Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 57 hress hann virtist. En nú er barátt- unni við illvígan sjúkdóm lokið og þessi mikilhæfi knattspymuleiðtogi fallinn frá. Rafn Hjaltalín átti að baki langan og einstakan feril innan knattspymu- hreyfingarinnar. Hann tengdist að segja má öllum þáttum knattspymu- hreyfingarinnar í löngu starfi að knattspyrnumálum. Ég þekkti Rafn lítið og var raunar rétt málkunnugur honum þegar ég varð formaður KSÍ árið 1989. Ég man að sumir vömðu mig við að Rafn gæti verið erfíður í samstarfi, en öðru átti ég eftir að kynnast. Eflaust hefur verið harðari á honum skrápurinn í gamla daga þegar hann stóð sjálfur í eldlínunni í dómarastörfum og þess vegna virkað erfiðari en hann í raun var. Þegar ég var að skipta störfum innan stjómar KSI eftir að hafa verið kosinn for- maður varð mér strax Ijóst að það var ekki eftirsóknarvert þá að verða formaður kvennanefndar KSI. Það var mér þá strax í upphafi mikið kappsmál að efla starfsemi kvenna- landsliða KSÍ sem höfðu legið niðri í nokkurn tíma. Það skipti því miklu máli að í þetta starf veldist góður og traustur maður sem starfaði af áhuga og festu að kvennaknattspvrnunni. Eg leitaði til Rafns Hjaltalín og hann sagði af sinni alkunnu kurteisi að sér væri heiður að taka þetta starf að sér og að hann væri reyndar tilbúinn í allt sem ég fæli honum. Það þarf ekki að orðlengja það frekar, Rafn tók að sér formennsku í kvennanefnd og sinnti því af miklum áhuga og eld- móði um nokkuira ára skeið. Ég held að mörgum konunum sem hafa staðið vörð um framgöngu kvennaknatt- spymunnar hafi í fyrstu ekki litist á, en þær voru fljótar að skipta um skoðun og Rafn ávann sér traust og hylli allra þeirra sem báru hag kvennaknattspymunnar fyrir brjósti með störfum sínum. Hann tók miklu ástfóstri við kvennaknattspymu og var síðustu árin einn alharðasti tals- maðm’ hennar innan stjórnar KSÍ. Rafn Hjaltalín vai’ eflaust kunn- astur út á við fyrir störf sín að dóm- aramálum. Hann dæmdi hérlendis í fjölmörg ár og einnig var hann al- þjóðlegur FIFA dómari í nokkur ár og dæmdi erlendis. Seinni árin var hann í trúnaðarstörfum sem eftirlits- maður Evrópuknattspyrnusam- bandsins, UEFA, á leikjum erlendis. Hann starfaði í mörg ár í dómaran- efnd og var einn aðalfræðimaðurinn á íslandi í leikreglum knattspym- unnar og hafði gaman af því að leggja gildrur fyrir menn á dómaraprófum sem jafnvel þeir sem kunna fræðin til fullnustu flöskuðu á. Hann bjó knatt- spyrnulögin til útgáfu um árabil og hafði nýlokið við nýja þýðingu knatt- spyrnulaganna sem bíður útgáfu. Rafn átti sæti í stjórn KSÍ frá ár- inu 1976 eða alls í 24 ár. Hann var góður stjórnarmaður, fylgdist vel með, hafði ákveðnar skoðanir sem hann fylgdi eftir af sannfæringu og var með afbrigðum athugull. Hann leyndi á sér og hafði góðan húmor sem braust fram þegar síst var von. Þá vöktu mikla hrifningu og hlátur margra skýrslur hans úr ferðum kvennalandsliðsins enda skrifaðar á mergjaðri íslensku. Rafn Hjaltalín vann sannkallað kraftaverk í íslenskri knattspyrnu með sínu mikla ævistarfi. Hann er einn úr hópi þeirra knattspyrnuleið- toga sem gert hafa veg knattspym- unnar á íslandi jafn glæsilegan og raun ber vitni. Við félagar hans hjá KSI kveðjum góðan vin og samherja sem svo mjög auðgaði hóp okkar með nærvera sinni. Fyrir hönd knattspymuhreyf- ingarinnar á íslandi flyt ég þér þakk- ir fyrir þín miklu og óeigingjörnu störf, kæri vinur. Minningin um mætan og á margan hátt stórbrotinn mann mun lifa áfram í knattspyrnu- hreyfingunni. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1116, eða á net- fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Hans góðu eiginkonu, bömum og fjölskyldum þeirra færi ég samúðar- kveðju frá öllu knattspymufólki. Eggert Magnússon. Það var snemma árs 1992 að hringt var í mig og ég beðinn að gefa kost á mér í kvennanefnd KSI og þáði ég það strax. Síðar spurðist ég fyrir um formann nefndarinnar, Rafn Hjaltalín. Menn sögðu að hann væri frekar alvöragefinn og stífur maður. Fljótlega varð mér það ljóst að þetta átti ekki við rök að styðjast því fáum betri húmoristum hef ég kynnst en Rafni Hjaltalín. Dæmi um það era jólakortin sem ég fékk frá honum á undanförnum áram sem vora alltaf full af húmor. Undirritaður og Rafn náðum strax einstaklega vel saman og vöram við kallaðir feðgar meðal annaira knattspyrnusambanda og var ég hreykinn af því. Eitt af því sem einkenndi Rafn var að hann vildi aldrei móðga neinn mann. Margar vora ferðimar eriend- is með kvennalandsliðunum og er margra skemmtilegra hluta þar að minnast. Upp í hugann kemur hesta- ferð ein sem við fóram í Hollandi vegna norðurlandamóts U-16. Dag þann sem átti að fara í umrædda hestaferð með öllum keppendum og fararstjóram var um 30 stiga hiti og ekki neitt rosalega spennandi að fara í tveggja tíma ferð í yfirbyggðum hestvagni. En Rafn vildi ekki móðga gestrisna Hollendingana og bað mig því að koma með sér í umrædda ferð sem fulltrúar íslenska liðsins. Mikið voram við feðgar fegnir þegar við komum aftur til baka og höfðum haldið uppi heiðri íslands. Rafn naut mjög mikillar virðingar meðal fulltrúa annarra knattspyrnu- sambanda. Þessi virðing var einnig til staðar meðal leikmanna kvenna- landsliðanna, sem mörgum þótti sér- staklega vænt um Rafn og minnast hans með hlýhug og virðingu. Rafn var mjög góður ræðumaður og var mjög oft beðinn um halda þakkarræður gesta á Norðurlanda- mótum. Meðal eldri landsliðsmanna era minnisstæðar ræður sem hann hélt í Þýskalandsför með A-liði kvenna. Þær hófust allar á orðunum „Meine liebe Fuáball Freunde", allt- af sama ræðan fyrir hina mismun- andi þýsku gesti. Við fáar ákvaðanir mínar hef ég verið eins sáttur og þá ákvörðun mína þegar ég gaf kost á mér í kvennanefndina forðum. Ekki gran- aði mig að ég ætti vegna þessarar ákvörðunar eftir að kynnast eins góð- um vini og Rafn Hjaltalín hefur ætíð reynst mér. Ef ég ætti að lýsa mann- kostum Rafns Hjaltalín myndi ég lýsa þeim með orðunum húmor, hlýja og vilji til að styggja ekki eða móðga neinn mann. Einnig tel ég að íslensk kvennaknattspyrna eigi Rafni mikið að þakka fyrir hans óeigingjarna starf meðan hann var formaður kvennanefndar KSÍ. Um leið og ég þakka Rafni Hjalta- lín fyrir vináttu sem aldrei bar skugga á frá fyrstu kynnum til síð- asta dags, vil ég senda konu hans, Sigrúnu Hjaltalín, fjölskyldu og ætt- ingjum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Atli Þórsson. Kveðja frá Kiwanisklúbbnum Kaldbaki Við sjáum nú á bak félaga okkar, Rafni Hjaltalín, sem var einn af stofnendum klúbbsins fyrir 32 áram. Rafn var mjög virkur félagi og mikið leitað til hans ef álitamál komu upp, því hann var manna fróðastur um lög og starfsreglur Kiwanis-hreyfingar- innar. Að starfa í þjónustuklúbbi í jafn langan tíma og Rafn gerði, er mikil fórn á frítíma. Rafn leit á klúbb- inn eins og bamið sitt, hlúði að hon- um og lagði sig fram 1 starfi fyrir hann. Hann tók sér á hendur flest þau trúnaðarstörf, sem í klúbbnum era, var m.a. forseti klúbbsins og svæðisstjóri Óðinssvæðis. Rafn var síðast í stjóm klúbbsins fyrir tveimur áram, og manna virkastur þar. Við félagamir í Kiwanis-klúbbnum Kald- baki sendum eiginkonu hans, Sig- rúnu Hjaltalín, börnum þeirra og fjölskyldum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur um leið og við þökkum Rafni hinar fjölmörgu ánægjustund- ir, sem við áttum með honum, og hið mikla framlag hans í þágu Kiwanis- hreyfingarinnar. Kveðja frá samstarfsfólki Góður samstarfsmaður Rafn Hjaltalín er látinn eftir ársbaráttu við illvígan sjúkdóm. Rafn hóf fyrst störf fyrir Akureyrarbæ 1959 og starfaði á bæjarskrifstofunni um tveggja ára skeið, gerðist síðan