Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 50
Sykursyki Sýklalyf Allt að helmingur sýkla- lyfjaskammta er óþarfur Regluleg líkamsrækt minnkar líkur á sykursýki MORGUNBLAÐIÐ J>0 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 Reykingar Andoxunarefni virka síður á reykingamenn Símar Sýklar geta borist í menn úr símtólum Mikil sótthætta get- ur stafað af símum Ungir reykingamenn og hjartasjúkdómar Vítamín virðast ekki draga úr hættunni Reuters Engin þjóð reykir eins mikið og Kínverjar. Ein af hverjum þremur síg- arettum, sem eru reyktar á jarðarkringlunni nú, er reykt þar í Iandi. The New York Times. REYKINGAMENN geta ekki treyst því að þeir minnki hættuna á hjartasjúkdómum með því að taka inn vítamíntöflur, samkvæmt A nýlegri rannsókn vísindamanna við Norður-Karólínuháskóla. Vísindamennirnir létu hóp ungra reykingamanna taka inn e- og c- vítamín og niðurstaða þeirra var sú að íjörefnin drægju lítið úr oxun fituefna í blóðinu. Margir vísinda- menn telja að oxun fituprótína - „slæms“ kólesteróls - sé mikilvæg- ur þáttur í frumþróun kransæða- sjúkdóma. Fyrri rannsóknir höfðu bent til þess að e-vítamín drægi úr getu , fituprótína til að oxast en vísbend- ingarnar um áhrif c-vítamíns voru ekki eins skýrar. Reykingamönnum er hættara við hjartasjúkdómum en öðrum og sígarettureykurinn sem þeir anda að sér inniheldur sindurefni, sem geta stuðlað að oxun fituprótína. í rannsókn bandarísku vísinda- mannanna var 30 reykingamönnum skipt í hópa; einn þeirra fékk að- eins c-vítamín, annar e-vítamín, sá þriðji bæði vítamínin og fjórði gervilyf. Meðalaldur þátttakend- anna var 20 ár og þeir höfðu reykt í hálft þriðja ár að meðaltali. Vísindamennirnir mældu oxun fituprótína í hvítu blóðkornunum, en það er talin nákvæmasta leiðin * til að mæla hvernig líkaminn oxar fituefnin í blóðinu. Þeir segja að engin vítamínmeðferðanna hafi dregið úr oxuninni. Rannsóknir, sem byggðust á til- raunaglösum, leiddu í ljós að e- vítamín, svo og e- og c-vítamín saman, lengdi oxunartíma fitupró- tína, en c-vítamín eitt sér hafði engin slík áhrif. Slíkar glasarann- sóknir eru þó ekki taldar gefa jafn nákvæmar vísbendingar um það sem gerist í líkamanum. „Athyglisverðasta niðurstaðan var að mínu mati sú að c-vítamín, að minnsta kosti eitt sér, hafði engin áhrif,“ sagði Cindy Fuller, prófessor í næringarfræði við N orður-Karólínuháskóla. Fyrri rannsóknir á andoxunar- áhrifum vítamína beindust að eldri reykingamönnum en Fuller og samstarfsmenn hennar vildu mæla áhrif vítamínanna á unga reykinga- menn. Niðurstaða þeirra var sú að reykingamennirnir gætu ekki treyst á fæðubótarefnin og yrðu að hætta að reykja meðan þeir væru enn ungir, fremur en að bíða þar til þeir eru orðnir miðaldra og hafa fengið fyrsta hjartaáfallið. The Daily Telegraph. SIMAR eru ein af greiðustu leið- unum til að breiða út sjúkdóma á heimilum og vinnustöðum, ef marka má nýlega rannsókn vís- indamanna við Arizona-háskóla. Rannsóknin bendir til þess að allt að tveir þriðju gerla á sí- mtólum geti borist í hönd þess sem notar simann næst. Og frá höndunum berast gerlarnir oft upp í munninn og valda sýking- um, svo sem magakveisu eða kvefi. Sýklarnir breiðast ekki aðeins út frá almenningssímum heldur einnig á vinnustöðum þar sem starfsmennirnir þurfa að deila símunum. Sú tilhögun getur því fjölgað veikindadögunum og dregið úr framleiðni. Rannsóknin í Arizona beindist einkum að tveimur örverum sem finnast á óhreinum símum - gerlinum serratia rubidea, en hann líkist saurgerli sem getur valdið magakveisu, og veirunni PRD-1. Orverurnar geta breiðst út um heimili eða vinnustaði ef fólk þvær sér ekki nógu vel eftir að hafa notað salernið. Vísindamennirnir menguðu símtól, eldhúskrana og svampa af örverunum og rannsökuðu sfðan hversu margar þeirra bár- ust í hendurnar. I ljós kom að um 39% gerlanna og 66% veir- anna breiddust út frá símunum. Kranarnir reyndust einnig lík- legir til að breiða út sjúkdóma, því um 28% gerlanna og 34% veiranna bárust í hendur þeirra sem snertu þá. Þegar sýklarnir berast í hend- urnar breiðast þeir fljótt út. Ef óhreinn fingurgómur er settur á neðri vörina berast um 34% gerlanna og verulegt magn af veirunum í munninn, að sögn Reuters Líklega er best að þvo sér um hendur eftir að maður hefur talað í almenningssíma. vísindamannanna. Vísindamennirnir könnuðu einnig afleiðingar þess að ein- hver notaði síma eftir að hafa gert þarfir sínar á salerninu án þess að þvo hendurnar nógu vel. Þeir komust að því að rúm- lega 107.000 salmonellusýklar gátu borist frá símanum í fingur þess sem notuðu hann næst. Ef fingurinn er settur í munninn