Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 43
PtagtniHjifeifr
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
VERÐBÓLGAN
TIMABILINU frá apríl 1999
til apríl 2000 var verðbólgan á
EES-svæðinu 1,7% að meðal-
tali. A þessu sama tímabili var verð-
bólgan í helztu viðskiptalöndum okk-
ar um 2% en á íslandi var hún 5,1%. Á
síðustu 12 mánuðum hefur vísitala
neyzluverðs hækkað um 5,5% og síð-
ustu þrjá mánuði jafngildir hækkun
vísitölu neyzluverðs um 5,6% verð-
bólgu. Ýmislegt bendir því miður til
þess, að verðbólguaukningin sé að
festast á þessu stigi.
Hækkun benzínverðs á mikinn þátt
í þessari miklu hækkun vísitölunnar,
en því má ekki gleyma, að benzín
hækkar líka í öðrum löndum. Hækkun
markaðsverðs á húsnæði hefur líka
áhrif til hækkunar á vísitölu neyzlu-
verðs en hækkandi markaðsverð á
húsnæði endurspeglar augljóslega þá
þenslu sem er í efnahagslífi okkar.
Mánuð eftir mánuð hefur almenn-
ingur búizt við því, að nú mundi draga
úr verðbólgunni. Það hefur ekki orðið.
Þessi þróun má ekki halda svona
áfram. Fari svo missa bæði ein-
staklingar og fyrirtæki trú á, að hægt
verði að halda verðbólgunni í skefjum
og ná henni niður. Það getur svo aftur
haft keðjuverkandi áhrif á þann veg
að auka enn á verðbólguna.
Auðvitað er ljóst að ríkisstjórnin
getur ekki ráðið við verðhækkun á
benzíni og olíu. En öðrum þjóðum hef-
ur tekizt að halda verðbólgunni niðri
þrátt fyrir þessa hækkun.
Brezka dagblaðið Financial Times
sagði í forystugrein í gær að með örfá-
um undantekningum væri olíuverð nú
hærra en það hefði verið í 125 ár.
Blaðið benti jafnframt á, að olíufram-
leiðsluríkin hefðu orðið illa úti í þeim
verðlækkunum, sem fylgdu í kjölfar
gífurlegra hækkana á áttunda ára-
tugnum. Jafnframt væru Vestur-
landaþjóðir nú ekki eins háðar olíu og
á þeim tíma. Bandaríkjamenn nota
fjórðungi minna af olíu á mann en þau
gerðu fyrir tæpum aldarfjórðungi,
svo að dæmi sé nefnt.
Hvað sem því líður er líklega kom-
inn tími til óvinsælla aðgerða. Það er
betra að grípa til þeirra aðgerða nú
heldur en að láta þessa þróun af-
skiptalausa.
ÞJÓNUSTA VIÐ FERÐAMENN
FYRIR nokkru átti hópur ferðamanna
leið um vinsælan áfangastað og
hugðist borða þar hádegisverð. Svarið var
að það væri því miður ekki hægt að fá
slíka þjónustu þar sem kokkurinn væri í
fríi. I öðru tilviki voru Islendingar á ferð á
öðrum eftirsóttum áfangastað ferða-
manna. Þar var ein svonefiid sjoppa opin.
Við höfum lagt mikla fjármuni í að
byggja upp ferðamannastraum til Islands
og þjónustu við ferðamenn innanlands.
Þetta hefur að mörgu leyti tekizt vel. Nú
eru frambærileg hótel og veitingastaðir í
flestum landshlutum. Smátt og smátt er
verið að byggja upp aðra þjónustu og að-
stöðu, sem líkleg er til að draga að ferða-
menn. í því sambandi er ánægjulegt að
fylgjast með því hversu myndarlega hefur
verið staðið að því að byggja upp byggða-
söfii og söfn, sem tengjast atvinnulífinu
og eiga rætur í viðkomandi byggðum.
Öll er þessi uppbygging til lítils, ef þess
er ekki gætt, að þjónusta við ferðamenn
sé í fullkomnu lagi. Það er ekkert svar, að
ekki sé hægt að framreiða hádegisverð á
veitingastað, sem býður upp á þá þjón-
ustu, af því að kokkur sé í fríi.
