Morgunblaðið - 15.06.2000, Page 71

Morgunblaðið - 15.06.2000, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR PIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 71>- : I ■ i { : i i 1 Þjónustu- samningur um öldrunar- þjónustu Landspítala - háskóla- sjúkrahúss SKRIFAÐ var undir þjónustusamn- ing um öldrunarþjónustu Landspít- ala - háskólasjúki’ahúss miðvikudag- inn 14. júní. Þetta er innan- hússsamningur til tveggja ára milli framkvæmdastjórnar og rekstrar- stjómar öldrunarþjónustunnar. Með honum eru stigin ný skref í átt að breyttri fjármögnun öldrunarþjón- ustu sjúkrahússins, segir í fréttatil- kynningu. Settur er rammi utan um núverandi rekstur og hann samein- aður. Rekstrarlegt sjálfstæði verður mun meira en verið hefur. Stjórnun- arleg samskipti við framkvæmda- stjórn verða þó óbreytt og með sama hætti og hjá öðrum sviðum sjúkra- hússins. Öldrunarþjónustu Landspítala- háskólasjúkrahúss tilheyrir nú öldr- unarlækningadeild á sjúkrahúsinu í Possvogi og við Hringbraut, ásamt starfsemi sem fram fer á Landakoti. A Landakoti era tvær deildir fyi-ir minnissjúka ásamt minnismóttöku, þrjár almennar öldranarlækninga- deildir, þar af ein fimm daga deild ásamt dagspítala og almennri mót- töku- og endurkomudeild. Ennfrem- ur er þar ein hjúkranar- og líknar- deild. Öflug sjúkraþjálfun, iðju- þjálfun og félagsráðgjöf er aðkeypt frá endurhæfingai’þjónustu Land- spítaia - háskólasjúkrahúss. Samningurinn tekur til yfir 300 starfsmanna í 266 stöðugildum. Tveggja manna rekstrarstjórn fer með yfirstjórn öldranarþjónustunn- ar. Hana skipa Anna Birna Jensdótt- tr hjúkrunarframkvæmdastjóri og Pálmi V. Jónsson forstöðulæknir. Við rekstur legudeilda er tekin upp ný greiðsluviðmiðun. Föst greiðsla verður 90%, en afkasta- tengd greiðsla 10%. A samningstím- anum verður jafnframt unnið að frekari þróun RAI-greiðslukerfis sem er sérhannað fyrir öldranar- lækningadeildir. Meginmarkmið öldrunarþjónust- unnar er að styðja aldraða til sjálfsbjargar og stuðla að því að þeir geti búið sem lengst heima. Alls fengu 2.894 aldraðir einstakl- ingar sérhæfða öldranarþjónustu á vegum deildanna og öldrunarteymis árið 1999, legudagar vora 50.904. Rekstraráætlun árið 2000 hljóðar upp á 725 milljónir. -------------- Almennur fundur um Kárahnúka- virkjun LANDSVIRKJUN boðar til al- menns fundar í Valaskjálf á Egils- stöðum annað kvöld, fimmtudaginn 15. júní, kl. 20. Þar verður kynnt til- laga fyrirtækisins að áætlun um mat á umhverfisáhiifum Kárahnúka- virkjunar. Sjö frammælendur fjalla um tiltekna þætti verkefnisins og sitja síðan fyrir svörum. Björn Hafþór Guðmundsson, bæj- arstjóri Austur-Héraðs, stjórnar fundinum. Prammælendui’ verða: Kárahnúkavirkjun - aðdragandi: Priðrik Sophusson, Landsvirkjun. Ný lög um mat á umhverfisáhrifum: Elín Smáradótth’, Skipulagsstofnun. Kynning og samráð: Ragnheiður Ólafsdóttir, Landsvirkjun. Virkjun og skipulag matsvinnu: Sigurður Amalds, Hönnun. Skipulagsmál: Gísli Gíslason, Landmótun. Náttúru- farsrannsóknir: Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Náttúrafræðistofn- un. Tæknilegar rannsóknir: Sigurð- ur Þórðarson, VST. Kárahnúkavirkjun og risaálver STJORN Náttúraverndarsamtaka Austurlands (NAUST) ályktaði