Morgunblaðið - 15.06.2000, Side 18

Morgunblaðið - 15.06.2000, Side 18
18 FIMMTUDAGUR15. JIJNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Þátttakendur á tölvunámskeiði með fyrstu tölvuökuskírteinin. Tölvuökuskírteini af- hent á Austurlandi Egilsstöðum - Á Vopnafirði voru útskrifaðir tíu einstaklingar af 40 klst. stöðluðu tölvunámskeiði í upplýsingatækni og tölvuvinnslu og fengu afhent svokallað tölvu- ökuskírteini. Námskeiðið var sam- starfsverkefni Fræðslunets Aust- urlands og Vopnafjarðarhrepps en þátttakendur voru bæði frá Vopna- firði og Bakkafirði. Tölvuökuskírteini er afhent eft- ir að fólk hefur lokið ákveðnum áföngum í tölvunámi en það eru áfangar sem eru staðlaðir eða samræmdir stöðlum frá Evrópu- sambandinu. Það er Skýrslutæknifélag ís- lands sem hefur unnið að þessu verkefni og vísar tölvuöku- skírteinið á ákveðna þekkingu þátttakenda sem er jafngild hvar sem er í Evrópu. Námskeið þessi eru að fara af stað hér á íslandi en alls munu níu skólar eða prófstöðvar fara yfir próf og kunnáttu þátttakenda og er Spyrnir ehf. á Egilsstöðum ein af þeim og sá um kennslu á þessu námskeiði og yfirfór próf þátttak- enda. Gamlir herbílar í endurnýjun lífdaga Geitagerði - Liðin er sú tíð að þyki fréttnæmt að bflar séu á ferðinni, og það á sólskinsdegi. Hér á dögunum voru þó á ferð bílar tveir sem vöktu svo athygli fréttaritara að hann sá ástæðu til að grípa til myndavélarinnar. Þetta voru herbflar frá stríðsárunum sem hafa ver- ið gerðir þannig upp að eru sem nýir, sannkallaðir glæsivagnar, enda liggur þar að baki gríðarlega mikil vinna tveggja hagleiks- manna, þeirra Guðmars Ragnarssonar, Hóli í Hjaltastaðaþinghá, og Sig- urðar Jónssonar, Lagar- fossvirkjun. Hver hlutur var tekinn í smátt og gerður sem nýr aftur, allt niður í smæstu skrúfur og rær. Átta ár eru síðan Sigurð- ur byrjaði á sínum bíl, Chevrolet árgerð 1942, en Guðmund- ur fékk sinn í hendur 1996, GMC ár- gerð 1943. Chevrolettinn á sér langa sögu á íslandi. Hann kom með bandaríska setuliðinu og við brottför þess keypti hann Sigvaldi Torfason á Hákonar- stöðum á Jökuldal af Sölunefnd setu- liðseigna og fékk hann skráningar- númerið S 47, sem hann ber enn. Mun Bergur Lárusson á Kirkjubæj- arklaustri, sem var fyrir sölunefnd- inni, hafa valið þennan bfl sérstak- lega fyrir Sigvalda og mælt mjög með honum enda reyndist bfllinn vel. Á þessum árum hlutu flestir bflar nafn og svo gerði þessi. Var hann kallaður „Járnbfllinn" til aðgreining- ar frá öðrum sem fyrir var og kennd- ur var við tré. Árið 1958 keypti bflinn Aðalbjöm Kerúlf á Amheiðarstöðum í Fljótsdal. Á báðum stöðum þjónaði „Jámbfllinn" við margvísleg búverk en auk þess var hann mikið notaður til flutninga um langa og illa vegi og vegleysur. Margir munu líka minnast ferða sinna á palli „Jámbflsins" til kirkju og annarra mannamóta á þessum árum, en hann var mikið not- aður tii mannflutninga. Á meðan Chevrolettinn þjarkaði á íslenskri grund var skyldmenni hans, GMC, að slíta sér út í N oregi við svip- uð kjör, ef að líkum lætur, og hefði trúlega endað ævina þar ef Guðmar hefði ekki haft spurnir af honum. Af myndinni að dæma er ekld annað að sjá en fari vel á með þeim, „Jámbfln- um“ og frænda hans frá Noregi. Morgunblaðið/GuttormurV. Þormar Herbílarnir tveir ásamt velgjörðarmönn- um sínum, Sigurði Jónssyni og Guðmari Ragnarssyni. ELLINGSEN ÓíWtí/éKjafðl 2 I Méytyavffi I mimmt) i lernmtlSM I www.«fllrKi«Mfl9 I Meistaraflugur Flugu-, kast- Ertu veiðimaður? Búnaðurinn og reynslan eru í Ellingsen Opið alla virka daga frá kl. 8:00-18:00 og laugardaga frá kl. 10:00-16:00. - Næg bílastæði -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.