Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
12 ákærðir í stóra
fíkniefnamálinu
ÁKÆRUR á hendur 12 sakborning-
um fyrir fíkniefnamisferli eða pen-
ingaþvætti í tengslum við stóra fíkn-
iefnamálið voru þingfestar í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær-
morgun. Sakborningar neituðu
flestum sakargiftum fyrir dómnum.
A meðal sakborninganna eru hér-
aðsdómslögmaður og tannlæknir í
Reykjavík sem ákærðir eru fyrir
peningaþvætti.
Þremur hinna ákærðu er gert að
sök að hafa komið undan 8,5 milljón-
um króna í reiðufé sem var ávinn-
ingur eins af höfuðsakborningunum
í stóra fíkniefnamálinu og hafði ekki
fundist við húsleit heima hjá honum.
Notuðu þremenningarnir pening-
ana í eigin þágu eða ráðstöfuðu til
annarra, að því er fram kemur í
ákæru ríkislögreglustjóra.
Ekki er gert ráð fyrir að aðal-
meðferð í máli sakborninganna
þrettán hefjist fyrr en í september.
Siglingakeppnin Paimpol - Reykjavfk
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Sýningin Fójk og bátar í norðri var opnuð í gær í flutningaskipinu Nord-
west. F.v. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Ágúst Georgsson,
safnvörður Sjóminjasafnsins, og Pár Stolpe sýningarstjóri.
Siglandi
sióminjasafn
Stefna að sigri á Bestu
Paimpol. Monjunblaðið.
FLUTNINGASKIPIÐ Nordwest
lagðist að Faxagarði í gær en innan-
borðs er sjóminjasýningin Fólk og
bátar í norðri.
I skipinu hefur verið komið fyrir
20 upprunalegum árabátum frá öll-
um Norðurlandaþjóðunum auk báta
frá Eistlandi og Hjaltlandi. Á þrem-
ur hæðum má sjá hvernig sjó-
mennska var stunduð á Norður-
löndunum í aldaraðir en Par Stolpe
sýningarstjóri segir að bátarnir og
það vinnulag sem þeim fylgdi hafi
lítið breyst í hundruð ára. Árabátar
sem smíðaðir voru í Noregi í byrjun
20. aldar séu nákvæmlega sömu
gerðar og þeir sem fundust hjá
Gauksstaðaskipinu, en víkingaskip-
ið Islendingur er eftirlíking þess.
Uppruna árabátanna megi þó rekja
mun lengra aftur í aldir.
Pár Stolpe segir það sé einstakt
að bátar frá jafn mörgum löndum
séu sýndir saman. Bátur sem Bjarni
SAMKVÆMT nýrri skoðanakönnun
Gallup eru 69% landsmanna fylgjandi
því að lagt verði veiðileyfagjald á þá
sem hafa kvóta í fiskveiðilögsögunni
en tæplega 22% eru því andvíg. Á höf-
uðborgarsvæðinu eru 75% hlynnt
veiðileyfagjaldi. Jafnframt voru 49%
ósammála úrskurði Hæstaréttar í
Vatneyrarmálinu svonefnda en 39%
voru dómnum sammála.
Fram kemur í könnuninni, sem
gerð var í síma dagana 5.-21. maí, að
tæplega 69% landsmanna eru
óánægð með kvótakerfið í sjávarút-
veginum. Einungis tæplega 14% eru
ánægð með kerfið. í sambærilegri
könnun Gallups fyrir tveimur árum
var afstaða manna svipuð, þá voru
Herjólfsson, bátasmiður í Engey,
smíðaði í upphafi aldarinnar er full-
trúi Islands á sýningunni en þar er
margt merkra gripa, m.a. stór
grænlenskur bátur úr selskinni.
Frá venjulegu
fólki til venjulegs fólks
Pár Stolpe segir að sýningin sé
um lífsbaráttu venjulegs fólks í
gegnum aldirnar sem hann segir að
sé allt of lítill gaumur gefinn. For-
feður okkar hafi ekki aðeins notað
árabátana til fiskveiða heldur einnig
til samgangna og því séu árabátarn-
ir að miklu leyti undirstaða norænn-
ar menningar sem fluttist síðan til
Islands með landnámsmönnunum.
Sýningin, sem er á vegum Sjó-
minjasafnsins í Stokkhólmi, er opin
alla daga frá kl. 10-22 en henni lýk-
ur 27. júní nk. Aðgangseyrir er 300
kr. en ókeypis er fyrir böm yngri en
16 ára og eldri borgara.
tæplega 72% landsmanna óánægð
með kvótakerfið en tæplega 12%
ánægð.
