Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Óvissa í Sýr-
landi að Ass-
ad gengnum
Hafez al-Assad, sem stjórnaði Sýrlandi af festu um
þriggja áratuga skeið, var borínn til grafar í byi;jun
vikunnar. Magnús Þ. Bernharðsson spáir hér í hvort
með fráfalli Assads (sem þýðir ljón á arabísku) hafí
„ljóni verið rutt úr vegiu friðar í Miðausturlöndum
eða hvort tilkoma sonar hans, Bashar al-Assad,
á valdastóli í Sýrlandi muni valda því að fleiri og ljón
birtist á þessum illfæra vegi.
Reuters
Stuðningsmaður Bashars al-Assads, sonar og arftaka Hafez al-Assads, heldur mynd af nýja
forsetanum á lofti við útfor hins síðamefnda í fjallaþorpinu Quardaha í Sýrlandi sl. þriðjudag.
Á SÍÐASTA áratug hefur talsverður árangur
náðst í friðarumleitunum fyrir botni Miðjarð-
arhafs. Niðurstöður Madríd-ráðstefnunnar
1991, Óslóar-samningsins 1993 og sjálfstjórn
Palestínumanna á Gaza og Vesturbakkanum
komu í kjölfar flókinna samningaviðræðna
þar sem sálfræðilegar og pólitískar hindranir
voru yfirstignar.
Þrátt fyrir þann árangur sem náðst hefur
er mikið verk óunnið og enn eru mörg ljón í
veginum. Þetta á sérstaklega við um Sýrland.
Sýrlendingar hafa ekki samið um frið við
Israel þótt Egyptar og Jórdanar hafi náð
samkomulagi við erkióvininn. Nú er spurning
hvað gerist í kjölfar andláts Hafez al-Assad
Sýrlandsforseta. Hafez al-Assad (Assad þýðir
ljón á arabísku) stjórnaði landinu af mikilli
festu og ákveðni í um 30 ár. Spurningin er
hvort erfiðu ljóni (Assad) hafi verið rutt úr
vegi eða hvort tilkoma sonar hans, Bashar al-
Assad, muni valda því að fleiri og jafnvel
hættulegri ljón birtist á þessum illfæra vegi.
Var ósveigjanlegur
gagnvart Israel
Við fyrstu sýn mætti ætla að fráfall Hafez
al-Assad hefði jákvæðar afleiðingar fyrir frið-
arviðræðurnar. Forsetinn fyrrverandi var
ekki beinlínis nefndur í sömu andrá og Móðir
Teresa eða Desmond Tutu og aldrei kom hann
til greina sem friðarverðlaunahafi Nóbels.
Síðustu þrjá áratugina neitaði Hafez al-Assad
statt og stöðugt að semja um eitt eða neitt við
ísrael. Hann einangraði Sýrland frá hinum
arabaríkjunum og var ekki í góðum tengslum
við leiðtoga eins og Hosni Mubarak, forseta
Egyptalands, né Hussein heitinn Jórdaníu-
konung. Ennfremur var al-Assad iðinn við að
gagnrýna Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu-
manna (Arafat var stundum titlaður í sýr-
lenskum dagblöðum „sonur 60,000 vændis-
kvenna.“) Ekki sýndi al-Assad heldur neina
fyrirmyndarframkomu gagnvart eigin fólki.
Hann var annálaður harðstjóri sem stjórnaði
Sýrlandi harðri hendi og virti mannréttindi
þegna sinna að vettugi. Vegna þessa var hon-
um oft líkt við kollega sinn, Saddam Hussein,
forseta Iraks, og þeim lýst sem grimmum,
þrjóskum og einrænum einstaklingum sem
hefðu óæskileg markmið.
Þegar ferill Hafez al-Assad er metinn, og
þá sérstaklega hlutverk hans í friðarferlinu,
kemur í ljós að samanburður við Saddam
Hussein er allsendis óréttlátur og villandi.
