Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Sigurður Bessason hefur tekið við formennsku í Eflingu - stéttarfélagi Hætta á að samn- ingarnir verði aðeins til eins árs Sigurður Bessason, formaður Eflingar - stéttarfélags, segir að ef ekki takist að ná tökum á verðbólgu sé hætta á að kjarasamningum verði sagt upp í byrjun næsta árs. Hann segir í samtali við Egil Ólafsson að þær væringar sem nú eiga sér stað innan Verka- mannasambandsins geti orðið til þess að ekkert verði af áformum um stofnun nýs landssambands ófaglærðs verkafólks. Morgunblaðið/Jim Smart Sigurður Bessason, formaður Eflingar - stéttarfélags. UM síðustu mánaðamót tók Sigurður Bessason við formennsku í Eflingu - stéttarfélagi, en það er annað af tveimur stærstu verkalýðs- félögum landsins. Þótt félagið eigi sér stutta sögu hvílir það á gömlum merg, en að því standa m.a. Dags- brún, sem lengst af þessari öld hefur verið í fylkingarbrjósti í kjarabaráttu verkafólks. Sigurður var fimmtugur í vor en hann hefur starfað á skrifstofu Dagsbrúnai’ og síðar Eflingar í tólf ár. Hann hefur setið í stjóm í fjögur ár og var lengi áður trúnaðarmaður bensínafgreiðslumanna. Sigurður er kvæntur Guðnýju Pálsdóttur og eiga þau tvo syni. Sigurður var fyrst spurður hvenær hann hefði fyrst gerst aðili að Dags- brún. „Eg varð fyrst aukafélagi í Dags- brún 1963, þá 13 ára gamall. Þá hátt- aði þannig til að unglingar í Reykja- vík fóra niður á höfn á laugardögum og reyndu að verða sér úti um ein- hveija aukavinnu. Þá var sekkjuð vara og kassar hífð í stroffum og einn- ig voram við í því að losa timbur úr skipum. Frá þessum tíma er mér minnisstæðast aðstaða karlanna sem unnu við höfnina. Á þessum tíma var kaffistofa þeirra þar sem Gaukur á Stöng er í dag. Þar stóðu menn gjam- an á morgnana þegar vinna var að hefjast og síðan kom verkstjórinn og benti á menn og valdi úr þá sem fengu vinnu. Þetta fannst mér ákaflega nið- urlægjandi. Ég man sérstaklega eftir ungum, hraustlegum manni sem fékk ekki vinnu dag eftir dag og ástæðan var sú að hann hafði eitthvað verið að rífa kjaft við verkstjórann. Það var nóg til þess að hann var sviptur vinn- unni í einhverja daga. Þetta er tími sem mátti sannarlega hverfa. Staða hafnatverkamannanna batnaði 1966 þegar horfið var frá þessu fyrirkomu- lagi og þeir fengu fastráðningu hjá skipafélögunum.“ Kosinn trúnaðarmaður Hvar ert þú uppalinn? „Ég ólst upp í Bústaðahverfi í stórri fjölskyldu en við vorum sex systkinin. Við höfðum allan Fossvogs- dalinn sem leiksvæði. Ég kláraði landspróf og fór síðan í nám í útvarps- virkjun. Sem betur fer fyrir sjónvarp- ið og sjálfan mig kláraði ég aldrei lokaprófið. Ég hef unnið við margs konar ófag- lærð störf svo sem byggingavinnu, vinnu við virkjanir og vinnu í steypu- stöð. Síðan vann ég í 13 ár á bensín- stöð hjá Olíufélaginu hf. Mín fyrstu afskipti af verkalýðsmálum vora þeg- ar ég vann uppi í virkjun. Ég hafði verið kosinn talsmaður verkamanna sem störfuðu við byggingu stöðvar- hússins. Verkamenn vora mjög óánægðir með að þeir fengu engan bónus eða uppmælingu eins og aðrar stéttir. Þetta varð til þess að þeir felldu niður vinnu í á annan sólar- hring. Guðmundur J. Guðmundsson heitinn, þáverandi formaður Dags- brúnar, kom upp eftir og deilan var leyst með þeim hætti að við fengum bónus. Þama urðu jafnframt mín fyrstu kynni af Guðmundi og ég man að mér fannst mikið sópa að honum. Tveimur áram eftir að ég hóf störf hjá Oh'ufélaginu var ég kosinn trún- aðarmaður." Hvað varð til þess að þú hættir að vinna hjá Olíufélaginu? „Það var ágætt að vinna hjá Olíufé- laginu. Þetta var þægilegur vinnu- staður og gott starfsfólk. I framhaldi af gerð kjarasamninga