Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eigninkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÞURÍÐUR SKARPHÉÐINSDÓTTIR, Fornhaga 11, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 21. júní kl. 13.30. Guðmundur Ellert Erlendsson, Skarphéðinn Kristján Guðmundsson, Kristín G. Guðmundsdóttir, Edvard G. Guðnason, Berglind Hrönn Edvardsdóttir, Sólveig Dögg Edvardsdóttir, Guðni Ellert Edvardsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Hellisgötu 19, Hafnarfirði, sem lést á Landspítalanum sunnudaginn 11. júní, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju mánudaginn 19. júní kl. 13.30. Elías Arason, Guðný Sigríður Elíasdóttir, Guðmundur Grétar Bjarnason, Sigurður Ari Elíasson, Sigríður Ágústsdóttir, Erna Björk Elíasdóttir, Gissur Skarphéðinsson, barnabörn og barnabarnabörn. 4 t Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, BJÖRNS ÞÓRARINS ÁSMUNDSSONAR, Víkurbraut 30, Höfn Sigríður Bjarnadóttir, Valdís Þórarinsdóttir, Guðrún Þórarinsdóttir, Ásbjörn Þórarinsson, Elma Þórarinsdóttir, Olga Þórarinsdóttir, Birna Þórarinsdóttir, Sigurborg Þórarinsdóttir, Birgir Björnsson, Vigdís Vigfúsdóttir, Esjar Stefánsson, Skeggi Ragnarsson, Guðmundur Hjaltason, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs sambýl- ismanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS GUÐNA HAFDAL, Gyðufelli 16, Reykjavík. Sigurbjörg Pétursdóttir, Jón Þórir Jónsson, Lilja Matthíasdóttir, Ellert Högni Jónsson, Vigdís Helga Jónsdóttir, Hafþór Hafdal Jónsson, Katrín Sigríður Jónsdóttir, Svanhvít Jóhanna Jónsdóttir, Jón Ingi Hjálmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Sigurður Hauksson, Margrét Gunnarsdóttir, Þór Karlsson, LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960,fax: 587 1986 + Ósk Gísladóttir fæddist á Óseyr- arnesi í Ámessýslu 7. október 1904. Hún lést á heimili sínu, Furugerði 1, Reykja- vík, 8. júní síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Gísli Gíslason, silfursmið- ur og útvegsbóndi, frá Rauðabergi í V- Skaftafellssýslu, f. 30.4. 1872, d. 26.4. 1956, og Margrét Sigurðardóttir, hús- freyja, frá Breiða- bólstað í V.-Skaftafellssýslu, f. 2.9. 1874, d. 10.8. 1972. Systir Óskar var Ragna Gísladóttir, f. 9.2.1912, Eftir fráfall elskulegrar móður okkar fyrir tæpu ári fór að draga úr lífsþrótti Óskar. Þær systur höfðu alla tíð verið ákaflega samrýmdar og lengst af búið undir sama þaki. Sam- gangur var því alltaf mikill þó að heimilishald væri aðskilið, bæði í Skaftahlíðinni og Fagrabænum. Þrátt fyrir háan aldur og þverrandi heilsu hefur missir náinnar systur án efa átt dijúgan þátt í því hversu stutt var á milli þeirra. Fyrir okkur systkinin voru þær sem órjúfanlegur hluti af einni heild. Ósk lét sér alltaf annt um hagi okkar og sýndi okkur móðurlega ástúð. Við höfum því verið lánsamari en flestir aðrir og ekki síst fyrir að fá að kynn- ast þeim miklu mannkostum sem hún hafði til að bera. Gnægð hins góða var aðalsmerki hennar alla tíð. Ósk bjó með foreldrum sínum og annaðist þá jafnan af stakri fómfysi en þau lágu bæði rúmfost heima síð- ustu ár ævi sinnar. Jafnframt heimil- ishaldinu fékk listhneigð hennar að njóta sín m.a. í málun, útsaum og list- munaviðgerðum. Eigum við systkinin mörg handverk eftir hana. Ófáir hlut- ir aðrir sem annars hefðu farið for- görðum urðu sem nýir í annað sinn. Henni var ekki að skapi að gefast upp og seiglan gerði henni kleift að komast svo langt sem raun ber vitni. Hún lifði lífinu lifandi og hélt andlegri reisn fram í andlátið. Hver dagur var henni svo dýrmætur, hún hafði aldrei tíma til að láta sér leiðast og var svo þakklát fyrir þá heilsu sem henni var gefin. Andlegri skerpu hélt hún við með því að læra kvæði og þulur utan- bókar sem við og ekki síður unga fólk- ið fengum að njóta. Ósk var sérstök kona fyrir margra hluta sakir og þeir eiginleikar sem prýddu hana mest eru einmitt þeh- sem okkur finnst stundum fara þverrandi hjá fólki samtímans. Dyggðir eins og tillitssemi við