Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 37
LISTIR
Saga
hörpunnar
og blóm
sumarsins
MONIKA Abendroth hörpuleikari
og Marentza Poulsen veitinga-
stjóri bjóða til tónleikaveislu á
Kaffíhúsinu Café Flóran í Grasa-
garðinura í Laugardal í kvöld,
fimmtudagskvöld, kl. 22.
Kaffihúsið Café Flóran er sum-
arkaffihús opið alla daga vikunn-
ar frá klukkan 10 til klukkan 6,
utan þriðjudaga og fimmtudaga,
þá er opið fram á kvöld. Við opn-
un þess, eftir vetrarfrí, lék Mon-
ika fyrir gesti og kom þá upp sú
hugmynd að halda kaffihúsatón-
Ieika innan um blómin.
Monika er hörpuleikari við Sin-
fóníuhljómsveit Islands og leiðir
gestina á þessum 45 mínútna tón-
leikum um sögu hörpunnar og
Marentsa sér um veitingar.
Verð á tónleikana er 1.500 kr.
(veitingar innifaldar).
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Monika Abendroth hörpuleikari efnir til tónleika á Café Flóran í Grasa-
garðinum í Laugardal þar sem saga hörpunnar verður í brennipunkti.
Aukasýning á
Abel Snorko
EIN aukasýning, og sú allra síðasta,
á Abel Snorko býr einn verður á
Stóra sviði Þjóðleikhússins annað
kvöld, föstudagskvöld, en leikritið
hefur nú verið sýnt 90 sinnum.
Abel Snorko býr einn er heim-
spekilegt leikrit um ástina, þar sem
gaman og alvara fléttast saman. Á
sviðinu takast á tvær persónur, Abel
Snorko, sem er heimsfrægur nóbels-
verðlaunahaíi í bókmenntum, og
blaðamaðurinn Erik Larsen. Með
hlutverk þeirra fara Amar Jónsson
og Jóhann Sigurðarson.
-----------------
Menning og nátt-
úra - Grindavík
Fimmtudagur 15 júní.
Bláa lónið. Kl. 20.
Bubbi Morthens syngur Bellman
við undirleik Guðmundar Pétursson-
ar gítarleikara. Bellmansdiskur á
borðum í veitingasal.
Veitingahúsið Jenný v. Bláa lón-
ið. Kl. 22.
Drykkjuvísur og slagarar. Djass-
tríó skipað Eyþóri Gunnarssyni,
Rúnari Georgssyni og Tómasi R.
Einarssyni.
Kraftaskáld í kögglum
TOIVLIST
Egilsstaðakirkja
PÍANÓTÓNLEIKAR
Mussorgsky: Myndir á sýningu;
Tsjækovskíj: 6 lög úr Arstíðunum;
Liszt: Ungversk rapsódía nr. 12. El-
izaveta Kopelman, pi'anó. Þriðju-
daginn 13. júnf kl. 20.
RÚSSNESKI píanóleikarinn El-
izaveta Kopelman sá um þriðja þátt-
inn í tónlistarhátíð Operustúdíós
Austurlands, Bjartar nætur í júní,
eftir flutninginn á Óratóríunni Elía
eftir Mendelssohn á Seyðisfirði 10.6.
og frumsýninguna á rakaranum í
Sevilla eftir Rossini á Eiðum 12.6.
(endurtekin sama stað 14., 16. og 18.
júní).
Kopelman er menntuð í Moskvu og
Manchester og mun þegar hafa haldið
tónleika víða um Evrópu og S-Amer-
íku þótt aðeins sé hún hálfþrítug að
aldri. Hún lék fyrir þéttsetinni Eg-
ilsstaðakirkju kröfuharða en
skemmtilega dagskrá, Myndir á sýn-
ingu í píanófrumútgáfu Mussorgskys,
Febrúar, Apríl, Júní, Ágúst, Október
og Nóvember úr Árstíðasvítu
Tsjækovskíjs og 12. rapsódíu Franz
Liszts.
Eiginlega mætti skrifa mjög stutt
um þessa tónleika, því þegar frá upp-
hafi vai’ð lýðum ljóst, er ekki vissu
fyrir, að Elizabeta Kopelman er frá-
bær píanisti. Og píanisti af þeirri sort
sem á heima á hljómleikum. Skapheit
en líka öguð, hvöss en líka undrablítt
syngjandi. Maður hefur svo sem áður
heyrt tilfinningahlaðinn slaghörpu-
leik, en gjarnan hefur eitthvað vant-
að á móti, eins og fjölbreytni eða
syngjandi tón, en oftast þó ná-
kvæmni. Kopelman hafði hins vegar
allt til að bera. Ekki svo að skilja að
hvergi heyrðist feilnóta, en þær voru
fáar og þeim jafnan vel varið í þágu
tilfinningadýptar og spennu. Kop-
elman var píanisti sem þorði að taka
áhættu, en stóð líka í 9 skiptum af 10
með pálmann í höndunum.
Það er meiriháttar gaman að spila-
mennsku sem kemur til með að halda
uppi merkjum lifandi flutnings, þeg-
ar áheyrendur hafa fengið leið á öll-
um gráu og sótthreinsuðu færi-
bandapíanistunum sem úir og grúir
af og sem allir eru í meginatriðum
eins. Myndir á sýningu gefur mörg
skínandi tækifæri til sérstæðrar
persónulegrar tjáningar, þar sem
þættimir 16, m.a.s. að „prómenöðun-
um“ meðtöldum, eru innbyrðis gjör-
ólíkir að inntaki, og mætti til að nefna
eitthvað minnast á Bydlo (Uxakerr-
una), sem hér var nærri orðin að
þrumandi gufuvaltara, Kjúklinga-
ballettinn flaumósa, Ijóðræna drunga
Katakombnanna, grenjandi æði
Böbu Jögu og flæðandi „grandios-
issimo“-tign Borgarhliðsins í Kæn-
ugarði.
