Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Munurinn er 0,01% Þess vegna geti verið meiri munur á tveimur svörtum Bandaríkjamönnum, en hvítum manni ogsvörtum. Því megi með sanni haldi þvífram að útlitið villi um fyrirfólki þegarleitað er skyldleika. Eftir Karl Blöndal Sumum virðist einstak- lega hugleikið hversu ólíkir mennirnir eru, ekki bara að sumir eru feitir og aðrir mjóir, heldur einkum og sér í lagi að þeir geti verið mismunandi á litinn. A Islandi kemur þessi hugsunar- háttur fram hjá félagsskap, sem kallar sig Félag íslenskra þjóð- ernissinna og telur að til þess að hafa ríkisborgararétt í stærstu eyðimörk Evrópu þurfi maður helst að geta rakið ættir sínar til fólks, sem bjó hér fyrir nokkur hundruð árum. Það er hins vegar ekki það hvað mennirnir eru ólík- ir, sem undrum sætir heldur hitt, hvað mennimir eru líkir. Islenskir þjóðemissinnar og skoðanabræður þeirra halda að það sé himinn og haf milli kyn- þáttanna, en munurinn er sáralít- ill. Svo lítill reyndar að þegar tekn- ir em tveir menn, sama hver upp- uinunoc runiþeirraer VlvHUKr á hnattkúl- unni eða af hvaða kyn- þætti þeir eru, er sá hluti, sem er frábrugðinn í erfðamengi þeirra, í mesta lagi 0,01%. Við emm sem sagt 99,99% eins. Þetta er niðurstaða vísinda- manna, sem hafa verið að vinna að verkefni, sem kennt er við fjöl- breytileika erfðamengis manns- ins, og hafa þeir ekki hlotið vin- sældir fyrir. Forsprakki verkefnisins er Luigi Luca Cav- alli-Sforza, prófessor við Stan- ford-háskóla í Bandaríkjunum, og hafa honum meira að segja borist hótanir og hatursbréf vegna nið- urstaðnanna. Aukinheldur markast þessi breytileiki ekki af kynþætti held- ur þvert á móti. 85% af breytileika genanna er innan þjóðabrota eða -hópa, ekki milli þeirra. Húðlitur, umgjörð augna og áferð hárs em þættir, sem oft og tíðum hafa ver- ið notaðir til að reka fleyga milli heilla þjóðfélagshópa, en þótt munurinn sé mikill fyrir augað er hann lítill þegar kemur að erfða- vísunum. Samkvæmt niðurstöðum verkefnisins er erfðamengi hins dæmigerða Evrópubúa til dæmis 35% afrískt og 65% asískt, þótt út- litið beri því ef tii vill ekki vitni. Cavalli-Sforza er þeirrar hyggju að útlit manna segi nánast ekkert um uppmna þeirra. Hann heldur því fram að nef manna og húðlitur taki breytingum eftir loftslagi og sögu mannsins sé að finna í genunum. Kjarnsýrurannsóknir bera því vitni að Baskar séu elstu íbúar Evrópu og geti rakið ættir sínar aftur til Cro-Magnon-mannsins. Finnar hafa hins vegar verið skemmst í Evrópu. Þeir komu til Skandinavíu frá Mið-Austurlönd- um fyrir um fjögur þúsund ámm og var dökkur húðliturinn fljótur að hverfa í sólarleysinu þar norð- ur frá. Einnig hefur sú niðurstaða vak- ið athygii að þegar leitað er að líf- færagjöfum fyrir svarta Banda- ríkjamenn er líklegra að þeir finnist meðal hvítra en svartra. Astæðuna segja vísindamenn vera þá að í Afríku sé að finna mestan genetískan fjölbreytileika vegna þess hvað búseta þar nái langt aft- ur. Þess vegna geti verið meiri munur á tveimur svörtum Banda- ríkjamönnum, en hvítum manni og svörtum. Því megi með sanni halda því fram að útlitið villi um fyrir fólki þegar leitað er skyld- leika. Það er Ijóst að