Morgunblaðið - 15.06.2000, Qupperneq 66
c 66 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Liðsleikurinn
FRÉTTIR
Stuðningsmenn
takið þáttl
Breiðabliks-leikurinn á mblJs
Breiðabliks-leikurinn er þriðji Liðsleikurinn á fótboltavef
mbl.is. Liðsleikurinn tengist liðunum í Landssímadeildinni
og fylgja síðan önnur lið i kjölfarið. I Liðsleiknum eru mögu-
leikar á skemmtilegum vinningum sem tengjast einstökum
liðum. i Breiðabliks-leiknum getur þú unnið Breiðabliks-
búning, Breiðabliks-trefil og Breiðabliks-búning i glugga.
Wí TMBBWffffMWIMt T1 Á vefnum fer líka fram óformleg
1» skoðanakönnun, Spurt er, þar
sem lesendum gefst færi á að svara spumingum sem brenna
á mönnum. Niðurstöður er síðan hægt að skoða hverju sinni
auk þess að sjá eldri spurningar og svör.
LANDSSÍMADEILDIN
mbl.is
Nýjar fornleifarannsóknir í Þjórsárdal
Norrænn leiðang-
ur við rannsóknir
á fornbýlum
HÓPUR íslenskra og danskra
fornleifafræðinga vinnur dagana 2.
til 16. júní að uppmælingu forn-
bæja í Þjórsárdal. Leiðangurs-
stjóri er Hildur Gestsdóttir, forn-
leifafræðingur hjá Fornleifa-
stofnun íslands, en verkið er hluti
af stærra rannsóknarverkefni sem
ber heitið Vestnordisk Byggeskikk
i Vikingetid og Middelalder.
Udgravning, Tolkning, Rekon-
struktion.
Að verkefninu standa Dansk
Polar Center, Arkeologisk Mus-
eum i Stavanger og Fornleifa-
stofnun íslands og eru verkefnis-
stjórar Steffen Stummann Hansen
fornleifafræðingur, Jochen Komb-
er arkitekt og Orri Vésteinsson
fornleifafræðingur. Rannsóknar-
verkefnið nýtur styrks að upphæð
800.000 sænskra króna á ári í þrjú
ár (2000-2002) úr norræna hugvís-
indasjóðnum (NOS-H).
Rannsóknarverkefnið Vestnord-
isk Byggeskikk miðar að því að
endurskoða viðteknar hugmyndir
um húsagerð við Norður-Atlants-
haf á víkingaöld og fram á mið-
aldir. Þær hugmyndir eru að miklu
leyti byggðar á rannsóknum sem
gerðar voru á Grænlandi og ís-
landi á 4. áratug 20. aldar en síðar
hefur ýmislegt komið í ljós sem
bendir til að mikið vanti í þá
mynd, einkum að því er varðar
efnisnotkun, og gerð og lögun þaks
og grindar, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Hluti af verkefninu felst í að
endurskoða eldri rannsóknir og
verður sjónum einkum beint að
Þjórsárdal í því samhengi. í fyrsta
áfanga árið 2000 verða teiknaðar
upp þær bæjatóftir í dalnum sem
engar nákvæmar teikningar eru til
af (m.a. undir Rauðukömbum, und-
ir Lambhöfða, Berghálsstaðir,
Steinastaðir, í Fossárdal) en í síð-
ari áföngum verða einn eða fleiri
staðir valdir til uppgraftar.
HALDIN verða ókeypis kynningar-
námskeið þar sem leitast verður við
að opna augu fólks fyrir þeim ónýttu
hæfileikum sem búa innra með okk-
ur, segir í fréttatilkynningu.
Einnig segir: „Leitast verður við
að svara spumingum eins og hvað
sé lífsorka og hvemig hægt sé að
auka hana, hver sé leyndardómur-
inn á bak við mikinn viljakraft og
hvaða aðferðum beita heimsþekktir
íþróttamenn við að beisla sinn innri
kraft. Kenndar verða einfaldar að-
ferðir til að beisla innra afl okkar.
Þær felast m.a. í hugleiðslu og ein-
beitingu en einnig verður lögð
Ungir sósíal-
istar styðja
Sleipni
UNGIR sósíalistar hafa sent frá
sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa
yfir stuðningi við verkfallsbaráttu
félaga Bifreiðastjórafélagsins
Sleipnis.
í yfirlýsingunni segir: „Atvinnu-
rekendur reyna í auknum mæli
verkfallsbrot og véfengja síðan
verkfallsrétt fólks fyrir dómstólum.
Þegar þeir reyna á þennan hátt að
skerða rétt manna til að fara í
verkfall til að verja lífskjör sín,
eins og gerðist í verkfalli loðnu-
bræðslu fyrir austan og gerist nú í
máli Sleipnismanna, er nauðsyn-
legt fyrir verkafólk að standa sam-
an um þann rétt því þessi mál
snerta verkalýðsstéttina alla.“
I ályktuninni hvetja ungir sósíal-
istar til samstöðu með Sleipnis-
mönnum.
áhersla á gildi íþrótta og tónlistar í
þessu sambandi.“
Kynningarnámskeiðin fara fram
dagana 15., 16. og 18. júní í Tón-
skóla Sigursveins, Hraunbergi 2
(við hliðina á Gerðubergi): Fimmtu-
dag: 20 - 22, föstudag: 20 - 22,
sunnudag: 10-12 og 15 - 17. Það
nægir að mæta á eitt af ofantöldum
námskeiðum en síðan verður boðið
upp á ókeypis framhaldsnámskeið
vikuna á eftir.
Aðgangur er ókeypis að öllum
námskeiðunum. Námskeiðin eru á
vegum Sri Chinmoy miðstöðvarinn-
ar.
Kynningarnámskeið í jóga
MTDGE45
3,75 hp B&S bensínmótor. Sláltubreidd
45 sm. 80 lítra safnkassi.
Flymo L47
Létt loftpúðavél. Atvinnutæki tyrir brekkur, stórar lóðir og
erfiðar aðstæður. ______________
4hptvígengismótor. H'ii■ fffilKM.'TkB
Husqvarna Rider R16H
Öllugt og vandað atvinnutæki. Liðstýrður
sláttutraktor með 15,5 hp B&S mótor.
Vökvaskiptur með 97 sm sláttubreidd.
MTD MT J115
Sláttutraktor með 11,5 hp B&S mótor. Fimm gíra
með 76 sm sláttubreidd og grassafnara.
MTD bensfnvél
3.5 hp bensínmótor.
Sláttubreidd 51 sm.
Stál sláttudekk. jse
SU 0DYRASTA A
MARKAÐNUM!
©Husqvarna