Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ
26 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000
íi*jm
OROANI'
Engin aukaefni.
Enginn viðbættur sykur.
Eins og heimatilbúinn matur.
Fyrir börn á öllum aldri.
Gott og spennandi hráefni.
OReÁNtc
ORSANH
OROANIC
m
Bragð náttúrunnar
- og ekkert annað
Niko heíldverslun hf, sími 568 0945
Þarsem ferskleikinn býr
FOLLOW'
SUITAULE TOR
SSLW'tíS PRink
usc FKCM
months onwaro:
Nykaup
Auglýsendur!
Minnum á, að auglýsingapantanir
fyrir sérblaðið Heimili/fasteignir,
sem kemur út 20. júní, þurfa að berast
fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 15. júní.
AUGLÝSINGADEILD
Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is
ÚRVERINU
Kanadískur kræklingaræktandi
ráðleggur Islendingum
Morgunblaðið/Kunar Pör
Valdimar Gunnarsson frá Veiðimálastofnun, Víðir Björnsson frá ís-
lenskum kræklingi og Greg Keith gera sig klára til að skoða aðstæður í
Eyjafirði á rannsóknarbátnum Einari í Nesi.
Mikilvægt að fara
rólega af stað
VEIÐIMÁLASTOFNUN, Hafrann-
sóknastofnun og atvinnuþróunarfé-
lög víðsvegar um landið hafa undan-
farnar vikur haldið kynningarfundi
um kræklingarækt fyrir væntanlega
ræktendur. I kjölfar þessarar funda-
herferðar kom hingað til landsins
Kanadamaður, Greg Keith frá Prins
Edwards-eyju, sem er vanur krækl-
ingaræktandi, en á Prins Edwards-
eyju er öflug kræklingarækt. Greg
og Valdimar Gunnarsson hjá Veiði-
málastofnun ferðuðust um landið og
heimsóttu væntanlega kræklingar-
æktendur og hefur Greg tekið út
ræktunina og gefið góð ráð um fram-
tíðina.
Greg Keith er sjávarlíffræðingur
og rekur hann eigin kræklingarækt á
Prins Edwards-eyju við Nýfundnal-
and. Greg segir að hann hafl farið
víða um Island síðustu daga og skoð-
að marga mögulega staði fyrir
kræklingarækt. „Á ferðinni talaði ég
við verðandi ræktendur og eins skoð-
aði ég kræklingarækt sem þegar er
komin í gang. Ég ráðlagði þessum
verðandi ræktendum eftir bestu getu
og þau ráð fólust fyrst og fremst í því
að setja lítinn útbúnað í sjó til að
byrja með og sjá hvernig gengur.
Það er alls óvíst hvort þessi ræktun
gengur á tilteknum stöðum og því er
mikilvægt fyrir menn að fara rólega
af stað og eyða ekki of miklum pen-
ingum í þetta meðan ekki er sýnt
hvort þetta getur borið sig eða ekki.“
Greg segir að mikilvægt sé að nota
fyrst og fremst hendumar og tíma í
byrjun en ekki fara af stað í miklar
fjárfestingar. „Þannig byrjuðum við
á Prins Edwards-eyju og það hefur
gengið mjög vel þar. Lykillinn að vel-
gengni í þessu er að taka þetta skref
fyrir skref og prófa sig þannig
áfram.“
Líst best á Eyjafjörðinn
Greg segir að staðirnir sem hann
hafi litið á séu mismunandi lofandi
hvað kræklingarækt varðar. Best
leist honum á svæðið norðan við Ak-
ureyri, en þar sá hann mest af krækl-
ingi er hann kafaði meðfram strönd-
inni. Greg segir að hann hafi á ferð
sinni kafað víða og segir hann að á
mörgum stöðum séu aðstæður mjög
góðar til að setja útbúnað til krækl-
ingaræktunar út í sjó. Umhverfisað-
stæður eru víða ágætar þó svo að
kræklingur gæti komið til með að
vaxa hægar hér en í heitari löndum.
„Hitastig sjávar er frekar lágt hér
við land og þá sérstaklega er hitastig
sjávar lágt á sumrin miðað við ann-
ars staðar. Hitastigið er nægilega
hátt til að rækta krækling en það
tekur þó um 6-8 mánuðum lengri
tíma en til dæmis við Prins Edwards-
eyju. Vegna lágs hita er nauðsynlegt
að prófa að setja krækling út í á mis-
munandi árstímum til að finna út
hvað er hagstæðast með tilliti til
vaxtar.
Ég hef lagt ríka áherslu á það við
fólk sem ég hef talað við að fara ró-
lega af stað. Reynslan sýndi okkur á
Nýfundnalandi að þeir sem fóru sér
of geyst í byrjun fóru á hausinn en
þeir sem tóku það rólegar gekk betur
og eru margir þeirra enn að í dag. Ég
er gott dæmi um það, en ég byrjaði
ákaflega rólega fyrir 16 árum en í
dag rækta ég um 500 tonn af krækl-
ingi á ári.“
íslenskur kræklingur
Islenskur kræklingur ehf. er eitt
þeirra fyrirtækja sem er að fara af
stað í kræklingarækt. Helstu for-
svarsmenn fyrirtækisins eru Víðir
Björnsson og Baldur Snorrason, en
ætlun þeirra er að rækta krækling í
vestanverðum Eyjafirði, frá Dag-
verðareyri að Krossanesi.
„Starfsemin er enn á byrjunarstigi
hjá okkur og því er mikilvægt að fá
vanan mann eins og Greg okkur til
aðstoðar. Hann skoðaði svæðið sem
við ætlum okkar að nota og leist
mjög vel á,“ segir Víðir Bjömsson,
framkvæmdastjóri Islensks krækl-
ings. „Það er mjög fróðlegt að fá
svona mann sem er búinn að vera í
þessu lengi og veit ýmislegt sem að-
eins reynslan getur kennt mönnum.
Hann kom með athugasemdir og
breytingatillögur á hugmyndir okkar
sem eiga örugglega eftir að spara
okkur mörg mistökin þrátt fyrir að
hann hafi aðeins verið með okkur
einn dag.“
Þorskkvóti Rússa
dreg'st
RÚSSNESKI norðursjávarflotinn
kemur til með að veiða 890 þúsund
tonn af fiski á þessu ári samkvæmt
skýrslu frá PINRO, rannsóknar-
stofnuninni í Murmansk. I skýrslu
PINRO segir að 50% aflans verði
veiddur í Barentshafi, 43% í Noregs-
hafi og 7% á alþjóðlegum hafsvæðum
í Norður-Atlantshafi. Áætlað er að
veiðiheimildir næsta árs verði svip-
aðar og á síðasta ári en þær hækk-
uðu um 120 þúsund tonn frá því í
fyrra.
saman
í skýrslunni segir einnig að þrátt
fyrir mikilvægi þorsksins verði
áfram samdráttur í veiði á honum
næstu árin þar sem stofninn sem og
hrygningarstofninn minnka stöðugt.
í ársbyrjun var heildarþorskstofn-
inn áætlaður 1,2 milljónir tonna og
hrygningarstofninn 0,24 milljónh
tonna sem er um helmingi minna en
langtíma meðaltöl undanfarinna ára
sýna. Astæðu er fyrst og fremst að
leita í þungri sókn á stofninn á ár-
unum 1995-1999.