Morgunblaðið - 15.06.2000, Síða 14

Morgunblaðið - 15.06.2000, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR • • Morgunblaðið/Ásdís Orugg handtök ÞÁ ER júnímánuður kominn á skrið með brakandi blíðu víða um Iand, þótt reyndar megi íbúar höfuðborgarsvæðisins enn bíða þolinmóðir eftir sínum skammti af sumarsólinni. En þótt vindur- inn geti blásið hressilega á stund- um, mega útiverkin ekki sitja á hakanum. Það vita þær Þorbjörg og Dagný sem í gær tóku til hendinni á háskólalóðinni og virt- ust sfður en svo hafa gleymt réttu handtökunum eftir langan vetur. ÞJÓÐHÁTÍÐARTILBOÐ EXIT Laugavegi 95-97 - Kringlunni 17% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG Fær hálfar bætur vegna áverka eftir átök HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt út- gerðina Hvammsfell ehf. til að greiða sjómanni örorkubætur að hálfu vegna meiðsla sem hann hlaut í rysk- ingum um borð í Sandafelli HF 82 er verið var að gera að afla á þilfarinu í veiðiferð skammt frá Sandgerði 1996. I héraðsdómi hafði útgerðarfélagið verið sýknað af kröfum sjómannsins og áfiýjaði hann. Köstuðu kola hvor að öðrum I úrskurði Hæstaréttar segir að samkvæmt framburði skipverja fyiir lögreglu og dómi virðist átökin hafa sprottið af orðaskaki milli sjómanns- ins og skipsfélaga hans, sem taldi hann standa slælega að aðgerðar- vinnunni. Hafi þeir einnig kastað kola hvor að öðrum, án þess þó að fullyrt verði hvor hafi orðið fyrri til. Síðan hafi skipsfélagi áfrýjanda stokkið upp á aðgerðarborðið, sem þeir stóðu við og því næst ofan af því og að áfrýj- anda. Segir að áfrýjandi reki meiðsl sín einkum til þess að gagnaðilinn hafi náð á sér hálstaki, en þeim sjálf- um og vitnunum ber ekki saman um nánari atvik að átökunum, sem stóðu skamma stund. Fleiri úr áhöfninni voru að vinna á þilfarinu og gekk einn þeirra á milli þeirra félaga, en skip- stjóri sá viðureignina úr brú. Skipið kom að landi að kvöldi sama dags, en áfrýjandi leitaði samkvæmt dómnum læknishjálpar eftir næsta róður degi síðar. Samkvæmt vottorð- um lækna var hann óvinnufær um tíma eftir átökin. Samkvæmt örorku- mati býr sjómaðurinn við varanlega örorku og er hún metin 8%. Segir að samkvæmt siglingalögum beri útgerðarmaður svonefnda hlut- læga ábyrgð á lífs- eða líkamstjóni vegna slysa á mönnum, sem ráðnir séu í skipsrúm hjá honum og staddir séu á skipi hans eða að vinnu í beinum tengslum við rekstur þess, en lækka megi fébætur eða láta niður falla ef hinn slasaði „sýndi vítavert gáleysi sem leiddi til slyssins eða tjónsins“. Stefndi vísar til þess að í áhafnar- tryggingu sé „slys“ skilgreint þannig að átt sé við „skyndilegan utanað- komandi atburð, sem veldur meiðsl- um á líkama þess, sem tryggður er, og gerist sannanlega án vilja hans“. Atökin hafi átt aðdraganda í illindum, sem áfrýjandi hafi sjálfur stofnað tii. Hann hafi ekki reynt að forðast að til handalögmála kæmi og beitt sér í þeim eftir bestu getu. Atökin hafi því hvorki verið óvænt, utanaðkomandi né án samþykkis hans. Slys þótt skipverji sé meðvaldur í dómnum segir að ljóst sé af sigl- ingalögum að atburður geti talist slys, þótt skipverji sé meðvaldur af honum eða meðábyrgur. ,Atvikum að meiðslum áfrýjanda í þetta sinn má lýsa svo, að hann hafi orðið fyrir líkamsárás frá öðrum skip- verja, sem sprottið hafi af illindum, er spunnust þeirra í milli við vinnu á þil- fari fiskibátsins," segir í dómnum. „Við það ber að miða, að áfrýjandi hafi stofnað til þessara illinda [...] en ekki einn átt á því alla sök, hvernig fór. Sú atburðarás, sem úrslitum réð, gerðist af skyndingu, og má ætla eftir gögnum málsins, að átökin hafi geng- ið lengra og orðið afdrifaríkari en áfrýjandi gat séð fyrir. Að þessu at- huguðu verður að hafna því sjónar- miði stefnda, að meiðsl áfiýjanda verði ekki talin stafa af slysi í skiln- ingi 1. mgr. 172. gr.siglingalaga.“ Dómurinn segir að í samræmi við síðari lið þeirra málsgreinar þurfi hins vegar að taka afstöðu til þess hvort lækka beri bætur eða fella þær niður vegna þess að hann hafi orðið valdur að tjóni sínu af vítaverðu gá- leysi. Telja verði, að hann hafi vísvit- andi stofnað til hættu á meiðslum í átökunum, en eigi hins vegar ekki einn alla sök á því, hvemig fór og sé því hæfilegt að örorkubætumar verði lækkaðar um helming. Var stefnda gert að greiða áfrýjanda 146 þúsund krónur með dráttarvöxtum. Einar Gautur Steingrímsson var lögmaður áfrýjandans, en Karl Ax- elsson lögmaður stefnda. Málið dæmdu hæstaréttardómaramir Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfa- son og Pétur Kr. Hafstein. 1 J1 tan ihússmál Ining Frábær verð Hjá okkur færðu allt sem heitir málning OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 21 JiÉ METRO Skeifan 7 • Simi 525 0800 I
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.