Morgunblaðið - 15.06.2000, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Friður á Kóreuskaga kann að hafa áhrif á varnarkerfí í álfunni
Gæti reynst áhyggjuefni
fyrir Bandaríkin og Kína
Reuters
Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, ræðir við Kim Dae-jung, forseta
Suður-Kóreu, eftir viðræður þeirra í Pyongyang í gær.
Tdkýd. AFP.
LEIÐI fundur leiðtoga Kóreuríkj-
anna til friðar á Kóreuskaga gæti
það í og með reynst mikið áhyggju-
efni fyrir Kína, Japan og Bandarík-
in, að sögn fréttaskýrenda í gær.
Það er jafnt hagsmunamál Banda-
ríkjanna sem Kína að afstýra stríði á
Kóreuskaga og stuðla að „mjúkri
lendingu" kommúnismans í Norður-
Kóreu, að sögn Harrys Hardings,
prófessors í alþjóðamálum og stjórn-
málafræði við George Washington-
háskóla. „En í víðara samhengi
stöndum við frammi fyrir sannkall-
aðri úlfakreppu ef samskipti Suður-
og Norður-Kóreu batna verulega."
Harding segir að Japanir og
Bandaríkjamenn myndu þurfa að
fínna nýjar hættur til að réttlæta
áform sín um að koma upp varnar-
kerfi til að skjóta niður langdrægar
eldflaugar frá svokölluðum „útlaga-
ríkjum".
Óttast vígvæðingu í Japan
Kínverjar myndu einnig þurfa að
gera upp við sig hvort þeir vildu í
raun og veru losna við bandarísku
hersveitimar í Suður-Kóreu og
hætta á að Japanir efldu her sinn
þegar fram líða stundir.
Harding telur að minnki spennan í
samskiptum Kóreurílqanna vakni sú
spurning hvort Japanir og Banda-
ríkjamenn vilji að vamarkerfi þeirra
beinist að hættunni sem þeim kunni
að stafa af eldflaugum Kínverja.
Bandaríkjamenn geti haldið því
fram núna að þeir vilji aðeins geta
varist árásum Norður-Kóreumanna
og hafi alls ekki í hyggju að gera eld-
flaugar Kínverja gagnslausar.
„Það verður æ erfiðara fyrir Jap-
ani og Bandaríkjamenn að skírskota
til hættunnar sem stafar af Norður-
Kóreu þegar hún minnkar," sagði
Harding. „Þannig að við stöndum
frammi fyrir mjög áhugaverðri val-
þröng.“
Harding bætti við að Kínverjar
myndu einnig þurfa að velta því fyrir
sér hvað gerðist ef Bandaríkjamenn
flyttu hermenn sína frá Suður-Kór-
eu og Japan. Um 37.000 bandarískir
hermenn eru í Suður-Kóreu og
47.000 í Japan.
„Margir hafa áhyggjur af því að
fari bandarísku hersveitimar af
Kóreuskaga verði erfiðara að halda
herliðinu í Japan," sagði Harding.
„Bandaríkin gætu hugsanlega staðið
frammi fyrir því að þau hefðu engan
herafla í Vestur-Kyrrahafslöndun-
um.“
Prófessorinn bætti við að sú staða
kynni að valda Kínverjum áhyggjum
þar sem hún gæti leitt til mikillar
vígvæðingar í Japan.
Efnahagssamstarfíð gæti
ráðið úrslitum
Scott Snyder, bandarískur sér-
fræðingur í málefnum Norður-Kór-
eu, sagði að leiðtogafundurinn í
Pyongyang hefði mikla táknræna
þýðingu en ekki væri ljóst hvort
hann bæri tilætlaðan árangur. Koma
þyrfti friðarviðræðunum á rekspöl
með fleiri leiðtogafundum og reglu-
legum samningaumleitunum, þannig
að hægt yrði að draga smám saman
úr tortryggni ríkjanna eftir hálfrar
aldar fjandskap.
Snyder bætti við að aukið efna-
hagssamstarf gæti ráðið úrslitum
um hvort Kóreuríkin sameinuðust,
eins og stjómvöld í báðum löndun-
um stefna að.
Mafían í
verðbréfa-
svikum
New York. AP.
ALRÍKISYFIRVÖLD í
Bandaríkjunum ákærðu í gær
120 menn í mesta verðbréfa-
svikamáli sem upp hefur kom-
ið þar í landi. Meðal hinna
ákærðu eru félagar í öllum
fimm mafíufjölskyldunum í
New York.