árið 1988 var ég hins vegar ráðinn til Dagsbrúnar. Þá var Þröstur Ólafsson starfandi hjá Dagsbrún og ég þykist vita að hann og Hjálmfríður Þórðardóttir, sem þá var ritari Dagsbrúnar, hafi haft eitt- hvað með það að gera að ég var ráð- inn. Þetta var mikil breyting fyrir mig. Ég segi nú stundum að það taki mann a.m.k. eitt ár að fá þokkalega innsýn inn í kjaramál og réttindamál launafólks. Síðan era menn auðvitað alitaf að bæta við sig þekkingu. Ég var ráðinn annars vegar til að fara út á vinnustaðina og hins vegar að svara til um réttindamál, sem era hefðbundin störf á skrifstofu stéttar- félags. Skrifstofa félagsins var þá mjög ólík því sem hún er í dag. Við voram sjö sem unnum á skrifstofunni og menn urðu að ganga í öll störf. Það gafst Mtið færi á því fyrir menn að sér- hæfa sig. Dagsbrún var þá undir forystu Guðmundar J. og Halldórs Bjöms- sonar, sem var varaformaður. Þeir vora um margt ólfldr persónuleikar. Guðmundur var mjög áberandi og þekktur maður. Hann var fylginn sér og kom hlutum í verk. Halldór er mik- ill diplómat í samningum og sam- skiptum við fólk. Hann er ákaflega lipur í samskiptum sem hefur komið honum til góða í sameiningarmálum. Ég held að það sé ekki á nokkum mann hallað þó að ég segi að þessi stóra sameiningarmál, sem hafa átt sér stað innan hreyfingarinnar sem hófust með sameiningu lífeyrissjóða verkafólks í Lífeyrissjóðinn Framsýn 1995 og síðan sameining fimm stétt- arfélaga í Eflingu, hafi verið leyst með svo ágætum hætti sem raun ber vitni vegna dugnaðar og samningalip- urðar Halldórs Bjömssonar. Þessi fé- lög era Dagsbrún, Framsókn, Félag starfsfólks í veitingahúsum, Sókn og Iðja. Þessi skipting verkafólks í félög í Reykjavík var löngu úrelt. Fyrsti vinnustaður sem ég heimsótti eftir að ég hóf störf hjá Dagsbrún var Grandi. Mér fannst merkilegt að upplifa að þar störfuðu bæði karlar og konur sem unnu eftir nákvæmlega sama kjarasamningnum, en ég átti hins vegar einungis erindi við karlana. Þeir vora í Dagsbrún en konurnar vora í Framsókn. Þetta fyrirkomulag hafði verið við lýði í næstum heila öld þegar þessi félög vora sameinuð í árs- byrjun 1997. Ég held að það hafi verið árið 1916 sem konur óskuðu eftir að- ild að Dagsbrún, en því erindi var hafnað þar sem menn óttuðust að þær myndu draga svo úr siðferðisþreki karla á félagsfundum." Miklar breytingar á starfseminni Hafa ekki orðið miklar breytingar í kjölfar sameingar félaganna og með stofnun Eflingar? „Jú, þær era miklar. Grannatriðin era samt enn þau sömu, þ.e. að berj- ast fyrir hagsmunum félagsmanna og að sinna þjónustu við þá. Þetta er orð- ið stórt félag og í stóru félagi er enn mikilvægara en áður að rækta vel samstarfið við félagsmenn. Við þurf- um stöðugt að hafa þetta í huga í öllu okkar starfi. Til að bregðast við þess- um áformum þurfum við að defldar- skipta félaginu. Rætt er um að skipta því í 4-5 deildir, en ég vænti þess að niðurstaða um þetta liggi fyrir um áramót. Það verður að viðurkennast að þessi sameining fimm stéttarfélaga hefur tekið gríðarlegan tíma. Það hef- ur þurft að fara í breytingar á lögum félaganna aftur og aftur, breytingar á félagssjóðum og öðra því sem fylgir. Ég er hins vegar samifærður um að þetta var nauðsynlegt og held að það sé margt sem hafi komið félagsmönn- um til góða. Sjúkrasjóður Eflingar er miklu öflugri en þeir sjóðir sem félög- in höfðu áður. Félagið á núna nálægt 60 orlofshús. Þegar fólk var að færa sig á milli vinnustaða þurfti það um leið að skipta um félög, en við það missti það oft félagsleg réttindi eins og t.d. tfl að fá úthlutað orlofshúsi. Það var reyndar búið að samræma reglur um sjúkrasjóðina þannig að fólk tapaði