Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 55 VILBERG HA UKSSON + Vilberg Hauks- son fæddist á Patreksfirði 4. októ- ber 1962. Hann lést á Patreksfírði 6. júní siðastliðinni og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 13. júní. Fregnin um ótíma- bært andlát Vilbergs, Villa eins og hann var oftast kallaður á vinnu- stað, kom eins og köld vatnsgusa framan í samstarfsmenn hans og vini í Hampiðjunni. Hann var væntanlegur til starfa síðastliðinn fimmtudag eftir mánaðar langt sum- arfrí - hress og endurnærður af allri útiverunni og veiðimennskunni. Hann vildi taka sumarfríið snemma og nýta það til dvalar vestur á Pat- reksfirði. Honum var hlýtt til fæðing- arbæjarins Patreksfjarðar og dvaldi þar gjarnan hjá vinum og ættingjum, m.a. við veiðar og kennslu í flugu- köstum. I Hampiðjunni er hópur stang- veiðimanna, sem finnst gaman að veiða á flugu. Menn eru misjafnlega langt komnir á því sviði. En í listinni að kasta flugu var Villi örugglega fremstur í flokki félaga sinna. Hann var afbragðs veiðimaður og frábær flugukastari. En það er ekki öllum gefið að miðla af kunnáttu sinni - svo vel sé. En Villi átti hins vegar jafn- gott með að kenna byrjendum undir- stöðuatriði flugukasta og lengra komnum. Með hógværð sinni og glaðværri hvatningu tókst honum að efla námsviljann og getuna hjá öllum sem hann leiðbeindi. Þess nutum við félag- ar hans í Hampiðjunni. Hann bauð okkur ókeypis leiðsögn í fluguköstum í vor eins og svo mörg undanfarin ár, áður en hann fór í sumarfrí í maí síðastlið- inn. Ég náði ekki að nýta mér kennsluna í það sinnið. En eins og við mátti búast hjá Villa bauðst hann til að leið- beina mér seinna í sum- ar. Við Villi fórum í nokkrar veiðiferðir saman. Þar af er mér ein ferð sér- staklega minnisstæð. Ferðin var far- in í paradís fluguveiðimannsins, Laxá í Mývatnssveit. Þetta var á besta tíma sumarsins í byrjun júlí en það var nístingskuldi og hvasst alla þrjá dagana og veiðin ekki mikil. En það var alveg sama hvað gekk á, ekk- ert spillti veiðigleði Villa þessa köldu daga. Hann naut þess að kasta flugu á hina margbreytilegu staði sem Laxá býður upp á. Ég sé Villa enn þá ljóslifandi fyrir mér. I rokinu og níst- andi kuldanum með flaksandi úlp- una, ónæmur fyrir veðm’hamnum, hlæjandi og geislandi af veiðigleði. Hann var svo sannarlega veiðimaður eins og þeir gerast bestir. Fluguhnýtingar léku einnig í höndunum á Villa. Ég man ekki eftir að hafa farið í veiðiferð undanfarin ár - án þess að þiggja nokkrar flugur frá Villa í kveðjuskyni. Talsverður hluti af þeim silunga- og laxaflugum sem ég á í dag eru frá Viila komnar. Þar á meðal er listilega hnýtt straumfluga sem Villi hnýtti á öngul nr. 4 og var sérstaklega útbúin handa SIGURGEIR GUNNARSSON + Sigurgeir Gunn- arsson fæddist í Reykjavík 19. júní 1944. Hann lést á heimili sínu 4. júní siðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 14. júní. Mín fyrstu kynni af Geira voru þegar ég hringdi í dóttur hans í fyrsta sinn. Við kynnt- umst þegar Anna Brynja kom ný í skól- ann í gaggó. Mér leist strax vel á þessa hressu stelpu og höfum við verið bestu vinkonur síð- an. Geiri svaraði í símann með djúpri röddu: „Já, halló.