Þjónustan þarf að vera reglubundin og
fyrir hendi á þeim tíma, þegar hennar er
þörf. Þannig byggja menn upp viðskipti.
Ferðaþjónusta er að verða ein aðal-
atvinnugrein landsmanna. Það er stöðug-
ur straumur ferðamanna til íslands. í
sumum tilvikum er hann svo mikill að
hætta er á að við ráðum ekki við hann.
Þennan mikla árangur má ekki eyði-
leggja með lélegri þjónustu, sem vekur
athygli.
PÚTÍN HÓTAR DÖNUM
ISAMTALI við sunnudagsútgáfu
þýzka dagblaðsins Die Welt sl.
sunnudag sagði Pútín, forseti Rúss-
lands, m.a.: „Danir geta ekki reiknað
með að sleppa án refsingar leyfí þeir
Bandaríkjamönnum að nota ratsjár til
að byggja upp vamarkerfi gegn kjarn-
orkueldflaugum,“ og bætti við: „Það er
öllum ljóst að Bandaríkjamenn munu
ekki geta staðið við áætlanir sínar án
samvinnu landa í Evrópu, aðallega Bret-
lands, Danmerkur og Noregs.“
Með ummælum sínum í garð Dana er
Pútín bersýnilega að vísa til ratsjár-
stöðvarinnar í Thule á Grænlandi.
Það er óviðeigandi með öllu, að forseti
Rússlands hafi í slíkum hótunum við
nágrannaríki og vekur athygli, að þau
koma í kjölfar ógnandi ummæla um
hugsanlega aðild Eystrasaltsríkjanna
að Atlantshafsbandalaginu. Þetta minn-
ir óneitanlega á gamla tíma.
Bandaríkjamenn hafa ekki gefið nein-
ar yfírlýsingar um að þeir muni koma
upp nýju vamarkerfí gegn eldflaugum í
andstöðu við bæði helztu bandalagsþjóð-
ir sína og Rússa. Bandaríkjaforseti var
meira að segja í Moskvu fyrir skömmu,
þar sem hann leitaði eftir samningum
við Rússa um þetta nýja vamarkerfi.
Bandaríkjamenn hafa farið samninga-
leiðina en ekki haft í hótunum og hafa
þeir þó meira bolmagn til að standa við
hótanir en aðrar þjóðir. Þegar af þeirri
ástæðu að Bandaríkjamenn hafa haft
samráð við Rússa um hugmyndir sínar
vekja viðbrögð Pútíns upp spumingar.
Þá er líka ástæða tU að benda á, að
Rússar eru ekki vinalausir í Evrópu í
þessu máli. Schröder, kanslari Þýzka-
lands, gagnrýndi fyrir skömmu harð-
lega áform Bandaríkjamanna. Það er
ekkert auðvelt fyrir Bandaríkjamenn að
ganga gegn slíkri samstöðu Þýzkalands
og Rússlands. Þeim mun minni ástæða
er fyrir Pútín tíl að hafa í hótunum.
Ummæli Pútíns í garð Dana og tUvís-
un hans tíl nauðsynjar Bandaríkja-
manna á samvinnu Nprðmanna hljóta að
vekja athygli hér á Islandi m.a. vegna
þess, að hér eru staðsettar mjög full-
komnar ratsjárstöðvar.
Undirbúningur fyrir langferð víkingaskipsins íslendings á lokasprettinum
Siglt í kjöl-
far Leifs
hins heppna
*
Víkingaskipið Islendingur liggur nú við
landfestar í Reykjavíkurhöfn og bíður þess
að leggja af stað í langferðina til Vestur-
heims. Ahöfnin er nú í óða önn að undirbúa
fleyið undir ferðina. Valgarður Lyngdal
Jónsson ræddi við skipstjórann til að
kynna sér skipið og áætlaða langferð þess.
Morgunblaðið/Kristinn
Skipstj órinn Gunnar Marel Eggertsson við stjórnvölinn í Islendingi.
Morgunblaðið/Kristinn
Stefán Geir Gunnarsson, einn áhafnarmeðlima íslendings, með annan
hrafnanna sem sigla munu með skipinu.