upplýsingar á borð við þessar duga ekki einar og sér til að slá á fordóma. Oft trúir fólk einfaldlega því, sem það vill trúa eða tínir til þær upplýsingar, sem henta. Ekki er langt síðan mannbóta- stefna átti upp á pallborðið víða um heim. Slíkar hugmyndir teygðu anga sína hingað til lands, en annars staðar voru hugmynd- imar notaðar. Þá var í skjóli gervivísinda reynt að gera því skóna að markvisst væri hægt að rækta óæskilega þætti út úr mannskepnunni. Þjóðverjar bjuggu fyrir heimsstyrjöldina síð- ari til heila fræðigrein, kynþátta- fræði, þar sem fólk var dregið rækilega í dilka eftir útlitsein- kennum. Þóttust þeir nánast geta séð úr hvaða dalverpi viðkomandi slavi, gyðingur eða prússi var ætt- aður. I Suður-Afríku þurftu glöggskyggnir fulltrúar aðskiln- aðarstefnunnar ekki nema sek- úndubrot til að greina milli hvítra, litaðra og svartra. Hefðu þessir sömu sérfræðing- ar þurft að renna stoðum undir vísindi sín eða innsæi á okkar dög- um hefðu þeir kannski áfram reynt að notast við augað. Hefðu þeir hins vegar reynt að kafa dýpra, jafnvel farið að leita lykils- ins í erfðavísunum hefði málið vandast, því að þeir hefðu orðið að leita skekkjumarkanna í því 0,01%, sem skilur mennina að. Það er ef til vill ekki að undra að ólíkt útlit manna hafi áhrif á skoð- anir. En það er ekki bara útlitið. Undirritaður átti félaga í Banda- ríkjunum, sem átti hvíta móður og svartan föður og ólst upp í ríkþþar sem vart sást svartur maður. A mæli hans var ekki að heyra að hann væri svartur og sagði hann að þetta gerði að verkum að hann væri ekki sérlega velkominn í hópi svartra. Um leið var hann hins vegar svartur í augum hvítra og því í þeirri undarlegu stöðu að vera utangarðsmaður alls staðar. Bandaríkjamaðurinn Henry Lou- is Gates jr. lýsti einhvern tímann reynslu sinni af því að koma til London sem fréttaritari. Hann átti því að venjast frá Banda- ríkjunum að þar töluðu svartir öðru vísi en hvítir. Hann ávarpaði eitt sinn svartan mann á götu og krossbrá þegar sá hinn sami svar- aði honum á hástéttarensku. Ein- hvern veginn átti Gates von á því að hann myndi tala öðru vísi af því að hann var ekki hvítur. Gates hafði komið upp um sig líkt og ís- lenski bóndinn, sem rak upp stór augu þegar barn með indversku yfirbragði talaði reiprennandi ís- lensku. Hann hélt eitt augnablik að einhver líffræði gerði að verk- um að það væri ekki hægt. Það er ekki hægt að banna fólki að hafa skoðanir, en þeir, sem ætla að hafa skoðanir, sem byggð- ar eru á 0,01% fráviki, ættu að finna sér verðugra verkefni og snúa sér til dæmis að því að gagn- rýna sjónvarpsdagskrána. Þar er aðhalds þörf. BRYNJAR BRAGI STEFÁNSSON + Brynjar Bragi Stefánsson fædd- istíReykjavík 13. júli 1975. Hann lést á heimili sínu í Reykja- vík 4. júní síðastlið- inn. Móðir Brynjars er Bylgja Bragadótt- ir, f. 23.9. 1958, gift Guðmundi Stefáns- syni, f. 4.6 1951. Fað- ir Brynjars er Stefán G. Hálfdánarson, f. 24.7. 1958, í sambúð með Rigmor Rössl- ing. Þau búa í Malmö í Svíþjóð. Systur Brynjars sammæðra eru þær Ás- dís Elva, f. 12.9. 1984, og Ásta Lára, f. 8.7.1994. Móðir Brynjars dvaldi enn í for- eldrahúsum þegar hann fæddist. Hann naut mikillar og góðrar um- önnunar móðurforeldra, sem voru Bragi Sigurbergsson, f. 31.10. 