Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 45 Mffl m Morgunblaðið/Golli Loftmynd af norðausturhluta EHiðavatns. í Þingnesi við Elliðavatn var Kjalarnesþing hið forna líklega háð. Bærinn á Elliðavatni er lengst til hægri, en í baksýn er Heiðmörk og íjallgarðurinn með Vífilsfell fyrir miðju. ef fleiri skiltum verður komið upp.“ I starfi umsjónarmanns Heið- merkur felst meðal annars að skipuleggja störf fyrir Vinnuskóla Reykjavíkur. Ungling^r í vinnu- skólanum eiga til dæmis heiðurinn af því að hafa lagt gðhgustíga í Heiðmörk á síðustu árum, en Vign- ir segir að byrjað hafí verið að leggja göngustíga þar fyrir 23 ár- um. „Þá höfðu myndast slóðar á ákveðnum svæðum í Heiðmörkinni og voru þær leiðir gerðar greið- færari með göngustígum. I kjölfarið var farið að huga að stígakerfi til að leiða fólk inn á áhugaverða staði.“ Vignir segir að krakkarnir í Vinnuskóla Reykja- víkur hafí að mestu leyti lagt stíg- ana með handafli, því ógreiðfært sé fyrir stórar vinnuvélar. „Þetta er heilmikið mál og hreint þrek- virki. Við reynum að raska landinu sem minnst og því er handaflið það eina sem dugar.“ Hestar eyðileggja stígana Viðhald á stígunum er meira en það þyrfti að vera, segir Vignir. „Þeir eru byggðir upp á 10-15 sentímetra malarlagi og þola því ekki þunga umferð eins og hesta, því þá spænast þeir upp og for- arleðja myndast á þeim. Þess vegna er umferð hesta bönnuð á göngustígum, en því miður valda hestar samt talsverðum skemmd- um á stígunum á hverju ári. Mér finnst synd að horfa á eftir miklum fjármunum og vinnutíma í viðgerð- ir í stað uppbyggingar. Ég sé fyrir mér að hægt væri að skipuleggja skemmtilegt svæði fyrir hesta- mennsku á Hólmsheiði, sem er á móts við Heiðmörk. Það er fallegt svæði, þótt það sé enn ekki eins skógi vaxið og Heiðmörkin. Svæðið er allt að koma til og ef af þessu yrði, yrði eflaust meira unnið að uppbyggingu þar. Einnig verður að geta þess að Heiðmörk er á vatnsverndarsvæði og verður öll umferð um svæðið að taka mið af því.“ * Allur vóla- og tækjabúnaður * Vönduð vara - góð verð J. ÁSTVfllDSSON HF. Sklpholti 33, 10S Aoyhjovih. simi S33 Að sögn Vignis fjölgar þeim stöðugt sem koma til Heiðmerkur til að njóta þar útiveru. Samkvæmt mælingum sem byggðar eru á taln- ingum Vegagerðar ríkisinns á um 20 mánaða timabili 1997 og 98 koma um 200.000 gestir í Heið- mörk á hverju ári. Flestir koma á sumrin, en á góðum vetrardögum er einnig töluverð umferð fólks. Vignir segir stefnt að því að troða göngustígana að vetrarlagi, svo skíðagöngufólk eigi auðvelt með að stunda íþrótt sína á þessum fallega stað. Jafnframt er stefnt að því að troða sérstakar skíðagöngubrautir, svo hægt sé að aðskilja gangandi og skíðandi umferð. „Göngustíg- arnir eru ekki upplýstir og finnst sumum það bagalegt í skammdeg- inu. Skiptar skoðanir eru á því hvort lýsa eigi stígana upp á vet- urna. Sjálfum finnst mér í lagi að setja upp lýsingu, í það minnsta við hluta göngustíganna, en brýnt er að vanda hönnunina, svo hægt sé að njóta áfram stjörnubjarts himins og norðurljósa.“ Hann segist dreyma um að láta leggja enn fleiri göngustíga, meðal annars til að tengjá Vífilsstaðahlíð og Elliðavatnssvæði. Hraun á leið- inni sé raunar farartálmi, en ef að líkum lætur finnur þúsundþjala- smiðurinn Vignir Sigurðsson lausn á því. Hjólum i*liih.ill Kynntu þér dagskrána á netinu www.ilir.ls -muniðhjálminn! Íþróttahátíð í Reykjavík 17.-24. júní Hjólreiðadagur sunnudaginn 18. júnl I samvinnu /\við íslenska Fjallahjólaklúbbinn og VÍS. /vlftsÞs, Safnast verður saman í Laugardalnum við gervigrasið kl. 15:00. HJÓLATÚRAR - lengri og skemmri vegalengdir. ÞRAUTIR - glaðningur frá VÍS fyrir duglega þátttakendur. Einnig verða kynningar á ýmsum búnaði tengdum hjólaiðkun. -Vertu með ffjörinu og fáðu þérSPRITE! 4* IftóTtXBXNDMJsC „VÁJi, v Matseðill 17. júní FORRÉTTUR Grillaður smokkfiskur með grænmeti og hvítlaukssósu. AÐALRÉTTUR Ofnbökuð kjúklingabringa fyllt með mascarpone, sítrónu og timian borin fram með rostikartöflum og marsalasósu. EFTIRRÉTTUR Panetone brauðbúðingur með ensku kremi og ferskum berjum. Kr. 3.400,- Opnum kl. 17:00 p R M A V E R A RISTORANTE AUSTURSTRÆTI 9 - 2 HÆÐ - SÍMI 561 8555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.