náung- ann, heiðarleiki, hófsemi, æðruleysi og jafnaðargeð koma fljótt upp í hug- ann en umfram allt hefui- Ósk sýnt okkur og sannað með lífi sínu að mannleg reisn rís hæst í lítillætinu. Kannski var henni þessi eiginleiki í blóð borinn með skaftfellskum upp- runa sínum. Það var engu líkara en að sú lífsspeki sem lýst er í Bókinni um veginn hafi verið henni eðlislæg til eftirbreytni jafnvel umfram þá sem daglega lesa boðskap þeirrar bókar. Það er kannski erfitt að ætla okkur systkinunum að lýsa á raunsæjan og sannfærandi hátt mannkostum Óskar vegna náinna samskipta við hana gegnum árin. Við getum aðeins vísað Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri 161|ff§) blómaverkstæði 1 I ISlNNAfe | Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, simi 551 9090. d. 3.9. 1999 og eftir- lifandi bróðir er Sig- urjón Gislason, f. 5.2. 1915. Ósk fluttist aðeins fárra ára gömul með foreldrum sínum til Reykjavíkur þar sem hún bjó alla tíð. Hún stundaði nám í Landakotsskóla og hússtjórnarnám í Kvennaskólanum og var þar lagður grunnur að þeirri listiðn sem hún síðan helgaði sig. Útför Óskar fer fram frá Foss- vogskirkju mánudaginn 19. júní og hefst athöfnin klukkan 15. til annarra samferðarmanna hennar sem hafa sannprófað sannleiksgildi þessara orða eða til frásagna um dýrl- inga sem finnast í fomum bókum. En Ósk var lítt gefin fyrir yfirborðsglans og orðaflaum. Við látum því þessi orð um hugarþel hennar og hjartalag verða að okkar hinstu kveðju. Nú, þegar friðurinn mikli hefur fundið hana Ósk okkar, getum við að- eins leyft okkur að vona að hluti þess manngildis sem hún bjó yfir geti fylgt okkur og börnum okkar inn í framtíð- ina. Margrét, Sigríður, Sigrún Ósk og Guðmundur. Það hefur einhvem veginn aldrei átt nægilega vel _við að ávarpa þig sem Ósk frænka. í dag á það enn síð- ur við. Þú hefur alltaf verið okkar önnur amma sem við vomm svo heppin að eiga. Það er ótrúleg bless- un að eiga tvær ömmur í sömu fjöl- skyldu sem búa í sama húsi nánast öll sín ár. Þegar elsku amma okkar og systir þín lést fyrir níu mánuðum var sorgin nánast óyfmstíganleg. Enn rifjast upp minningar sem ýfa upp sárin og oft vaknar maður upp við að amma Ragna er ekki hjá okkur leng- ur. Á þessum tíma hefur þú verið okk- ar helsta huggun. Ekki aðeins með ótrúlega vasklegri framgöngu í þess- um raunum heldur líka og enn fremur sem órjúfanlegm- hluti af okkar dá- samlega heimi sem við alltaf köllum „amma, afi og Ósk“. Nú höfum við misst ykkur báðar og skortir sem aldrei íyrr orð til að lýsa sorg okkar. En þrátt iyrir sorgina er okkur of- arlega í huga innilegt þakklæti fyrir að hafa fengið að þekkja þig. Þú ert óijúfanlegur hluti af uppvaxtarárum okkar sem mun lifa með okkur það við sjálf eigum eftir ólifað. Það er nánast ómögulegt að lýsa því hversu mikils virði þú hefur verið okkur og hversu stóran þátt og áhrif þú hefur haft á líf okkar. Allir sem þekkja Ósk vita að það er nánast ógjömingur að lýsa hversu ótrúleg gæðakona hún var og á stundu sem þessari er óhjákvæmilegt að hugurinn leiti til baka, allt til þess tíma er við fyrst munum eftir okkur. Fyrst koma árin í Skaftahlíðinni þar sem við börnin áttum okkur alltaf ör- uggt athvarf í íbúðinni hjá Ósk. Þar var okkur alltaf tekið vel sama hvert erindið var. Hvort sem það var flótti undan skammandi foreldrum, ylvolg- ar kleinur, karamellur eða bara til að fá Ósk til að leika við okkur, sem var yfirleitt auðsótt mál. Sérstaklega eru greiptar í minni okkar þær stundir sem Ósk eyddi með okkur við að spila á spil. Þannig gat hún setið með hverjum orminum á eftir öðrum tím- unum saman og sama hvað á gekk hélt Ósk alltaf stillingu sinni og þolin- mæði. í dag skipa óteljandi stundir sem þessar okkar dýrmætustu minn- ingar. Sú ást, hlýja og umhyggja sem Ósk hefur sýnt okkur í verki öll okkar ár er ómetanleg gjöf sem við erum innilega þakklát fyrir og munum aldrei gleyma. Um leið og við kveðjum þig nú í hinsta sinn viljum við senda elsku afa okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bless