Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 71
12545 — Leiguhúsnæði
fyrir Einkaleyfastofu
Ríkiskaup, fyrir hönd Einkaleyfastofunnar, óska
eftir aö taka á leigu húsnæði undir starfsemi
stofnunarinnar.
Miða skal við að húsnæðið sé á höfuðborgar-
svæðinu.
Húsrýmisþörf er áætluð á bilinu 700—800 fm,
aukum 100 fm geymslurýmis (fyrir skjala-
geymslur), sem má vera í kjallara.
Gögn, með nánari upplýsingum um þarfir leigu-
taka, liggja frammi hjá Ríkiskaupum, Borgartúni
7, Reykjavík, sími 530 1400.
Leigutilboðum (í krónum á fm á mánuði), þar
sem auk þess koma fram upplýsingar um stærð,
staðsetningu, aðgengi, aldur og ástand hins
boðna húsnæðis, skal skila til Ríkiskaupa, Borg-
artúni 7, 105 Reykjavík (fax 530 1414), eigi síðar
en miðvikudaginn 5. júlí 2000 kl. 11.00, þar sem
þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðend-
um sem þess óska.
Ú t b o ö skila ár angrtl
Borgartúni 7 • 105 Reykjavík • Sími: 530 1400 • Fax: 530 1414
Veffang: www.rikiskaup.is • Netfang: rikiskaup@rikiskaup.is
B 0 Ð »>
Eftirfarandi útboð eru til sýnis og sölu á skrif-
stofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík:
* Nýtt í auglýsingu
12521 Skönnun og vigrun filma fyrir korta-
gerð. Opnun 23. júní 2000 kl. 14.00.
Verð útboðsgagna kr. 3.000.
12534 Hjólaskóflur fyrir Flugmálastjórn.
Opnun 25. júlí 2000 kl. 11.00. Verð út-
boðsgagna kr. 3.000.
12533 Flugbrautarsópar fyrir Flugmála-
stjórn. Opnun 25. júlí 2000 kl. 11.00.
Verð útboðsgagna kr. 3.000.
Gögn seld á kr. 1.500 nema annað
sé tekið fram.
# RÍKISKAUP
Ú t b o ð s k i l a á r a n g r i!
Borgartúni 7 • 105 Reykjavík • Sími: 530 1400 • Fax: 530 1414
Veffang: www.rikiskaup.is • Netfang: rikiskaup@rikiskaup.is
REYKJAN ESBÆR
SÍMl 42 1 6700
Reykjanesbær — Útboð
Reykjanesbær leitartilboða í verkið
„Fráveitukerfi í Njarðvík, 5. áfangi. Sniðræsi,
þrýstileiðsla, dælustöð og yfirfallsbrunnur í
Ytri-Njarðvík."
Helstu magntölur eru:
Sniðræsi D400 ST 780 Im.
Sniðræsi D250 ST 219 Im.
Þrýstileiðsla D180 PEH-PN10 219 Im.
Dælustöð q(max) 20 i/sek 1 stk.
Sandskilju- og yfirfallsbrunnur 1 stk.
Verklok eru 20. nóv. 2000 Útboðsgögn verða
til sölu frá kl. 14:00, þriðjudaginn 20. júní á
skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12,
Keflavík og í Verkfræðistofunni Hnit h/f, Háleit-
isbraut 58 - 60 Reykjavík.
Verð kr. 5000,-
Tilboðum skal skila á skrifstofu Reykjanesbæj-
ar fyrir kl. 14.00 þriðjudaginn 11. júlí og verða
þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðend-
um sem þess óska.
Bæjarverkfræðingur.
B 0 Ð »>
Útboð nr. 12539
Tölvurekstrarþjónusta
fyrir Vegagerðina
Ríkiskaup, fyrir hönd Vegagerðarinnar, óska eftir
tilboðum í sérfræðiþjónustu við rekstur og þróun
tölvukerfis Vegagerðarinnar.
Útboðsgögn eru til sýnis og sölu á kr. 3.000 hjá
Ríkiskaupum, Borgartúni 7, 105 Reykjavík.
Tilboð verða opnuð á sama stað hinn 20. júlí
kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem
þess óska.
RÍKISKAUP
■ Útb o ð skila ár angri!
Borgartúni 7 .105 Reykjavik • Sími: 530 1400 • Fax: 530 1414
Veffang: www.rikiskaup.is. Netfang: rikiskaup@rikiskaup.is
TILKYNNINGAR
Útboð - slökkvibíll
F.h. Akraneskaupstaðar er óskað eftirtilboðum
í slökkvibíl. Bifreið og búnaður skulu vera sam-
kvæmt staðli DIN eða EN 14503-14505
(TLF 28/30).
Bifreiðina skal afhenda fyrir 1. júlí 2001.
Útboðsgögn fást afhent án endurgjalds á skrif-
stofum Hönnunarog Ráðgjafar, Stillholti 16-18,
300 Akranesi, og Hönnun hf., Síðumúla 1,
108 Reykjavík.
Tilboðin skulu hafa boristtil skrifstofu Hönnun-
ar og Ráðgjafar, merkt slökkvibíll, fyrir kl.14.00
mánudaginn 10. júlí 2000. Tilboðin verða
opnuð þriðjudaginn 11. júlí 2000 kl. 14.00 í þæj-
arþingsal Akraness, Stillholti 16-18 að við-
stöddum þeim bjóðendum, sem þess óska.
