Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 61 ^
í sendiráði fslands í Washington. Sveinn Björnsson sendifulltrúi og kona
hans túku á móti íslenska hópnum í fjarveru Jóns Baldvins Hannibals-
sonar sendiherra.
Keppnislið íslands f.v. Sigríður Hrefna, Heiðar Ásberg og Atli Már.
Myndin er tekin fyrir sfðustu keppnina gegn Grikklandi.
(a.m.k. að okkar mati) að miklu leyti
um skilyrði upplýsts samþykkis til
þátttöku í vísindarannsóknum og
stærsti hluti okkar greinargerða fór í
umfjöllun um þann þátt. Það kom
okkur því verulega á óvart að sum
liðin minntust varla á slíkt upplýst
samþykki í sínum greinargerðum en
lögðu mikla áherslu á önnur atriði
sem okkur fundust vera lítillar at-
hygli verð. T.d. fjallaði eitt liðanna
frá Bandaríkjunum nánast eingöngu
um einkaleyfi í sinni greinargerð en
minntist ekki á upplýst samþykki.
Ekki vitum við enn hvernig þeir náðu
að tengja einkaleyfi við málið, en lið-
ið komst a.m.k. ekki áfram! Þetta
sýnir vel hversu ólíkar áherslur eru
milli landa og það var mjög skemmti-
legt og lærdómsríkt að sjá og heyra
önnur sjónarmið. Áherslur liðanna
skiptu hins vegar ekki öllu máli þeg-
ar í málflutninginn var komið enda
var ekki dæmt um efni málsins held-
ur um málflutninginn sem slíkan.
Samkvæmt reglum Jessup mega
lið ekki fá mikla aðstoð við að skrifa
greinargerðirnar. Aðstoðin er tak-
mörkuð við fræðilega ráðgjöf og
heimildaöflun, en samning greinar-
gerða er hins vegar alfarið í höndum
keppenda. Það er tekið mjög hart á
brotum á þessari reglu enda var einu
liði vikið úr keppni vegna „of mikillar
utanaðkomandi aðstoðar.“ Það eru
einnig settar íram strangar for-
mkröfur og fá lið refsistig íyrir brot
á þeim. Á upplýsingafundi sem hald-
inn var daginn áður en keppni hófst
var liðum tilkynnt um refsistig vegna
greinargerða, en stigaskorið sjálft er
ekki gefið upp fyrr en að keppni lok-
inni til að auka spennuna. Það er
mikilvægt að fylgja ströngum for-
mkröfum Jessup því refsistig geta
skipt mjög miklu máli. í undanúrslit-
unum þurftu dómaramir að athuga
sérstaklega hvort heimilt væri að
dæma jafntefli þar sem stigin voru
hnífjöfn. í slíkri stöðu getur eitt
refsistig verið dýrkeypt.
Flutt á ensku
Keppendur standa vissulega ekki
jafnfætis þegar kemur að tungumáh
keppninnar, sem er enska. Þrátt fyr-
ir það forskot sem enskumælandi
löndin hafa óumdeilanlega þá hafa
önnur lönd staðið sig mjög vel í Jess-
up eins og sést á þvi hvaða lönd hafa
sigrað keppnina. I ár var það reynd-
ar enskumælandi lið frá lagaskólan-
um í Melbourne í Ástralíu sem sigr-
aði lið frá Venezúela í úrslitum.
Vissulega verða keppendur að vera
vel talandi á ensku til að geta flutt
málið og svarað spurningum dóm-
ara, en hins vegar þá era margir
dómaranna ekki með ensku að móð-
urmáli og eiga því jafnvel erfiðara
með að skilja hraðmæltan Skota
heldur en hægfara íslending. Það er
því ekki í öllum skilningi betra að
geta talað sitt móðurmál þar sem
mönnum hættir þá til að tala of hratt
og verða óskýrir.
Málflutningurinn
Daginn fyrir fyrstu keppnina
fengum við í hendur greinargerðir
þeirra liða sem við áttum að keppa
við. Þá fyrst sáum við hvaða áherslur
hin liðin höfðu og gátum hagað okkar
málflutningi eftir því. Hins vegar var
ekki mikið svigrúm til breytinga á
ræðum vegna þess að við höfðum að-
eins 45 mínútur til málflutnings og
urðum að nýta tímann til að koma
okkar sjónarmiðum á framfæri auk
þess að svara rökum hinna. Við
skiptum tímanum þannig að tveir
keppendur fluttu hvor um sig u.þ.b.