elsku ðsk okkar og megi Guð geyma þig og blessa um alla tíð. Ellert, Ragna og Berglind. Elskuleg ömmusystir okkar er lát- in. Með söknuði og trega höfum við undanfarið rifjað upp ljúfar minning- ar. Ósk bjó í fjölmörg ár í sama húsi og afi og amma, enda litum við oft á þau þijú sem óijúfanlega heild. Þær systur voru einstaklega samrýndar alla tíð. Ósk var okkur sem önnur amma. Hún var alltaf þolinmóð og góð við okkur krakkana, ætíð reiðu- búin að spila við okkur og kom þá gjaman með heimatilbúnar karamell- ur pg heitt súkkulaði. Ósk var sérstaklega dugleg, hand- lagin og listfeng. Hún málaði og bjó til ýmsa listmuni og gekk í öll þau verk sem til féllu. Hún var alla tíð heilsuhraust, þar til undir það síðasta. Þrátt fyiir háan aldur fylgdist hún með öllu því sem var að gerast, bæði í nánasta umhverfi sínu og í þjóðlífinu. Við höfðum gaman af því hversu vel hún var inn í þjóðmálum og það var hægt að tala við hana um allt milli himins og jarðar. Ósk var æðnilaus, hreinskilin og alltaf sjálfri sér sam- kvæm. Hún er fyrirmynd okkar sem eftir lifum. Elsku Ósk! Þakka þér fyrir allt og blessuð sé minning þín. Margrét, Ragna og Bjami. Okkur systkinin langar að minnast Óskar frænku. Við kölluðum þig ekki ömmu en þú varst okkur sem slík. Ósk frænka, amma og afi voru í huga okkar sem ein heild. Þau voru til stað- ar fýrir okkur eða aðra í fjölskyldunni öllum stundum. Það var erfitt og sárt að missa ömmu sl. haust og nú ert þú líka farin. Þú kveiðst ekki dauðanum. Þú sagðir sjálf þegar amma dó að þetta væri lífsins gangur. Það var okkar gæfa að eiga þig að. Þú tókst virkan þátt í uppvexti og þroska okk- ar. Þú fylgdist grannt með stærð okk- ar með strikamerkingum á vegg í íbúðinni þinni í Skaftahlíðinni. Við sóttum mikið til þín þegar við heim- sóttum afa og ömmu. Þú veittir okkur alltaf mikla athygli. Sú stemmning sem þú skapaðir þegar við spiluðum hjónabandssælu, rommý, manna eða önnur spil verður okkur lengi minnis- stæð. I jólaboðunum þar sem fjöl- skyldan var saman komin sá amma alltaf um matinn en þú um súkkulaðið og kökumar og það var sko ekta súkkulaði!! Við börnin gleymum held- ur aldrei heimalöguðu karamellunum í smjörpappímum sem okkur þóttu svo góðar. Skaftahlíðin var okkar ævintýra- heimur. Hjá Ósk og ömmu fengum við okkar fyrstu rabarbara- og rifs- berjasultu. Ósk hafði svo gaman af því að rækta kartöflur og fengum við að hjálpa til við að setja þær niður á vorin og ná í uppskeruna að hausti. Ósk hafði unun af alls konar viðhaldi sem flestum öðram leiddist og drógu á langinn. Hún var listræn og málaði minjagiipi, t.d. íslensku fjallkonuna og íslenska torfbæi á bókamerki og vasaklúta. Ósk og amma máluðu páska- og jóladúka sem við systkinin kepptumst við að selja og stundum með það miklum ágætum að þær höfðu vart undan að mála. Ósk var alls staðar vel liðin, hún var reglusöm, sparsöm, vanaföst, ákveðin, ofboðs- lega nýtin, einlæg og sérstaklega minnug fram á síðasta dag. Þegar Ósk fluttist í Furugerðið átti handavinna, spilamennska og félags- lífið hug hennar allan. Okkur er minnisstæð sagan úr Furagerðinu þegar Ósk var að baka pönnukökur og slökkvilið Reykjavíkur var allt í einu komið inn á gólf til hennar. Pönnukökuskammturinn hafði verið í stærra lagi, reykháfurinn ekki haft undan og Ósk því opnað svaladyrnar til að lofta út en ekki tekið eftir því að reykskynjarinn fór í gang. Henni fannst óskaplega leiðinlegt að útkallið væri af hennar sökum en gat þó bætt þetta upp með því að bjóða öllum upp á pönnukökur!! Þær systur vora í símasambandi daglega. Eftir að amma féll frá hafði Ósk oft orð á því að hún saknaði þess að geta ekki talað við hana í síma. Ósk hafði eins og hennar kynslóð upplifað ótrúlegar framfarir og tækninýjung- ar og fannst þess vegna ekki ósenni- legt að í framtíðinni yrði hægt að hringja til himnaríkis! Elsku Ósk, við hringjum! Halldóra Sjöfn, Ragnar Helgi og Edda Bára. OSK GÍSLADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.