Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Listahátiðinni Varmárþingi í Mosfellsbæ lýkur í dag Margt listafólk í bænum Morgunblaðið/Jim Smart Á rokktónleikunum í íþróttamiðstödinni Varmá fengu unglingarnir að heyra „harðkjarnarokk“ við sitt hæfí. Amfríður Lára Guðnadóttir við eitt verka sinna. Matarílát úr steinleir í Sneglu NÚ stendur yfir sýning á verkum Arnfríðar Láru Guðnadóttur í glugg- um Sneglu listhúss, á Klapparstíg. Þar sýnir ArnWður „rakú“-brennda veggkertastjaka og ný matarílát úr steinleir. Sýningin stendur til 4. júlí. List- húsið er opið mánudaga til föstudag kl. 12-18, laugardaga kl. 11-15. Nýjar bækur • ÖLL fallegu orðin er fjórða ljóðabók Lindu Vilhjálmsdóttur. í fréttatilkynningu segir að þessi ljóðabók sé heildstæður ljóðabálkur um ást, söknuð og sársauka. Áður útgefnar bækur Lindu Vil- hjálmsdóttir eru Bláþráður (1990), Klakabömin (1992), en fyrir hana hlaut Linda Menningarverðiaun DV, og yalsar úr síðustu siglingu (1996). Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 53 bls., unnin í Prentsmiðj- unni Oddahf. Kápuna gerði Þórhild- ur Elín Elínardóttir. Verð: 2.980 kr. LISTAHÁTÍÐINNI Varmárþingi í Mosfellsbæ lýkur í dag og hefur að- sókn verið góð, að sögn Valgeirs Skagfjörð, framkvæmdastjóra Varm- árþings. Hátíðin var haldin af Mos- fellsbæ í samvinnu við Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000 og einnig komu félög af Kjalamesi og úr sveitinni að dagskránni. Nóg var um að vera í bænum hátíð- ardagana 10.-17. júní og var reynt að gera sem flestum listgreinum hátt undir höfði. „Við reyndum að nýta alla þá krafta sem fyrir eru í sveitinni og það hefur gengið vel upp,“ segir Valgeir Skagfjörð. Hátíðardagskrá í heila viku Þann 10. júní síðastliðinn var hátíð- in sett og af því tilefni söng Karlakór- inn Stefnir nokkur þjóðleg lög og Leikfélag Mosfellssveitar flutti sveitaannál með tilþrifum. Þá opnaði einnig fjöldi listamanna vinnustofu- sýningar en það er allt fólk sem hefur aðsetur í bænum, s.s. Ólöf Oddgeirs- dóttir, Hildur Margrétardóttir, Ólaf- ur Már, Hlíf Ásgrímsdóttir Guð- mundsson og systumar Þóra og Ásdís Sigurðardætur. Um kvöldið var svo dagskrá með lifandi tónlist á veitinga- húsunum Ásláki og Álafoss-fót-bezt. Valgeir segir hátíðina hafa farið vel af stað „Fjölmargir lögðu leið sína hingað á setningarhátíðina. Þegar lit- ið er til þess að sjö aðrir menningar- viðburðir voru settir á sama tíma í Reykjavík megum við vera ánægð með þáttökuna." „Við höfum verið mjög heppin með veður, það er eins og það hafi verið pantað sérstaklega fyrir hátíðina," segir Valgeir hlæjandi þegar hann er spurður um þá dagskrárliði sem fóru fram utanhúss. Varmárganga var haldin á hvítasunnudag, en þá var gengið upp með Varmá. Að sögn Guð- nýjar Halldórsdóttur leiðsögumanns göngunnar tók fólk á öllum aldri þátt. „Það var allt írá bömum í kerru upp í fólk á áttræðisaldri. Margir voru að fara þessa leið í fyrsta sinn, því hún var gerð manngeng fyrir skömmu." Á annan í hvitasunnu var gróður- setning með skógræktarfélaginu og einnig var vígt nýtt útivistarsvæði við Ullamesbrekkur. „Það var mikil að- sókn á þann viðburð en þar komu saman ungir sem aldnir og grilluðu. Þar voru tekin í notkun ný leiktæki og skólahljómsveit bæjarins lék fyrir viðstadda." Á þriðjudagskvöldið var haldin Laxnessdagskrá í Hlégarði. Þar fjall- aði Halldór Guðmundsson útgáfu- stjóri Máls og menningar um nób- elskáldið Halldór Laxness og tengsl hans við sveitina, en Laxness bjó á Gþúfrasteini í