Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 15. JIJNÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÓLAFUR KRISTJÁN
WEYWADT
ANTONSSON
+ Ólafur Kristján
Weywadt An-
tonsson fæddist á
Vopnafirði 22. júní
1916. Hann lést á elli-
heimilinu Sundabúð
8. júní síðastliðinn.
Foreldi-ar Ólafs voru
Jón Anton Weywadt
Ólafsson, f. 1885, d.
1956, verkamaður á
Akureyri og Helga
Vigfúsdóttir, f. 1892,
d. 1930, Ijósmóðir á
Akureyri. Bróðir Ól-
afs var Konráð Vig-
fús Weywadt Antons-
son, f. 17.apríl 1920, lést af
slysförum 1940.
Ólafur kvæntist 30. desember
1939 Gunnhildi Nikulásdóttur, f.
25. september 1919, hún er dóttir
Nikulásar Albertssonar og Jó-
hönnu Pétursdóttur. Börn Ólafs
og Gunnhildar eru Anton Konráð
Weywadt, f. 13. febrúar 1941, bú-
settur á Vopnafirði, kvæntur
Svövu Svanborgu Pálsdóttur og
eiga þau þrjár dætur og ljögur
barnabörn, Stefán Jóhann
Weywadt, f. 3 maí 1946, búsettur í
Reykjavík, kvæntur Sigurlínu
Hólmfríði Axelsdótt-
ur og eiga þau tvö
börn og eitt barna-
barn, Helga, f. 9 jan-
úar 1952, búsett á
Vopnafirði, gift
Flosa Jörgenssyni
og eiga þau tvö börn
og tvö barnabörn,
Jóhanna, f. 18. febr-
úar 1953, búsett í
Reykjavík, gift Þórði
Erni Vilhjálmssyni
og eiga þau eitt
bam. Auk þess á Jó-
hanna eitt barn frá
fyrra hjónabandi og
tvöbarnabörn.
Ólafur fór til sjós fimmtán ára
gamall og stundaði vertíðar og
síldveiðar í nokkur ár. Hann var
síðan vélstjóri á verkstæði hjá
Kaupfélagi Vopnfirðinga til 1960,
starfrækti síðan frystihús á
Vopnafirði í íjögur ár en gerðist
síðan umboðsmaður Skeljungs á
Vopnafirði og var það í tuttugu og
tvö ár er hann hætti störfum fyrir
aldurs sakir.
Utförin fer fram frá Vopna-
fjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Mig langar til að kveðja þennan
merka mann með nokkrum línum.
Ég kynntist Olla, eins og hann var
kallaður, sumarið 1982 er ég kom
hingað á Vopnafjörð í fyrsta skipti
sem tilvonandi tengdasonur. Var
mér strax tekið opnum örmum af
þeim hjónum í Nýjabæ.
Olli var mikill atorkumaður í öllu
því sem hann tók sér fyrir hendur.
Lýsti það sér best þegar ég fór að
koma hingað austur á haustin und-
anfarin ár til rjúpnaveiða, sem hann
hafði mikinn áhuga á sjálfur. Hann
fylgdist vel með ferðum mínum til
fjalla og leiðbeindi mér á staði og við
að varast hættur. Hann gat vart
beðið eftir að ég kæmi niður af fjalli
til að fá fréttir af veiði og hefði hann
helst viljað vera með mér ef heilsa
hans hefði leyft.
Olli gat verið mjög fastur á sínum
skoðunum og var mjög gaman að
rökræða við hann og oftast hafði
hann rétt fyrir sér. Var oft setið við
eldhúsborðið í Nýjabæ og mikið rök-
rætt og sagðar sögur. Hann var
mjög fróður um staðhætti íslands og
þá sérstaklega hér fyrir austan.
Ég vil að lokum minnast hans
núna síðustu daga þegar við vorum
að skipta um þak á Nýjabæ og hvað
hann vildi fylgjast með þó að hann
hefði ekki krafta til að vera á staðn-
um. Lét hann aka sér á hjólastól
nokkrum dögum áður en hann lést
til að fylgjast með og athuga hvort
allt væri nú í lagi.
Olli minn, ég þakka þér fyrir sam-
verustundimar gegn um árin. Guð
geymi minningu þína.
Þórður Örn.
Mig langar til að kveðja hann afa
minn með örfáum orðum. Það er erf-
itt að koma öllum þeim minningum á
blað sem streyma um hugann á
stundum sem þessum, en ég veit að
honum líður vel núna og við munum
hittast síðar.