Svikastarfsemin hefur stað-
ið í fimm ár og aldrei fyrr
hafa jafn margir verið ákærðir
í máli af þessu tagi. Sem dæmi
um svikin má nefna að stund-
um var Netið notað tfi að
auglýsa verðbréf í fyrirtækj-
um sem ranglega voi-u kynnt
sem netfyrirtæki og þá í þeim
tilgangi að fá fólk til að fjár-
festa í upplýsingabyltingunni.
Svikin voru annars af marg-
víslegum toga, beindust til
dæmis að lífeyriskerfi verka-
lýðsfélaganna og þegar áætl-
anir glæpamannanna gengu
ekki upp, var beitt hótunuin,
kúgunum, ofbeldi og jafnvel
morðum.
A síðustu árum hafa banda-
rísku glæpasamtökin verið að
auka jrfskipti sín af verðbréfa-
markáðinum og er ástæðan
meðal annars sú að mjög hef-
ur verið þrengt að þeim á öðr-
um og gamalgrónari sviðum.
Þriðji fundur Kallsbergs og Nyrups 1 dag
Færeyingar
beita varnarmál-
um gegn Dönum
Kuldaleg bréfaskipti færeyska lögmannsins og
danska forsætisráðherrans undanfarna daga benda
til að viðræður þeirra í dag verði harðar, segir Sig-
rún Davíðsdóttir. Færeyingar virðast nú ætla að
knýja Dani til að skýra varnaraðstæður Færeyinga
en það hafa þeir ekki viljað hingað til.
ALLT stefnir í harðar viðræður í
dag, þegar Anfinn Kallsberg lög-
maður Færeyinga kemur til fundar
við Poul Nyrup Rasmussen forsæt-
isráðherra Dana í Kaupmannahöfn.
Færeyingar höfðu reyndar vonast til
að þessi þriðji fundur færi fram í
Færeyjum en því gátu Danirnir ekki
komið við. Undanfarið hafa átt sér
stað bréfaskipti milli lögmannsins og
forsætisráðherra sem benda til að
hvorugur hyggist víkja. í þetta
skiptið leggja Færeyingar áherslu á
varnarmálin sem Danir virðast síður
áhugasamir um að ræða.
Högni Hoydal, sem fer með sjálf-
stæðismálin í Færeyjum, benti á í
grein í Berlingske Tidende í gær að
ábyrgð Dana á færeysku kreppunni
væri ekki minni en ábyrgð Færey-
inga sjálfra. Tilgangurinn með sjálf-
stæði væri einmitt að Færeyingar
bæru að fullu ábyrgð á eigin málum.
Færeyingar saka Dani
um að rjúfa heit
Hinn harði tónn var þegar sleginn
í fyrstu viðræðum Færeyinga og
Dana í mars. Þá kom Nyrup öllum á
óvart með því að segja það skýrt og
skorinort að Danir væru ekki til við-
ræðna um lengri aðlögunartíma en
þrjú til fjögur ár. Lengri tíma gætu
Færeyingar ekki fengið til að laga
sig efnahagslega að því að framlag
Dana til Færeyinga, er nemur um
fjórtán miHjörðum ísl. kr„ yrði af-
numið. Sjálfir höfðu Færeyingar tal-
að um fimmtán ára aðlögunartíma
og vitnuðu í að Sambandslagasamn-
ingur Dana og íslendinga hefði verið
til 25 ára, sem líta mætti á sem að-
lögunartíma í því sambandi. Þeirri
hliðstæðu hefur Nyrup alfarið hafn-
að, meðal annars í viðtali við Morg-
unblaðið.
I þetta skipti leggja Færeyingar
alla áherslu á að þegar Færeyingar
og Danir ákváðu í sameiningu 1998
að taka upp viðræður um færeyskt
sjálfstæði var samþykkt að samið
yrði um efnahagslega aðlögun, þar
sem „leitast verður við að byggja
upp sjálfbært, færeyskt efnahags-
líf‘. Skilningur Færeyinga er því að
aðlögunartími eins og Danir tala nú
um feli í sér að danska stjórnin gangi
á bak orða sinna frá 1998. Svo stutt-
ur tími gefi einmitt ekkert færi á að
byggja upp sjálfbært efnahagslíf.
