Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 35 jHM-2000 Laugardagur 17. júní NAUTHÓLSVÍK KL. 13:30. Vígsla Ylstrandarinnar. Áður en vígslan fer fram, með setn- ingu Sumaríþróttaviku ÍBR, verður einn affjölmörgum vatnspóstum höf- uðborgarinnar vígður, eða um kl. 13. í Nauthólsvíkinni gefst almenningi m.a. kostur á siglingu um Nauthóls- vík og Útivist býður í göngu um hina fornu þjóðleið, Leggjaþrjót. í heila viku skipuleggur ÍBR útivist og íþróttaviðburði. Sumaríþróttavikan er haldin í samstarfi við Íþróttahátíð ÍSÍ og fjölmarga aðra skipuleggjendur og stendurtil24.júní. www.ibr.is. KIRKJUHVOLL, AKRANESI. Myndlistarsýning. f tengslum við Sjávarlist sýna Stein- unn Guðmundsdóttir og Salome Guð- mundsdóttir málverk og vefiistaverk í Kirkjuhvoli. Sýningin stendur til 2. júlí. Dagskráin er hluti af samstarfs- verkefni Menningarborgarinnar og sveitarfélaga. www.akranes.is. ÍSAFJÖRÐUR Menningarveisla. Á þjóðhátíðardaginn verða hátíða- höld á Hrafnseyri og ísafirði. Sýningin „Sjávarmyndir“, sem haldin veröur í fjórum þéttbýlisfjörðum ísafjarðar- bæjar verður opnuð aðfaranótt laug- ardagsins og í Slunkaríki opnar Harpa Árnadóttir málverkasýningu kl. 16. Menningarveisla ísfirðinga mun standa til 25. júní. vesturferdir@vesturferdir.is. MOSFELLSBÆR - VARMÁRÞING Menningardagskrá Mosfellinga, sem einnig er hluti af samstarfsverkefni Menningarborgarinnar og sveitarfé- laga lýkur í dag með skrúðgöngu úr Álafosskvos kl. 14 og hátíðardag- skrá sem hefst kl. 15. REYKJAVÍKURHÖFN Skonnortur franska sjóhersins. Tvö skip franska sjóhersins verða í opinberri heimsókn í Reykjavík í til- efni af kappsiglingunni lceland Kristinn Sigmundsson kemur fram á tónleikum í ísfjarðar- kirkju. Skippers. Á þjóðhátíðardeginum mun Lúðrasveitin Svanur hefja lúðra- þyt á Faxagarði klukkan 8:45 ogaftur kl. 9:15. Skonnorturnar munu svo fýigja íslendingi úr höfn á leiö hans vestur um haf. Almenningi verður boðið um borð í skonnorturnar með- an þær eru hér við höfn eða tii 24 júní. Við hafnarsvæðið mun auk þess Hópur fólks - Listverksmiðja skjóta upp kollinum. www.reykjavik2000.is. GRINDAVÍK Menningardagskrá. Sameiginleg þjóðhátíðardagskrá í Grindavík og við Bláa tóniö. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Kristni í 1000 ár. Opnuð veröur í Þjóðmenningarhúsinu viö Hverfisgötu sýning um áhrif kristni á íslenskt þjóðlíf í þúsund ár. Sýningin mun standa í um 3 ár og er samstarfsverkefni Kristnihátíðar- nefndar, Þjóöskjalasafns íslands og Þjóðmenningarhúss. www.kultur.is. www.reykjavik2000.is wap.olis.is. Sunnudagur 18. júní LAUGARDALUR íþróttavika ÍBR , Garðabær og Vífils- fell. Á dagskránni er hjóireiðadagur í sam- vinnu við íslenska Fjallahjólaklúþþ- inn þar sem safnast verður saman í Laugardalnum kl. 15. Hið árlega Kvennahlaup ÍSÍ í Garðabæ hefst kl. 14 og Útivist býður í fjallgöngu á Víf- ilsfell kl. 10:30. Sumaríþróttavikan er haldin í sam- starfi við Íþróttahátíð ÍSÍog fjölmarga aðra skipuleggjendur. Til 24. júní. www.ibr.is. ÍSAFJÖRÐUR Menningarveisla. Meðal viðburöa er afhjúpun lista- verksins „Úr álögum “ eftir Einar Jónsson kl. 11, stjórnmálasögusýn- ing í Gamla sjúkrahúsinu á ísafirði kl. 14 og tónleikar Kristins Sigmunds- sonar og Jónasar ingimundarsonar í ísafjarðarkirkju kl. 20:30. Dagskráin stendur til 26. júní. Hún er jafnframt hluti af samstarfsverk- efni Menningarborgarinnar og sveit- arfélaga. vesturferdir@vesturferdir.is. LISTASAFN REYKJAVÍKUR Hafnarhúsinu - Gleymdir staðir. Arkitektaakademia er yfirskrift fyrir- lestra og sýningar sem haldin verða í tengslum við. verkefnið Gleymdir staðir. I kvöld kl. 20:00 flytur Fredrik Lund, kennari við arkitektadeild Chalmers tækniháskólans í Gauta- borg erindi sem hann nefnir Walls, roofs. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og fara fram á ensku. Aðgangur er ■ókeypis:........................ HAFNARHÚSIÐ Lífið við sjóínn. I tengslum viö hina alþjóðlegu sýn- ingu Lífið við sjóinn verður haldinn fræðslufundur fyrir almenning um fiskveiðarfrá kl. 14 til 16:30. www.reykjavik2000.iswap.olis.is. Mánudagur 19. júní SUMARÍÞRÓTTAVIKA ÍBR. Línuskautakvöld þar sem allir eru hvattir til aó mæta og skauta á göngu- stígum við Fossvog og Skerjafjörð. Kennsla fyrir almenning hefst kl. 18. www.ibr.is. ÍSAFJÖRÐUR Menningarveisla. „Staða kvenna um aldamót í sögu- legu samhengi“ eryfirskrift málþings sem kvenfélögin í ísafjarðarbæ sam- einast um að halda í tilefni af Kvennadegi 19.júní. vesturferdir@vesturferdir.is. www.reykjavik2000.is wap.olis.is Af trega, tremma og tryllingi TOJVLIST BIáa I ó nið VÍSNATÓNLEIKAR C. M. Bellman: Pistlar og söngvar Fredmans. Söngur, munnharpa og kynningar: Bubbi Morthens. Gítar: Guðmundur Pétursson. Fimmtu- daginn 15. júni'kl. 20. MIKIÐ brennivín hefur til sjávar runnið frá því er drykkjusöngvar Carls Michaels Bellmans (1740-95) voru hér fluttir af MA-kvartettinum í kjólfötum og vandaðri fjórröddun við klassískan píanóundirleik. Hversu mikið varð lýðum Ijóst á tón- leikum þeirra Bubba Morthens og Guðmundar Péturssonar í veitinga- húsi Bláa lónsins á fímmtudags- kvöld, þar sem áhrif frá síðari tíma alþýðutónmenntum eins og blús, kántrí og pönki blönduðust við hefð- bundnari meðferð á þessu ástsæla þjóðskáldi Svía, enda þótt sænsk- skandinavíska vísna- sönghefðin héldi víða sínu, einkum í fyrsta hluta. í beitingu söng- raddar mátti á einum stað m.a.s. heyra sterkan undirtón frá Fred heitn- um Ákerström, sem ásamt Cornelis Wreswijk þótti fremstur Bellmans- túlkenda í heimalandi skáldsins á 7. og 8. ára- tug. Vel að merkja áður en báðir fóru sömu leið og frumhöfundurinn og förguðu sér Bakkusi. Af öllu mátti heyra, að Bubbi og Guðmundur höfðu víða komið við og hlustað, áður en þeir fundu sína leið að þessum líklega frægasta vísna- smið Norðurlanda. Enda kom fjölbreytni þeirra í túlkun á óvart, þótt blessunarlega laus væri við leikrænu ýkjur þær sem nú ku vera í tízku syðra og sem landinn fékk smjörþefmn af í Ymi 22. apríl s.l. á tónleikum sænska Bell- manstrúbadúrsins Martins Bagge með Göta Par Bricoles Sángkör frá Gautaborg. Nálgun túlkenda á stórskáldi eins og Bellman óvefengjanlega var, þrátt fyrir sukksamt líferni sitt, hlýt- ur ávallt að verða ólík frá manni til manns og kynslóð til kynslóðar. Sumir hafa lagt áherzlu á hið íbyggna og lágstemmda eins og Gunnar Guttormsson. Sú hlið var vissulega líka til hjá Bubba. En hlut- fallslega meir bar þó á tryllta svall- inu, tremmanum, skelfingunni og treganum, enda hefði söngvarinn sem óvirkur alkóhólisti að eigin sögn fundið sér snertiflöt við hinn sænska þjáningabróður, sem í dag hefði ver- ið settur í meðferð og þurrkaður upp - og skáldskaparæðin eflaust líka um leið. Ef danslög nútímans eru borin saman við bít 7. áratugar sést tölu- verð herðing á meðaltempói - frá 120 upp í 130 eða meira - sem ásamt al- mennri lífshraðaaukningu og streitu gæti hafa komið yngri hlustendum til að finnast flutningur þeiiTa félaga ívið í hægara kanti. Mest bar á þessu í fyrstu Fredmanspistlunum, eða þangað til að maður tók að venjast hraðavalinu og sjá kosti þess fyrir textann, sem Bubbi skilaði skýrt og með