Mínar fyrstu minningar um hann
afa voru þær hve mikið ég hlakkaði
alltaf til að fara austur til Vopna-
fjarðar á sumrin sem lítill strákur og
hjálpa afa í Ollasjoppu, það var al-
gjör draumaheimur að fá að hjálpa
til í sjoppunni hans afa og fá í laun
smá sælgætisbita. Það gladdi oft lít-
ið hjarta hve afi var viljugur að láta
okkur frænduma hjálpa til á sumrin
og fá að vera með honum á gamla
rúgbrauðinu að sendast um bæinn,
sækja vörur niður á höfn eða fara á
ruslahaugana, alltaf vildi afi hafa
okkur með sér þó að oftast værum
við bara að flækjast fyrir. Seinna
þegar ég vai- orðinn aðeins eldri fékk
ég að hjálpa til í rekstri sjoppunar
og var alltaf „í vinnu“ hjá afa á
sumrin, fyrst eingöngu að dæla
bensíni á bflana en afi leyfði mér
fljótlega að fara að afgreiða og þá
leið mér eins og fullorðnum manni
þótt lítill væri.
Það vill oft verða þannig að þegar
maður eldist og fer að koma undir
sig fótunum í lífinu að tími til að
heimsækja sína nánustu fer minnk-
andi og það var því miður raunin
með mig og afa. Æ lengra var á milli
ferða austur þótt alltaf langaði mig
að fara. Ein ferð er mér þó sérstak-
lega minnisstæð, er ég og einn félagi
minn fórum austur sumarið 1997 og
komum afa og ömmu á óvart. Afi
lifnaði allur við að sjá okkur og þótti
mjög vænt um þá heimsókn. I þess-
ari ferð hittum við tvo útlendinga og
barst talið að Vopnafirði og hversu
fallegur staðurinn væri, þeir voru
sammála því, en þótti annað merki-
legra við staðinn því fyrr um daginn
höfðu þeir rekist á gamlan mann á
gangi í vegarkantinum með rauða
derhúfu á höfðinu. Húfan var með
innbyggðri viftu sem gekk fyrir sól-
arljósi, þetta þótti þeim stórmerki-
leg sjón, en þarna var hann afi minn
á ferð í sínum fjölmjörgu göngum
um bæinn sem honum þótti hvað
sárast að missa þegar hann varð
ógöngufær.
Honum afa þótti alltaf gaman að
fylgjast með okkur barnabörnunum
og barnabamabömunum og hvernig
okkur gekk í lífinu, hann hringdi oft
trfísdryííjur
Upplýsingar í símum
j : 562 7575 & 5050 925
I
| hótel loftleiðir
* 1 c r 1 A r, r. * 1 R ir O T r L s
KAFFIHLAÐBORÐ
FALLEGIR SALIR
ÞJÓNUSTA
til að fá að frétta hvað væri að gerast
og vildi fylgjast með öllu.
Hann hafði alltaf mikinn áhuga á
því hvernig mér gekk í skóla og hafði
mikla trú á því sem ég var að læra og
studdi mig mikið í mínu námi.
Afi var glaður að fá að vera við-
staddur skírn Elmars Jens og þá
kom berlega í ljós hversu barngóður
hann var, hann vildi alltaf sitja með
Elmar í fanginu og spjalla aðeins við
hann, því miður fékk hann ekkert að
kynnast honum Ivari Emi sem kom
í heiminn aðeins tveimur vikum áður
en afi lést og þykir mér það miður.
Að lokum langar okkur að fá að
kveðja þig afi og langafi með þessum
ljóðlínum Tómasar Guðmundssonar:
Nú andar næturblær um bláa voga
Við bleikan himin daprar stjömur loga.
Og þar, sem forðum vor í sefi söng,
nú svífurvetramóttin dimm og löng.
Svo undarlega allir hlutir breytast.
Hve árin skipta svip og hjörtun þreytast
Hve snemma daprast vorsins vígða bál.
Hve vínið dofiiar ört á tímans skál.
Svo skamma stundu æskan okkur treind-
ist.
Svo illa vorum draumum lífið reyndist.
Senn göngum við sem gestir um þá slóð,
Sem geymir bemsku vorrar draumaljóð.
Og innan skamms við yfirgefúm leikinn.
Ný æska gengur, sigurdjörf og hreykin,
af sömu blekking blind, í okkar spor.
Og brátt er gleymt við áttum líka vor.
Og þannig skal um eilífð áfram haldið,
unz einhvem tíma fellur hinsta tjaldið.
Jóhann Már, íris, Elmar
Jens og ívar Örn.
