Morgunblaðið - 15.06.2000, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Sveifla við Bláa lónið
TQ]VLIST
Vcitingahúsið Jenný
Bláa I«nið
DJASSTÓNLEIKAR
Tríó Árna Scheving: Þórir Baldurs-
son rafpíanó, Árni Scheving raf-
bassa og Einar Valur Scheving
trommur. Ljóðaupplestur: Illugi
Jökulsson. Tríó Eyþórs Gunnars-
sonar: Eyþór Gunnarsson rafpíanó,
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson
bassi og Matthías M.D.
Hemstock trommur.
Föstudagskvöldið 9. júní, 2000.
ÞAÐ er mikið um að vera við Bláa
lónið um þessar mundir. Menning-
arhátíð Grindavíkur á fullu og alls
konar tónlistaruppákomur í sjávar-
plássinu fræga, þar sem fískur lá
undir steini forðum, svo og við Bláa
lónið - bæði í veitingahúsinu við lón-
ið sjálft og veitingahúsinu Jenný, er
þar stendur rétt hjá.
Eina djassuppákoman í lóninu
sjálfu - eða svona hér um bil - var sl.
föstudagskvöld þegar tríó Árna
Scheving lék þar milli þess sem 111-
ugi Jökulsson las upp ljóð. Guð-
mundur Emilsson, höfuðpaur menn-
ingardaganna, bauð gesti velkomna
og svo var haldið til Alandseyja.
Tríóið lék ljúflega þjóðlagið víð-
kunna, Hvem kan segla forutan
vind. Það er alltaf gaman að heyra
Einar Val leika, en hann er nýkom-
inn í sumarleyfi hér heima frá Mi-
ami, þar sem hann dvelur við nám
og leik - ma. með kvartetti hins
heimsþekkta saxófónleikara Ira
Sullivan. Faðir hans, Arni, er að vísu
þekktastur sem víbrafónleikari, en
hefur jafnframt leikið á fjölmörg
önnur hljóðfæri - sér í lagi bassa,
sem hann gerði þetta kvöld.
Hammondjöfurinn Þórir Baldurs-
son lék svo á rafpíanó að þessu sinni
og af sama grúví þunganum þegar
við átti og þegar Lesleyinn er með í
för.
Eftir að Illugi Jökulsson hafði
flutt frumort ljóð um Jón Arason og
öxina, þar sem hann lék skemmti-
lega á þanþol íslenskunnar, lék tríó-
ið Dýravísur. Þótt hani, krummi,
hundur, svín eigi fátt sameiginlegt
með baráttu Jóns Arasonar við lút-
erska konungsvaldið danska var vel
við hæfi að leika þetta lag eftir bisk-
upsdrápunni, því segja má að það sé
táknið mikla fyrir þjóðlega íslenska
tónlist. Aftur á móti var næsta ljóð
sem Illugi las ekki í hinum þjóðlega
stíl, þótt höfundurinn væri sjálft
þjóðskáldið Matthías Jochumsson,
og finnst ekki í heildarútgáfu Isa-
foldar á verkum þans.
Níðkvæði um ísland orti Matthías
er honum varð nóg um eymdina og
volæðið er fylgdi hafís, gosum og
fólskulegri landstjóm, þegar fólk
flykktist vestur um haf. Tríóið tók
lítt mark á orðum Matthíasar um
hið volaða land og lék Ó blessuð
vertu sumarsól í kjölfarið.
