Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 1
137. TBL. 88. ÁRG.
LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Vika í að þingkosningar fari fram í Zimbabwe
Stjórnvöld eru sökuð
um ógnarherferð
Harare. AFP.
17. júní
Stúlkan í forgrunni myndarinnar
tekur ásamt öðrum börnum af
leikskólunum Jöklaborg, Selja-
borg, Seljakoti, Hálsakoti og
Hálsaseli þátt í þjóðhátíðar-
dagskrá sem leikskólarnir efndu
til í gær og virðast börnin ekki
hafa látið veðrið á sig fá.
Eflaust eiga margir landsmenn
eftir að taka þátt í þeirri þjóðhá-
tíðardagskrá sem boðið verður
upp á víðsvegar um land í dag.
Þá er skynsamlegt að hafa regn-
hlífina með í för því spáð er skúr-
um víðast hvar á landinu.
■ Fjölbreytt/C38-39/16
NÍU mannréttindasamtök í Zim-
babwe sökuðu í gær stjómarflokk
Roberts Mugabes forseta um að
standa fyrir ógnarherferð til að
brjóta stjórnarandstöðu á bak aftur.
Tony Reeler, framkvæmdastjóri
samtakanna Human Rights Forum í
Zimbabwe, sagði að á undanförnum
mánuðum hefði lýðræðishefðin verið
fótum troðin.
„Fyrrverandi hermenn, stuðn-
ingsmenn stjómarflokksins og at-
vinnulausir unglingar hafa haldið
uppi kerfisbundinni herferð ofbeldis
og ógnunar um land allt,“ sagði Reel-
er á fréttamannafundi í Harare, höf-
uðborg Zimbabwe. „Þetta hefur falið
í sér morð, pyntingar og barsmíðar,
kveikt hefur verið í fólki, nauðganir
framdar, mannrán og íkveikjur."
Breska ríkisútvarpið, BBC,
greindi frá því í gær að helsti stjórn-
arandstöðuflokkurinn í landinu,
Lýðræðishreyfingin, nyti mests fylg-
is, samkvæmt skoðanakönnun er
gerð hefði verið af háskólanum í
Zimbabwe. Fengi hreyfmgin 70
þingsæti en flokkur Mugabes, Zanu-
PF, fengi 40 sæti. Alls verður kosið
um 120 sæti í þingkosningunum er
fram fara 24.-25. júní. Alls era 150
sæti á þinginu, en Mugabe hefur rétt
til að tilnefna 30 þingmenn beint.
Bætt samskipti eftir leiðtogafund Norður- og Suður-Kóreumanna
Áróðursstríðinu lokið
Seoul. Vatíkanið. AP. Reuter.
BANN var í gær sett í Suður-Kóreu
við neikvæðum áróðri gegn Norður-
Kóreu. Þá sagði Kim Dae-jung, for-
seti Suður-Kóreu, ráðherram ríkis-
stjórnar sinnar að leita leiða til að
fullnægja samkomulagi því sem
hann og Kim Jong-il, leiðtogi Norð-
ur-Kóreu, gerðu með sér sl. mið-
vikudag.
„Hver ráðherra á að kanna hvað
hans ráðuneyti getur gert,“ sagði
Kim Dae-jung. Þeim ráðherra sem
fer með málefni er varða samein-
ingu Kóreuskagans er til að mynda
falið að undirbúa endurfundi fjölda
fjölskyldna í norðri og suðri sem að-
skildar hafa verið með landamæram
ríkjanna. Annað forgangsverkefni
vegna sáttmálans er að koma lestar-
samgöngum, sem rofnar voru við
upphaf Kóreustríðsins, á að nýju.
Kim Dae-jung sagðist í gær hafa
greint Bill Clinton Bandaríkjafor-
seta frá því að hann hefði hvatt Kim
Jong-il til að taka þátt í viðræðum
um flugskeyti við bandarísk stjórn-
völd. Norður-Kóreumenn tilkynntu
í september á síðasta ári að tilraun-
um með langdræg flugskeyti yrði
frestað á meðan rætt yrði við
Bandaríkjamenn um leiðir til að
bæta samskipti ríkjanna. Bandarík-
in hétu því á móti að draga úr efna-
hagsþvingunum sl. 50 ára. Nokkrir
af forsvarsmönnum Bandaríkja-
stjórnar töldu leiðtogafundinn þó
ekki hafa áhrif á áætlanir Banda-
ríkjanna um þróun flugskeytavarna
gegn óvinveittum ríkjum.
