástkær sonur okkar, bróðir og barnabarn, BRYNJAR BRAGI STEFÁNSSON, Spóahólum 14, er iést á heimili sínu 4. júní sl., verður jarðsung- inn frá Árbæjarkirkju í dag, fimmtudaginn 15. júní, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á styrkt- ar- og minningarsjóð SÁÁ. Fyrir hönd ættingja og vina, Bylgja Bragadóttir, Guðmundur Stefánsson, Stefán G. Hálfdánarson, Rigmor Rössling, Ásdís Elva og Ásta Lára, Jódís Stefánsdóttir. + Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir TRYGGVI FRIÐLAUGSSON fyrrverandi lögregluvarðstjóri, áður til heimiiis í Kúriandi 3, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju á morg- un, föstudaginn 16. júní, kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á hjúkrunarheimilið Skógarbæ. Sigrún Tryggvadóttir, Björn Jóhannsson, Henny Tryggvadóttir, Marinó Jónsson, Tryggvi Tryggvason, Ingeborg Tryggvason, Örn Tryggvason, Lilja Jóhannsdóttir, Erla Jóhannsdóttir, Sigurður Sveinsson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR M. RICHARDSON, Engimýri 7, Garðabæ, sem lést fimmtudaginn 8. júní, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 16. júní kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Líknarsjóð Oddfellowa, sími 554 2915, eða aðra líknarsjóði. Hrafnhildur Guðbrandsdóttir, Aðalheiður Gunnarsdóttir, Jens Kristinsson, Sigríður Dísa Gunnarsdóttir, Gunnar Einarsson, Gunnar Hrafn Richardson, Rósa Þóra Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir og tengdadóttir, KRISTÍN EINARSDÓTTIR, Vættaborgum 70, Reykjavík, lést þriðjudaginn 13. júní sl. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju þriðju- daginn 20. júní kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Pétur Þór Jónsson, Sandra Sif Morthens, Marta Sveinbjörnsdóttir, Einar Gislason, Karóiína Pétursdóttir. Magnús Sigurðsson, Friðgerður Samúelsdóttir, 1L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.