“ Mér dauðbrá. Ég stamaði erindi mitt, gleymdi að kynna mig og létti mikið þegar Anna Brynja kom í símann. Er ég kom síð- an í heimsókn í fyrsta sinn var ég svona hálfhrædd við að hitta þessa djúpu rödd og bjóst við risastórum, svarthærðum og mjög alvörugefnum manni sem myndi ekki vilja hafa okkur stelpuskjátur í kringum sig. Ég hélt að Anna Brynja myndi fara með mig beint inn í herbergi sitt eins og margir krakkar gerðu en það var ekki Önnu Brynju stíll. Hún hefur alltaf kunnað sig og kynnti mig strax fyrir foreldrum sínum. Geiri var alls ekki sá sem ég hafði búið mig undir. Er ég hugsa til baka þá minnist ég hans alltaf brosandi og gerandi að gamni sínu. Mér fannst hann hafa skemmtilegan húmor og okkur kom strax vel saman. Hann og Dilda tóku mér opnum örmum. Mér leið strax mjög vel, það voru engar strangar reglur, við þurftum aldrei að halda okkur inni í herbergi, heldur höfðu Geiri og Dilda áhuga á hvað við vær- um að gera. Þetta var í fyrsta sinn sem ég var spurð um mínar stjórn- málaskoðanir sem voru engar á þessum tíma. Ég hafði ekki hug- mynd um hver þessi Jón Baldvin var fyrr en ég kynntist Geira. Hann hafði yndi af að tala við okkur um stjómmál sem og annað. Þetta var nýlunda fyrir mig, það var aldrei talað um stjómmál á mínu heim- ili eða maður spurður álits á einhveiju mál- efni. Hann hafði mikið gaman af þegai’ við vin- konurnar vomm búnar að eyða mörgum klukkustundum í að hafa okkur til fyrir að fara út. Hann hló mikið að okkur og spurði fyr- ir hvem við ætluðum að dansa með þessa stríðsmálningu og hárgreiðslu. En Dilda var ekki lengi að mótmæla þessu, hvaða vitleysa þetta væri í karlinum. Við værum stórglæsilegar og þannig héldum við yfirleitt út og bárum höfuðið hátt. Ég þakka fyrir þessar stundir, þær em dýrmætar. Mikið vatn hefur rannið til sjávar síðan og höfum við Anna Brynja og fjölskylda hennar haldið góðu sambandi þó að hún flyttist til Svíðþjóðar og hef ég farið í heimsókn til hennar nánast á hverju ári síðan hún fluttist þangað. Nú síð- ast voram við fjölskyldan nýkomin til hennar í Svíðþjóð þegar kallið kom að heiman og var það þungbært fyrir Önnu Brynju að horfast í augu við það að stundin væri rannin upp. Kæra fjölskylda, megi ljós og kær- leikur umvefja ykkur, elsku Dilda, Kristján, Anna María, Andrea, Stell- an, Lísa Katla og mín elsku vinkona, Anna Brynja. Hugur minn er hjá ykkur. „Þótt ég sé látinn harmið mig ekki með táram. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem líflð gefur, og ég tek þátt í gleði ykkar.“ (Ók. höf.) Auður Elísabet. mér fyrir urriðanri í Laxá í Laxárdal. Einnig reyndist urriðaflugan skæð í laxveiði eins og kom í ljós seinna um sumarið í Vatnsdalsá. Það höfðu margar flugur verið reyndar þann morgun en ekkert hafði gengið fyir en urriðaflugan hans Villa fékk að reyna sig. Og viti menn, hún heillaði 15 punda hrygnu til að taka. Þetta er minn stærsti flugulax fram til þessa dags. Samgladdist Villi mér líkt og hann hefði veitt hann sjálfur. Þannig var Villi. Mér hefur verið tíðrætt um veiði og flugur sem var sameiginlegt áhuga- mál okkar Villa. En annað áttum við einnig sameiginlegt; vinnu okkar hjá Hampiðjunni. Ég vann í söludeildinni þegar Villi hóf störf í fléttivéladeild fyrirtækisins 1986. Fyrstu