Elsku afi, við getum ekki lýst þvi
með orðum hversu mikið við eigum
eftir að sakna þín núna þegar þú hef-
ur lokið þinni lífsbaráttu. Þú hefur
risið upp úr hverjum veikindunum á
fætur öðrum, en þrátt fyrir það var
nú alltaf stutt í glens og grín hjá þér.
Þó svo sjónin hafi minnkað með ár-
unum léstu það ekki stoppa þig í því
að ganga bæinn þveran og endilang-
an og íylgjast með öllum bátum og
skipum sem komu að landi með afla.
Bræðslufýlan eins og við kölluðum
hana kallaðir þú bara peningalykt og
fjarri því að hún væri nokkuð vond.
Afi var mikill barnakai'l og ef við
hugsum aftur munum við sérstak-
lega eftir því að hann var alltaf
blístrandi og með okkur barnabörn-
in í eftirdragi, við vorum aldrei að
trufla hann, hann hafði bara gaman
af því að hafa okkur með hvort sem
það var í vinnunni eða á ferðalögum.
Okkur fannst alltaf voða spennandi
að afi átti flesta nýjustu hlutina og
fylgdist ávallt vel með öllum nýjung-
um sem voru að koma og alltaf til-
búinn að prófa eitthvað nýtt. Við eig-
um ótal minningar með afa sem
munu fylgja okkur alltaf alla tíð og
við vitum að nú fylgist hann með
okkur öllum eins og honum einum er
lagið, aðeins frá öðrum stað.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt
Þótt svíði sorg mitt hjarta,
þá sælteraðvitaafþví,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Elsku afi, þakka þér, ekki aðeins
fyrir allt sem þú hefur kennt okkur
eða gefið okkur, heldur einfaldlega
fyrir að vera þú.
Sunneva, Sölvi, Sigurður,
Nikólína Sól og Embla Von.
Legsteinar
7 í Lundi
SOLSTE3NAR við Nýbýlaveg, Kópavogi
Sími 564 4566
GUÐMUNDUR
JÓNSSON
Guðmundur
Jónsson fæddist
að Vola í Hraung-
erðishreppi, Ár-
nessýslu 22.janúar
1917. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi 6. júní síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Jón Þorkelsson,
f.1.11.1886, d. 26.8.
1961, og kona hans
Jóhanna Guðrún
Jónsdóttir, f.25.7
1879, d. 13.5 1956.
Guðmundur átti
íjögur systkini sem öll eru látin.
I janúar 1948 kvæntist Guð-
mundur Herdísi Hákonardóttur
úr Reykjavík. Foreldrar hennar
voru Hákon Halldórsson, f. 12.12.
1873, d.13.3. 1951, og kona hans
Petrína Guðrún Narfadóttir,
f.13.11. 1892, d. 7.12 1992. Börn
Guðmundar og Her-
dísar eru: l)Petrína
Konný Arthúrsdótt-
ir, f. 29.12. 1943,
gift Kristni
Benediktssyni. 2)
Jóhanna Guðmun-
dsdóttir, f. 5.3.1947,
sambýlismaður
hennar er Kristinn
Jónsson. 3) Haf-
steinn Guðmun-
dsson, f. 24.4. 1949,
sambýliskona hans
er Hildur Ósk Leifs-
dóttir. 4) Haraldur
H. Guðmundsson, f.
10.6. 1955. 5) Hlynur Guðmun-
dsson, f. 7.8. 1959, kvæntur El-
eonore Unger Guðmundsson.
Guðmundur átti tíu barnabörn
og fimm barnabarnabörn.
títför Guðmundar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13:30.
Guðmundur tengdafaðir minn er
látinn 83 ára gamall. Mig langar að
minnast hans með nokkrum orðum.
Ég kynntist Guðmundi fyrir níu ár-
um og sá ég fljótt að þar fór traustur
og áreiðanlegur maður, sem hafði
frá mörgu að segja eftir áralangt
starf sem langferðabílstjóri. En fyr-
ir rúmum fjórum árum fékk Guð-
mundur áfall sem olli því að hann
varð að mestu rúmliggjandi eftir
það. En við vissum að þú varst orð-
inn þreyttur á sál og líkama og sjálf-
sagt hvíldinni feginn. Á þessari
stundu er það huggun harmi gegn
að þið Dísa eruð saman á ný.
Élsku Guðmundur, takk fyrir all-
ar góðu stundirnar. Guð veri með
þér.
Kalliðerkomið,
kominernústundin,
vinaskilnaðarviðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guð blessi og styrki fjölskyldu
hans á þessum erfiðu tímum.
Blessuð sé minning hans.
Kveðja,
Hildur.
Deyr fé,
deyja frændr,
deyrsjálfrið sama;
enorðstírrdeyraldregi,
hveim er sér góðan getr.