eftirfarandi á fundi sínum 25. maí sl: „Með hliðsjón af framkominni yfirlýsingu frá 24. maí 2000 um svonefnt NORAL-verkefni varar stjórn NAUST við þeim stóriðju- framkvæmdum sem þar er gert ráð fyrir á Austurlandi á næstu ár- um. Fyrirhugaðar stóriðjufram- kvæmdir ásamt tengdum veitum og raflínum munu hafa meiri og víðtækari áhrif en nokkur virkjun eða virkjanaröð sem hefur verið framkvæmd á Islandi, og mun ákvörðun um hana því skipta sköp- um fyrir náttúravernd hérlendis. Þessar hugmyndir ganga þvert á framkomnar tillögur um Snæfells- þjóðgarð, sem gæti orðið lyftistöng fyrir ferðaþjónustu og mannlíf á Austurlandi um langa framtíð. Virkjunarhugmyndin felur með- al annars í sér risavaxna stíflu í Gljúfrinu mikla við Fremri-Kára- hnúk og ofan hennar uppistöðulón á stærð við Lagarfljót innan Egils- staða. Vatni úr lóninu yrði veitt um jarðgöng yfir í Fljótsdal og í Lagarfljót. Bæði vatnsföllin, Jök- ulsá á Dal og Lagarfljót, myndu gerbreytast. Náttúruverndarsamtök Austur- lands hafa í nærfellt þrjá áratugi varað við afleiðingum svo stór- felldra vatnaflutninga á náttúra landsins og vilja ítreka þá viðvör- un hér. Með fyrirhugaðri veitu Jökulsár í Fljótsdal og tilheyrandi aðveitum yrði svæðið í kringum Snæfell einnig undirlagt mannvirkjum. Verði endanleg stærð álvers 480 þúsund tonn kallar það líklega á aðveitu úr Jökulsá á Fjöllum með lóni í Arnardal. Þessar tengingar gera Kárahnúkavirkjun ennþá ískyggilegri en ella frá verndar- sjónarmiði. Stjórn NAUST varar stjórnvöld og alla hlutaðeigandi við að gefa sér einhverja niðurstöðu fyrirfram í þessu stórmáli og telur afar óheppilegt að umhverfisrann- sóknum sem og athugunum á öðr- um kostum sé þröngur stakkur sniðinn með tfmasetningum eins og fram kemur í NORAL-yfirlýs- ingunni. Gera verður kröfu til að ofangreind virkjanaáform fari í víðtæka skoðun sem hluti af rammaáætlun stjórnvalda um nýt- ingu og verndun vatnsfalla lands- ins. Náttúruverndarsamtök Austur- lands munu hér eftir sem hingað til taka málefnalegan þátt í um- ræðu um þessi stórmál og leggja sitt af mörkum til að kynna þau náttúraverðmæti sem hér eru í húfi.“ Ný sending, mikið úrval Opið mán.—fös. 10—18, lau. 10—14 Hiá SvÖflM Kvenfataverslun, Garðatorgi 7, Garðabæ, sími 565 9996. Lyf&heilsa A P ö T E K Clinique á allra vörum í Lyf & heilsu :linique 100% ofnæmisprófað Ráðgjafi frá Clinique verður í Lyf & heilsu, Austurveri, Háaleitisbraut 68 í dag fim. 15.6 kl. 13—18 og í Lyf og heilsu, Domus Medica, Egilsgötu 3, ó morgun fös. 16.6 kl. 13—18 og býður þérfría húðgreiningu á Clinique tölvuna og ráðleggingar um Clinique snyrtivörur og notkun þeirra. Að lokinni húðgreiningu færð þú varalit að gjöf frá Clinique. (Meðan birgðir endast) GRILLMARKAÐUR - Gasgrill frá 15.900-* samsett 03 heimsent i Char-Broil Tilboð um fría heimsendingu gilda aðeins á höfuðborgarsvæðinu. 'Gaskútur fylgir ekki. Komdu og skoðaðu árgerð 2000. EIGUM VARAHLUTl 0G FYLGIHLUTl FYRIR GASGRILL. GRILLÁHÖLD í ÚRVALI. 0PIÐ I DAG 8-18 Á M0RGUN 8-19 Grandagarði 2, Rvík, sími 580-8500 Sumarskór á sumarverði! Svartir/gráir. St. 36-46. Raudir og blair. St. 20-25. Kringlunni, sími 568 6062 JL -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.