Morgunblaðið - 15.06.2000, Síða 13

Morgunblaðið - 15.06.2000, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 1 3 FOLK Doktor í plasma- eðlisfræði • AÐALBJÖRN Þórólfsson varði doktorsritgerð sína 19. apríl sl. við Université Pierre et Marie Curie, París. Ritgerðin ber titilinn „Réponses transitoires de la con- vection ionosphérique dans le secteur jour aux stimuli du milieu interplanétaire" og fjallar um áhrif sólvindsins á skammvinnar breyt- ingar í jónahvolfi jarðarinnar. Sólvindurinn myndast við það að sólin sendir stöðugt frá sér hlaðnar agnir (jónir) sem bera með sér seg- ulsvið sólarinnar. Hann umlykur eíri loftlög jarðarinnar í 60.000 til 600.000 km hæð og þrátt fyrir mikla fjarlægð hafa breytingar á honum (s.s. á þrýstingi eða á stefnu segul- sviðsins) áhrif á nánasta um- hverfijarð- arinnar. Helstu sýnilegu áhrifin eruí jónahvolf- inu (í 100 til 500 km hæð), því að við miklar breytingar á sólvindinum styrkjast norðurljósin sem mynda kraga utan um segulpól jarðar. Önn- ur áhrif breytinganna eru þau að agnaflæði í jónahvolftnu breytist, bæði á víðtækum kvarða (þúsundir km) og staðbundnum (hundruð km). í ritgerðinni er aðallega stuðst við mælingar á agnaflæði í jónahvolfinu er gerðar voru með ratsjám sem staðsettar eru við Stokkseyri og í Þykkvabænum en einnig eru notað- ar norðurljósamælingar yfir Sval- barða. I fyrri hluta ritgerðarinnar er fjallað um samanburð á ljósmæling- um yfir Svalbarða um hádegisbil og mælingum á agnaflæði í jónahvolf- inu á sama svæði. Samanburðurinn sýnir að sterk norðurljós eru tengd staðbundnum breytingum á flæði jónahvolfsins. Þessi tengsl skýrast af rafstraumakerfi því sem myndast þegar segultenging milli segulsviðs sólvindsins og jarðarinnar er mögu- leg (segulsviðin tvö þurfa að vera andsamsíða). í seinni hluta ritgerð- arinnar er fjallað um áhrif þrýst- ingsbreytinga í sólvindinum á víð- tækt flæði í jónahvolfinu. Sýnt er fram á að þessar breytingar kynda tímabundið undir háhraðaagnaflæði í norðurljósakraganum sem tengist margslungnu rafstraumakerfi milli efstu loftlaga jarðarinnar og jóna- hvolfsins. Ahrifa þessara breytinga gætir einnig í segulsviðinu um allt yfirborð jarðarinnar. Leiðbeinandi Aðalbjarnar var Jean-Claude Ceris- ier, prófessor við Université Pierre et Marie Curie. Aðalbjöm Þórólfsson fæddist í Reykjavik 3. október 1969 og er son- ur hjónanna Þórólfs Ólafssonar tannlæknis og Sigrúnar Aðal- bjarnardóttur prófessors við Há- skóla Islands. Hann lauk stúdent- sprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1989 og B. Sc. prófi í eðlisfræði og B. Sc. prófi í stærð- fræði frá Háskóla íslands árið 1994. Hann hóf framhaldsnám við Uni- versité Pierre et Marie Curie árið 1994, lauk þaðan meistaraprófi ári síðar og DEA-námi árið 1996. Sam- býliskona Aðalbjarnar er Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir sem starfar við internet- og fræðslumál og eiga þau eina dóttur, Auði Tinnu. Doktor í vís- inda- og tæknifræðum • ODDFRÍÐUR Halla Þorsteins- dóttir varði 22. maí 1998 doktorsrit- gerð í vísinda- og tæknifræðum frá SPRU stofnuninni (Science and Technology Policy Research) við há- skólann í Sussex, Bretlandi. SPRU er leiðandi á sviði rannsókna tengd- um stefnumótun í vísinda- og tækni- málum. Ritgerðin nefnist “Islands Reaching Out? Outside Research Collaboration in Small Science Syst- ems.