Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 37 LISTIR Saga hörpunnar og blóm sumarsins MONIKA Abendroth hörpuleikari og Marentza Poulsen veitinga- stjóri bjóða til tónleikaveislu á Kaffíhúsinu Café Flóran í Grasa- garðinura í Laugardal í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 22. Kaffihúsið Café Flóran er sum- arkaffihús opið alla daga vikunn- ar frá klukkan 10 til klukkan 6, utan þriðjudaga og fimmtudaga, þá er opið fram á kvöld. Við opn- un þess, eftir vetrarfrí, lék Mon- ika fyrir gesti og kom þá upp sú hugmynd að halda kaffihúsatón- Ieika innan um blómin. Monika er hörpuleikari við Sin- fóníuhljómsveit Islands og leiðir gestina á þessum 45 mínútna tón- leikum um sögu hörpunnar og Marentsa sér um veitingar. Verð á tónleikana er 1.500 kr. (veitingar innifaldar). Morgunblaðið/Jón Svavarsson Monika Abendroth hörpuleikari efnir til tónleika á Café Flóran í Grasa- garðinum í Laugardal þar sem saga hörpunnar verður í brennipunkti. Aukasýning á Abel Snorko EIN aukasýning, og sú allra síðasta, á Abel Snorko býr einn verður á Stóra sviði Þjóðleikhússins annað kvöld, föstudagskvöld, en leikritið hefur nú verið sýnt 90 sinnum. Abel Snorko býr einn er heim- spekilegt leikrit um ástina, þar sem gaman og alvara fléttast saman. Á sviðinu takast á tvær persónur, Abel Snorko, sem er heimsfrægur nóbels- verðlaunahaíi í bókmenntum, og blaðamaðurinn Erik Larsen. Með hlutverk þeirra fara Amar Jónsson og Jóhann Sigurðarson. ----------------- Menning og nátt- úra - Grindavík Fimmtudagur 15 júní. Bláa lónið. Kl. 20. Bubbi Morthens syngur Bellman við undirleik Guðmundar Pétursson- ar gítarleikara. Bellmansdiskur á borðum í veitingasal. Veitingahúsið Jenný v. Bláa lón- ið. Kl. 22. Drykkjuvísur og slagarar. Djass- tríó skipað Eyþóri Gunnarssyni, Rúnari Georgssyni og Tómasi R. Einarssyni. Kraftaskáld í kögglum TOIVLIST Egilsstaðakirkja PÍANÓTÓNLEIKAR Mussorgsky: Myndir á sýningu; Tsjækovskíj: 6 lög úr Arstíðunum; Liszt: Ungversk rapsódía nr. 12. El- izaveta Kopelman, pi'anó. Þriðju- daginn 13. júnf kl. 20. RÚSSNESKI píanóleikarinn El- izaveta Kopelman sá um þriðja þátt- inn í tónlistarhátíð Operustúdíós Austurlands, Bjartar nætur í júní, eftir flutninginn á Óratóríunni Elía eftir Mendelssohn á Seyðisfirði 10.6. og frumsýninguna á rakaranum í Sevilla eftir Rossini á Eiðum 12.6. (endurtekin sama stað 14., 16. og 18. júní). Kopelman er menntuð í Moskvu og Manchester og mun þegar hafa haldið tónleika víða um Evrópu og S-Amer- íku þótt aðeins sé hún hálfþrítug að aldri. Hún lék fyrir þéttsetinni Eg- ilsstaðakirkju kröfuharða en skemmtilega dagskrá, Myndir á sýn- ingu í píanófrumútgáfu Mussorgskys, Febrúar, Apríl, Júní, Ágúst, Október og Nóvember úr Árstíðasvítu Tsjækovskíjs og 12. rapsódíu Franz Liszts. Eiginlega mætti skrifa mjög stutt um þessa tónleika, því þegar frá upp- hafi vai’ð lýðum ljóst, er ekki vissu fyrir, að Elizabeta Kopelman er frá- bær píanisti. Og píanisti af þeirri sort sem á heima á hljómleikum. Skapheit en líka öguð, hvöss en líka undrablítt syngjandi. Maður hefur svo sem áður heyrt tilfinningahlaðinn slaghörpu- leik, en gjarnan hefur eitthvað vant- að á móti, eins og fjölbreytni eða syngjandi tón, en oftast þó ná- kvæmni. Kopelman hafði hins vegar allt til að bera. Ekki svo að skilja að hvergi heyrðist feilnóta, en þær voru fáar og þeim jafnan vel varið í þágu tilfinningadýptar og spennu. Kop- elman var píanisti sem þorði að taka áhættu, en stóð líka í 9 skiptum af 10 með pálmann í höndunum. Það er meiriháttar gaman að spila- mennsku sem kemur til með að halda uppi merkjum lifandi flutnings, þeg- ar áheyrendur hafa fengið leið á öll- um gráu og sótthreinsuðu færi- bandapíanistunum sem úir og grúir af og sem allir eru í meginatriðum eins. Myndir á sýningu gefur mörg skínandi tækifæri til sérstæðrar persónulegrar tjáningar, þar sem þættimir 16, m.a.s. að „prómenöðun- um“ meðtöldum, eru