(Hávamál.)
Nú er Guðmundur tengdafaðir
minn látinn. Þótt ég þakki guði að
hann skuli hafa gefið honum hvfld-
ina langþráðu er erfitt að sætta sig
við þá staðreynd að Guðmundur
skuli hafa yfirgefið þennan heim og
ég fái aldrei að sjá hann framar,
ekki að lesa fyrir hann úr „Hrakn-
ingum á heiðarvegi", ekki að þakka
honum allar stundirnar sem við átt-
um saman.
Þegar ég kynntist þér var ég
gestur á Islandi og orðaforði minn í
lágmarki en þú talaðir ekki stakt orð
hvorki í þýsku né ensku þannig að
ég hélt að samskiptin okkar yrðu
ekki mikil. En samt sátum við
stundum saman heima í eldhúsinu á
Þingholtsbrautinni og nutum þess
að fá okkur kaffi og kleinur. Þú
varst duglegur að ávarpa mig og
segja mér frá ýmsu sem ég skildi
ekki orð í. Ég reyndi hvað ég gat að
einbeita mér að vísum þínum og
kvæðum en þreyttist mjög á þessari
kennsluaðferð þinni. Fljótlega fann
ég þó gott ráð til að hvfla mig á
henni: Þá bað ég þig um að segja
mér frá hálendisvegum, bæjarheit-
um og örnefnum. Þá komst þú með
landakort, tróðst þér í væna pípu og
byrjaðir að útskýra fyrir mér. Þann-
ig ferðuðumst við heilmikið um Isl-
and - þú reyndur rútubílstjórinn
sem var kominn á eftirlaun og ég
tjaldkokkurinn og „sjóræninginn",
enda var það löngu áður en ég tók
leiðsöguprófið. Ég vissi þá þegar að
þú varst gangandi safn fróðleiks
þess, sem stendur hvergi í bókum.
Þeir eru margir í dag, býst ég við,
sem naga sig í handabökin (þar á
meðal ég) að hafa ekki varðveitt
eitthvað af þessum alþýðuskáldskap
sem þú geymdir. Tveimur árum
seinna flutti ég í hús þitt til að skrifa
lokaritgerðina mína frá Yínarhá-
skóla og á sama tíma nema við HÍ.
Þá kynntist ég þér loksins betur:
Þótt hann hefði ekki getað verið
stærri munurinn á þér, manni ætt-
uðum úr sveit, og mér, stórborgar-
stelpu, og við stundum innilega
ósammála um einhver smáatriði,
hefði samband okkar ekki getað orð-
ið betra. Þannig gleymi ég aldrei
hvernig þú hjálpaðir mér gegnum
þennan fyrsta vetur minn á Islandi,
snjóinn, rokið og skammdegið. Þú
sast þegjandi hjá mér í stofunni þeg-
ar ég var að læra (ásamt kettinum
Gosa, sem mátti eiginlega ekki vera
í stofunni). Það var svo gott að vita
af þér í hægindastólnum, svo gott að
geta spurt þig að hinu og þessu og
að þegja með þér inn á milli. Þegar
vinnustreitan er í hámarki núna eft-
ir öll þessi ár læt ég minninguna um
þessar stundir koma fram og þá öðl-
ast tíminn strax aðra merkingu: Þá
var það eins og tíminn stæði í stað.
Þegar ég hugsa um okkur þama í
stofunni get ég slappað af.
Svo komu vor og komu sumur og
fjölskyldan mín heimsótti ísland. Þá
reyndist þú hinn besti gestgjafi,
áhugasamur um hag og vellíðan
fólks míns, innilegur við þau öll, þótt
þú ekki kynnir tungu þeirra. Þannig
óx mikil vinátta milli þín og fjöl-
skyldu minnar sem grætur þig eins
og ég sjálf. Áður en þú varst lagður
inn á dvalarheimili aldraðra í
Sunnuhlíð í Kópavogi vorum við
Hlynur flutt til Vínarborgar. Þótt
þú óskaðir okkur alls hins besta veit
ég að þú hefur ætíð saknað okkar.
En við höfum saknað þín alveg eins.
Eftir hverja komu til Islands lá leið-
in okkar til þín og það var svo mikið
fagnaðarefni að heyra þig segja
glaðan: „Eruð þið loksins komin?“
Daginn sem þú sofnaðir hefðu verið
46 dagar eftir þangað til við hefðum
sést aftur. 46 stuttir dagar að því er
okkur fannst. Þeir voru of margir.
Enn kennir þú mér á tímann.
Guð geymi þig elsku (tengda-)
pabbi.
Eleonore Guð-
mundsson-Unger, Vín.