1929, d. 24.7. 1986, og Brynhildur Magnúsdóttir, f. 1.11. 1929, d. 12.2. 1999. Þegar afi hans lést fylgdi Bryiy'ar ömmu sinni, sem átti um sárt að binda á þeim tima, og áttu þau heimili saman um nokkurra ára skeið. Brynjar lauk hefð- bundinni skóla- göngu. Síðan lá leið hans í Iðnskólann þar sem hann lagði stund á rafvirkjun. Hann vann ýmis störf með náminu en tók sér frí frá námi í níu mánuði 1995 og fór að vinna við fisk- vinnslu á Skagen í Danmörku ásamt því að stunda sjó. Eftir Danmerkurdvölina hóf Brynjar nám íVélskóla íslands og lauk þar II. stigs vélstjóraprófi, en verkleg- um hluta námsins lauk hann hjá Vélsmiðju Hjalta Einarssonar í Hafnarfirði og stefndi á að ljúka sveinsprófi í vélvirkjun seinna á þessu ári. Síðast vann Brynjar við túnþökuskurð og akstur tengdan þeim störfum. títfor Brynjars fer fram frá Ár- bæjarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13:30. Elsku Brynjar. Ég trúi því ekki að þú sért farinn frá mér. Þú varst stóri bróðir minn og ég var alltaf svo stolt af þér. Nú ertu farinn af þessari jörðu og kominn til ömmu og afa. Ég veit að þau passa þig vel og einhvem tímann eigum við eftir að hittast, því allir lenda á sama stað nema sumir fara fyri' en aðrir. Ég á margar góðar minningar um þig sem ég gleymi aldrei. Þú varst alltaf tilbúinn að gera allt fyrir mig og svo jákvæður og sagðir „ekkert mál, auðvitað gerir maður allt fyrir litlu systur sína“. Þetta er búið að vera erfiður missir fyrir alla, en við verðum að læra að virða ákvörðun þína þótt hún hafi verið...já. Ég á mjög góðar minningar frá síð- ustu tveimur jólum en þá fór ég með þér í Heiðarselið til Hrannar og Valda þaðan sem við fórum með þeim í kirkju og þú áttir stundum erfitt með að halda þér vakandi. En nú verða jólin ansi tómleg, hvorki þú né amma hjá okkur. Eftir að þú keyptir íbúðina þína í Spóahólunum sá ég þig ekki eins oft og ég vildi en ég talaði reglulega við þig í símann, þú sagðir mér svo margt ásamt því að þú treystir mér fyrir öllu. Þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu og margar góðar minn- ingar munu lifa þar. Elsku Binni, nú er komið að kveðju- stund, ég veit að þú ert kom- in á góðan stað hjá guði. Ég sakna þín mikið og ég á eftir að sakna þín alla ævi en góða ferð elsku bróðir. Þín systir, Ásdís Elva. Elsku Binni minn. Hér sit ég og reyni að finna einhver orð til að setja niður á blað en það gengur hálfilla. Það er svo margt sem mig langar til að segja en allt virðist fast. Ég veit varla hvernig mér líður. Síðustu dag- ar hafa verið svo ótrúlega lengi að Mða en samt hefur allt gerst svo hratt. í brjósti mínu finn ég aðallega fyrir söknuði og sorg. En eins og segir í Spámanninum: „Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin sem er upp- spretta gleðinnar var oft full af tár- um.. ..Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður ,og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorg- mæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Nú óska ég þess að hafa átt fleiri stundir með þér og einnig að hafa nýtt þessar allt of fáu stundir með þér betur.