Borgaralegt samfélag
og hinir nýju and-
stæðingar þess
Vaclav Havel, forseti Tékklands, leggur blóm á götu í Prag þar sem
lögreglan réðst gegn námsmönnum 17. nóvember 1989. Þá var bund-
inn endi á stjórn kommúnista með „flauelsbyltingunni", svokölluðu.
VÍKINGASKIPIÐ íslend-
ingur mun á þjóðhátíðar-
daginn 17. júní leggja
upp í langferð til lands-
ins víðfeðma í Vesturheimi. Ferðin
er að sjálfsögðu farin í tilefni þess
að í ár eru þúsund ár liðin frá því að
fyrstu Evrópubúamir, íslenskir vík-
ingar, sigldu á skipum sínum til
Vesturheims og fundu landið sem
öldum síðar fékk heitið Ameríka.
Upphaf siglingar íslendings verður
án efa einn af hápunktum 17. júní-
hátíðarhaldanna í Reykjavík, en
hann mun láta úr höfn um kl. 15.30
og hefja þar með siglinguna sem
farin er til að fagna þúsund ára af-
mæli landafunda Leifs Eiríkssonar
hins heppna.
Engin lognmolla eða
meðalmennska
Segja má að það sé ekki beinlínis
hversdagsleg hugmynd að láta sér
detta það í hug að smíða víkingaskip
til að sigla á til Ameríku, enda má
öllum ljóst vera að þar sem Gunnar
Marel Eggertsson, skipasmiður og
skipstjóri Islendings, fer ríkir engin
lognmolla eða meðalmennska.
Gunnar er af frægri ætt skipasmiða
í Vestmannaeyjum og var sjálfur
orðinn meistari í skipasmíðum ein-
ungis 25 ára gamall.
„Ég ólst upp í V estmannaeyju m,“
segir Gunnar, „með Atlantshaíið
fyrir framan mig og allar umræður
á heimilinu snerust bara um báta og
sjómennsku".
Upphaf þess að hugmyndin um
siglingu íslendings kom upp rekur
Gunnar til þess er hann var 10 ára
gamall og heyrði þá afa sinn ræða
við blaðamann um skipasmíðar.
„Það spannst einhvem veginn út frá
umræðum þeirra, að afi fór að segja
blaðamanninum hvað víkingaskipin
hefðu verið góð skip og hraðskreið
og hvað menn hefðu kunnað mikið
fyrir sér fyrir þúsund árum. Við
værum i sjálfu sér ekki komin mikið
framar en menn voru komnir þá.“
Gunnar segir að þessi litla frásögn
hafi kveikt í sér einhvem neista sem
í raun hafi aldrei slokknað. Hann
hafi síðan dreymt um að sigla á vík-
ingaskipi yfir hafið.
Gaukstaðaskipið fyrirmynd
Víkingaskipið fslendingur var
smíðað á árunum 1994-1996 og var
Gunnar Marel sjálfur yfirsmiður og
reyndar mikið til eini smiðurinn.
Tilurð skipsins má þó óbeint rekja
allt til ársins 1882, en þá grófu fom-
leifafræðingar í Noregi hið fræga
Gaukstaðaskip úr jörðu. íslending-
ur er einmitt smíðaður með Gauk-
staðaskipið sem fyrirmynd, en í því
skipi telur Gunnar að hið háþróaða
verkvit og tæknikunnátta skipa-
smiða á víkingatímanum rísi hvað
hæst, miðað við þau skip sem fund-
ist hafa. Eins og kunnugt er hafa
vfldngaskipin löngum verið flokkuð
í tvo flokka, knörr og langskip, þar
sem knörrinn var fremur hægfara
þungaflutningaskip en langskipið
liprara og hraðskreiðara og hent-
ugra til hemaðar. Gunnar segir að
íslendingur myndi teljast til lang-
skipa, en þó telji margir fræðimenn
að fyrirmyndin, Gaukstaðaskipið,
hafi verið eins konar tilraun til að
sameina kosti beggja, stöðugleika
knarrarins og hraða og lipin-ð lang-
skipsins. Utkoman er sú, að íslend-
ingur hefur sannað sig sem hrað-
skreitt og einstaklega stöðugt
hafskip.