Bann við því að neikvæðum
áróðri um Norður-Kóreu væri út-
varpað í Suður-Kóreu tók gildi í
gær er slökkt var á hátölurum sem
notaðir höfðu verið til að útvarpa
neikvæðum áróðri yfir landamæri
Norður-Kóreu áram saman. Kim
Jong-il hafði áður sett bann við því
að Norður-Kóreubúar hefðu uppi
svipaðan áróður um Suður-Kóreu.
Páfl í heimsókn?
Kim Dae-jung, sem er kaþólskrar
trúar, greindi enn fremur frá því að
vera kynni að Norður-Kóreubúar
byðu Jóhannes Pál páfa II velkom-
inn til landsins. Kim Jong-il hefði
tekið vel í þá uppástungu, en innan
við 4.000 af 22 milljónum Norður-
Kóreubúa era kaþólskrar trúar.
Faðir Bernardo Cervellera, sem
fer með upplýsingamál Vatíkansins,
sagðist ekki útiloka að slík heim-
sókn gæti átt sér stað þótt vissar
breytingar yrðu að verða áður.
Norður-Kórea yrði til að mynda að
viðurkenna kaþólsku kirkjuna og
opna landið fyrir kaþólskum prest-
um. Ekki hafði í gær borist form-
legt boð frá Norður-Kóreu um
heimsókn páfa og sögðu talsmenn
páfagarðs því of snemmt að tjá sig
um málið.
Pútín og Schröder
Hvetja til
öryggis-
mála-
samstarfs
Berlfn. AFP. AP. Reutcrs.
VLADIMÍR Pútín, forseti Rúss-
lands, og Gerhard Schröder, kanzlari
Þýzkalands, lýstu sig í Berlín í gær
stuðningsmenn þess að Evrópuríkin
og Rússland ættu náið samstarf um
endurskipulagningu öryggis- og
varnarmála í álfunni. Var þetta með-
al þess sem leiðtogamir tveir kynntu
sem afrakstur viðræðna í tveggja
daga heimsókn Pútíns til Berlínar.
Schröder sagði heimsóknina
marka „víðtækt nýtt upphaf ‘ tvíhliða
samskipta landanna, en nokkur at-
riði hafa varpað skugga á þau undan-
farið, einkum þátttaka Þjóðverja í
hernaði NATO í Júgóslavíu sem
Rússum mislíkaði, Tsjetsjníustríðið
sem Þjóðverjar hafa gagnrýnt harð-
lega og skuldir Rússa í Þýzkalandi.
Á sameiginlegum blaðamanna-
fundi lagði Pútín til að fulltrúar
„sameinaðrar Evrópu“ tækju, ásamt
Rússum og Bandaríkjamönnum,
þátt í að byggja upp nýja eftirlits-
stofnun með eldflaugaskotum í heim-
inum, sem hugmyndin er að hafi að-
setur í Moskvu. Stjórnvöld bæði í
Moskvu og Berlín óttast að hið nýja
eldflaugavarnarkerfi sem Banda-
ríkjamenn hyggjast koma upp kunni
að koma af stað nýju vígbúnaðar-
kapphlaupi.
„Þýzkaland var og verður mikil-
vægasti bandamaður okkar í Evrópu
og í heiminum," sagði Pútín við lok
heimsóknarinnar. Schröder lýsti yfir
vilja til að Þýzkaland kæmi á hags-
munabandalagi við Rússland.
--------*-f-4---------
Eiturefna-
ský yfír
Rússlandi
Vladivostok. AFP. AP.
EITUREFNASKÝ, sem myndað-
ist við leka úr rússneskri eldflaug,
sveif í gær yfir bænum Nakhodka í
austurhluta Rússlands þar sem um
300.000 manns búa.
Eldflaugin, sem er langdræg af
gerðinni RSM-50, skemmdist í
óhappi, sem varð til þess að 100
lítrar af eldsneyti láku út. Urðu
efnahvörf í því er það komst í sam-
band við súrefni og úr varð eitur-
efnaský sem talið var á milli 300
og 500 metrar í þvermál.
Að sögn ínterfax-fréttastofunn-
ar ertir gasið bæði húð og lungu
og vora íbúar nærliggjandi þorpa
beðnir að halda sig innan dyra á
meðan skýið leystist upp. Færa
varð tíu hermenn, sem komust í
snertingu við skýið, á sjúkrahús í
kjölfar óhappsins sem átti sér stað
við höfnina í Chamja þar sem
Rússar era með kjarnorkukafbáta.
MORGUNBLAÐK) 17. JÚNÍ 2000