Annars blandaði tríóið sér lítt í
lestur Illuga utan þá hann las um
Skarphéðin í brennunni eftir Hann-
es Hafstein. Þegar eldtungurnar
sleiktu hetjuna gátu þeir Þórir og
Einar Valur ekki á sér setið að
skreyta ljóðið braki og brestum
bálsins. Húmorinn varð þó oftast of-
an á eins og þegar Ó þá náð að eiga
Jesúm fylgdi í kjölfar Ljóma Jóns
Arasonar og On the sunny side of
the street upprifjun Illuga á skóla-
ljóðum bernskunnar: Island far-
sælda frón. I lokin lék tríóið listavel
Summertime og Bye bye blackbird
og grúfaði Þórir Baldursson sem
aldrei fyrr og skemmtileg var til-
vitnun hans í Billy boy í Svartfuglin-
um, því bæði lögin urðu húsgangar í
djassinum eftir að píanistinn Ahmad
Jamal hafði hljóðritað þau. Þetta
kalla ég að kunna sína listgrein.
Þegar haldið var frá Bláa lóninu í
veitingahús Jennýar hljómuðu síð-
ustu tónar hins fræga húsgangs
djassmanna Alone together í eyrum
komumanna. Eyþór Gunnarsson sat
við rafknúið píanó og hleypti þegar í
annan ópus: Bye bye blackbird. Það
var dálítið gaman að því - nokkrum
mínútum áður hafði maður hlustað á
þann ópus með tríói Arna Seheving.
Munurinn var augljós. í stað hins
úthverfa expressjóníska stfls Þóris
Baldurssonar réði ríkjum hinn inn-
hverfi impressjóníski stfll Eyþórs
Gunnarssonar. Það er sjaldan að
maður getur gengið milli klúbba á
íslandi og heyrt sama lagið í jafn
ólíkum útgáfum sama kvöldið. Þetta
var ekki eina lagið sem var sameig-
inlegt á efnisskrá tríóanna því bæði
léku þau Summertime Gershwin-
bræðra úr óperunni um Porgy og
Bess.
Þórður Högnason, sá frábæri
bassaleikari, átti að leika með tríói
Eyþórs þetta kvöld en veiktist svo
ungur drengur, Valdimar Kolbeinn,
hljóp í skarðið. Hann stóð sig með
mikilli prýði, en að sjálfsögðu settu
forföll Þórðar sinn svip á leik tríós-
ins. Sveiflan varð aldrei jafn heit og
sterk og maður á að venjast þegar
Þórður er annars vegar.
Samt var suðræni hrynjandinn
það sterkur í St. Thomas, ópusi eins
helsta meistaratenórsaxófónleikara
djassins, Sonny Rollins, að fólk fór
að dansa sömbu í salnum.
Svo fór Eyþór næmum höndum
um standarda á borð við There is no
greater love og When I fall in love
og blúsa eins og Things aint what
they used to be eftir Mercher Ell-
ington og Straight no chaser eftir
Thelonius Monk.
Þess má geta að tríóið úr Bláa
lóninu lék einn ópus hjá Jenný og er
það í fyrsta skipti í þrjátíu ár að ég
heyri Arna Scheving spila á kontra-
bassa.
Djassgleðin í veitingahúsi þeirra
Jennýar og Birgis við Bláa lónið á
eftir að standa til 16. júní og er von-
andi að sem flestir djassgeggjarar
líti þar við. Það er svo sem ekkert
mikið lengra að keyra í Bláa lónið en
niður í bæ, búi maður í útborgum
Reykjavíkur. A fimmtudaginn kem-
ur leikur Rúnar Georgsson með
tríói Eyþórs, en ár og dagur eru síð-
an hann hefur leikið opinberlega ut-
an á Kúbu. A föstudagskvöldið nk.
lýkur djassinum hjá Jenný er
bandarísk-ítalski saxófónleikarinn
Michael Campagna leikur með Ein-
ari Vali, félaga sínum frá Miami,
ásamt Eyþóri og kó. Messósópran-
söngkonan Lynn Helding kemur
sömuleiðis í heimsókn og syngur
nokkra Gershwinsöngva.
Michael hefur frekar fetað veg
Sonny Rollins en John Coltrane,
eins og Óskar Guðjónsson, og verð-
ur spennandi að heyra hann leika
með íslensku virtúósunum.