Frá Gaiu til íslendings
Árið 1991 var Gunnar Marel ann-
ar yfrmaður á norska vfldngaskip-
inu Gaiu, sem það ár sigldi frá Nor-
egi til Washingtonborgar í Banda-
ríkjunum og síðar frá Washington
til Rio de Janeiro og upp Amason-
fljótið inn í miðja Suður-Ameríku.
Aðspurður sagði Gunnar að Gaia og
íslendingur væra um margt lík,
enda bæði smíðuð með Gaukstaða-
skipið sem fyrirmynd, en þó væri
íslendingur frábragðinn Gaiu í
veigamiklum atriðum. Þar réði
mestu að Gaia var smíðuð algerlega
eftir tilbúnum teikningum frá safn-
inu, þar sem Gaukstaðaskipið er
varðveitt, en þær segir Gunnar að
séu ekki alveg kórréttar. „Mesti
munurinn er sá,“ segir Gunnar, „að
kjölurinn í þeirri teikningu er allt of
beinn og þess vegna vantar allan
styrk í hann. Þetta vissi ég áður en
ég byijaði á Islendingi og fór þess
vegna á safnið þar sem Gaukstaða-
skipið er varðveitt og bað um leyfi
til að fara inn fyrir keðjuna um-
hverfis skipið og bregða máli á kjöl-
inn. Safnstjórinn var eitthvað treg-
ur tfl, en ég gerðist svo djarfur,
þegar lítið bar á, að bregða mér inn
fyrir keðjuna og ná þeim grundvall-
armálum sem mér fannst vanta.
Þess vegna er íslendingur eins og
hann er í dag. Ég þakka það ein-
göngu því að hafa stokldð þama inn
fyrir eitt augnablik, eiginlega í
óleyfi, að íslendingur er í dag talinn
vera besta eftirlíking sem gerð hef-
ur verið af Gaukstaðaskipinu.“
Þó segir Gunnar að Islendingur
sé fjarri því að vera nákvæmlega
eins og Gaukstaðaskipið. Mjög erf-
itt sé að ná þeim snilldartöktum
sem hafi verið viðhafðir þar. íslend-
ingur sé hins vegar það besta sem
honum og félögum hans var unnt að
smíða, og nú verði að láta á það
reyna hvort það verði nógu gott.
Siglingaleiðin ekki
auðveld viðfangs
Síðasti viðkomustaður vfldnga-
skipsins áður en það leggur á hafið í
átt til Grænlands verður Búðardal-
m-, næsta höfn við Eiríksstaði í
Haukadal, þar sem Leifur Eiríks-
son er talinn hafa fæðst. Við gerð
ferðaáætlunar þótti það tilhlýðilegt
að ferðin frá Islandi hæfist þar til að
votta þeim feðgum, Eirfld og Leifi,
tilhlýðilega virðingu með því að
sigla sem næst kjölfari þeirra.
Aðspurður sagði Gunnar að sigl-
ingaleiðin frá íslandi til Grænlands
og síðan Ameríku væri fjarri því að
vera sú auðveldasta í heimi og þessa
leið yrði aldrei auðvelt að sigla á
vfldngaskipi. Vegna þessa hefur
tímaáætlun ferðarinnar verið höfð
vel rúm og áætlaður tími á milli
hafna allt að helmingi lengri en tek-
ur að sigla við bestu aðstæður. Á
þessum slóðum má alltaf búast við
vályndum veðram, en Gunnar segir
að óþarfi sé að velta sér upp úr slíku
fyrir fram. Á því verði einfaldlega
tekið þegar þar að kemur. Skipið er
vel mannað, flestir áhafnarmeðlima
hafa þekkst frá uppvaxtarárum í
Vestmannaeyjum og hafa reynt ým-
islegt saman. „Við þekkjum hver
annan út og inn og getum skammast
og rifist án þess að það valdi nokkr-
um skaða.“
Fengu skildi að gjöf
frá iðnskólanemum
Nemendur úr Iðnskólanum í
Hafnarfirði stóðu fyrir samnorrænu
sjálfboðaverkefni til að smíða 64
skildi og færðu þeir Gunnari Marel
skildina að gjöf nú í maí. Skildirnir
era smíðaðir í anda smíðavinnu vík-
inganna, úr 8mm þykkum fura-
spjöldum. Ástæðan fyrir fjölda
skjaldanna er sú, að á skipum sem
þessu voru yfirleitt 65-70 manns í
áhöfn, og þar af vora 64 sem mynd-
uðu tvö ræðarateymi. 32 menn
þurfti til að róa skipinu í einu og var
því nauðsynlegt að hafa að minnsta
kosti 64 um borð til afleysinga við
róðurinn. Hvað skildina varðar, þá
var meginhlutverk þeirra að sjálf-
sögðu að notast í bardögum, en þeir
hafa einnig gegnt því mikilvæga
hlutverki að mynda skjól fyrir
áhöfnina á siglingum. Ekki hefur
veitt af, því að öllum lfldndum hefur
oft verið næðingssamt að sigla á
Ferðaáætlun
• Reykjavík, 17. júní.
