Morgunblaðið - 15.06.2000, Síða 32

Morgunblaðið - 15.06.2000, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT UMONAU' Hernað- arútgjöld aukast ÚTGJÖLD til hemaðarmála í heiminum jukust um 2,1% að raunvirði á síðasta ári, eftir langt samdráttartímabil, að því er Alþjóðafriðarrannsóknar- stofnunin í Stokkhólmi greindi frá í gær. Bandaríkin, Rúss- land, Kína og Frakkland stóðu að mestum hluta aukningarinn- ar, en þróunarríki eyða hlut- fallslega mestu í byssur. Hemaðarútgjöld námu alls um 780 milljörðum Bandaríkja- dala í fyrra, sem var næstum þriðjungi minna en tíu áram áð- ur, en nemur samt 2,6% af vergri heimsframleiðslu. Ræða ólögleg demanta- viðskipti OPINBERIR embættismenn og demantasalar hvaðanæva úr heiminum sitja nú á fundi í Lúanda, höfuðborg Angóla, og ræða ólöglega verslun upp- reisnarhópa með demanta. Námufyrirtækið De Beers hvetur til sameinaðs alþjóða- átaks til að stöðva viðskipti með svonefnda „átakademanta". A fundinum í Lúanda er einkum rætt um demanta sem koma úr námum í Angóla, Sierra Leone og Lýðveldinu Kongó. Argentína biðst afsökunar FORSETI Argentínu hefur beðist afsökunar á því að landið skuli hafa verið skálkaskjól fyr- ir nasista eftir síðari heims- styrjöld. Forsetinn, Femando de la Rua, lofaði því ennfremur að rannsakað yrði hvers vegna nasistum var leyft að leita hælis í Argentínu og refsa þeim er kynnu enn að dvelja þar. Yfír 150 nasistum var veitt hæli í Argentínu á áranum 1945-55 þegar Juan Perón var þar við völd. Meðal þeirra var Adolf Eichmann sem ísraelskir leyniþjónustumenn gripu í Bu- enos Aires 1960 og var síðar tekinn af lífi í í srael. Breska leyni- þjónustan gagnrýnd FORSETI Bandaríkjanna vissi hálfu ári á undan breska for- sætisráðherranum að breska leyniþjónustan, MI6, hefði komist á snoðir um nöfn hundr- aða sovéskra njósnara á Vest- urlöndum, að því er bresk rann- sóknarþingnefnd hefur komist að. Bandarísku leyniþjónustunni var gert kunnugt um svonefnt Mitrókín-skjalasafn, sem rúss- neskur flóttamaður smyglaði til Bretlands 1992 aðeins fáeinum vikum síðar, og þáverandi Bandaríkjaforseti, George Bush, var látinn vita án tafar. Hins vegar var það ekki fyrr en í janúar árið eftir sem yfirmað- ur MI6, sem kallaður er „C“, lét John Major, þáverandi forsæt- isráðherra Bretlands, vita. Evrópuheimsókn Rússlandsforseta Rússar kjósa nánari tengsl við ESB Madrid, Berlin. AP, AFP. VLADÍMÍR Pútín forseti Rússlands var í gær í opinberri heimsókn á Spáni og sagði á fréttamannafundi að Rússar kysu nánari tengsl við Evrópusambandið (ESB) en varaði jafnframt við of skjótri aðild fyrram ríkja Sovétríkjanna að sambandinu. Sagði hann að slíkt kynni að skaða efnahag Austur-Evrópuríkja. Pútín átti í gær fund með framá- mönnum úr spænsku viðskiptalífi og sagði í ræðu sinni að samvinna við ESB-ríkin fimmtán væri forgangs- mál rússneskrar utanríkismála- stefnu. „Rússnesk menning er evrópsk menning," sagði forsetinn. Lagði Pútín þó áherslu á að ótíma- bær aðild margra ríkja er áður vora undir væng Sovétríkjanna gæti leitt til efnahagslegs óstöðugleika í aust- urhluta álfunnar vegna mikilla við- skipta margra fyrram Sovétlýðvelda og Rússlands. Aðild þein-a að ESB myndi „gera samskipti þeirra við Rússland örðug“ sagði Pútín. „Eng- inn vill að innganga nýrra aðildar- ríkja í ESB leiði til efnahagshruns." Þá ræddi Pútín um efnahag Rúss- lands og hét því að stjórn sín myndi halda gjaldmiðli landsins, rúblunni, stöðugum, stuðla að hagvexti og lækka skattbyrði. „Skattbyrðin er afar mikil. Það er ein ástæða út- breiddra undanskota frá skatti og fjármagnsútstreymi frá Rússlandi.“ Þýskalandsheimsóknin verður „nýtt upphaf ‘ Pútín hélt frá Spáni til Þýskalands í gærdag og er fundar forsetans og Gerhards Schröders kanslara Þýskalands beðið með eftirvæntingu enda er talið að þýska stjórnin líti á heimsóknina sem „nýtt upphaf" í samskiptum ríkjanna. „Þetta er mik- ilvægt tækifæri til að hefja nýtt tímabil samskipta ídkjanna og ríkis- stjómin ætlar sér að nýta þetta tæki- færi“ sagði þýskur embættismaður í samtali við AFP í gær. Eftir Þýskalandsheimsóknina mun Rússlandsforseti halda til Frakklands í opinbera heimsókn. X M l k 1 fir uinningur í tappanum? Uertu með föstudaginn 16. júní ^ i IIagItð'ii(i Smíirðnuni. iuu ueið«t <jms«1 r uppðkomur, ineöui annars ueröur SiiítamöraU með úlliönleiita. tiönr Smári Guöjuhnsen mætir á suceðiö gefur eiginhandaráritanlr. Boöiö ueröur upp á Cgiis íippelsín ...petta eina sanna. t icini Smárí Guöjohnsen mætir hl. 16:00 -ShltamöraU mætir í horhustuói hi. 17:00. -hcir sem mæla í sumarshapi fá tgits flppelsln. Langar þig ( Pepsi eda Egils Hppelsín fótboltatreyju? , Ut'ijilii illiklUiil (fllftMrur inun lliiilhiiiili % - hjooa ttpp á Pepsl og Eglls m ttppelsln fólholtatreyjnr til if sötu, Pepsl-trcyjurnar eru nurhidi nieö leliuuimeri og nafni Ditoid hechham. tgíis ftppelsín- : treyjuriiai eru merktar med naliii og leihnúmeri t ids Smára Guöjohnsen. lllivtiö I tldghaup og trygijiö yhhur treyju. K I TAMnf?A|. f |AJ ™ I HAGKAUPI Moira úrval - botri kaup
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.