miklum og oft átakanlegum til- þrifum, eins og í 30. pistli þar sem skáldið er komið á grafarbakkann af tæringu. Eins virtist gítarleikur Guðmundai’ framan af frekar hlé- drægur og hefði í hefðbundnasta stílnum gjarna mátt leggja aðeins meira til af hermikontrapunkti, t.d. í Ulla, min Ulla, einni af mörgum fal- legu náttúrulýsingum skáldsins, svölun þess við sora og bflífi heima fyrir. Pegar á leið lagði gítarinn þó mefra til málanna og sýndi Guð- mundur á köflum mikla snilldar- takta, ekki sízt þegar blúsmóður rann á þá félaga með sefjandi inn- slögum á munnhörpu Bubba. Kom sú meðferð furðusannfærandi út, þótt fljótt á litið væri í hvínandi and- stöðu við allar settlegar hefðir Bellmansaríleifðar. Meðal áhrifamestu laga mætti nefna 72. pistilinn um unaðsstund- irnar við Kajsu (viðkvæmum tón- leikagestum var bent á að forða sér á meðan) þar sem söngstfll Áker- ströms blandaði geði við hreinrækt- að gaddavfrs-„belt“ í snilldarþýðingu Þórarins Eldjáms. Jóni Helgasyni tókst ekki síður vel upp í þýðingu sinni á óborganlegum gálgahúmor 23. pistils, Anza mér, móðir; saminn í ræsinu af dapurri tilhugsun til lán- lausra foreldra skáldsins. í Fyrst ég annars hjarta hræri (= Guttavísur) klöppuðu áheyrendur undir með kántrí-vals útfærslu þeirra félaga. Ein af eftirminnilegri kynningum Bubba, sem flestar voru bráð- skemmtilegar þrátt íýrir vott af streitu framan af, fjallaði um alls- gáða drykkjufélagana við jarðarför í rigningar- sudda (Sjá, bróðir Mov- itz); yndislega fallegt lag, undirstrikað af sérlega ljóðrænum gítarleik. „Vampað“ var á einum og sama hljómi í taktfóstum blámseið í ókynntu lagi með mögnuðum munn- hörpusólóum og fram- sögðum melódramatísk- um texta a la „talkin’ blues“, sem leiddi við- stöðulaust yfir í Lát lúðra og komett kalla við dúndrandi blús-mars á útopnu, þar sem Bubbi m.a. beitti sérkennilegri sífrandi söngtækni er minnti á strokið sagar- blað. Guðmundur kallaði fram á gítarinn eftir- minnilegan enduróm af cister, uppáhaldshljóð- færi Bellmans, á liggj- andi pedal í döpru vöggu- vísunni fyrir litla son skáldsins, Sofðu, Kalli (þ. Gunnars Guttormsson- ar), í hjartfólginni túlkun Bubba. Dúóið lauk svo dagskránni á léttum nótum með Gamla Nóa (þ. Sigurðar Þórarinssonar), „fyrstu opinberu fyllibyttunni". Ljóðið er e.k. hylling skáldsins og allra drykkjusjúklinga til raunmæddra fyrirmyndareigin- kvenna [„aldrei sagði hún „ekki meira nú!““] og var flutt af miklum krafti í dunandi fjórskiptum takti, sem ekki sízt fyrir gjallandi munn- hörpuinnslög og m.a. „scat-vókalísu“ að hætti Egils Ólafssonar lagði sal- inn að velli með dynjandi lófataki, sem kallaði fram nokkur verðskuld- uð aukalög. Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Ásdís „Af öllu mátti heyra, að Bubbi og Guðmundur höfðu víða komið við og hlustað, áður en þeir fundu sína leið að þessum líklega frægasta vísnasmið Norðurlanda," segir m.a. í dómnum. „Ég er nú þannig gerð að ég er alltaf til í að prófa allt og trúi öllu auglýsinga- skrumi. Þar af leiðandi er ég örugglega búin að prófa öll krem og rafmagns- nuddtæki sem til eru! En ég sá ekki raunverulegan mun fyrr en ég fór að nota Karin Herzog húðsnyrtivörurnar, sem ég er mjög ánægð með og finnst þær hafa skilað virkilegum árangri." /---------------------------------1 Edda Björgvinsdóttir leikkona er einlægur aðdáandi Karin Herzog húðsnyrtivaranna: Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland Edda Björgvinsdóttir leikkona ..ferskir vindar í umhirðu húðar 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.