Lagt úr höfn eftir kveðjuathöfn
við Reykjavíkurhöfn kl. 15.30.
• Búðardalur, 22.-24. júní.
Skipið tekur þátt í hátíðarhöldum
og síðan er siglt til Grænlands,
sömu leið og Eiríkur rauði
forðum.
• Brattahlfð, Grænlandi, 15.-20.
júlí. Forseti Islands, Ólafur Ragn-
ar Grímsson og Margrét Þórhild-
ur Danadrottning verða viðstödd.
• Nýfundnaland, 28. júlí-21.
ágúst. Hápunktur ferðarinnar,
koman til L’Anse aux Meadows,
þar sem mikil hátíðarhöld eru
áætluð. Ólafur Ragnar Grúnsson
forseti verður heiðursgestur. ís-
lendingur kemur við í fjölmörgum
höfnum á Nýfundnalandi, m.a. i
höfuðborginni St. John’s.
• Nova Scotia, 25. ágúst-3. sept-
ember. Sturla Böðvarsson sam-
göngumálaráðherra tekur á móti
skipinu í borginni Halifax.
• Portsmouth, 5.-7. september.
Fyrsti viðkomustaður í Banda-
ríkjunum.
• Boston, 8.-14. september.
íslendingur sýndur í fimm daga.
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra tekur á móti skipinu.
• 14. september-1. október.
Komið við í hafnarborgunum
Providence, Mystic Seaport og
New Haven á leið til New York
• 5. október.
Ferðinni lýkur þegar Islendingur
siglir inn í höfh New York-borgar.
Búist er við að forsetafrú Banda-
ríkjanna, Hillary Clinton, verði
viðstödd móttökuathöfn. Skipið
verður haft til sýnis til 29. okt.
opnum tréskipum úti á reginhafi.
í áhöfn íslendings nú eru ekki 64,
heldur einungis 9 manns og einnig
tveir hrafnar sem áhöfnin hefur
hænt að sér. í stað ræðaranna koma
tveir mótorar sem taka öllu minna
pláss en 64 skipveijar. Ekki mun þó
vera hægt að sigla skipinu mikið
fyrir vélarafli, heldur verður nær
eingöngu siglt fyrir seglum á leið-
inni milli hafna. Vélaraflið verður
eingöngu notað þegar brýnasta þörf
krefur og þá í mjög stuttan tíma í
einu, þar sem skipið þolir einfald-
lega ekki að þeir séu keyrðir of mik-
ið. Ekki era þó árarnar alveg skild-
ar eftir heima. Nokkrar slíkar era
hafðar með í för því ætlunin er að
róa skipinu síðasta spölinn að landi
á nokkrum viðkomustaða Islend-
ings á leiðinni löngu til Vínlands.
eflir Vaclav Havel
© Project Syndicate
ÓSVIKIÐ borgaralegt samfélag er
alger undirstaða lýðræðis. Þessi
sannleikur vill oft gleymast í hita
kosningabaráttunnar. Þó að
kommúnismi og réttur til einka-
eignar geti af og til farið saman
geta kommúnismi og borgaralegt
samfélag aldrei átt samleið. Þannig
var innleiðsla kommúnísks valds
alls staðar árás á hið borgaralega
samfélag.