Ég hélt bara að þú yrðir alltaf til staðar og ég hefði alveg nóg- an tíma.Of oft ætlum við að gera ýmsa hluti betur seinna en of oft verður seinna aldrei. En þó að þú sért farinn héðan úr þessum heimi þá ertu ekki farinn úr mínu hjarta og ferð þaðan aldrei. Minning þín er mér ljóslifandi og þegar ég hugsa til þín finn ég hvemig mér hlýnar um hjart- arætur.Ég man svo vel hvað þú varst alltaf ljúfur og hlýr og aldrei gleymi ég því hvað þú varst mikið uppáhald dóttur minnar þegar hún var lítil. Enda var það htil stelpa sem kom fljúgandi upp um hálsinn á Binna frænda þegar hann kom í heimsókn. I bland við sorgina er gleðin yfir þvi að hafa kynnst þér og mikið er gott að eiga svo góðar minningar, minningar sem þú skapaðir með nærveru þinni. Þín frænka, Guðrún Hálfdánardóttir. Þær voru hörmulegar fréttírnar sem ég fékk símleiðis þar sem ég var við vinnu. Brynjar er dáinn sagði systir mín og bað mig að koma strax. Fyrst var sem ég hefði fengið þungt högg undir bringspalirnar, síðan brustu flóðgáttir himinsins. Brynjar; eina barn Stefáns bróður mín. Brynj- ar, sem átti allt lífið framundan og maður beið eftir því að hann myndi stofna fjölskyldu, því hann var meira en tilbúinn að takast á við það hlut- verk. En eins og hendi væri veifað, allt búið, jarðlífi hans lokið, allt of fljótt hjá þessum myndarlega og stælta frænda mínum. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að hann myndi kveðja okkur á þennan hátt. Þetta er þriðja áfallið sem snertir illa það sem af er þessu ári, en ekki er nema örstutt síðan annar náfrændi okkar lést af slysförum. Brynjar Bragi hefði orðið 25 ára 13. júlí nk. hefði hann lifað. Á yngri árum var Brynjar mjög uppátækja- samur, stríðinn og fremur baldinn, en er hann þroskaðist varð hann stilltur, rólegur og mun yfirvegaðri heldui- en aldur hans sagði til um. Yfir honum hvíldi stóísk ró og hann hafði góða návist. En þegar skyggnst var undir yfirborðið kraumaði eldur, heitar til- finningar og mikil dulúð. Hann hafði áhuga og áhyggjur af líðan vina og ættingja en flíkaði lítt eigin líðan. Brynjar var vinmargur og mjög frændrækinn. Hann náði mjög vel til bama og eldra fólks. Þá var hann mikill dýravinur. Samband hans við móðurafa sinn var einstakt meðan hann lifði og hann átti mjög gott sam- band við báðar ömmur sínar, Bryn- hildi og Jódísi, sem dáðu hann á allan hátt. Meðal frændsystkina sinna var hann uppáhaldsfrændinn og fyrir- mynd yngri frænda sinna. Sérstakt samband var á milli Snædísar Perlu dóttur minnar og hans, en þau fermd- ust saman. Þrátt fyrir að ekki væru nema þrír mánuðir á milli þeirra var hún honum sem stóra systir sem hann gat rætt við um margt sem hann ræddi ekki við aðra. Mér fannst ég alltaf eiga mikið í Brynjari. Hann líktist Stebba bróður mjög, þrátt fyr- ir að hafa alist upp fjarri honum og hann varð móður minni mjög kær. Mér fannst mikils virði að fá tæki- færi til að hitta vini hans og fjöl- skyldu í vikunni sem hann dó. Þessi samverustund linaði sorgina örlítið, skipst var á sögum og minningum um Brynjar og maður fékk nýja sýn á hann, vélagaurinn sem var mest fyrir að takast hið ómögulega og ekkert var honum ómögulegt í þessu aðal- áhugamáli hans, sem voru bílar, mót- orhjól ogvélasmíðar. Brynjar var hörkuduglegur