innbyrðis gjör- ólíkir að inntaki, og mætti til að nefna eitthvað minnast á Bydlo (Uxakerr- una), sem hér var nærri orðin að þrumandi gufuvaltara, Kjúklinga- ballettinn flaumósa, Ijóðræna drunga Katakombnanna, grenjandi æði Böbu Jögu og flæðandi „grandios- issimo“-tign Borgarhliðsins í Kæn- ugarði. I mánuðum Tsjækovskíjs sýndi Kopelman ótrúlega fjölbreytni innan ljóðræns heildarramma, og fingra- tæknin skein hvað skærast í Ágúst, uppskeruhátíðinni, þar sem frábær fimi glampaði án þess að rytmískri festu væri kastað á glæ. í lokaverki prentaðrar dagskrá, hinni virtúós- ísku 12. ungversku rapsódíu Liszts, fékk skapið enn greiðari útrás, enda skorti ekki krafta í kögglum. En þó að stundum væri vaðið á súðum var skáldskapnum ekki gefið frí, og brav- úrastykkið fékk að halda sinni mús- íkölsku reisn, sama hvað á gekk. Eiginlega var eini fegurðarblettur tónleikanna hljóðfærinu að kenna, þ.e.a.s. bank í illa dempuðum forte- pedal og dósatónn sums staðar í disk- antstrengjum, og hafði það tilhneig- ingu til að trufla veikustu staðina. En menn létu það ekki á sig fá. Þetta var greinilega píanóleikur sem áheyr- endur kunnu að meta, og það fylli- lega verðskuldað. Undirtektir voru enda með því mesta og lengsta sem maður hefur upplifað á píanótónleik- um um langa hríð, og Eliza Kopel- mann fékk ekki að sleppa fyrr en eft- ir tvö glimrandi aukalög, syngjandi Tjækovskíj og iðandi stykki úr París- aralbúmi eftir Villa-Lobos. Ríkarður Ö. Pálsson Ix allt sumar MÁLNINGARDAGAR Viöurkennd vörumerki Tntiitri# SKIN10 2 4 Ltr. ? Verð frá kr. ; 1.990.- PLUS10 4 Ltr. “ Vei’ð fm lcr. 1.990.- * Utimálning: STEINTEX 4 Ltr. Verð frá kr. 2.850.- 10 Ltr. Verð frá kr. 6.695.- Yiðarvöm: KJÖRVARI 4 Ltr. Verð frá kr. 2.758.- Takið teikningar með. Við reiknum eínisþörfina mbl.is M-2000 Fimmtudagur 15. júní. Gleymdir staðir - Víðs vegar í Reykjavík. Kennarar og nemendur frá 11 arkitektaskólum á Norðurlönd- um munu koma á fót vinnustofu þar sem hugtakið „landnám" verður rætt útfrá borgar- menningu í ljósi þess að nýtt árþúsund er að renna upp. Nemendur bregða sér í hlutverk landnámsmanna nútím- ans, beina sjónum sínum að nið- urníddum eða „gleymdum" stöð- um innan borgarmarkanna og skilgreina þá á nýjan leik. Það er Islenski arkitektaskólinn i samstarfi við Nordisk Arkitekt- urakademi sem heldur utanum verkefnið. Sýningin stendur til 25. júní. Varmárþing - íþróttahúsið Mosfellsbæ. Kl. 20. Rokktónleikar. Varmárþing - Áslákur. Kl. 23. Blús- og rokkkvöld. Austur-Hérað. Egilsbúð, Neskaupstað. Kl. 20.30. Bjartar nætur í júní. - Spænskir tónleikar. Ýmir við Skógarhlíð. Kl. 20.30. Flaututónleikar. Fram koma Áshildur Haraldsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttii’, Guðni Franz- son, Atli Heimir Sveinsson og Steef van Oosterhout. Tónleik- arnir eru jafnframt hluti af Tón- skáldahátíðinni og Listahátíð. www.listir.is. www.reykjavik2000.is wap.ol- is.is. I COLONIALI a morgun frá kl. 14-18 -meðférð *Þ0 kaupirgrennlngarkremið og færð leirbaö með án þess aðgrertt séfyrirþað. Leirbaðið inniheldur Ginkgo Biloba sem örvar blóörásina og undirbýr húðina fyrir grenningarmeðferðina. ‘Meðan birgðir endast ------£»/ Kynningarafsláttur! Grenrtir og fegrar á byltingarkenndan hátt Náttúruleg efni sem minnka appeisínuhúð, auka blóðstreymið, styrkja húðina, fegra húðlit og gera húðina silkimjúka. Njóttu þess að grenna og fegra líkamann á náttúrulegan hátt m KVÖLD OrlÐ LL VIKUNNARTILKL 21.00 HRINGBRAUT 119, -VIÐ )L HÚSIÐ- SÍMI: 51 1 50 70 Sláttuorf Þekkt varahlutaþjónusta Sláiu í gegn og erfibib verbur leikur ei Slábu í gegn og erfibib verbur leikur elnn - Útsölustabir um allt land Oil urvaii /áÍÁx VETRARSÓL HAMRABORG 1-3- S 564 1864
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 135. tölublað (15.06.2000)
https://timarit.is/issue/132974

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

135. tölublað (15.06.2000)

Aðgerðir: