Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Asbest í bandarískum vaxlitum Ekki ástæða til að innkalla vaxlitina Vaxlitir rata gjarnan upp í munn bama. Morgunblaðið/Ásdís Finnskar anda- ASBEST fannst í þremur vaxlitum tveggja vaxlitategunda í rannsókn sem gerð var á vegum Bandarísku neytendavemdarstofnunarinnar. Magn þess er þó svo lítið að það er vísindalega ómarktækt, að því er segir í fréttatilkynningu frá stofn- uninni. Ekki þykir ástæða til að innkalla litina þar eð litlar sem engar líkur eru á að barn verði fyr- ir mengun af þeirra völdum. Rannsóknin var gerð í kjölfar annarrar rannsóknar sem Seattle Post-Intelligencer í Seattle í Bandaríkjunum lét gera í lok maí. Þá voru átta vaxlitategundir at- hugaðar og reyndust vaxlitir í þremur þeirra innihalda asbest. Talið er líklegast að asbestið hafí borist í litina með menguðu tal- kúmi, sem notað er í litina til að styrkja þá. Asbest-þræðir fundust í Cray- ola-vaxlitum, sem em m.a. til sölu hér á landi, og í Prang-vaxlitum. Forstjóri fyrirtækisins, sem Crayola fékk til að athuga hvort litimir þeirra innihéldu asbest, hefur viðurkennt eiðsvarinn að hafa unnið fyrir asbest-framleið- endur og þegið fyrir það háar fjár- hæðir. Niðurstöður fyrstu rannsóknar- innar, sem Seattle Post-Intellig- encer lét gera, komu flatt upp á framleiðendur litanna. Segir tals- maður fyrirtækisins sem framleið- ir Crayola-litina að hafin sé rann- sókn á málinu innan fyrirtækisins, og beinist hún sérstaklega að tal- kúminu. Málið sé litið alvarlegum augum enda skipti það höfuðmáli að viðskiptavinir fyrirtækisins geti verið öraggir um gæði litanna. Talsmaður framleiðanda Prang-lit- anna, sem einnig reyndust asbest- mengaðir, segir fyrirtækið greiða háar fjárhæðir til að tryggja ör- yggi litanna og að öryggisstöðlum sé fylgt í hvívetna. Hins vegar hafa framleiðendur viðurkennt að hing- að til hafí það ekki verið athugað sérstaklega hvort asbest væri í vaxlitum enda hafa þeir ekki átt von á að svo væri. Litlar líkur á að börn verði fyrir mengun Litlar líkur era sagðar á því að börn verði fyrir asbestmengun þegar þau lita með menguðum lit. Engar asbest-trefjar fundust í andrúmsloftinu eftir að bam hafði litað af kappi með asbestmenguð- um lit í hálfa klukkustund. Líkur á að barn verði fyrir mengun m.þ.a. borða litinn era einnig litlar þar eð asbest-trefjamar eru steyptar í vax og liturinn fer ómeltur í gegn- um meltingarveginn. Eigi að síður er það niðurstaða neytendavemd- arstofnunarinnar að hvorki asbest- þræðir né aðrir þræðir af óþekkt- um uppruna, sem fundust einnig í litunum, skuli vera í vaxlitum fyrir börn. Því hefur verið farið fram á það við viðkomandi framleiðendur að þeir noti ekki asbest-mengað hi'áefni í litina. „Sérstakrar varúðar verður að gæta þegar börn eiga í hlut,“ segir Ann Brown, stjórnarformaður neytendaverndarstofnunarinnar. „Líkurnar á að barn verði fyrir mengun era litlar en við megum ekki hundsa áhyggjur fólks vegna þessa,“ segir hún. N eytendavemdarsamtökin fengu tvær rannsóknarstofur, aðra á vegum bandaríska ríkisins og hina einkarekna, til að rannsaka litina og vora niðurstöður þeirra samhljóðandi. Asbest er skaðlegt heilsu manna. Sönnur hafa t.d. verið færðar fyrir því að það veldur krabbameini í lungum jafnvel ára- tugum eftir að fólk andar því að sér. Bannað er að flytja asbest inn til landsins. •Tenglar: http://www.greenin- fo.dk/ugenyt/ugenyt.htm. http://www.seattlep-i.com/nat- ional/fisc30.shtml. http://www.nettavisen.no/innen- riks/105098.html. http://www.cpsc.gov. bringur NÓATÚN hefur hafíð innflutning á beinlausum andabringum frá Finn- landi. „Þessi innflutningur er í sam- ræmi við samning Islands við GATT og er gerður í nánu samstarfi og undir eftirliti embættis yfirdýra- læknis," segir Jón Þorsteinn Jóns- son, markaðsstjóri Nóatúns. Að sögn Jóns er um að ræða 2.000 kg af andakjöti á 1.699 kr. kílóið. „Þess má geta að íslenskar and- abrmgur kosta um 3.400 kr. kílóið og hér er því kjörið tækifæri fyrir sæl- kera að ná sér í veislumat á nánast hálfvirði.“ Nýtt Orku- drykkur KOMINN er á markað orku- drykkurinn Battery. I fréttatilkynn- ingu frá Sól- Víking segir að drykkurinn innihaldi taur- ine, koffín, gu- arana, súkrósa, maltósa og sykur. Þar seg- ir janframt að fyrst í stað veiti koffínið örvun en þegar áhrif þess og súkrósa dvíni taki langvir- kir orkugjafar við. Battery-orku- drykkurinn fæst m.a. í matvöru- búðum, söluturnum og á bensínstöðvum. IVÍLDARSTÓLAR Gjöfsem varir. DYNUR £gagn aversjv. Vlö Btyðjum vlð baklð á þárl NYGIFT Llfið er clásamlcgt þegar okkur líöur vel! BRUÐKAUP 2000 Lyktarlaus HVÍTLAUKS- HYLKI 100 stk. Lyktarlaus hvítlaukshylki á góðu verði Éh náttúrulegal eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi Spurt og svarað Blómatími grasmídils er um þessar mundir. Hvernig á að fjarlægja hann? „Við ráðleggjum fólki að gera góða rönd meðfram húsi sínu og setja í hana möl,“ seg- ir Magnús Stefánsson, deild- arstjóri Garðheima. „Mjög gott er einnig að setja mjóa rönd af kalki alveg upp við húsið. Auk þess er gott að úða efninu Basudin, sem fæst hér í Garðheimum, alveg upp á húsvegginn og eins örlítið út í grasið. Basudin eyðileggur hvorki gras né málningu held- ur einfaldlega drepur mídil- inn,“ segir Magnús. Að sögn Magnúsar er þetta aðaltímabilið sem mídillinn gerir vart við sig og að tíma- bilið standi alveg út mánuð- inn. „Mídillinn kemur úr grasi og er mjög hvimleiður. Hann fer oft inn í hús og því þarf fólk að vera duglegt þegar hann kemur inn um glugga- kistuna að ryksuga hann burt eða nota blómaúða.“ STOR HUMAR r Glæný laxaflök 790 kr. kg. Vestfirskur harðfiskur Stórlúða - Skötuselur - Stórar rækjur Fiskbúðin Vör Sf™ - Gæðanna vegna -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.