Morgunblaðið - 15.06.2000, Page 13

Morgunblaðið - 15.06.2000, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 1 3 FOLK Doktor í plasma- eðlisfræði • AÐALBJÖRN Þórólfsson varði doktorsritgerð sína 19. apríl sl. við Université Pierre et Marie Curie, París. Ritgerðin ber titilinn „Réponses transitoires de la con- vection ionosphérique dans le secteur jour aux stimuli du milieu interplanétaire" og fjallar um áhrif sólvindsins á skammvinnar breyt- ingar í jónahvolfi jarðarinnar. Sólvindurinn myndast við það að sólin sendir stöðugt frá sér hlaðnar agnir (jónir) sem bera með sér seg- ulsvið sólarinnar. Hann umlykur eíri loftlög jarðarinnar í 60.000 til 600.000 km hæð og þrátt fyrir mikla fjarlægð hafa breytingar á honum (s.s. á þrýstingi eða á stefnu segul- sviðsins) áhrif á nánasta um- hverfijarð- arinnar. Helstu sýnilegu áhrifin eruí jónahvolf- inu (í 100 til 500 km hæð), því að við miklar breytingar á sólvindinum styrkjast norðurljósin sem mynda kraga utan um segulpól jarðar. Önn- ur áhrif breytinganna eru þau að agnaflæði í jónahvolftnu breytist, bæði á víðtækum kvarða (þúsundir km) og staðbundnum (hundruð km). í ritgerðinni er aðallega stuðst við mælingar á agnaflæði í jónahvolfinu er gerðar voru með ratsjám sem staðsettar eru við Stokkseyri og í Þykkvabænum en einnig eru notað- ar norðurljósamælingar yfir Sval- barða. I fyrri hluta ritgerðarinnar er fjallað um samanburð á ljósmæling- um yfir Svalbarða um hádegisbil og mælingum á agnaflæði í jónahvolf- inu á sama svæði. Samanburðurinn sýnir að sterk norðurljós eru tengd staðbundnum breytingum á flæði jónahvolfsins. Þessi tengsl skýrast af rafstraumakerfi því sem myndast þegar segultenging milli segulsviðs sólvindsins og jarðarinnar er mögu- leg (segulsviðin tvö þurfa að vera andsamsíða). í seinni hluta ritgerð- arinnar er fjallað um áhrif þrýst- ingsbreytinga í sólvindinum á víð- tækt flæði í jónahvolfinu. Sýnt er fram á að þessar breytingar kynda tímabundið undir háhraðaagnaflæði í norðurljósakraganum sem tengist margslungnu rafstraumakerfi milli efstu loftlaga jarðarinnar og jóna- hvolfsins. Ahrifa þessara breytinga gætir einnig í segulsviðinu um allt yfirborð jarðarinnar. Leiðbeinandi Aðalbjarnar var Jean-Claude Ceris- ier, prófessor við Université Pierre et Marie Curie. Aðalbjöm Þórólfsson fæddist í Reykjavik 3. október 1969 og er son- ur hjónanna Þórólfs Ólafssonar tannlæknis og Sigrúnar Aðal- bjarnardóttur prófessors við Há- skóla Islands. Hann lauk stúdent- sprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1989 og B. Sc. prófi í eðlisfræði og B. Sc. prófi í stærð- fræði frá Háskóla íslands árið 1994. Hann hóf framhaldsnám við Uni- versité Pierre et Marie Curie árið 1994, lauk þaðan meistaraprófi ári síðar og DEA-námi árið 1996. Sam- býliskona Aðalbjarnar er Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir sem starfar við internet- og fræðslumál og eiga þau eina dóttur, Auði Tinnu. Doktor í vís- inda- og tæknifræðum • ODDFRÍÐUR Halla Þorsteins- dóttir varði 22. maí 1998 doktorsrit- gerð í vísinda- og tæknifræðum frá SPRU stofnuninni (Science and Technology Policy Research) við há- skólann í Sussex, Bretlandi. SPRU er leiðandi á sviði rannsókna tengd- um stefnumótun í vísinda- og tækni- málum. Ritgerðin nefnist “Islands Reaching Out? Outside Research Collaboration in Small Science Syst- ems.