Vernharður Linnet
Smurbrauðsdjass
TOJVLIST
Júmfrúartorgið f
Reykjavík
TRÍÓ REYNIS
SIGURÐSSONAR
Reynir Sigurðsson víbrafón, Edv-
ard Lárusson gítar og Birgir
Bragason bassa. Jómfrúartorgið
laugardaginn 10. júní 2000.
NÚ er djassklúburinn Múlinn
hættur störfum í bili og dálítil eyða
í djasslífi höfuðborgarinnar. Þó er
Jómfrúin bót í máli, en í upphafi
hýsti hún Múlann.
Á torgi Jómfrúarinnar, eða inn-
andyra þegar illa viðrar, er boðið
upp á djass hvert laugardagssíð-
degi í sumar. Sl. laugardag mátti
heyra gamlan djassmeistara sem
heldur lítið hefur borið á hin síðari
ár, víbrafónleikarann Reyni Sig-
urðsson, sem er einn helsti slag-
verksleikari Sinfóníuhljómsveitar
íslands. Með honum voru gítarleik-
arinn Edvard Lárusson sem ma.
leikur með Stórsveit Reykjavíkur
og bassaleikarinn Birgir Bragason.
í nýlegum djassþætti í Ríkisút-
varpinu, þar sem fjallað var um
djassvíbrafónleikara, var því varp-
að fram að víbrafónninn væri ekki
algengt hljóðfærí í íslenskum
djassi, helst að Árni Scheving léki
á það hljóðfæri. Þetta er satt og
rétt sé litið til síðasta áratugar, en
því má ekki gleyma að um skeið
var ísland ein helsta víbrafónpar-
adís djassins. Eg held að miðað við
hina frægu höfðatölureglu hafi fá
lönd veraldar getað státað af
þremur víbrafónleikurum í hópi
fremstu djassleikara landsins. Hér
voru það Gunnar Sveinsson, Árni
Scheving og Reynir Sigurðsson.
Gunnar er nú fyrst og fremst
þekktur sem tónskáldið Gunnar
Reynir Sveinsson, en hér á árum
áður var það víbrafónlekarinn
Gunni Sveins, sem heillaði tónlist-
arunnendur. Og þvílíkur víbrafón-
leikari. Hann lék með KK sextett-
inum 1952-55 og má heyra
smávegis af því á geisladiskunum
Gullöld KK-sextettsins. Svo er það
snilldin á Gunnars Ormslev diskun-
um Jazz í 30 ár. Þar eru tveir óp-
usar frá 1955 upp á nærri 25 mín-
útur og eru sólóar Gunnars þar
hreinar gersemar. Reynir Sigurðs-
son heyrði Gunnar fyrst spila í
gamla Tívolí og voru örlög hans þá
ráðin. Víbrafónninn skyldi verða
hljóðflæri hans og svo varð.
Það er mikill munur á hinum
hljómblíða fjögurrakjuða hljómastíl
Reynis Sigurðssonar og tveggja
kjuða bardagastfl Gunna Sveins.
„Lionel Hampton er minn maður
og ég sat alltaf á fremsta bekk og
lærði af honum,“ sagði Gunni, en
fremsti bekkur var auðvitað við
grammófóninn heima hjá honum
sjálfum. Reynir Sigurðsson hefur
aftur á móti sótt meira til Gary
Burtons og hins kliðmjúka stíls
eftirmanna Milt Jacksons.
Tríó Reynis spilaði ekki metnað-
arfullan frumsaminn djass þetta
laugardagssíðdegi á Jómfrúartorgi
en það var djass sem hljómaði vel
og númer eitt, tvö og þrjú - svíng-
aði. Birgir Bragason bassaleikari
er oft á tíðum makalaus svíngari
og í lögum á borð við East of the
sun, sem allt of sjaldan heyrist í
túlkun íslenskrra djassleikara, fór
hann á kostum. Það gerði gítar-
leikarinn Edvard Lárusson líka, en
oft tengir maður hann ósjálfrátt
við blús og bræðing og gleymir því
að hann er glimrandi djassleikari.