Ef rýnt er nánar í niðurstöður
könnunarinnar kemur í Ijós að konur
eru óánægðari en karlar með kvóta-
kerfið, eða 73% á meðan hlutfallið er
65% hjá körlum. Jafnframt gefur
könnunin til kynna að andstaða við
kerfið sé meiri í efri aldursflokkum.
Þá er óánægja áberandi mest meðal
kjósenda Samfylkingar, 88% þeirra
eru óánægðir með kvótakerfið á móti
79% hjá Vinstrihreyfingunni - grænu
framboði, 62% kjósenda Framsókn-
arflokksins og um helmingi sjálfstæð-
ismanna.
Hvað veiðileyfagjaldið áhrærir má
UNDIRBUNINGUR siglinga-
keppninnar frá Paimpol til
Reykjavíkur er nú á lokasprettin-
um en skúturnar verða ræstar af
sendiherra fslands í París, Sigríði
nefna að 56% þeirra sem eru 18-24
ára vilja að lagt verði á veiðileyfagjald
en hlutfallið er næstum 77% meðal
þeirra sem eru 55-77 ára. Mun hærra
hlutfall höfuðborgarbúa vill leggja á
veiðileyfagjald en úti á landsbyggð-
inni, eða næstum 75%, á meðan hlut-
fall þeirra sem styðja veiðileyfagjald
úti á landi er 61%. Loks er stuðningur
við veiðileyfagjald tæplega 62% með-
al kjósenda stjómarflokkanna á með-
an hann er 85% hjá kjósendum Sam-
fylkingar og Vinstri grænna.
Úrtakið í könnuninni var 1149
manns á aldrinum 18-75 ára og var
það valið með tilviljun úr þjóðskrá. Af
þeim sem lentu í úrtaki tóku um 69%
þátt í könnuninni.
Snævarr, nú á sunnudaginn 18.
júní. I upphafi voru 30 skútur
skráðar í keppnina en rúmlega
helmingur þeirra hefur helst úr
lestinni og því eru það 13 skútur
sem hefja leikinn nú á sunnudag-
inn. Islensk áhöfn er á stærstu
skútunni, sem er 61 fet og gefið
hefur verið nafnið Besta.
í áhöfn Bestu frá Paimpol til
Reykjavíkur verða tólf Islendingar
á aldrinum 27 til 47 ára ásamt
frönskum eiganda hennar, sem
mun m.a. hafa það hlutverk að
elda ofan í skipverja.
í áhöfninni eru Gunnar Geir
Halldórsson, Áskell Fannberg,
Emil Pétursson, Arnþór Ragnar-
sson, Sigurður Óli Guðnason,
Trausti Þór Ævarsson, Linda
Björk Ólafsdóttir, Böðvar Frið-
riksson, Baldvin Björgvinsson,
Jökull Pétursson og Ingvar Ágúst
Þórisson auk Frakkans Jean Clau-
de Féru.
Mikill hugur er í íslensku áhöfn-
inni og er hún staðráðin í að sigra.
Siglingamennirnir telja þó að um
harða keppni verði að ræða þar
sem vanar áhafnir eru einnig á
hinum skútunum. Raunhæft telja
þau að reikna með vikusiglingu og
stefna því á að sigla inn Reykja-
víkurhöfn 25. júni.
69% landsmanna fylgj-
andi veiðileyfagjaldi
Aukinn afli
á togtíma
Sjávarútvegsráðuneytið ákvað
í gær að auka rækjukvóta á
Flæmingjagrunni úr 9.300
lestum í 10.100 lestir.
Vorið 1993 hófust rækju-
veiðar á Flæmingjagrunni. Áð-
alfundur NAFO samþykkti
sóknarstýringu veiðanna sem
Islendingar mótmæltu og settu
leyfilegan hámarksafla. I árs-
byrjun var bráðabirgðakvótinn
ákveðinn 9.300 lestir eins og
1999 en jafnframt tilkynnt að
ákvörðunin yrði endurskoðuð
þegar nánari upplýsingar
lægju fyrir um afla og sókn á
Flæmingjagrunni á liðnu ári.
Jón B. Jónasson, skrifstofu-
stjóri í sjávarútvegsráðuneyt-
inu, segir að við ákvörðun á
magninu hafi verið haft til hlið-
sjónar hvað afli á dag hefði
gefið og hvaða breytingar
hefðu orðið á afla, þ.e. hverju
dagamir hefðu skilað. Sam-
kvæmt formúlunni, sem hefði
verið notuð í fyrra og núna,
hefði afli vaxið töluvert á tog-
tíma og því hefði aukning
rækjukvóta verið ákveðin.
www.mbl.is
M) síaua
ALAUGARDOGUM