árin þekktumst við lítið. Það átti hinsveg- ar eftir að breytast þegar Villi hóf störf í netahnýtingadeild fyrirtækis- ins sem verkstjóri hjá Birgi heitnum Kristjánssyni. A milli söludeildar og netahnýtingadeildar var jafnan mikið og gott samstarf. Oft þurfti að bregð- ast hratt við í hnýtingadeildinni þeg- ar breytingar urðu á fyrirhuguðum framleiðslulotum til að geta þjónað viðskiptavinum með síbreytilegar þarfir. Margar sölur náðust vegna skjótra og röggsamlegra viðbragða starfsmanna hnýtingadeildar. Þá var gott að geta leitað til lipra og hæfra manna eins og Villa. Ingvari Steinari, syni Vilbergs, og öðrum ættingum votta ég mína dýpstu samúð. Megi minningin um góðan félaga lifa. Ingp Þórðarson. Elsku Villi. Mikið er erfitt að kveðja þig í hinsta sinn og ótrúlegt að eiga ekki eftir að heyra þinn dillandi hlátur oftar. Þú varst alltaf svo kátur og skemmtilegur og hrókur alls fagn- aðar. Mikið fannst þér gaman að dansa, það var rifist um að dansa við þig enda unun að sjá þig svífa yfir gólfið. Við félagar þínir í Starfsmannafé- lagi Hampiðjunnar viljum kveðja þig með örfáum orðum. Það er nú ekki langt síðan við voram að skipuleggja óvissuferð starfmannafélagsins, er við fóram á Stokkseyri hinn 13. maí og skemmtum okkur vel að vanda. Hver hefði trúað því að 13. júní, að- eins mánuði eftir óvissuferðina, vær- um við að kveðja þig í hinsta sinn. Við nutum þess að starfa með þér en ekki síður að fá að vera í stóram fé- lagahópi þínum. Störf þín í stjórn starfsmannafélagsins vora drjúg og sáum við fram á öflugt starf nú þegar fyrir dyram stóð að þú gegndir for- mennsku félagsins næsta starfsárið. Vandfyllt verður í skai’ð það er mynd- aðist við fráfall þitt, það eru ekki margir tilbúnir að fórna frítíma sín- um í þessi störf jafn ötullega og þú. Elsku Villi, takk fyrir frábær störf fyrir starfsmannafélagið, heiðarlega og trausta framkomu, skemmtilegt samstarf en umfram allt góðar sam- verastundir. Fráfall þitt er okkur erfitt en við vitum að aðrir eiga um sárara að binda. Við viljum votta öllum aðstandendum þínum samúð okkar og vonum að góður Guð styrki þau. Fyril• hönd S.M.F.H. Ragna, Magnús, Friðjóna og Haukur. JON MARZ ÁMUNDASON + Jón Marz Ámundason fæddist í Dalkoti í Kirkjuhvamms- hreppi í V-Hún. 11. október 1921. Hann lést á líknardeild Landspitalans 12. júní siðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 16. júnf. Það era bjartir sum- ardagar, fuglamir syngja í trjánum, lömb og nýfædd folöld leika sér við hlið mæðra sinna og minna okkur á sumarið. Á slíkum degi kvaddi tengdafaðir minn, Jón Ámundason frá Bjarghúsum. Á slíkri stundu streyma fram minning- ar, minningar um ástsælan föður, tengdaföður og afa. Börnum sínum og ástvinum öllum var hann mjög hlýr og elskulegur og einnig hverjum þeim sem hann tengdist vináttubönd- um. Hann vildi ávallt hafa fólkið sitt í kringum sig og var duglegur að hafa samband ef ekki var hægt að vera ná- lægur. Með okkur Jóni tókst strax mikil vinátta er við kynntumst fyrst og bar aldrei skugga þar á. Hann var alltaf jafn elskulegur í minn garð og mér finnst það ákveðin forréttindi að hafa fengið að kynnast slíkum vini. Jón var mikið náttúrabarn og stundaði búskap nær allt sitt líf og hafði