Mosfellssveit. Einnig flutti Leikfélag Mosfellsbæjar hluta úr verkum skáldsins. Samantektina annaðist Birgir Sigurðsson sem með- al annars skrifaði leikrit um stríðsárin í Mosfellssveit, Stríð í friði. Mikill fjöldi kóra Á hátíðinni var tjaldað til ákaflega mörgum listamönnum og kveður Val- geir þá vera sérlega marga í hlutfalli við stærð bæjarfélagsins. „Við emm mjög rík af alls kyns hæfileikafólki, og oft finnst mér að það mætti styðja betur við bakið á þeim listamönnum sem hér hafa sprottið upp,“ segir hann. Hann bendir á að söngur sé mikið iðkaður á þessum slóðum. „Hér er mikið um gott söngefni og komu nokkur þeirra fram á tónleikum á miðvikudagskvöldið," segir hann. Díddú var kynnir á tónleikunum en hún býr einmitt í Mosfellsbæ. Troð- fullt mun hafa verið á tónleikana, sem haldnir vom í Varmárskóla. Valgeir bendir einnig á að starf- ræktir séu ákaflega margir kórar á svæðinu. „Sjö þeirra vom á tónleikum í gær ásamt skólahljómsveitinni - og þeir hefðu verið átta ef Reykjalundar- kórinn hefði ekki verið erlendis í kór- ferðalagi. Mosfellingar fóm ekki varhluta af rokktónlist yfir hátíðina en í íþrótta- miðstöðinni Varmá vora haldnir rokktónleikar þar sem fram komu sex ungar og frambærilegar hljómsveitir úr Mosfellsbæ. „Það má segja að Mosfellsbær sé vagga rokktónlistar,“ segir Valgeir og bendir á að meðlimir hinnar víðfrægu hljómsveitar Sigur- Rósar séu einmitt þaðan. Þeir áttu reyndar að vera á tónleikunum í gær en afboðuðu komu sína. Hann kveður unglingana hafa verið mjög ánægða með tónlistina sem listamennirnir kjósa að kalla „harðkjarnarokk." Hátíðinni lauk í dag og segist Val- geir vona að þessi hátíðarhöld geti ýtt undir frekara menningarstarf í Mos- fellsbæ og bendir á að listahátíðin hefði aldrei getað orðið að vemleika nema af því að fjöldi fólks gaf vinnu sína tO þessa verkefnis. Harðbýlt í Undralandi Morgunblaðið/Kristinn Margaret E. Kentta og Gabriele Stautener afhenda Ólafi Ragnari Grímssyni eintak af bdkinni Svona er ísland í dag. Með þeim á myndinni er þýðandinn Sigurður A. Magnússon. Forsetanum gefin bókin Svona er Island í dag KVIKMYNDIR Háskólabfó UNDRALAND (WONDERLAND) ★★>/. Leikstjdri Michael Winterbottom. Handritshöfundur Laurence Cori- at. Tdnskáld Michael Wyman. Kvik- myndatökustjöri Sean Bobbitt. Að- alleikendur Shirley Henderson, Gina McKee, Molly Parker, Ian Hart, John Simm. Lengd 108 mín. Framleiðandi. Árgerð 1999. BRESKA nýbylgjan, sem reyndar er við það að verða úrelt hugtak, heldur áfram linnulaust með verkum manna einsog Michaels Winterbott- oms, Undraland, sem er hans nýjasta og að vissu leyti besta mynd. Kostir hennar era afburða leikur og leikara- val (sem minnir á óbrigðula dóm- greind starfsbróður hans, Mike Leigh), áhugi og einfold en athyglis- verð skoðun á almúgafólki. Fjölskyldan er í forgranni Undra- lands. Foreldramir, sem fyrir löngu hafa gleymt þvi hvað er að vera sæll og glaður og fara mest í taugarnar hvort á öðra. Dætur þeirra þrjár, sem era burðarásar myndarinnar; Molly (Molly Parker), sem virðist vera að falla í sama díkið og móðir hennar: er komin langt á leið, barns- faðirinn allur hinn ónytjungslegasti. Framtíðin vafasöm. Nadia (Gina McKee) er í eilífri leit að lífsfömnaut, vantrú og óöryggi gera hana vansæla og ástarævintýri hennar niðurlægj- andi. Sú þriðja, Debbie (Shirley Henderson), er höfuð fjölskyldunnar, þó hún kæri sig ekki um það. Stendur á eigin fótum, rekur hái’greiðslu- stofu, á níu ára gamlan dreng með tungulipram lúðulaka sem hún hefur