Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
s
A göngu í
Heiðmörk
Göngustífflim í Heiðmörk fer stöðugt fjölg-
andi og samhliða því breytist hlutverk
þeirra. Nú hefur 9 kílómetra langur stígur
til dæmis verið gerður að fræðslustíg. Hann
liggur meðal annars meðfram Elliðavatni.
Brynja Tomer hitti Vigni Sigurðsson, um-
sjónarmann Heiðmerkur, og rölti með hon-
um um hið forkunnarfallega friðland Reyk-
víkinga. Hann sýndi henni Þingnes, sem
sumir segja elsta þingstað þjóðarinnar.
VIKU
M
Morgunblaðið/RAX
Vignir Sigurðsson, umsjónarmaður Heiðmerkur. Göngustígakerfi þar er nd orðið 35 kíló-
metra langt og nýtur mikilla vinsælda.
FRÆÐSLUSTÍGUR heitir
nýjasti hluti göngustíga-
kerfis Heiðmerkur, sem
alls er orðið um 35 kíló-
metra langt. Leiðin eftir hinum
nýja stíg er einkar skemmtileg og
liggur hluti hans með fram Elliða-
vatni. Göngustígar í Heiðmörk
liggja gjarnan þannig að aðgengi
að skóginum er gott ásamt því að
liggja að fallegum útsýnisstöðum. í
Vífilsstaðahlíð er til dæmis útsýn-
ispallur og einnig liggja stígarnir
að markverðum stöðum eins og
Þingnesi. Það er við sunnanvert
Elliðavatn og hafa mannvistarleif-
ar og rústir frá því um 900 fundist
þar. „Þingnes er einn merkasti
sögustaður landsins," fullyi'ðir
Vignir, „því talið er að þar hafi
fyrsta héraðsþing landsins verið
háð.“
Skilti til gagns
og gamans
Fræðslustígur dregur nafn sitt
af 45 upplýsingaskiltum sem sett
hafa verið upp með fram honum.
Þar er í máli og myndum sagt frá
því helsta sem fyrir augu ber.
Vignir Sigurðsson umsjónarmaður
Heiðmerkur fékk þá hugmynd fyr-
ir tveimur árum að setja svona
skilti upp. Þar sem fjárveitingar til
nýframkvæmda á Heiðmörk hafa
ekki verið miklar var ákveðið að
fara nýja leið. Leitað var til Spari-
sjóðs vélstjóra um kostun á gerð
og uppsetningu á fræðsluskiltum.
Þar var erindinu vel tekið og vil ég
koma á framfæri þakklæti til
stjórnar og starfsfólks Sparisjóðs
vélstjóra."
Vignir er handlaginn og hug-
myndaríkur í meira lagi. Hann hef-
ur smíðað leiktæki, grill og fleira
fyrir gesti Heiðmerkur auk þess
að annast viðhald á Elliðavatns-
bænum og sinna hvers kyns smíða-
og viðhaldsvinnu. Hann hannaði
sjálfur skiltin við Fræðslustíg, út-
færði hugmyndina og skrifaði í
samvinnu við Ásgeir Svanbergs-
son, fyrrverandi framkvæmda-
stjóra Skógræktarfélags Reykja-
víkur, fróðlegan texta um fuglalíf,
gróður, fornminjar og jarðfræði á
svæðinu. Myndir eftir Brian Pilk-
ington og Eggert Pétursson prýða
skiltin og kveðst Vignir afar
ánægður með útkomuna. Það eru
gestir Heiðmerkur einnig, eins og
sú sem þetta skrifar sannreyndi í
göngutúr þar fyrir skömmu. Gang-
andi vegfarendur staðnæmdust
undantekningalaust við skiltin og
skimuðu síðan í kringum sig eftir
fuglum, gróðri, kennileitum eða
öðru sem sagt var frá á skiltinu.
Vignir segist hafa haft að mark-
miði að texti á skiltunum væri að-
gengilegur þannig að börn jafnt
sem fullorðnir hefðu gagn og gam-
an af lestrinum.
Þeir sem hafa aðgang að tölvu
geta skoðað vefsíðu um Heiðmörk
þar sem meðal annars er kort af
göngustígum. A korti af Elliða-
vatnsheiði er fræðslustígur auð-
kenndur sem rauður stígur. Slóðin
er www.heidmork.is
„Uppsetning þessara skilta var
hluti af því sem ég vildi gera í til-
efni af 50 ára afmæli Heiðmerkur,"
útskýrir Vignir,
sem tók við starfi
umsjónarmanns
Heiðmerkur af
tengdaföður sín-
um, Reyni Sveins-
syni, árið 1977.
Hann hefur aðset-
ur í afar fallegu og
sögufrægu húsi,
Elliðavatnsbæn-
um, sem stendur á
óviðjafnanlegum
útsýnisstað við
vatnið. „Skóg-
ræktarfélag
Reykjavíkur hefur frá upphafi haft
umsjón með skógrækt og fram-
kvæmdum í Heiðmörk, en landið
er í eigu Reykjavíkurborgar. Fyrir
skömmu var endurnýjaður 50 ára
gamall samningur Skógræktarfé-
lagsins og Reykjavíkurborgar, þar
sem meðal annars er gert ráð fyrir
því að hægt sé að leita til einka-
aðila til að kosta ákveðnar fram-
kvæmdir á svæðinu. Vel má vera
að haldið verði áfram að leita fjár-
mögnunar á þennan hátt, til dæmis
Þjóðlegir draumar
Draumstafir Kristjáns Frímanns
TIL hamingju með daginn. Á þess-
um degi er minnst drauma þeirra
manna sem sáu í hillingum reisn
lands og þjóðar rætast í draumnum
um lýðveldi, gullnir draumar for-
tíðar eru dregnir upp úr pússi þjóð-
ararfsins og tákn þeirra Fjallkonan
flytur lofgjörð. Hvernig er annars
draumurinn um ísland? Þær hetjur
fyrri tíma sem riðu hér um héruð
og eru okkur svo kærar í „gersem-
um“ íslendingasagna eru nú allt í
einu stimplaðar hommar og lesbíur
af nútíma fræðimönnum. Þegar
Gunnar sneri aftur í hlíðina fögru
voru það líklega bara litlu dúllu
sætu blómin sem höfguðu hug hans
en ekki hnarrreist landið enda mun
hann hafa verið meyr maður, linur
til kvenna og seinþreyttur í at.