mikið yndi af skepnum. Hann var natinn við skepnurnar og jafn- framt góður hirðir. Löngum stundum sat hann á garðabandinu í fjárhúsun- um og horfði á kindurnar. Hann átti forystusauði, sem vora í miklu upp- áhaldi hjá honum og helst vildi hann hafa féð mislitt. Einnig átti hann lengi vel ferhymt fé, sem vai' ekki til á hverjum bæ. Jón var mjög næmur maður og fann oft á sér ef eitthvað var að hvort heldur það var hjá mann- fólkinu eða varðandi skepnumar. Hrossin vora honum mjög kær og átti hann marga góða hesta. Gaman var að koma í sveitina, meðan hann bjó þar, og fá að taka þátt í þeirri gleði, sem hrossin gáfu honum. Oft vai- farið í útreiðartúra bæði langa og stutta eða eitthvað að snúast í kringum skepnurnar. Hugur hans var ávallt fyrir norðan þótt hann væri fluttur suður. Hann dvaldi hjá okkur á Hvammstanga um lengri eða skemmri tíma þegar hann kom í heimsókn norður. Oft var gripið í spil og þá var Jón í essinu sínu, spil- aði djarft og gerði þannig spilið skemmtilegra. Gaman var að hlusta á hann segja frá, t.d. ýmsum ferðum sem hann fór til Reykjavíkur á vöra- bifreið sinni á þeim áram er vegir vora ógreiðfærir. Frásögn hans var með þeim hætti að maður lifði sig inn í ferðalagið og atburðir urðu Ijóslif- andi fyrir manni. Sá tími sem hann dvaldi hjá okkm- er mér mjög dýr- mætur í minningunni og vil ég þakka fyrir það. Það er sárt að þurfa að kveðja slíkan vin en ljúfar minningar græða sárin. Ég votta ástvinum hann öllum dýpstu sam- úð. Hermann ívarsson. Þegar pabbi hringdi í mig aðfaranótt mánu- dags til að flytja mér fréttimar um andlát afa míns, Jóns Ámundason- ar, þá var mér ekki bragðið. Ljóst var að þetta vora hans síðustu dagar svo að tímann fékk maður til að undirbúa sig. Við bræður voram staddir heima hjá afa og ömmu þegar fregnin kom, þjáningar gamla mannsins vora á enda. Þegar sjúkdómurám hafði greinst fór maður að gera sér grein fyrir því að samverastundum með honum afa mínum færi fækkandi. En ég skil við hann sáttur, fullur góðra minninga um hann afa minn; heyskapurinn í sveitinni, traktors- ferðir þar sem slegið var á létta strengi og heimsóknir í Víðihlíð þar sem amma vann einmitt við kennslu. Ófáum kvöldunum eyddi ég þar í pössun. En svo kom að því að þau fluttu suður til Reykjavíkur en hans hugur var alltaf fyrir norðan. Þegar hann kom í heimsókn var hann alltaf á ferðinni, að hitta gamla kunningja. Þegar ég fór síðan í framhalds- skóla bjó ég um tíma hjá afa og vora það góðir tímar og gaf það honum mikið að hafa félagsskapinn þar sem amma var að kenna úti á landi. Síðan þegar ég var kominn norður aftur kom spumingin alltaf upp hjá honum, hvenær kæmi ég aftur í heimsókn. Ég reyndi að fara eins oft og ég gat og gisti þá alltaf hjá afa og ömmu. Og man ég vel þegar ég birtist síðan einu sinni á bflnum sem ég var þá nýbúinn að kaupa, og við fóram í bfltúr og þótti honum mikið til þess alls koma. Og þegar ég hitti hann síðan í síðasta skipti með fullri meðvitund, þá sagði hann við mig áður en ég fór: „Þegar mér batnar, þá kemur þú á bflnum þínum og við föram tveir í bfltúr, bara eitthvað.