Akraneskaupstaður.
Smásagnakeppni
Listahátíðar í Reykjavík
í tilefni af 30 ára afmæli sínu á þessu ári efndi
Listahátíð í Reykjavíktil smásagnasamkeppni.
Þeir höfundar, sem sendu handrit í keppnina
en urðu ekki fyrir valinu, geta vitjað handrita
sinna á skrifstofu Listahátíðar frá 20. júní nk.
til 31. ágúst nk. í samræmi við samkeppnisregl-
ur Rithöfundasambands íslands voru handrit
send inn undir dulnefni og aðeins voru opnuð
þau umslög sem tengdust vinningshöfum.
Skrifstofa Listahátíðar er í Lækjargötu 3b
(gengið inn frá Skólastræti). Opnunar-
tími 9.00-12.00 og 13.00-17.00. Sími 561 2444,
fax 562 2350, netfang artfest@artfest.is.
VEGAGERÐIN
Vegagerð
um Fjallahöfn N-Þing.
Skv. 8. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum
frá 13. maí 2000, boðar Vegagerðin til almenns
kynningarfundar um matsáætlun fyrir verkið:
85 Norðausturvegur, Bangastaðir — Víkinga-
vatn. Fundurinn verður haldinn í Skúlagarði
miðvikudaginn 21. júní og hefst kl. 20.30.
Vegamálastjóri.
ÝMISLEGT
Eignaskiptayfirlýsingar
• Ertil eignaskiptayfirlýsing yfir þína fasteign?
• Er viðhald fasteignar þinnar framundan?
• Eru hlutfallstölurnar réttar?
Eignaskipting ehf.
Símar 587 7120 og 892 4640.
Veffang: www.mmedia.is/eignir.
STYRKIR
Styrkur
til háskólanema sem
vinnur að lokaverkefni
um íslenskt mál
Mjólkursamsalan hefur ákveðið
að veita námsmanni á
háskólastigi styrk til rannsókna á
íslensku máli. Styrkurinn verður
veittur í fyrsta skipti haustið 2000
og mun formleg afhending fara
fram í tengslum við dag íslenskrar
tungu, 16. nóvember nk.
Styrkupphæðin er 400.000 krónur.
Nemar sem vinna að lokaverkefni
geta sótt um styrkinn og mun
þriggja manna nefnd, skipuð
fulltrúum íslenskrar málnefndar,
fara yfir umsóknir.
Hér með er auglýst eftir
umsóknum um styrkinn.
Umsóknir berist til íslenskrar
málnefndar, Neshaga 16,107
Reykjavík, fyrir 10. september nk.
í umsókn skulu koma fram
greinargóðar upplýsingar um
verkefnið og námsferil
umsækjanda.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá
íslenskri málnefnd
í síma: 552 8530
nmr
MJÓLKURSAMSA
(SLENSK MÁLNEFND
Forsætisráðuneytið
Gjöf Jóns Sigurðssonar
Samkvæmt reglum má veita fé úr sjóðnum
Gjöf Jóns Sigurðssonar „til verðlauna fyrir vel
samin vísindaleg rit og annars kostartil þess
að styrkja útgáfur slíkra rita og til þess að
styrkja útgáfur merkilegra heimildarrita".
Heimilt er að „verja fé til viðurkenningar á við-
fangsefnum og störfum höfunda, sem hafa
vísindarit í smíðum." Öll skulu þessi rit „iúta
að sögu íslands, bókmenntum þess, lögum,
stjórn eða framförum."
Þeir sem óska þess að rit þeirra verði tekin til
álita skulu senda nefndinni eitttil þrjú eintök.
Æskilegt er að fylgi umsögn viðurkenndra
fræðimanna, sérfróðra um efni ritsins.
Framangreind gögn skulu send forsætisráðu-
neytinu, Stjórnarráðshúsinu, 150 Reykjavík,
en stíluð til verðlaunanefndar Gjafar Jóns Sig-
urðssonar, fyrir 1. september næstkomandi.
Reykjavík 15. júní 2000.
Verðíaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar
Ólafur Oddsson,
Ragnheiður Sigurjónsdóttir,
Magdalena Sigurðardóttir.
Námsstyrkur
Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr
Minningarsjóði Gyðu Maríasdóttur.
Tilgangur sjóðsins er að veita vestfirskum kon-
um námsstyrki. Sjóðurinn styrkir starfsemi á
sviði menningar og lista. Ekki er skylt að veita
styrki árlega. Umsóknarfrestur ertil 15. ágúst
2000.
Umsóknir, ásamt námsvottorðum og upplýs-
ingum um fyrirhugað nám, sendist til undir-
ritaðra sem veita nánari upplýsingar.
Sigrún Guðmundsdóttir Björn Teitsson,
Hjallavegi 23 Menntaskólanum á ísafirði
400 ísafirði. 400 ísafirði.