20 mínútna ræðu í fyrri umferð, en 5
mínútur vora geymdar til andsvara í
seinni umferð. Við höfðum hagað
undirbúningi með þeim hætti að við
voram með tilbúnar ræður sem við
kunnum mjög vel. Okkur hafði verið
sagt að vera búin undir spumingar
dómara og við geymdum því nokkrar
mínútur til þess og töldum það duga.
Hins vegar hefði fátt getað búið okk-
ur undir þær yfirheyrslur sem við
fengum þegar í sjálfan málflutning-
inn var komið. Það er varla hægt að
segja að við höfum nokkum tímann
komist í að flytja sjálfar ræðurnar
þar sem við voram spurð um leið og
við höfðum kynnt okkur og eftir það
var málflutningurinn meira eins og
munnlegt próf, samtal milli málflytj-
anda og dómara. Þetta kom mjög á
óvart en hefði kannski ekki þurft að
gera það. Jessup er keppni í mál-
flutningi, ekki ræðukeppni. Það geta
allir lært ræðu utanbókar en í mál-
flutningi skiptir mestu að þekkja og
skilja málið vel en ekki síður að geta
útskýrt það fyrir dómurunum. Dóm-
ararnir vora mjög virkir að spyija og
í raun ekkert líkir dómuram við Al-
þjóðadómstólinn í Haag (sem era
eins og „cold fishes“ eins og einn
dómarinn orðaði það). Þrátt fyrir að
dómararnir gengju hart fram með
spumingum og sumar spurninganna
hefðu lítil tengsl við málið, þá vora
þeir almennt nokkuð sanngjarnir.
Fjórar keppnir
Við kepptum fjóram sinnum,
tvisvar í sókn og tvisvar vörn. Mánu-
daginn 3. apríl kepptum við fyrst við
Kanada um morguninn og síðan við
Rúmeníu seinni partinn. Þetta var
erfiður en jafnframt skemmtilegur
dagur. Spumingar dómaranna byij-
uðu strax eftir 30 sekúndur og þær
hættu ekki fyrr en tíminn var úti. Við
lærðum mikið á þessum tveimur
keppnum og notuðum því vel næsta
dag, sem var frídagur, til undirbún-
ings fyrir síðari keppnisdaginn. ^
Ræðurnar breyttust mikið eftir fyrri
daginn og við æfðum okkur að svara
erfiðum og ágengum spumingum
dómaranna. Miðvikudaginn 5. apríl
kepptum við síðan við Suður-Kóreu
og Grikkland. Gengu þær keppnir
mun betur fyrir sig en þær fyrri,
enda við orðin æfðari og öraggari og
betur að okkur en áður. Þegar síð-
ustu keppninni lauk, lá það fyrir að
bíða eftir tilkynningu um þau 16 lið
sem komust í úrslitin. Þangað kom-
umst við ekki að þessu sinni en eram
sátt við okkar hlut og staðráðin í því
að hjálpa til að ári og koma Leifi Eir-
íkssyni á toppinn, þar sem hann á
heima.
Að lokum
Lögfræði er ekki bara keppni í
heppni, eins og einhver sagði, heldur
þarf að leggja á sig mikla vinnu til að
taka þátt í og ná árangri í keppni sem
þessari. Þeir sem fóra út fyrir hönd
Islands að þessu sinni lögðu á sig
mikla vinnu en það voru hins vegar
margir sem komu að undirbúningi
keppninnar og aðstoðuðu okkur við
að komast út og gera eins vel og
mögulegt var. Við viljum því þakka
öllum þeim komu að undirbúningi
fyrir keppnina með einum eða öðram
hætti. Sérstaklega viljum við þakka
Ragnari Tómasi fyrir góða leiðsögn v
og frábæra aðstoð bæði úti í Banda-
ríkjunum og heima á íslandi. Einnig
viljum við þakka Edwin Brown fyrir
veitta aðstoð. Edwin á í fyrsta lagi
heiðurinn af því að koma íslenskum
laganemum í kynni við Jessup
keppnina og einnig var aðstoð hans
við undirbúninginn ómetanleg. Að
síðustu vUjum við þakka öllum þeim
fyrirtækjum og opinbera aðilum sem
styrktu forina vestur um haf, Leifur
Eiríksson og við sem fóram út undir
nafni hans, eram þeim mjög þakklát. .
--—--
c
Samskiptl á hraða Ijóssins
Skiptu með einu símtali.
17. og 18. júní kostar
aðeins 11,90 kr.
að hringja til útlanda.
/
■a p
W':
rm
Þú skráir þig hjá okkur í einu símtali og eftir það hringir þú í 00 til útlanda eins og áður - en á lægra verði. Skráðu þig í sírrta 594 4000 eða á islandssimi.is.