Málfrelsið, sem hafði verið bælt
umsvifalaust niður undir kommún-
ismanum, var eftir fall hans endur-
reist á svipstundu. Endurreisn
borgaralegs samfélags - þeirra
fjölbreyttu leiða sem eru færar
borguram til að taka þátt í opin-
bera lífi - hefur verið flóknari í
framkvæmd. Ástæðan er augljós:
borgaralegt samfélag er marg-
slungin, mjög viðkvæm, stundum
jafnvel dularfull lífræn heild sem
varð til á mjög löngum tíma, mörg-
um áratugum eða jafnvel öldum.
Þegar borgaralegt samfélag hefur
ekki verið við lýði árum saman er
engan veginn hægt að koma því á
aftur með lagalegu valdboði að of-
an. Hina þrjá máttarstólpa borg-
aralegs samfélags - frjáls félaga-
samtök einstaklinga, valddreifingu
og framsal pólitísks valds yfir til
óháðra aðila - er aðeins hægt að
endurbyggja hægt og sígandi.
Á þeim tíu áram sem þjóðfélags-
breytingar tímabilsins eftir fall
kommúnismans hafa staðið yfir
hafa nýir pólitískir valdhafar ann-
aðhvort sýnt endurreisn borgara-
legs samfélags áhugaleysi eða bar-
ist gegn því af fullum krafti. Þegar
þessi pólitíska yfirstétt hafði náð
völdum varð hún samstundis á móti
því að nokkuð yrði gefið eftir af því
ríkisvaldi sem hún hafði hlotið í arf.
Margir lýðræðissinnaðir stjórn-
málamenn, og meira að segja þeir
sem höfðu verið mjög miklir and-
stæðingar kommúnista, hafa núna
tekið að sér að verja hið yfirgrips-
mikla vald ríkisstjórnarinnar, sem
era leifar frá tíma kommúnismans.
Af þessum sökum eru margir
skólar, sjúkrahús, menningar-
stofnanir og aðrar stofnanir ennþá
undir stjórn miðstýrðs fram-
kvæmdavalds, jafnvel þótt þessar
stofnanir hefðu átt að geta þróast
þannig að ríkið fylgdist aðeins með
stjórn þeirra úr fjarlægð og styrkti
þær opinberlega. Deilur um afnám
miðstjómarvalds ríkisins hafa nú
staðið í níu ár án þess að nokkur
opinber stjómsýsludeild hafi sýnt
sig reiðubúna til að afsala sér valdi
yfir til héraðs- eða sveitarstjórna
án átaka. Þetta er ástæðan fyrir því
að skattar í landi okkar era allt of
háir: Ríkið þarf að greiða fyrir ótal
hluti sem það þyrfti ekki að gera
væri borgaralegt samfélag ríkj-
andi, þar sem borgararnir sjálfir
myndu greiða fyrir þá.
Þessi tregða til breytinga er á
engan hátt tengd hugmyndafræði.
Þeir stjórnmálamenn sem beita
fyrir sig hugmyndafræðilegum
rökum til að afsaka áhugaleysi sitt
á valddreifingu nota að mestu leyti
eftirfarandi skýringar: „Fólkið hef-
ur valið okkur í kosningum; það vill
að við stjómum. Allar breytingar
eru árás á fulltrúalýðræðið. Fé-
lagsleg dreifing efnahagslegra
gæða er á vegum ríkisins og
ábyrgð miðstjórnarvaldsins á
þessu sviði má ekki dreifast. Allar
tilraunir til þess að koma á annars
konar skipulagi, sem væri ekki
stjórnað frá miðjunni, varpa
skugga efasemda yfir þingræðið."
Margir túlka trúna á borgara-
legt lýðræði ennþá sem vinstri-
stefnu, anarkisma eða sindikal-
isma; sumir hafa jafnvel kallað
hana fram-fasisma. En á bak við þá
röksemdafærslu að borgaralegt
Hin nýja stétt vill
ekkert gefa eftir af
valdinu, leifum
kommúnismans
samfélag sé árás á stjómmálakerf-
ið liggur sú almenna afstaða vald-
hafa að vilja ekki deila völdunum
með öðrum. Það er rétt eins og
flokkarnir segi: „Það er okkar mál
að stjórna, kjósið því á milli okkar
og látið ykkur það nægja.“ Þvflík
rökleysa: stjórnmálaflokkar og lýð-
ræðislegar stofnanir gefast því að-
eins vel að þær sæki styrk og inn-
blástur til þróaðs fjölræðs borg-
aralegs umhverfis og séu enn-
fremur gagnrýndar af þessu sama
umhverfi. Tilgangurinn með borg-
aralegu samfélagi er ekki sá að fara
í kringum þingið eða stjórnmála-
flokkana: Borgaralegt samfélag
miðar að því að gera þingi og
stjórnmálaflokkum kleift að starfa
eftir bestu getu. Án þeirrar lífs-
orku sem fjölbreytt borgaralegt
samfélag veitir bæði stjórnmála-
flokkum og pólitískum stofnunum
mun öll hugvitssemi hverfa á braut
og flokkamir og stofnanirnar að
lokum verða lítið annað en grá-
myglulegur og lokaður hópur at-
vinnustjórnmálamanna.
