Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 1
137. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vika í að þingkosningar fari fram í Zimbabwe Stjórnvöld eru sökuð um ógnarherferð Harare. AFP. 17. júní Stúlkan í forgrunni myndarinnar tekur ásamt öðrum börnum af leikskólunum Jöklaborg, Selja- borg, Seljakoti, Hálsakoti og Hálsaseli þátt í þjóðhátíðar- dagskrá sem leikskólarnir efndu til í gær og virðast börnin ekki hafa látið veðrið á sig fá. Eflaust eiga margir landsmenn eftir að taka þátt í þeirri þjóðhá- tíðardagskrá sem boðið verður upp á víðsvegar um land í dag. Þá er skynsamlegt að hafa regn- hlífina með í för því spáð er skúr- um víðast hvar á landinu. ■ Fjölbreytt/C38-39/16 NÍU mannréttindasamtök í Zim- babwe sökuðu í gær stjómarflokk Roberts Mugabes forseta um að standa fyrir ógnarherferð til að brjóta stjórnarandstöðu á bak aftur. Tony Reeler, framkvæmdastjóri samtakanna Human Rights Forum í Zimbabwe, sagði að á undanförnum mánuðum hefði lýðræðishefðin verið fótum troðin. „Fyrrverandi hermenn, stuðn- ingsmenn stjómarflokksins og at- vinnulausir unglingar hafa haldið uppi kerfisbundinni herferð ofbeldis og ógnunar um land allt,“ sagði Reel- er á fréttamannafundi í Harare, höf- uðborg Zimbabwe. „Þetta hefur falið í sér morð, pyntingar og barsmíðar, kveikt hefur verið í fólki, nauðganir framdar, mannrán og íkveikjur." Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá því í gær að helsti stjórn- arandstöðuflokkurinn í landinu, Lýðræðishreyfingin, nyti mests fylg- is, samkvæmt skoðanakönnun er gerð hefði verið af háskólanum í Zimbabwe. Fengi hreyfmgin 70 þingsæti en flokkur Mugabes, Zanu- PF, fengi 40 sæti. Alls verður kosið um 120 sæti í þingkosningunum er fram fara 24.-25. júní. Alls era 150 sæti á þinginu, en Mugabe hefur rétt til að tilnefna 30 þingmenn beint. Bætt samskipti eftir leiðtogafund Norður- og Suður-Kóreumanna Áróðursstríðinu lokið Seoul. Vatíkanið. AP. Reuter. BANN var í gær sett í Suður-Kóreu við neikvæðum áróðri gegn Norður- Kóreu. Þá sagði Kim Dae-jung, for- seti Suður-Kóreu, ráðherram ríkis- stjórnar sinnar að leita leiða til að fullnægja samkomulagi því sem hann og Kim Jong-il, leiðtogi Norð- ur-Kóreu, gerðu með sér sl. mið- vikudag. „Hver ráðherra á að kanna hvað hans ráðuneyti getur gert,“ sagði Kim Dae-jung. Þeim ráðherra sem fer með málefni er varða samein- ingu Kóreuskagans er til að mynda falið að undirbúa endurfundi fjölda fjölskyldna í norðri og suðri sem að- skildar hafa verið með landamæram ríkjanna. Annað forgangsverkefni vegna sáttmálans er að koma lestar- samgöngum, sem rofnar voru við upphaf Kóreustríðsins, á að nýju. Kim Dae-jung sagðist í gær hafa greint Bill Clinton Bandaríkjafor- seta frá því að hann hefði hvatt Kim Jong-il til að taka þátt í viðræðum um flugskeyti við bandarísk stjórn- völd. Norður-Kóreumenn tilkynntu í september á síðasta ári að tilraun- um með langdræg flugskeyti yrði frestað á meðan rætt yrði við Bandaríkjamenn um leiðir til að bæta samskipti ríkjanna. Bandarík- in hétu því á móti að draga úr efna- hagsþvingunum sl. 50 ára. Nokkrir af forsvarsmönnum Bandaríkja- stjórnar töldu leiðtogafundinn þó ekki hafa áhrif á áætlanir Banda- ríkjanna um þróun flugskeytavarna gegn óvinveittum ríkjum. Bann við því að neikvæðum áróðri