ekki réttindum þegar það skipti um félag. Éin mesta breytingin sem ég hef upplifað er viðhorfsbreytingin í fræðslumálunum. Þegar ég hóf störf hjá Dagsbrún gáfu menn ekkert sér- staklega fyrir fræðslumálin. Menn litu ekki á þetta sem hluta af framtíð- arsýn verkalýðshreyfingarinnar sem gæti snert kjör fólks. Það hefur orðið gríðarleg breyting á viðhorfi innan fé- laganna og kannski ekki síður hefur orðið viðhorfsbreyting hjá atvinnu- rekendum. Tfl langs tíma vora at- vinnurekendur neikvæðir gagnvart starfsmenntun og litu á hana fyrst og fremst sem kostnaðarauka hjá fyrir- tækjum. Nú era atvinnurekendur að opna augun fyrir því að betri mennt- un starfsfólks skilar sér í betri árangri fyrirtækja. í síðustu kjarasamningum sömd- um við um að vinnuveitendur greiddu sérstakt fræðslugjald. Það verður eitt af stóru verkefnunum sem era fram- undan að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Þar skiptir samstaða okkar og vinnuveitenda miklu máli. Félagsmenn þurfa að sækja á um að þeir eigi kost á starfsfræðslu inni í fyrirtækjunum." í síðustu kjarasamningum höfðu Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjó- mannafélag Keflavflrur með sér náið samstarf. Kemur til greina að þessi félög sameinist í eitt félag þar sem þessi félög era nú þegar með sameig- inlegan kjarasamning og sameigin- legan fræðslusjóð? „Það tók þessi félög í Reykjavík ótrúlega stuttan tíma að sameinast þegar sameiningarferillinn fór í gang. Ég tel að menn eigi að skoða samein- ingu þessara þriggja félaga. Það ligg- ur fyrir að það era augljós rök fyrir sameiningu Eflingar og Hlífar í Hafn- arfirði þar sem félagssvæðin liggja saman. Við höfum einnig átt ákaflega gott samstarf við félagið í Keflavík við gerð kjarasamninga." Þurfum ekki á sérfræðiþekk- ingu landssambands að haida Efling er langstærsta aðildarfélag Verkamannasambandsins. Breytir þessi sameining félaga ekki stöðu fé- lagsins innan sambandsins? Þarf fé- lagið nokkuð lengur að leita eftir sérfræðiþekkingu hjá landssam- bandinu? „Þessi sameining félaganna í Reykjavík verður tfl þess að það verður til önnur staða innan Verka- mannasambandsins en menn þekktu áður. Félagið er sjálfu sér nógt með flesta hluti. Við eram með hagfræð- ing í starfi og hjá félaginu starfa lög- fræðingar. Skrifstofan er það öflug að starfsfólk getur sérhæft sig all- mikið. Sá tími er því liðinn að við þurfum að leita eftir sérfræðiþekk- ingu til landssambandsins. Það bend- ir reyndar margt til þess að önnur fé- lög séu að færast í stærri einingar, en ég tel að sú þróun gangi allt of hægt fyrir sig. Ég ætla ekki að fara að segja mönnum hvemig þeir eigi að standa að þessu, en ef við horfum á hlutina út frá félagsmanninum sjálf- um þá er augljóst að einstaklingur í 300 manna félagi hefui- ekki sömu réttindi og möguleika og maður sem á aðild að 15-16.000 manna félagi. Eitt af því sem gerist þegar félög stækka er að gerð er meiri krafa um nýtingu fjármuna launafólks. Við greiðum stóran hluta af kostnaði við Verkamannasambandið og við hljót- um að þurfa að spyija okkur hvort við geram það eingöngu út frá því að við séum félagar í landssambandinu eða hvort við geram það vegna þess að við sækjum þekkingu til lands- sambandsins sem kemur félags- mönnum til góða. Alla þessa hluti verðum við að skoða á hveijum tíma. Þegar félög breytast og til verða stærri einingar getum við ekki látið sem allt annað sé óbreytt. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að endur- skoðun sé farsæl fyrir félögin öll. Þá neyðast menn til að endurmeta hluti sem menn töldu sjálfgefna." Tilraun til að sameina gæti runnið út í sandinn Þrátt fyrir að það hafi fallið hörð orð milli félaganna sem mynda Flóa; bandalagið og annarra félaga í VMSI í vor, erað þið tilbúnir til að taka þátt í stofnun nýs landssambands? ,gVfstaða okkar tfl spuiningarinnar um vera okkar í landssambandi er al- veg skýr. Við teljum að það komi ekki til greina að hér verði áfram til þijú landssambönd ófaglærðs fólks eftíi’ alla þessar sameiningar, þ.e. Verka- mannasambandsins, Þjónustusam- bandsins og Landssambands iðn- verkafólks. Sameining þeirra er fyrsta skrefið í þá átt að koma lagi á hlutina. Við höfum líka séð fyrir okkur að við stofnun nýs landssambands notuðu menn tækifærið tfl að fara í endurskoð- un á lögum og skipulagi. Það era gallar á skipulagi VMSI og ég get neíht sem dæmi að sambandið er deildarskipt, en þessi deildarskipting tekur hins vegar ekld yfir hafiiarverkamenn eða verka- fólk í mjólkuriðnaði. Það er kannski erfitt að tala um sameiningarmál af einhveiju viti þessa dagana eins og málum er kom- ið. Mér sýnist að menn leggi meira upp úr því að finna einhveija söku- dólga heldur en að ná skynsamlegri lendingu í máhnu. Það var mjög erfið- ur tími í vetur þegar þessar deilur vora uppi og það varð niðurstaða að fara í að sameina landssamböndin. Þetta var hluti af viðleitni við að setja niður deilurnar og reyna að koma lagi á hlutina. Ég óttast mest að þessi orrahríð sem nú stendur yfir verði til þess að menn nái ekki þessu mark- miði og menn sundri þessu enn á ný. Ég stóð í þeirri trú að fullur hugur stæði á bak við þessa vinnu. Mark- miðið var að stofna kröftugt samband sem kæmi með mikla vigt inn á þing Alþýðusambandsins í haust. Ég vona að það takist." Ná verður tökum á verðbólgunni Hvert er meginverkefni Eflingar að þínu mati? „Stærstu verkefnin innan stéttar- félaganna á hveijum tíma era kjara- málin. Þar skiptir miklu máli að við náum árangri í hækkun lægstu launa. í samningunum 1997 og aftur núna höfum við lagt höfuðáherslu á að lyfta lægstu laununum sérstaklega. Ég geri mér grein fyrir að það verði seint sem menn koma fram með tölur sem fólk er sátt við, einfaldlega vegna þess að þessi laun era enn allt of lág. Mér finnst margt benda til að sú launastefna sem var mótuð við gerð síðustu kjarasamninga hafi fest sig í sessi. Ég óttast hins vegar að verð- bólgan verði ekki í samræmi við for- sendur samninganna og ef það gerist er mikil hætta á að þessi samningur verði aðeins til eins árs. Við höfum komið þessum áhyggjum okkar vel á framfæri við stjómvöld. Menn verða að átta sig á að það skiptir samfélagið gríðarlega miklu máli að hér haldist stöðugleiki. Ef menn era ekki tflbúnir til að halda hér stöðugleika sem tryggir verkafólki og þeim sem eru á lægstu laununum umframhækkanir þá munum við ekki tryggja slíka leið inn í framtíðina. Við eram tflbúnir að taka þátt í þessu vegna þess að við geram okkur grein fyrir því að verð- bólgan étur upp þær launahækkanir sem láglaunafólkið hefur samið um. En ef það era aðrir í samfélaginu sem telja að hlutimir eigi bara að snúast um að hafa sitt á hreinu þá nær okkar samstaða ekki yfir það.“ Geta stéttarfélögin gengið út úr þessum kjarasamningi fari verðbólga úr böndunum? „Það vora tvö ákvæði inn í kjara- samningana sem hagfræðingar Al- þýðusambandsins og Samtaka at- vinnulífsins eiga að meta. Annars vegar launahækkanir annarra hópa og síðan verðbólga á árinu. Þetta tvennt verður tekið til skoðunar í febrúar eða mars á næsta ári. Ef það verður niðurstaða að þarna sé að- gerða þörf þá getur það gerst með tvennum hætti. Annars vegar geta komið til viðbótarhækkanir launa og hins vegar, ef ekki næst samkomulag, getur Flóabandalagið sagt upp samn- ingum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.