Borgaralegt samfélag getur af
sér ekta fjölræði og fjölræði leiðir
til samkeppni - og framleiðir gæði.
í þessu tilliti era líkindi með hag-
fræði og stjómmálum. Eftir því
sem mönnum era gefnar frjálsari
hendur og leyft að eiga frumkvæði,
því líklegra er að þeir sem hafa
bestu og frjóustu hugmyndimar
sigri. Með því að treysta eingöngu
á getu og hæfni miðstjómarvalds
ríkisins og pólitískra afla til að taka
ákvarðanir varðandi hvað þarf að
gera og hvernig það er gert eru
menn að jafna valdi við sannleika,
en það hefur verið ein hættulegasta
pólitíska stefna aldarinnar.
Ennfremur má segja að því lag-
skiptara sem borgaralegt samfélag
verður, þeim mun betur sem það
fær þrifist, þeim mun meiri stöðug-
leiki ríkir í innanlandsstjórnmál-
um. Borgaralegt samfélag vemdar
þegnana gegn því að breytingar á
kjama stjómkerfisins hafi of mikil
áhrif á líf þeirra. Það dregur úr
skaðlegum áhrifum slíkra breyt-
inga á lægri stigum samfélagsins
og greiðir þannig í rauninni fyrir
pólitískum breytingum, sem veldur
því að stjómarskipti virðast ekki
vera eins og stormur sem skilur
eftir sig auðn og tóm.
Þar sem borgaralegt samfélag er
ekki nægjanlega þróað leita öll
vandamál upp til miðstjómarvalds-
ins. En því meira vald sem er á
hendi miðstjómarvaldsins þeim
mun betri skilyrði skapast fyrir
valdhafa til að ná yfirráðum yfir
landinu öllu. Kommúnistar vissu
þetta manna best; þetta er líka
ástæðan fyrir því að þeir ráðskuð-
ust meira að segja með félag bý-
flugnabænda.
Menn þurfa ekki að vera hag-
fræðingar til þess að átta sig á því
að borgaralegt samfélag borgar
sig. Þegar ríkissjóður þarf að
greiða fyrir hvað sem er verður
hann að afla fjár með æ meiri
skattaálögum. Við þær tilfærslur
fjármagns tapast ætíð dágóðar
upphæðir. Þar sem skattaafsláttur
er veittur vegna góðgerðarstarf-
semi fá líknarstofnanir meira fé en
þær fengju frá ríkinu þótt sömu
upphæð væri eytt. Og þó að
skattaívilnanir fáist ekki tekur
borgaralegt samfélag samt sem áð-
ur frumkvæðið til að betrumbæta
sig.
Það mikilvægasta við borgara-
legt samfélag er þó annars eðlis -
þ.e. að fólki er gert kleift að ná full-
um þroska. Maðurinn er ekki bara
verksmiðjueigandi, fjáraflamaður
eða neytandi. Hann er einnig - og
þetta er ef til vill innsta eðli hans -
vera sem vill hafa aðra í kringum
sig, sem þráir heitt ýmiss konar
sambúð og samvinnu, sem vill hafa
áhrif á það sem gerist í samfélag-
inu. Fólk vill að það sé metið út frá
því sem það gefur umhverfinu.
Borgaralegt samfélag er eitt af höf-
uðskilyrðum þess að mannlegt eðli
geti þrifist í heild siniú. Andstæð-
ingar þess vita þetta fullvel; það
örvar aðeins andstöðu þeirra gegn
því.
Vacla v ffavel er forseti Tékklands.