um Norður-Kóreu væri út- varpað í Suður-Kóreu tók gildi í gær er slökkt var á hátölurum sem notaðir höfðu verið til að útvarpa neikvæðum áróðri yfir landamæri Norður-Kóreu áram saman. Kim Jong-il hafði áður sett bann við því að Norður-Kóreubúar hefðu uppi svipaðan áróður um Suður-Kóreu. Páfl í heimsókn? Kim Dae-jung, sem er kaþólskrar trúar, greindi enn fremur frá því að vera kynni að Norður-Kóreubúar byðu Jóhannes Pál páfa II velkom- inn til landsins. Kim Jong-il hefði tekið vel í þá uppástungu, en innan við 4.000 af 22 milljónum Norður- Kóreubúa era kaþólskrar trúar. Faðir Bernardo Cervellera, sem fer með upplýsingamál Vatíkansins, sagðist ekki útiloka að slík heim- sókn gæti átt sér stað þótt vissar breytingar yrðu að verða áður. Norður-Kórea yrði til að mynda að viðurkenna kaþólsku kirkjuna og opna landið fyrir kaþólskum prest- um. Ekki hafði í gær borist form- legt boð frá Norður-Kóreu um heimsókn páfa og sögðu talsmenn páfagarðs því of snemmt að tjá sig um málið. Pútín og Schröder Hvetja til öryggis- mála- samstarfs Berlfn. AFP. AP. Reutcrs. VLADIMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, og Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, lýstu sig í Berlín í gær stuðningsmenn þess að Evrópuríkin og Rússland ættu náið samstarf um endurskipulagningu öryggis- og varnarmála í álfunni. Var þetta með- al þess sem leiðtogamir tveir kynntu sem afrakstur viðræðna í tveggja daga heimsókn Pútíns til Berlínar. Schröder sagði heimsóknina marka „víðtækt nýtt upphaf ‘ tvíhliða samskipta landanna, en nokkur at- riði hafa varpað skugga á þau undan- farið, einkum þátttaka Þjóðverja í hernaði NATO í Júgóslavíu sem Rússum mislíkaði, Tsjetsjníustríðið sem Þjóðverjar hafa gagnrýnt harð- lega og skuldir Rússa í Þýzkalandi. Á sameiginlegum blaðamanna- fundi lagði Pútín til að fulltrúar „sameinaðrar Evrópu“ tækju, ásamt Rússum og Bandaríkjamönnum, þátt í að byggja upp nýja eftirlits- stofnun með eldflaugaskotum í heim- inum, sem hugmyndin er að hafi að- setur í Moskvu. Stjórnvöld bæði í Moskvu og Berlín óttast að hið nýja eldflaugavarnarkerfi sem Banda- ríkjamenn hyggjast koma upp kunni að koma af stað nýju vígbúnaðar- kapphlaupi. „Þýzkaland var og verður mikil- vægasti bandamaður okkar í Evrópu og í heiminum," sagði Pútín við lok heimsóknarinnar. Schröder lýsti yfir vilja til að Þýzkaland kæmi á hags- munabandalagi við Rússland. --------*-f-4--------- Eiturefna- ský yfír Rússlandi Vladivostok. AFP. AP. EITUREFNASKÝ, sem myndað- ist við leka úr rússneskri eldflaug, sveif í gær yfir bænum Nakhodka í austurhluta Rússlands þar sem um 300.000 manns búa. Eldflaugin, sem er langdræg af gerðinni RSM-50, skemmdist í óhappi, sem varð til þess að 100 lítrar af eldsneyti láku út. Urðu efnahvörf í því er það komst í sam- band við súrefni og úr varð eitur- efnaský sem talið var á milli 300 og 500 metrar í þvermál. Að sögn ínterfax-fréttastofunn- ar ertir gasið bæði húð og lungu og vora íbúar nærliggjandi þorpa beðnir að halda sig innan dyra á meðan skýið leystist upp. Færa varð tíu hermenn, sem komust í snertingu við skýið, á sjúkrahús í kjölfar óhappsins sem átti sér stað við höfnina í Chamja þar sem Rússar era með kjarnorkukafbáta. MORGUNBLAÐK) 17. JÚNÍ 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.