kenn- ari við Gagnfræðaskólann á Akureyri árin 1961 til 1977. Með kennslunni starfað hann jafnframt á bæjarskrif- stofunni á sumrin. Árið 1977 var Rafn ráðinn bæjargjaldkeri og gegndi hann því starfi þar til yfir lauk. Rafn gegndi störfum sínum af trúmennsku og kostgæfni fyrir bæinn sinn. Hann hafði gjaman ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum hvort heldur það tengdist vinnunni eða dægurmálum og var hann ófeiminn að koma skoðunum sínum á framfæri og fylgja þeim eft- ir. Ávallt var það gert á hógværan og kurteislegan hátt. Rafn var mikill húmoristi þó hann flíkaði því ekki í fjölmenni en í fá- mennum hópi samstarfsmanna kom þessi eiginleiki vel fram. Ósjaldan kitlaði hann hláturtaugar samstarfs- manna þegar hann laumaði gullkorn- um, hnyttnum athugasemdum eða vísukorni um verkefnin sem verið var að fást við hverju sinni eða þau má- lefni sem verið var að ræða. Með hlýju og þökk minnumst við samstarfsmanns og þökkum sam- fylgd og samstarf allt. Guð styrki og blessi eiginkonu, böm og aðra ást- vini. Dan Brynjarsson. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug, við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR KRISTINS JÓNSSONAR fyrrverandi vagnstjóra hjá S.V.R, Ásgarði 51, Reykjavík, síðast hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, Árskógum 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarbæjar (deild Austurbæjar), fyrir góða umönnun og mikla hjálp. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Kristín Sigurðardóttir, Jón Halldór Magnússon, Hanna Guðmundsdóttir, Helgi Kristinn Magnússon, Sesselja Magnúsdóttir, Sigurður Einar Magnússon, Guðrún Kristín Magnúsdóttir, Erlendur Magnús Magnússon, Lilja Petra Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + ANNA G. HELGADÓTTIR, Þverholti 30, áður Skipholti 47, lést á Vífilsstöðum fimmtudaginn 15. júní. Börn, tengdabörn og barnabörn. Elskuleg systir, mágkona, móðursystir og föðursystir, ÓSK GÍSLADÓTTIR, Furugerði 1, er lést á heimili sínu, fimmtudaginn 8. júní, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. júníkl. 15.00. Sigurjón Gíslason, Bjarni Guðmundsson, Margrét B. Richter, Sigríður Bjarnadóttir, Sigrún Ósk Bjarnadóttir, Guðmundur G. Bjarnason, Gísli Sigurjónsson, Jón Sigurjónsson. t Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA ÓLÖF KRISTJÁNSDÓTTIR, Kveldúlfsgötu 22, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju miðviku- daginn 21. júní kl. 14.00. Jón Bjarni Ólafsson, Þórdís Ásgerður Arnfinnsdóttir, Gylfi Jónsson, Eyþór Eðvarðsson, Rannveig Harðardóttir, Guðni Eðvarðsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Anna Lára Eðvarðsdóttir, ívar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG SVEINSDÓTTIR, áður til heimilis í Drápuhlíð 46, Reykjavík, sem lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 13. júní, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 28. júní kl. 15.00. Sveinn Þorgrímsson, Anna Þóra Árnadóttir, Magnús Þorgrímsson, Ingibjörg Grétarsdóttir, Ingibjörg Sveinsdóttir, Ragnar L. Gunnarsson, Þorgrímur Sveinsson, Þorsteinn Sigurður Sveinsson, Guðvinna Mjöll Magnúsdóttir, Margrét Helga Magnúsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EMMA MAGNÚSDÓTTIR, Öldugötu 44, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðju- daginn 20. júní kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Kamilla Sveinsdóttir, Hans Ove Hansen, Gunnlaugur Sveinsson, Elín Ástráðsdóttir, Guðlaug Kristmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Systursonur minn, SIGURÐUR JÓNSSON frá Syðri-Björgum á Skaga, andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn 13. júní. Útförin fer fram frá kapellunni við kirkjugarðinn í Hafnarfirði mánudaginn 19. júní kl. 15.00. Margrét Ágústa Jónsdóttir. V ■L i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.