Efnisskrá tríós eins og þessa
hæfir við ýmsar aðstæður og trú-
lega fer það oft eftir hlustendum
hversu sannfærandi hljóðfæraleik-
ararnir eru í túlkun sinni, en á
Jómfrúartorgi voru þeir í essinu
sínu og þar var margan góðbitann
að finna. Allt frá Det var en lördag
aften til Du bist mein ganze herz
úr Brosandi landi og You stepped
out of a dream. Sá djassstandard,
sem Pétur okkar Östlund leikur
gjarnan og kallar You stepped out
af a drum, var sérstaklega frjáls í
túlkun tríósins og átti Edvard Lár-
usson þar stjörnuleik. En kannski
var þó túlkun þeirra á Soulful Bill,
ópusi píanistans James Williams er
hér lék í Austurbæjarbíói með Art
Blakey, áhrifamest því þá braust
sólin fram úr skýjunum og boðaði
fögnuð sinn yfir lífi og list höfuð-
staðarins.
Vernharður Linnet
Sigurbjörg Sigurður Ástráður
Þrastardóttir Pálsson Eysteinsson
Samtímalj ó ðlist
í Bologna
NÚ stendur yfir í Bologna á Ítalíu
málþing um samtímaljóðlist á veg-
um Ljóðamiðstöðvar Háskólans í
Bologna (Centro di poesia cont-
emporanea). Þingið, sem ber yfir-
skriftina Raddir samtímans, er
haldið í tengslum við menningar-
borgir Evrópu 2000, en þátt taka
m.a. ljóðskáld og fræðimenn frá
menningarborgunum Bologna,
Reykjavík, Santiago de Compostela
og Kraká, auk gesta frá Rússlandi,
Englandi, Frakklandi, Finnlandi og
víðar. í sendinefnd Háskóla íslands
eru Ástráður Eysteinsson, prófess-
or í almennri bókmenntafræði við
HI, og skáldin Sigurður Pálsson og
Sigurbjörg Þrastardóttir. Þau
munu öll þrjú halda fyrirlestra á
síðasta degi málþingsins og ræða
þar ýmsar hliðar íslensks menning-
arástands og stöðu ljóðsins í sam-
tímanum.
Meðal nafntogaðra fyrirlesara á
þinginu má nefna spænska skáldið
Ai'turo Casas, sem m.a. hefur tekið
þátt í að þýða ljóð Sigurðar Páls-
sonar á galisísku, ítalska ljóðskáldið
Mari Luzi og rússneska fræðimann-
inn Sergei Averintsev, sérfræðing í
býsönskum miðaldabókmenntum.
Sérstakir gestir þingsins eru
bresku skáldin Jamie MeKendrick,
Michael Hofmann og Lavinia Gren-
law sem lesa munu úr verkum sín-
um í Bologna, þangað komin fyrir
milligöngu The British Council.
Við setningu málþingsins lesa
skáld úr röðum þátttakenda ljóð á
ýmsum tungumálum. I tengslum
við þingið verður einnig framinn
gjörningur á götum Bologna-borgar
en þar verða sjö torgum gefin nöfn
þekktra ítalskra skálda sem tengj-
ast borginni á einhvern hátt. Þann-
ig breytist Ravegnana-torg í Dante-
torg, Verdi-torg verður Pasolini-
torg o.s.frv., en torgin munu bera
hin nýju jöfn í tvo mánuði. Að
kvöldi fyrsta ráðstefnudags munu
þátttakendur sameinast í göngu
milli nefndra torga og lesa ljóð á
hverju þeirra og munu Sigurður og
Sigurbjörg flytja þar eigin ljóð og í
ítölskum þýðingum, líkt og við setn-
ingu þingsins.