“ Hún fjallar um alþjóðlegt rannsóknasamstarf vísindamanna í fámennum vísindasamfélögum við samstarfsaðila í stærri löndum. Gerður er samanburður annars vegar á samstarfi vísindamanna frá íslandi við önnur lönd, og hinsvegar á samstarfi vísindamanna frá Ný- fundnalandi í Kanada við önnur lönd. Niðurstöðumai' sýna að al- þjóðlegt rannsóknasamstarf er mjög umfangsmikið bæði á íslandi og á Nýfundnalandi. Að hluta til má skýra það með mikilli eftirspurn vís- indamanna í stærri löndum eftir þeim rannsóknaefnivið sem til stað- ar er í þessum fámennu vísinda- samfélögum. Niðurstöður verkefnis- ins sýndu að oft á tíðum var samspil mismunandi ástæðna að rannsókna- samstarfi, að vísindamenn þessara fámennu samfélaga gátu nýtt sér eftirspurnina eftir rannsóknaefnivið og komið ár sinni betur fyrir borð í samstarfi við erlenda aðila en ella. Leiðbeinendur Oddfríðar Höllu vora Ben R. Martin prófessor og forstöðumaður SPRU og Diana Hicks fymim lektor við háskólann í Sussex en núverandi sérfræðingur við CHI Research Inc. í Banda- ríkjunum. Andmælehdur við doktorsvömina vora Margaret Sharp frá Sussex háskóla og Terttu Luukkonen frá VTT Group of Technology Studies í Finlandi. Niðurstöður rannsóknar Oddfríð- ar Höllu hafa verið kynntar á ráð- stefnum í Evrópu og Norður- Amer- íku sem og í alþjóðlegum fræðiritum. Til verkefnisins hlaut Oddfríður Halla styrki frá The Brit- ish Council, Soroptimist Interna- tional, Vísindasjóði, Vísindasjóði Atlantshafsbandalagsins, Sáttmála- sjóði Háskóla íslands og Félagi Há- skólakvenna. Oddfríður Halla lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1977, BA prófi í sálarfræði frá Háskóla íslands 1982, MA prófi í félagssálarfæði frá Carleton háskóla í Ottawa Kanada 1984 og MA prófi í alþjóðlegum málefnum frá Carleton háskóla 1988. Hún starfar sem sér- fræðingur í rannsóknum tengdum stefnumótun í nýsköpunarmálum fyrir fylkisstjórn Ontario í Toronto, Kanada. Oddfríður Halla er dóttir Unnar Fjólu Jóhannesdóttur og Þorsteins Þorgeirssonar en þau era bæði lát- in. Eiginmaður hennar er Christ- opher Evans efnafræðingur og eiga þau tvö börn, Unni Fjólu og Þor- stein Patrick. Sameiginlegur útsölumarkaður REYKJAVÍK UTILIF GLÆSIBÆ Sími 545 1500 • www.utilif.is ENGÍABÖRNÍN er í fullum gangi Frábærar vörur með miklum afslætti Nýtt kortatímabil SKIPAPLOTUR - INNRETTINGAR PLÖTUR í LESTAR , |^ \ SERVANT PLÖTUR ^PeíÍ ÞP &CO SALERNISH0LF BAÐÞIUUR ELDSHÚSBORÐPLÖTUR Á LAGER-N0RSK HÁGÆÐAVARA Þ.ÞORGRfMSSON & CO ÁRMÚLA29 S: 553 8640 & 568 6100 Útsölumarkaðurinn er í Síðumúla 32 (áður Gallerí Borg) Markaðurinn verður til 2. júlí og er opinn virka daga frá kl. 12-18 og laugardaga frá kl. 10-16.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.