til vinnu, mjög ósérhlífinn og viðhorf hans til starfa minnti um margt á hver viðhorf manna voru hér áður fyrr. - Það eru rúmar þrjár vikur síð- an hann kom til mín með túnþöku- rúllur sem hann vissi ekki að þyrfti að hífa upp í garð í Fossvoginum. Nú voru góð ráð dýr, hann var ekki með útbúnað til að hífa og ekki var í mann- legum mætti að lyfta þungum rúllum upp í mannhæðarháan garð. En Binni lét ekki deigan síga frekar en endranær og reddaði þessu á sinn hátt. Síðasta minning okkar mömmu um Binna verður Binni standandi upp á vörubílspalli, sterkur, útitekinn, sallarólegur að takast á við hið ómögulega. Ég votta Bylgju móður hans og fjölskyldu, ættingjum og vinum mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Margrét Hálfdánardóttir. Það er erfitt að sætta sig við að Binni sé ekki með okkur lengur. Mér hefur alltaf liðið eins og hann sé miklu meira en frændi minn. Mér finnst eins og við hefðum alist upp saman og nú er hann farinn frá okk- ur. Það er ólýsanlegur söknuður sem situr eftir en ég á þó öll árin mín með Binna og minningamar og stundum stend ég mig að því að brosa yfir ein- hverju sem hann gerði. Hann hafði gaman af því að stríða fólki og gera mann hræddan. Einhvem snjóþungan vetur þegar hann var um 15 ára var hann að skemmta sér við það að hoppa ofan af þriðju hæð í snjóskafla sem vom fyrir neðan blokkina og hvernig sem ég bað hann þá neitaði hann að hætta þessu, honum fannst ég bara vera gunga að hoppa ekki líka. Svo fór hann auðvitað í teygjustökk þegar það kom, þá var þriðja hæð greini- lega ekki lengui' nógu hátt uppi. Við vomm mjög ólík og höfðum ólíkar skoðanir og oftar en ekki þrættum við yfir hinum ýmsu hlut- um. En það kom aldrei neitt slæmt upp á milli okkar, það var bara ekki hægt að vera reiður út í hann, hann glotti þá bara út í annað og þá var allt búið. Hann var ótrúlega duglegur og vann mjög mikið. Oft þegar hann kom í heimsókn var það seint á kvöld- in og þá var hann að koma úr vinn- unni. Ég þekkti ekki betri mann en Binna. Það var alltaf yfir honum ein- hver góðmennska og hlýja og mér leið mjög vel í návist hans. Hann var alltaf svo jákvæður og glaður og allt- af að gera eitthvað. Hann sat aldrei auðum höndum og ef það var ekki til kaffi þegar hann kom þá bjó hann það bara til sjálfur. Þó það væm bara nokkrir mánuðir á milli okkar fannst mér ég alltaf vera eldri frænkan og fannst ég þurfa að passa hann og vemda. Skrítin tilfinn- ing þar sem hann var bæði stór og sterkur og hefði frekar getað passað mig. Kannski var það bara af því hann hafði átt erfiða æsku og ungl- ingsár en hann lét aldrei á því bera. Elsku Binni, hvar sem þú ert þá veit ég að þú ert á góðum stað og að þér líður vel þar sem þú ert núna og ég veit að þú finnur að við elskum þig öll og söknum þín og við munum sakna þín um ókomin ár og það verða heldur betur gleðifundir þegar við hittumst á ný. Þessi heimur hefur sýnt að það getur verið hvenær sem er. Þangað til ber ég þig hér í hjarta mínu, ég mun aldrei gleyma þér. Þín frænka, Snædís Perla. Elsku Binni, en hvað ég á eftir að sakna þess að þú birtist í dyragætt- inni, brosandi út í annað munnvikið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.