Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR PIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 71>- : I ■ i { : i i 1 Þjónustu- samningur um öldrunar- þjónustu Landspítala - háskóla- sjúkrahúss SKRIFAÐ var undir þjónustusamn- ing um öldrunarþjónustu Landspít- ala - háskólasjúki’ahúss miðvikudag- inn 14. júní. Þetta er innan- hússsamningur til tveggja ára milli framkvæmdastjórnar og rekstrar- stjómar öldrunarþjónustunnar. Með honum eru stigin ný skref í átt að breyttri fjármögnun öldrunarþjón- ustu sjúkrahússins, segir í fréttatil- kynningu. Settur er rammi utan um núverandi rekstur og hann samein- aður. Rekstrarlegt sjálfstæði verður mun meira en verið hefur. Stjórnun- arleg samskipti við framkvæmda- stjórn verða þó óbreytt og með sama hætti og hjá öðrum sviðum sjúkra- hússins. Öldrunarþjónustu Landspítala- háskólasjúkrahúss tilheyrir nú öldr- unarlækningadeild á sjúkrahúsinu í Possvogi og við Hringbraut, ásamt starfsemi sem fram fer á Landakoti. A Landakoti era tvær deildir fyi-ir minnissjúka ásamt minnismóttöku, þrjár almennar öldranarlækninga- deildir, þar af ein fimm daga deild ásamt dagspítala og almennri mót- töku- og endurkomudeild. Ennfrem- ur er þar ein hjúkranar- og líknar- deild. Öflug sjúkraþjálfun, iðju- þjálfun og félagsráðgjöf er aðkeypt frá endurhæfingai’þjónustu Land- spítaia - háskólasjúkrahúss. Samningurinn tekur til yfir 300 starfsmanna í 266 stöðugildum. Tveggja manna rekstrarstjórn fer með yfirstjórn öldranarþjónustunn- ar. Hana skipa Anna Birna Jensdótt- tr hjúkrunarframkvæmdastjóri og Pálmi V. Jónsson forstöðulæknir. Við rekstur legudeilda er tekin upp ný greiðsluviðmiðun. Föst greiðsla verður 90%, en afkasta- tengd greiðsla 10%. A samningstím- anum verður jafnframt unnið að frekari þróun RAI-greiðslukerfis sem er sérhannað fyrir öldranar- lækningadeildir. Meginmarkmið öldrunarþjónust- unnar er að styðja aldraða til sjálfsbjargar og stuðla að því að þeir geti búið sem lengst heima. Alls fengu 2.894 aldraðir einstakl- ingar sérhæfða öldranarþjónustu á vegum deildanna og öldrunarteymis árið 1999, legudagar vora 50.904. Rekstraráætlun árið 2000 hljóðar upp á 725 milljónir. -------------- Almennur fundur um Kárahnúka- virkjun LANDSVIRKJUN boðar til al- menns fundar í Valaskjálf á Egils- stöðum annað kvöld, fimmtudaginn 15. júní, kl. 20. Þar verður kynnt til- laga fyrirtækisins að áætlun um mat á umhverfisáhiifum Kárahnúka- virkjunar. Sjö frammælendur fjalla um tiltekna þætti verkefnisins og sitja síðan fyrir svörum. Björn Hafþór Guðmundsson, bæj- arstjóri Austur-Héraðs, stjórnar fundinum. Prammælendui’ verða: Kárahnúkavirkjun - aðdragandi: Priðrik Sophusson, Landsvirkjun. Ný lög um mat á umhverfisáhrifum: Elín Smáradótth’, Skipulagsstofnun. Kynning og samráð: Ragnheiður Ólafsdóttir, Landsvirkjun. Virkjun og skipulag matsvinnu: Sigurður Amalds, Hönnun. Skipulagsmál: Gísli Gíslason, Landmótun. Náttúru- farsrannsóknir: Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Náttúrafræðistofn- un. Tæknilegar rannsóknir: Sigurð- ur Þórðarson, VST. Kárahnúkavirkjun og risaálver STJORN Náttúraverndarsamtaka Austurlands (NAUST) ályktaði eftirfarandi á fundi sínum 