Þótt al-Assad væri sannarlega enginn kór-
drengur lagði hann ekki kapp á að stækka
umráðasvæði lands síns eins og hefur verið
helsta hugðarefni Saddams. Það sem vakti
fyrst og fremst fyrir al-Assad var að endur-
heimta það land sem Sýrland missti í sex daga
stríðinu árið 1967, þegar Sýrlendingar misstu
Gólanhæðirnar í hendur Israelmanna. Þetta
stríð var mikið áfall fyrir Sýrland og markaði
djúp spor í huga og sálu al-Assads sem og
annarra Sýrlendinga. Allt frá því hann komst
til valda árið 1970 stefndi hann statt og stöð-
ugt að því að Sýrlendingar eignuðust aftur
hvern einasta sentimetra sem þeir misstu
1967.
Afstaða al-Assad var í raun mjög einföld
þótt sumir teldu hana þráhyggju - Sýrlend-
ingar myndu ekki semja um frið fyrr en ísrael
færði þeim aftur Gólan-hæðirnar. Að mati al-
Assads tóku Israelar Gólan-hæðirnar með
ólögmætum hætti og því ættu þeir að leiðrétta
þessa lögleysu með því að skila þeim aftur til
Sýrlands áður en gengið yrði að samninga-
borðinu. Viðhorf forsetans var harðlega gagn-
rýnt bæði í ísrael og á Vesturlöndum og var
hann stimplaður mikill andstæðingur friðar.
Þegar stefna al-Assads er metin út frá sjónar-
hóli Sýrlendinga (sem er ekki oft gert) kemur
þó í ljós að hún var í raun vel ígrunduð og tók
mið af aðstæðum í Sýrlandi, Israel og öðrum
arabaríkjum. Vegna þess hversu valdamikill
hann var innan Sýrlands og hversu stöðugt
það land hefur verið síðustu árin er staðan nú,
við fráfall hans, flóknari en áður og gæti sett
friðarferlið úr skorðum.
Kænn einræðisherra
Þeim vestrænu stjórnmálamönnum sem
höfðu veruleg samskipti við Hafez al-Assad
ber öllum saman um að hann hafi verið slyng-
ur samningamaður og kænn einræðisherra.
Rétt eins og aðrir einræðisherrar
um allan heim freistaðist Hafez
al-Assad til að nýta embættið til
að aúðga sig og sína og að
tryggja með öllum tiltækum ráð-
um að hann myndi njóta þess vel
og lengi. Þetta. sjónarmið var
ríkjandi í öllum samskiptum hans við Israel.
Hann var ekki sannfærður um að friðarástand
myndi endilega styrkja stöðu sína enda er
miklu auðveldara að vera harður einræðis-
herra í styrjaldarástandi en í friði. Ákvarðan-
ir al-Assads miðuðu einnig að því að styrkja
stöðu Sýrlands og tryggja áframhaldandi
sjálfstæði landsins. Þær einkenndust af vark-
árni og báru merki manns sem var í varnar-
stöðu frekar en í sókn enda var hann meðvit-
aður um yfirburða hernaðarmátt ísraela.
Hann var ekki á þeim buxunum að semja um
frið til þess eins að semja um frið. Hann sá
hvaða örlög biðu Yitzhak Rabins, forsætis-
ráðherra ísraels, og Anwar al-Sadats, forseta
Egyptalands, sem sámdi um frið
við Israel í Camp David árið
1977. Bæði Rabin og al-Sadat
voru myrtir af einstaklingum
sem töldu þá hafa svikið málstað
þjóðar sinnar.