I mánuðum Tsjækovskíjs sýndi
Kopelman ótrúlega fjölbreytni innan
ljóðræns heildarramma, og fingra-
tæknin skein hvað skærast í Ágúst,
uppskeruhátíðinni, þar sem frábær
fimi glampaði án þess að rytmískri
festu væri kastað á glæ. í lokaverki
prentaðrar dagskrá, hinni virtúós-
ísku 12. ungversku rapsódíu Liszts,
fékk skapið enn greiðari útrás, enda
skorti ekki krafta í kögglum. En þó
að stundum væri vaðið á súðum var
skáldskapnum ekki gefið frí, og brav-
úrastykkið fékk að halda sinni mús-
íkölsku reisn, sama hvað á gekk.
Eiginlega var eini fegurðarblettur
tónleikanna hljóðfærinu að kenna,
þ.e.a.s. bank í illa dempuðum forte-
pedal og dósatónn sums staðar í disk-
antstrengjum, og hafði það tilhneig-
ingu til að trufla veikustu staðina. En
menn létu það ekki á sig fá. Þetta var
greinilega píanóleikur sem áheyr-
endur kunnu að meta, og það fylli-
lega verðskuldað. Undirtektir voru
enda með því mesta og lengsta sem
maður hefur upplifað á píanótónleik-
um um langa hríð, og Eliza Kopel-
mann fékk ekki að sleppa fyrr en eft-
ir tvö glimrandi aukalög, syngjandi
Tjækovskíj og iðandi stykki úr París-
aralbúmi eftir Villa-Lobos.
Ríkarður Ö. Pálsson
Ix allt sumar
MÁLNINGARDAGAR
Viöurkennd vörumerki
Tntiitri#
SKIN10
2 4 Ltr.
? Verð frá kr.
; 1.990.-
PLUS10
4 Ltr.
“ Vei’ð fm lcr.
1.990.-
*
Utimálning:
STEINTEX
4 Ltr.
Verð frá kr.
2.850.-
10 Ltr.
Verð frá kr.
6.695.-
Yiðarvöm:
KJÖRVARI
4 Ltr.
Verð frá kr.
2.758.-
Takið teikningar með.
Við reiknum eínisþörfina
mbl.is
M-2000
Fimmtudagur 15. júní.
Gleymdir staðir - Víðs vegar
í Reykjavík.
Kennarar og nemendur frá 11
arkitektaskólum á Norðurlönd-
um munu koma á fót vinnustofu
þar sem
hugtakið
„landnám"
verður
rætt útfrá
borgar-
menningu
í ljósi þess
að nýtt árþúsund er að renna
upp. Nemendur bregða sér í
hlutverk landnámsmanna nútím-
ans, beina sjónum sínum að nið-
urníddum eða „gleymdum" stöð-
um innan borgarmarkanna og
skilgreina þá á nýjan leik. Það
er Islenski arkitektaskólinn i
samstarfi við Nordisk Arkitekt-
urakademi sem heldur utanum
verkefnið. Sýningin stendur til
25. júní.
Varmárþing - íþróttahúsið
Mosfellsbæ. Kl. 20.
Rokktónleikar.
Varmárþing - Áslákur. Kl.
23.
Blús- og rokkkvöld.
Austur-Hérað.
Egilsbúð, Neskaupstað. Kl.
20.30.
Bjartar nætur í júní. -
Spænskir tónleikar.
Ýmir við Skógarhlíð. Kl.
20.30.
Flaututónleikar. Fram koma
Áshildur Haraldsdóttir, Anna
Guðný Guðmundsdóttir, Bryndís
Halla Gylfadóttii’, Guðni Franz-
son, Atli Heimir Sveinsson og
Steef van Oosterhout. Tónleik-
arnir eru jafnframt hluti af Tón-
skáldahátíðinni og Listahátíð.
www.listir.is.
www.reykjavik2000.is wap.ol-
is.is.
I COLONIALI
a morgun
frá kl. 14-18
-meðférð
*Þ0 kaupirgrennlngarkremið
og færð leirbaö með án þess
aðgrertt séfyrirþað. Leirbaðið
inniheldur Ginkgo Biloba sem
örvar blóörásina og undirbýr
húðina fyrir
grenningarmeðferðina.
‘Meðan birgðir endast
------£»/ Kynningarafsláttur!
Grenrtir og fegrar
á byltingarkenndan hátt
Náttúruleg efni sem minnka
appeisínuhúð, auka blóðstreymið,
styrkja húðina, fegra húðlit og gera
húðina silkimjúka.
Njóttu þess að grenna og fegra líkamann á náttúrulegan hátt
m
KVÖLD
OrlÐ
LL
VIKUNNARTILKL 21.00
HRINGBRAUT 119, -VIÐ )L HÚSIÐ-
SÍMI: 51 1 50 70
Sláttuorf
Þekkt varahlutaþjónusta Sláiu í gegn og erfibib verbur leikur ei
Slábu í gegn og erfibib verbur leikur elnn - Útsölustabir um allt land
Oil urvaii /áÍÁx
VETRARSÓL
HAMRABORG 1-3- S 564 1864