“ Hún fjallar um alþjóðlegt rannsóknasamstarf vísindamanna í fámennum vísindasamfélögum við samstarfsaðila í stærri löndum. Gerður er samanburður annars vegar á samstarfi vísindamanna frá íslandi við önnur lönd, og hinsvegar á samstarfi vísindamanna frá Ný- fundnalandi í Kanada við önnur lönd. Niðurstöðumai' sýna að al- þjóðlegt rannsóknasamstarf er mjög umfangsmikið bæði á íslandi og á Nýfundnalandi. Að hluta til má skýra það með mikilli eftirspurn vís- indamanna í stærri löndum eftir þeim rannsóknaefnivið sem til stað- ar er í þessum fámennu vísinda- samfélögum. Niðurstöður verkefnis- ins sýndu að oft á tíðum var samspil mismunandi ástæðna að rannsókna- samstarfi, að vísindamenn þessara fámennu samfélaga gátu nýtt sér eftirspurnina eftir rannsóknaefnivið og komið ár sinni betur fyrir borð í samstarfi við erlenda aðila en ella. Leiðbeinendur Oddfríðar Höllu vora Ben R. Martin prófessor og forstöðumaður SPRU og Diana Hicks fymim lektor við háskólann í Sussex en núverandi sérfræðingur við CHI Research Inc. í Banda- ríkjunum. Andmælehdur við doktorsvömina vora Margaret Sharp frá Sussex háskóla og Terttu Luukkonen frá VTT Group of Technology Studies í Finlandi. Niðurstöður rannsóknar Oddfríð- ar Höllu hafa verið kynntar á ráð- stefnum í Evrópu og Norður- Amer- íku sem og í alþjóðlegum fræðiritum. Til verkefnisins hlaut Oddfríður Halla styrki frá The Brit- ish Council, Soroptimist Interna- tional, Vísindasjóði, Vísindasjóði Atlantshafsbandalagsins, Sáttmála- sjóði Háskóla íslands og Félagi Há- skólakvenna. Oddfríður Halla lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1977, BA prófi í sálarfræði frá Háskóla íslands 1982, MA prófi í félagssálarfæði frá Carleton háskóla í Ottawa Kanada 1984 og MA prófi í alþjóðlegum málefnum frá Carleton háskóla 1988. Hún starfar sem sér- fræðingur í rannsóknum tengdum stefnumótun í nýsköpunarmálum fyrir fylkisstjórn Ontario í Toronto, Kanada. Oddfríður Halla er dóttir Unnar Fjólu Jóhannesdóttur og Þorsteins Þorgeirssonar en þau era bæði lát- in. Eiginmaður hennar er Christ- opher Evans efnafræðingur og eiga þau tvö börn, Unni Fjólu og Þor- stein Patrick. Sameiginlegur útsölumarkaður REYKJAVÍK UTILIF GLÆSIBÆ Sími 545 1500 • www.utilif.is ENGÍABÖRNÍN er í fullum gangi Frábærar vörur með miklum afslætti Nýtt kortatímabil SKIPAPLOTUR - INNRETTINGAR PLÖTUR í LESTAR , |^ \ SERVANT PLÖTUR ^PeíÍ ÞP &CO SALERNISH0LF BAÐÞIUUR ELDSHÚSBORÐPLÖTUR Á LAGER-N0RSK HÁGÆÐAVARA Þ.ÞORGRfMSSON & CO ÁRMÚLA29 S: 553 8640 & 568 6100 Útsölumarkaðurinn er í Síðumúla 32 (áður Gallerí Borg) Markaðurinn verður til 2. júlí og er opinn virka daga frá kl. 12-18 og laugardaga frá kl. 10-16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.