rekið á dyr fyrir löngu. Einn fjöl- skyldumeðlimurinn til viðbótar, son- urinn Darren, er flúinn að heiman. Til að byija með, þá er þessi hópur ósköp venjulegt fólk. Grár massi stórborgarinnar, með sínum vonum, væntingum og ekki síst vonbrigðum. Á löngum köflum tekst Winterbott- om og handritshöfundinum Laur- ence Coriat að gera það forvitnilegt, nánast áhugavert. Coriat gerir bless- unarlega ekkert til að fegra fólkið sitt og umhverfi þess, heldur fast í raun- sæið þó það verði einlitt til lengdar. Winterbottom leikstýrir sögu meðal- jónanna í heimildarmyndastíl, bland- ar borgaramhverfinu og -mannlífinu óspart inní söguþráðinn og tekst þessi stíll með ágætum. Gallinn er sá að í eðli sínu er engin persónan áhugaverð og þær virka best í stutt- um kynnum. Slík atriði era best, ekki síst svipmyndirnar af ástlausu hjóna- bandi foreldranna. Áhorfandinn skynjar fullkomlega ekki aðeins við- varandi ástand heldur ekki síður heila ævi brostinna drauma. Systumar era einstaklega vel leiknar og afstaða Molly, enn frekar Debbie, til lífsins er óvenjuleg, vel út- færð en gerist full flöt eftir því sem á líður og saga sonar Debbie kemur þrátt fyrir allt lítið við mann. Undra- land er laglega gerð mynd en brestur nokkuð úthaldið, forvitnileg, en nær ekki þeim samfelldu, sterku tökum á hversdagslífinu sem er aðalsmerki Mike Leigh. Sæbjörn Valdimarsson MARGARET E. Kentta og Gabr- iele Stautener afhentu fyrir nokkru forseta fslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, eintak af bdk- inni Svona er Island í dag. Bdkin á að sýna ísland nútímans og fjall- ar um hið daglega líf eins og það birtist í greinum úr Morgunblað- inu. Sigurður A. Magnússon þýddi bdkina á ensku. Safnari og höfundur er Marg- aret en Gabriele hannaði bdkina. Þær fluttust hingað fyrir fimm árum og reka hér fyrirtækið arti- fox.com. Mdðir Margaretar er ís- lensk en faðirinn finnskur og bjd fjölskyldan í Bandaríkjunum. Gabriele er Þjdðverji og stundaði nám í íslensku við Háskdla Is- lands. Bdkin fékk styrk frá mennta- málaráðuneytinu en Landafunda- nefnd kynnir bdkina í Bandaríkj- unum og í Kanada. Bdkin er einnig ætluð til kennslu og verður m.a. notuð í Háskdla íslands. Þrjár gerðir af skissum SIGURVEIG Knútsdóttir grafíklistakona opnar sýningu sína Skissur í sýningarsal fé- lagsins Islensk grafík í dag, 17. júní, kl. 16. Sigurveig nam myndlist við Myndlistaskóla Reykjavíkur 1989-1990, útskrifaðist frá graf- íkdeild Myndlista- og handíða- skóla Islands árið 1994 og hlaut kennsluréttindi frá Háskóla Is- lands árið 1995. Hún starfar við kennslu auk myndlistarstarfa, á fjórar samsýningai- að baki og tvær einkasýningar. Vinnuað- staða Sigurveigar er á verk- stæði félagsins Islensk grafík. Tilraun til að teygja sig út fyrir svið grafíkurinnar Verkin á sýningunni era frá- bragðin fyrri verkum Sigur- veigar. Þau era skissur eða „stúdíur“ sem skoða má sem sjálfstæð verk. Um þrjár teg- undir skissna er að ræða: papp- írssteypur, ljósmyndir og blý- antsverk. Þær tengjast graffk- verkum hennar á einn eða annan hátt og voru unnar með grafíkinni í þau efni sem vora við höndina hverju sinni. Skiss- urnar era tilraun til þess að teygja sig út fyrir svið grafík- urinnar án þess þó að segja skilið við hana. Sýningin stendur til 9. júlí. Opið er fimmtudaga til sunnu- daga kl. 14-18 og er aðgangur ókeypis. Sýningarsalurinn er í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17 og er gengið inn hafnarmegin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.