Reynsla al-Assads af hinum
eiginlegum friðarviðræðum gerði hann tor-
trygginn gagnvart ísrael og á hlutverk og
markmið Bandaríkjanna. Þessi reynsla sann-
færði hann um að það væri varhugavert að
taka þátt í viðræðunum. Al-Assad sá mjög
ólíka forsætisráðherra ísraels koma og fara
sem höfðu margvísleg umboð og ólíka utan-
ríkisstefnu. Hann gat ekki fyllilega treyst því
að þessir forsætisráðherrar gætu staðið við
sitt eða að ísraelsmenn yfirhöfuð myndu
standa við samninga ef ný stjórn tæki við.
Hann áleit að ísraelsmenn, sem voru ávallt
með Bandaríkin á bak við sig, hefðu í hverri
lotu náð að beita ýmsum brögðum til að ná
einum of hagstæðum samningum. Hann taldi
að Egyptar, Palestínumenn og
Jórdanar hefðu allir samið af sér
í samningum þeirra við ísrael.
Hann hafði því lítinn áhuga á að
semja við ísrael enda taldi hann
sig vera veikari aðilann. í raun
gat al-Assad lítið aðhafst og hann
beið því rólegur eftir rétta augnablikinu. Þess
vegna treysti hann áhrif sín í Líbanon (síðasta
áratug hefur Líbanon verið lepprfki Sýrlands)
og kynnti undir árásir þaðan á Israel og á her-
stöðvar Israela í suðurhluta Líbanons. Líban-
on var trompið í hendi al-Assads sem hann gat
sífellt notað sem ógnun í öllum formlegum og
óformlegum viðræðum. Hann var ekki ýkja
hrifinn þegar Israelsmenn tóku þá ákvörðun
að yfirgefa Líbanon enda missti hann við það
spón úr aski sínum. Þess vegna neyddist al-
Assad til að setjast aftur að samningaborðinu
nú í vor og heimildir telja að Sýrlendingar og
Israelar hafi verið mjög nálægt samkomulagi
áður en al-Assad ákvað að hætta við allt sam-
an. Enn er ekki ljóst hvaða þýðingu brotthv-
arf ísraela frá Líbanon mun hafa fyrir friðar-
viðræðurnar en þetta gerir stöðu Bashar
al-Assad gagnvart Israel erfiðari.
Bashar al-Assad tekur sannarlega við erf-
iðu búi úr hendi föður síns. Bashar var næst
elsti sonur Hafez og honum var aldrei ætlað
það hlutverk sem hann er nú skyndilega í. Það
var ætlað Basil, eldri bróður Bashars, sem
hafði hlotið frama í sýrlenska hernum, en
Bashar lærði augnlækningar í Englandi. Þeg-
ar Basil lést í bflslysi 1994 var Bashar kallað-
ur heim áður en hann lauk námi til að undir-
búa feril hans í stjórnmálum. Á síðustu fimm
árum hefur Bashar verið hægri hönd föður
síns og sinnt ýmsum opinberum störfum.
Hann var þó aðallega þekktur fyrir að stýra
tölvunefnd Sýrlands, sem hefur það að
markmiði að auka tölvunotkun í landinu. Nú
tekur hann óvænt við af föður sínum þótt það
brjóti í bága við stjórnarskrá landsins.
Farsakenndur frami
Það var mjög eðlilegt að Abdullah II
Jórdaníukonungur, sem nýlega sótti ísland
heim, tæki við af föður sínum, enda er Jórdan-
ía konungsveldi. Hins vegar er Sýrland lýð-
veldi og stjórnarskrá lýðveldisins gerir sann-
arlega ekki ráð fyrir því að forsetaembættið
gangi í erfðir! Á síðustu vikum hefur verið
farsakennt að fylgjast með aðgerðum sýr-
lenska stjórnvalda til að undirbúa jarðveginn
fyrir Bashar. Þeir lækkuðu lágmarksaldur
forsetaembættisins úr 40 í 34 (af einskærri til-
viljun þá er Bashar einmitt 34 ára!) og Bashar
flaug í gegnum metorðastigann í sýrlenska
hernum á nokkrum vikum, sem undir eðlileg-
um kringumstæðum ætti að taka fjöldamörg
ár. Með aðgerðum sínum skapaði al-Assad
nýja stjórnskipun sem er eins konar konungs-
lýðveldi - eins þversagnarkennt og það kann
að hljóma. Þetta er vissulega freistandi for-
dæmi fyrir aðra leiðtoga lýðvelda í Miðaustur-
löndum. Muammar Kaddafi, leiðtogi Líbýu,
Saddam Hussein og jafnvel Hosni Mubarak
eru komnir nokkuð við aldur. Þeir eiga allir
syni sem hafa tekið virkan þátt í stjórnmálum.