25. maí sl: „Með hliðsjón af framkominni yfirlýsingu frá 24. maí 2000 um svonefnt NORAL-verkefni varar stjórn NAUST við þeim stóriðju- framkvæmdum sem þar er gert ráð fyrir á Austurlandi á næstu ár- um. Fyrirhugaðar stóriðjufram- kvæmdir ásamt tengdum veitum og raflínum munu hafa meiri og víðtækari áhrif en nokkur virkjun eða virkjanaröð sem hefur verið framkvæmd á Islandi, og mun ákvörðun um hana því skipta sköp- um fyrir náttúravernd hérlendis. Þessar hugmyndir ganga þvert á framkomnar tillögur um Snæfells- þjóðgarð, sem gæti orðið lyftistöng fyrir ferðaþjónustu og mannlíf á Austurlandi um langa framtíð. Virkjunarhugmyndin felur með- al annars í sér risavaxna stíflu í Gljúfrinu mikla við Fremri-Kára- hnúk og ofan hennar uppistöðulón á stærð við Lagarfljót innan Egils- staða. Vatni úr lóninu yrði veitt um jarðgöng yfir í Fljótsdal og í Lagarfljót. Bæði vatnsföllin, Jök- ulsá á Dal og Lagarfljót, myndu gerbreytast. Náttúruverndarsamtök Austur- lands hafa í nærfellt þrjá áratugi varað við afleiðingum svo stór- felldra vatnaflutninga á náttúra landsins og vilja ítreka þá viðvör- un hér. Með fyrirhugaðri veitu Jökulsár í Fljótsdal og tilheyrandi aðveitum yrði svæðið í kringum Snæfell einnig undirlagt mannvirkjum. Verði endanleg stærð álvers 480 þúsund tonn kallar það líklega á aðveitu úr Jökulsá á Fjöllum með lóni í Arnardal. Þessar tengingar gera Kárahnúkavirkjun ennþá ískyggilegri en ella frá verndar- sjónarmiði. Stjórn NAUST varar stjórnvöld og alla hlutaðeigandi við að gefa sér einhverja niðurstöðu fyrirfram í þessu stórmáli og telur afar óheppilegt að umhverfisrann- sóknum sem og athugunum á öðr- um kostum sé þröngur stakkur sniðinn með tfmasetningum eins og fram kemur í NORAL-yfirlýs- ingunni. Gera verður kröfu til að ofangreind virkjanaáform fari í víðtæka skoðun sem hluti af rammaáætlun stjórnvalda um nýt- ingu og verndun vatnsfalla lands- ins. Náttúruverndarsamtök Austur- lands munu hér eftir sem hingað til taka málefnalegan þátt í um- ræðu um þessi stórmál og leggja sitt af mörkum til að kynna þau náttúraverðmæti sem hér eru í húfi.“ Ný sending, mikið úrval Opið mán.—fös. 10—18, lau. 10—14 Hiá SvÖflM Kvenfataverslun, Garðatorgi 7, Garðabæ, sími 565 9996. Lyf&heilsa A P ö T E K Clinique á allra vörum í Lyf & heilsu :linique 100% ofnæmisprófað Ráðgjafi frá Clinique verður í Lyf & heilsu, Austurveri, Háaleitisbraut 68 í dag fim. 15.6 kl. 13—18 og í Lyf og heilsu, Domus Medica, Egilsgötu 3, ó morgun fös. 16.6 kl. 13—18 og býður þérfría húðgreiningu á Clinique tölvuna og ráðleggingar um Clinique snyrtivörur og notkun þeirra. Að lokinni húðgreiningu færð þú varalit að gjöf frá Clinique. (Meðan birgðir endast) GRILLMARKAÐUR - Gasgrill frá 15.900-* samsett 03 heimsent i Char-Broil Tilboð um fría heimsendingu gilda aðeins á höfuðborgarsvæðinu. 'Gaskútur fylgir ekki. Komdu og skoðaðu árgerð 2000. EIGUM VARAHLUTl 0G FYLGIHLUTl FYRIR GASGRILL. GRILLÁHÖLD í ÚRVALI. 0PIÐ I DAG 8-18 Á M0RGUN 8-19 Grandagarði 2, Rvík, sími 580-8500 Sumarskór á sumarverði! Svartir/gráir. St. 36-46. Raudir og blair. St. 20-25. Kringlunni, sími 568 6062 JL -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.