Hallgerður þótti á hinn bóginn hin
karlmannlegasta, hörð í framkomu,
óvægin og með ísglampa í augum
eins og sönn lesbía. Hvar er nú
fomaldar frægðin?
Hingað gekk hetjan unga
heiðar um brattar leiðir,
fanna mundar að finna
fríða grund í hríð stundum;
núræðstenginnáengi
(í ástarbáli fyr sálast)
styttubands storð að hitta
stýrir priks yfir mýri.
(Jónas Hallgrímsson.)
Aðra fræðimenn dreymir um
upphafningu lands og þjóðar þegar
þeir setja bláan miða á blóðböndin
og segja okkur af miðaldakonung-
um Evrópu fædda og því aðals-
menn að upplagi, ekki nóg með það
heldur tengjumst við einnig aðli nú-
tímans og frændi minn Clinton er
frændi Blairs en hvorugur mun
vera hommi. Hvað varð um myrkar
miðaldir, vosbúð og hor?
Eg er óður, ég er hægur,
égkýsalltogneitteivil;
ég um alla jörð er frægur,
ég hef aldrei verið til.
(Kristján Jónsson.)
Þriðji draumurinn birtist svo í
þriðju bók Adams Rutherfords um
pýramídann mikla, „Hin mikla arf-
leifð íslands". Þar er því haldið
fram að þrjú lönd muni leiða heims-
byggðina inn i hina nýju gullöld;
Bandaríkin, Bretland og ísland. Is-
is (ísland) sé fyrirheitna landið sem
leiða muni heiminn til glæstrar
framtíðar! Himnaríkis á jörðu þar
sem Ijónið og lambið leiki sátt og
hunang drjúpi af trjánum.
Hvað er draumur? Hvað er veru-
leiki? Hvað er trú? Hvað er villa?
Hvað er satt? Hvað er lygi?
Draumur
í Draumstöfum sjötta maí síð-
astliðinn gat ég þess að nóttina áð-
ur hefðu plánetumar fimm: Merk-
úr, Venus, Mars, Júpíter og
Satúrunus raðað sér í beina línu við
Tungl, Jörð og Sól þannig að úr
varð einskonar risastór geisla-
sproti sem magnað hafi segulskaut
jarðar og ljósflæði milli plánetanna.
Þetta fyrirbæri mun hafa gerst áð-
ur fyrir 2000 árum og orðið mörg-
um huglæg opinberun. í pistlinum
fór ég þess á leit við lesendur að
þeir sendu inn drauma sína frá
þeirri nóttu til að sjá hvort þeir
væru frábrugðnir öðrum draumum
um innihald og ferli. Ef þú lumar á
draumi frá nóttinni góðu þætti mér
gott að fá afrit af honum til saman-
burðar, en hér er einn af draumum
næturinnar frá lesanda þér til
glöggvunar:
„Eg kom svífandi að æskuheimili
mínu (sveitabær sem verið hefur í
eyði sl. 25 ár). Þegar ég kem að
bæjarstæðinu þá er komið nýtt hús
við hliðina á bænum mínum. Þetta
virtist vera ný hótelbygging. Ég
byrja á að fara upp að bænum mín-
um og sveif fram fyrir hann. Hann
var í mjög góðu ásigkomulagi að ut-
an en stærri og reisulegri en í raun-
inni. Fjöldi glugga var á framhlið-
inni og þegar ég sveif fram hjá
(mér leið óskaplega vel, var svo létt
og fann svona hamingjutilfinningu)
þá sé ég að húsið að innan er eins
og draumahúsið mitt, veggir eru
dumbrauðir, innréttingar úr rauð-
brúnum viði, bókahillur um allt og
tilfinningin var að þama væri svo
notalegt. Ég svíf svo áfram því ég
er forvitin að sjá hvað er í hinu hús-
inu. Þar inni er frekar ópersónulegt
eins og á hóteli, ég geng inn í eitt
herbergið og þar em nokkur börn
að horfa á barnatímann í sjónvarp-
inu. Inn í herbergið kemur gamall
vinur minn sem heitir Eiríkur og
fleira fólk. Þau setjast við borð og
ég með þeim, mér finnst eins og
þetta fólk sé í einhvers konar
áfengismeðferð. Þau fara öll að
reykja og ég teygi mig og opna
glugga því ég hef áhyggjur af því að
reykurinn fari í börnin og er hálf
ergileg yfir þessu tillitsleysi í fólk-
inu. Draumnum lýkur með því að
ég fæ þá tilfinningu að ég eigi ekki
samleið með þesu fólki“.
•Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína
birta og ráðna sendi þá með fullu nafni,
fœðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og
dulnefni til birtingar til:
Draumstafir
Morgunblaðið
Kringlunni 1
103 Reykjavík
eða á heimasíðu Draumalandsins
http:// www.dreamland.is