Um þetta fjallaði Hoydal meðal
annars í gær í grein sinni í Berl-
ingske Tidende: „Það sem við förum
fram á er að stjórnin standi við
þennan samning. En það hefur hún
ekki viljað hingað til. Hún neitar að
semja. Hún neitar einnig að rök-
styðja orð sín um að 3-4 ár sé nóg til
að „leitast við að byggja upp sjálf-
bært, færeyskt efnahagslíf
Anfinn Kallsberg hefur látið í það
skína undanfama daga að hafi Danir
Færeyingar telja afstöðu Dana markast af því að staðsetning Færeyja sé
Dönum hernaðarlega mikilvæg.
Horft yfir Þórshöfn í Færeyjum.
ekki upp á annað að bjóða en
ósveigjanlegar tillögur um aðlögun-
artíma sé engin forsenda til að halda
viðræðum áfram. Sjálfir hyggjast
Færeyingar leggja fram nýjar tillög-
ur á þessu sviði sem að öllum líkind-
um fela í sér skemmri aðlögunartíma
en þau fimmtán ár sem þeir hafa
haldið á loft hingað til.
Sjálfstæði til ábyrgðar
Færeyingar hafa löngum rökstutt
sjálfstæðiskröfur sínar með því að
það sé óþolandi að vera í þeirri að-
stöðu að bera í raun ekki fulla
ábyrgð á eigin gerðum. í grein sinni
í Berlingske Tidende í gær bendir
Hoydal á að færeyskir stjórnmála-
menn hafi á sínum tíma hegðað sér
ábyrgðarlaust, studdir fjárframlög-
um Dana. Þetta hafi haft í för með
sér ábyrgðarleysi sem hafi bitnað
hörmulega á Færeyingum, einkum í
kreppunni í byrjun síðasta áratugar.
En Hoydal hnykkir einnig á því að
þar sem Danir hafi með höndum yf-
irstjórn yfir Færeyingum hafi
hvorki orsakir kreppunnar né afleið-
ingar hennar verið eingöngu af fær-
eyskum toga spunnar. Kreppan hafi
bitnað á Dönum og það sé því líka
Dönum í hag að í stað óljósrar
ábyrgðar komi skýrar línur. Um
þetta snúist sjálfstæðismálið en
stefna Færeyinga sé einnig að
tryggja áframhaldandi náið sam-
band við Dani að fengnu sjálfstæði.
Hoydal álítur undarlegt að Danir
setji Færeyingum úrslita- og afar-
kosti með því að halda fast við aðlög-
unartíma. „Menn vilja þannig gjarn-
an borga fyrir að hafa Færeyinga
háða og ábyrgðarlausa en hafna því
að gefa sjálfstæðinu skynsamlega
möguleika," segir Hoydal.
Varnarmálin tromp
Færeyinga?
Undanfarna mánuði hafa Færey-
ingar öðru hverju látið í það skína að
það skjóti skökku við að Danir tali
annars vegar um Færeyinga sem
byrði en vilji hins vegar ekki styðja
þá í átt til sjálfstæðis. Eina skýring-
in sé að Danir eigi dulinna hags-
muna að gæta. Þeir hagsmunh- séu
tengdir varnarmálunum og hernað-
arlegu mikilvægi Færeyja og þá
einnig Grænlands. Á þessu hafa þeir
Kallsberg og Hoydal þó aðeins tæpt
á hingað til.
Nú er svo komið að færeyska
stjórnin kýs einnig að ræða vamar-
málin en á því hefur danska stjórnin
ekki áhuga. I bréfi Kallsbergs til
Nyrups í fyrradag segii- Kallsberg
að með athugunum sínum undan-
farna mánuði hafi landsstjórnin séð
að í viðræðum við NATO hafi dönsk
yfirvöld fært að því rök að þar sem
Danmörk leggi NATO til landsvæði
við Færeyjar og Grænland ættu
NATO-löndin að geta samþykkt að
Danmörk leggi fremur lítið til vam-
armála í fjárlögum.
Kallsberg segir síðan að kalda
stríðið heyri nú sögunni til en án til-
lits til varnaraðstæðna nú á tímum
og í framtíðinni væri það ábyrgðar-
leysi að taka mikilvægar ákvarðanir
á þessu sviði án þess að Færeyingar
hefðu að fullu yfirlit yfir þessi svið.
Það yfirlit geti enginn nema danska
stjórnin gefið.
Bréfaskipti Nymps og Kallsbergs
benda ekki til þess að sumarblíðan í
Höfn muni ná inn í sali stjórnarráðs-
ins í Kristjánsborgarhöll. Hvort
samskiptin verða í frostmarki eins
og þau vom í mars kemur í ljós í dag
en það má búast við átökum ef öllu
verður ekki af einhverjum ástæðum
skotið á frest.