“ En ég fékk þó að kveðja þig um þessa helgi, að sitja hjá þér og láta þig vita að ég væri kominn til að fylgja þér síðasta spölinn. Og þú munt koma með mér í bfltúr því þú verður ávallt með mér í anda, hvert sem ég fer. Hvfl þú í friði. Megi Guð vera ömmu, bömum ykkar og öðram aðstandend- um styrkur á erfiðri stund. Jón ívar Hermannsson. Nú hefur góður vinur minn og móðurbróðir, Jón Ámundason, lagst til hvfldar og við eram í dag að fylgja honum síðustu sporin. Starfsævin er á enda og líkaminn var orðinn lúinn eftir erilsama daga. Það tók krabba- meinið heldur ekki svo langan tíma að leggja hann að velli. Hann hvarf á braut í kærleiksríkum faðmi fjöl- skyldunnar og naut um leið frábærr- ar umönnunar á líknardeild Land- spítalans. Jón varð snemma hluti af mínu lífi og ég man þegar ég var að alast upp á Almenningi hvað mér fannst alltaf gaman þegar hann kom í heimsókn. Hann var einn af þeim sem fóra ungir að fást við bfla og brjótast á þeim yfir alls kyns ófærur við misjöfn skilyrði. Á þeim tima voru ekki bifvélavirkjar á hverju strái og varahlutir ekki alltaf við höndina. Menn urðu bara að bjarga sér eins og best lét hveiju sinni. Enda kunni hann margar sögur af svaðilföram af ýmsum toga og sagði skemmtilega frá. Litla frænkan í sveitinni drakk í sig hvert orð og dáðist að þessum duglega glaðværa frænda sínum. Hann var svo forfram- aður, hafði komið oft til Reykjavíkur, átti vörabfl sem komst allt, gat setið á ótömdum hestum og hvað eina. Hann var líka svo góður og hlýr við litlu frænkuna sína. Árin liðu. Jón giftist Naný sinni, börnin fæddust hvert af öðra og þau settust að í næstu sveit að Bjarghús- um í Vesturhópi. Lífsbaráttan var hörð og lítill tími til ferðalaga svo við komum ekki oft að Bjarghúsum til að byija með en það breyttist með ár- unum. Það var gaman að koma að Bjarghúsum og þá var velkomið að skreppa á hestbak, í berjamó eða renna fyrir fisk í vatninu. Jón safnaði ekki fé eða fasteignum en samt var hann svo ríkur. Hann átti stóra og ástríka fjölskyldu þar sem mikið hefur ætíð verið lagt upp úr kærleika og ræktarsemi við vini og vandamenn, sérstaklega þá sem hjálpar vora þurfi. Þessi eiginleiki er dýrmætur og hann ber að varðveita. Hann fæst ekki í verðbréfasjóðum eða stórmörkuðum. Hann býr í hjart- anu og er fjársjóður sem mölur og ryð fá ekki eytt. í minningunni situr Jón við eldhús- borð með kaffibolla í annarri hendinni og hálfreykta sígarettu í hinni. Hann er að segja frá einhveijum hvers- dagslegum atbm-ði sem verður af hans munni að skemmtilegu atviki sem vekur gleði og kátínu. Hann leggur gjarnan áherslu á orð sín með því að sveifla hendinni og svo hlær hann við. Síðast hitti ég Jón við útför Böð- vars bróður hans í byrjun febrúar. Þá sagði hann mér frá því að hann væri hættur að reykja og var mjög stoltur af. Hann var hress í bragði og skraf- aði um daginn og veginn. Þegar móð- ir mín dó um miðjan mars var hann orðinn svo lélegur að hann treysti sér ekki til að fylgja henni. Hann sagði reyndar þegar hann frétti látið henn- ar að nú yrði hann næstur og það reyndist rétt. Við Sævar viljum að leiðarlokum þakka Jóni kærlega fyrir samverana og biðja honum allrar Guðs blessun- ar. Við sendum Naný og fjölskyld- unni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hdlmfríður Bjaniadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.