Bardagareglur
KVIKMYNDIR
Laugarásbíó, Regn-
buginn, Borgarbfó
Akureyri
“Rules of Engagement"
★ ★
Leikstjóri: William Friedkin.
Framleiðendur: Richard D. Zan-
uck og Scott Rudin. Aðal-
hlutverk: Samuel L. Jackson,
Tommy Lee Jones, Guy Pearce,
Bruce Greenwood, Blair Und-
erwood, Philip Baker Hall, Anne
Archer og Ben Kingsley. Para-
mount 2000.
ÞÆR eru ófár myndirnar frá
Hollywood sem virka eins og
auglýsingamyndir fyrir banda-
ríska herinn og Bardagareglur
eða „Rules of Engagement“ er ein
af þeim; frægust er sjálfsagt „Top
Gun“. Bardagareglur er óður til
heiðarlegra, góðra, frelsiselskandi
og þjóðemissinnaðra hermanna
landgönguliðsins en hún segir af
því þegar einn af þeim bestu af
þeim bestu kemst í bobba vegna
hemaðaraðgerðar sem hann
stjórnaði í Jemen og virðist hafa
misheppnast hryllilega og orsak-
að dauða saklausra borgara.
Úr því á að verða spennandi
réttardrama nema við vitum það
allan tímann að vondir pólitíkusar
í Washington era að brjóta á her-
manninum. Ekki aðeins vegna
þess að við sjáum strax að hann
segir satt til um það að borgar-
arnir hafi borið vopn og skotið á
hermennina þannig að fyrir okkur
er réttarhaldið ekki annað en of-
leikin leiksýning, heldur ekki síst
vegna þess að hermaðurinn, sem
Samuel L. Jackson leikur ágæt-
lega, er bara svo strangheiðarleg-
ur, réttur og sannur föðurlands-
vinur og margheiðrað þjóðhetja,
að hann gæti aldrei gert neitt
rangt.
William Friedkin leikstýiir her-
réttardrama þessu og það hefur
ákveðið skemmtigildi þótt yfir-
borðslegt sé. Hér er hágæðafram-
leiðsla frá Hollywood á ferðinni,
allur umbúnaður er hinn vandað-
asti, en menn leyfa sér ekki að
kafa af neinni veralegri dýpt í
persónur og kringumstæður. Þeir
Samuel L. Jackson og Tommy
Lee Jones era tilvaldir í aðalhlut-
verkin. Jackson er hermaðurinn
stálheiðarlegi og hefur þennan
sára svip sem segir að eftir þrjátíu
hetjuár í hernum eigi hann betra
skilið en að farið sé með hann eins
og glæpamann. Jones-hlutverkið
er bitastæðara, þótt furðulegt
megi teljast. Hann stefndi í að
verða stríðshetja eins og vinur
hans Jackson en særðist og hefur
starfað fyrir herinn síðan; allir
telja hann lélegan lögfræðing,
ekki síst faðir hans, frægur hers-
höfðingi, og sonur hans, annars
illa skilgreind aukapersóna. Svo
hann á heldur ekki sjö dagana
sæla og Jones er einmitt leikarinn
til þess að eiga ekki sjö daga sæla.
Réttardramað er talsvert litað
af þvi að allir sem hoi’fa á myndina
eiga að vita hvernig það fer svo
tíminn fer meira í að horfa á
hvernig Jones og Jackson taka sig
út í einkennisbúningi en hlusta á
röksemdir með og móti. Hliðar-
saga sem hreinsar hermanninn
góða af voðaverki í Víetnam,
myndin byrjar þar í endurliti, er
kannski fullmikið fyrir áhorfand-
ann að kyngja en þetta er eftir allt
mynd hersins og í slíkum er að-
eins pláss fyrir hetjur.
Arnaldur Indriðason
I
I
I
I
I
I