berast þangað um ríflega 36.000 salmonellufrumur, sem er yfrið nóg til að valda veikindum. Sím- tól sem er mengað af veirum, sem valda niðurgangi, geta breitt út 6.580 veirur í hendurn- ar, þar af 211 í fíngurgómana. Visindamennirnir áætluðu að simnotandinn gæti gleypt um 72 veirur, sem væru mjög líklegar til að valda veikindum. Fyrri rannsóknir sömu vís- indamanna leiddu í ljós að venjulegur heimilissvampur geti innihaldið 320 milljónir gerla sem geta valdið sjúkdómum. Hvernig losnar maður við kláðamaur? Magnús Jóhannsson læknir svarar spurningum lesenda Spurning: Hvað er besta meðferð gegn kláðamaur? Eftir að meðferð er lokið - er kláði lengi að fara? Get- ur kláðamaur komið upp aftur? Þá í hvaða tilfelli? Svar: Mannakláðamaur (scabies) eða bara kláðamaur er örsmár átt- fætlumaur (um 0,2-0,4 mm) sem sést varla með berum augum. Hann þrífst bara á fólki og hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára. Menn hafa áætlað að um 300 milljónir manna smitist árlega í heiminum af kláðamaur og hér á landi smitast talsverður fjöldi á hverju ári. Margir hafa tilhneigingu tíl að tengja lús og kláðamaur við sóða- skap og fátækt og finnst skammar- legt að smitast. Þetta hefur þó alls ekkert með sóðaskap að gera og all- ir geta smitast af lús eða kláðamaur, ungir sem gamlir, fátækir sem ríkir. Lús og kláðamaur smitast á svip- aðan hátt, oftast við nána snertingu en slíkt þarf þó ekki að koma til því föt, handklæði og rúmföt geta borið dýrin eða egg þeirra á milli manna. IQáðamaur er talsvert smitandi og t.d. er ekki óalgengt að heilu fjöl- skyldumar smitist í einu. Eftir smit getur liðið allt að því mánuður þar til viðkomandi verður var við óþægindi. Óþægindin stafa af því að kvendýrið grefur sig inn í húðina, myndar nokkurra milli- metra löng hlykkjótt göng og vei'pir þar eggjum sínum. Dýrið gefur frá sér vökva sem veldur ofnæmi, kláða og útbrotum. í byrjun má oft sjá göngin en þegar útbrotin stækka verðui’ erfiðara að greina þau. Kláðamaurinn sest að á stöðum sem margir eru svolítið varðir fyrir umhverfinu og má þar einkum nefna hliðar fingra, greipar, hand- arbök, úlnliði, olnboga, handar- krika, innanverð læri og mitti. Hjá fullorðnum sest kláðamaur hvorki að í hársverði né á höfði en það get- ur gerst hjá bömum. Ef dýrin fá að vera í friði halda þau áfram að verpa í 4-5 vikur, þá fara ný dýr að klekj- ast út og sýkingin breiðist út. Sumir hafa meira ofnæmi fyrir dýrunum en aðrir og fá þess vegna meiri út- brot. Stundum bætist bakteríusýk- ing ofan á og gerir ástandið og óþægindin enn verri. Aðalóþægindin em kláði sem er verstur á nóttunni og getur oft hald- ið vöku fyrir sjúklingnum hálfu og heilu næturnar. Sjúkdómsgreiningin er stundum auðveld en getur líka verið mjög snúin. Oft er reynt að skrapa svolít- ið af húð og skoða undir smásjá í leit að kláðamaur eða eggjum hans. Ef slíkt finnst er greiningin fengin en takist það ekki er erfitt að vera viss. Stundum er ekki annað að gera en að reyna meðferð við kláðamaur og sjá hvort hún ber árangur. Meðferð við kláðamaur er tiltölu- lega einfóld og áhrifamikil en mikil- vægt er að settum reglum sé fylgt nákvæmlega. Hér eru á markaði nokkur lyf við kláðamaur sem öll em vel reynd og meðferð er árang- ursrík ef farið er nákvæmlega eftir leiðbeiningunum. Ef það er ekki gert er hætta á að meðferðin beri ekki árangur eða að endursmit eigi sér stað. Lyfin era notuð á svolítið mismunandi hátt en notkunin bygg- ist á því að bera þau á allan lík- amann nema höfuð og láta þau verka yfir nótt eða jafnvel í heilan sólarhring. Oftast dugir ein slík meðferð og mikilvægt er að með- höndla ekki að óþörfu vegna þess að lyfin geta haft aukaverkanir og era m.a. talsvert ertandi fyrir húðina. Ekki era heldur öll lyfin öragg á meðgöngu eða við brjóstagjöf. Þó svo að dýrin lifi einungis í stuttan tíma utan líkamans (í mesta lagi 2-3 daga) er talið mikilvægt að þvo föt, handklæði, sængurföt, greiður, bursta og annað sem kemst í snertingu við líkamann úr 50 gi’áða heitu vatni (í minnst 15 mínútur). Þetta á að gera samtímis lyfjagjöf- inni. Eitt af því sem veldur oft erfið- leikum er að jafnvel þótt dýrin drepist öll við meðferðina halda þau áfram að erta húðina og geta valdið kláða í nokkrar vikur. Það er þess vegna full ástæða til að láta lækni fylgjast með og endurtaka meðferð- ina því aðeins að öragg merki séu um endursmit. • Lcscndur Morgunblaðsins gcta spurt lækninn um það sem þeim liggur á lýartn. Tckið er á móti spumingum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jó- hannssonar: eImag(a)hotmaiI.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.