Nú sjá þeir leið til að koma þeim að og tryggja
þannig áframhaldandi völd fjölskyldunnar að
þeim liðnum sem er ekki endilega jákvæð þró-
un fyrir þessi lönd.
Assad yngri vill rjúfa
einangrun Sýrlands
Frammistaða hins nýja forseta næstu vik-
urnar er afar mikilvæg. Bashar er á svipuðum
aldri og Abdullah II Jórdaníukonungur og
þeir eru á margan hátt mjög svipaðir einstakl-
ingar. Bashar talar bæði frönsku og ensku og
hefur lært á Vesturlöndum. Hann hefur lýst
því yfir að hann vilji rjúfa einangrun Sýrlands
og opna landið fyrir nýjum straumum og
stefnum. Hins vegar er Bashar í mun erfiðari
stöðu en Abdullah. Það ríkir vafí um lögmæti
skipunar Bashars í embætti forseta, hann hef-
ur enga reynslu af hernaðarmálum og hann
þarf að glíma við erfiða friðarsamninga. Sum-
ir áhrifamiklir Sýrlendingar eru ekki svo
hrifnir af áframhaldandi veldi al-Assad-fjöI-
skyldunnar og Alawíta almennt (AJawítar eru
sértrúarhópur innan íslams sem fjölskylda al-
Assads tilheyrir). Þeir bíða því eftir veikleika-
merki hjá Bashar og þá gæti stíflan sprungið.
Sérstaklega verður torvelt fyrir Bashai- að
hefja samskipti við ísrael. Sennilega vill
Bashar, eins og flestir Arabar á hans aldri,
koma á friðsamlegum tengslum við ísrael. En
ef það verður litið svo á að hann sé að gefa eft-
ir í viðræðunum við Israel, sem faðir hans
gerði aldrei, gæti einhver hópur notað tæki-
færið og reynt að bola honum frá völdum.
Slíkt myndi skapa óstöðugleika og spennu í
Sýrlandi sem og annars staðar á þessu svæði,
ekki síst í samskiptum Sýrlendinga og ísra-
ela.
Nú eru kaflaskipti í Sýrlandi og ný kynslóð
tekin við. Þótt ákveðnar hindranir séu vissu-
lega til staðar eru þær ekki endilega óviðráð-
anlegri en áður. Hið skyndilega fráfall al-Ass-
ads og hin veika staða Ehud Baraks í ísrael
valda því að sennilega munu við-
ræður landanna dragast á lang-
inn. En það verður vonandi þess
virði að bíða. Ef Sýrlendingar og
Israelsmenn undirrita friðar-
sáttmála yrði hann sá síðasti í
röðinni milli Araba og ísraela
(hinir eru kenndir við Camp David, Osló, Wye
og loks samningur ísraela og Jórdaníu).
Þannig myndi nást formlegur endir á hat-
rammar deilur og átök fyrir botni Miðjarðar-
hafs sem verið hafa sem rauður þráður í gegn-
um mannkynssöguna síðustu fimmtíu árin.
Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson er aðstóðar-
prófessor íMiðausturlandafræðum við Hofstra■
háskólann íNew York.
Staðan er f lókn-
ari en áður og
gæti sett friðar-
ferlið úr skorðum
Nú eru kafla-
skipti í Sýrlandi
og ný kynslóð
tekin við