Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Útför sonar okkar og bróður, SIGURÐAR ÞENGILS HJALTESTED, Hjarðarhaga 50, Reylgavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 9. júní sl., fer fram frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 20. júní kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á SKB - Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og Barnaspítala Hringsins. Sigríður Guðsteinsdóttir, Geir Harðarson, Sigurður Kr. Hjaltested, Þórunn Ósk Rafnsdóttir, Rósa Birgitta, Guðsteinn Þór, Nína Björk, (var Rósinkrans og Lína Rós. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, OTTÓ A. MICHELSEN, Miðleiti 5, Reykjavík, sem lést á hvrtasunnudag 11. júní, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 21. júní kl. 15.00. Gyða Jónsdóttir, Óttar Ottóson, Kjartan Ottóson, Helga R. Ottósdóttir, Stefán S. Guðjónsson, Geiriaug Ottósdóttir, Grímur Guðmundsson, Theódór Ottósson, Árný Elíasdóttir og barnabörn. Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SIGFRÍÐUR PÁLMARSDÓTTIR, Baugatanga 7, Skerjafirði, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 12. júní, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. júní kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Magnús Wfum Vilhjálmsson, Sigurlína Magnúsdóttir, Magnús Brimar Jóhannsson, Pálmar Magnússon, Dagný Magnúsdóttir, Agnar Kárason, Axel Wíum Magnússon, Sigurbjörg Jónsdóttir og barnabörn. t Elskulegur vinur, sonur okkar og bróðir, VALUR SKARPHÉÐINSSON, Sóleyjarhlíð 1, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Seljakirkju þriðjudaginn 20. júní kl. 15.00. Andrew L. Guthrie, Esther Anna Jóhannsdóttir, Skarphéðinn Guðmundsson, Ebba Skarphéðinsdóttir, Hjálmar R. Baldursson, Guðmundur Skarphéðinsson, Margrót Sigmannsdóttir, Guðný Skarphéðinsdóttir, Sigurður Einarsson, Jóhann Skarphéðinsson, Gunnar Rafn Skarphéðinsson, Bergþóra Jóhannsdóttir, Brynhildur Blomsterberg, Valur Blomsterberg. t Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA BRYNJÓLFSDÓTTIR, Árskógum 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 20. júní kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Bjarni Björnsson, Björn Bjarnason, Kristín Helgadóttir, Brynjólfur Bjarnason, Þorbjörg K. Jónsdóttir, Bjarni Bjarnason, Emilía Ólafsdóttir, Birgir Bjarnason, Guðbjörg Sigmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. RAFN HJALTALÍN + Rafn Iljaltalín fæddist á Akur- eyri 3. júní 1932. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 8. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Hans Friðrik Hjalta- lín, f. 6. okt. 1895, d. 29. júní 1963, verk- stjóri á Akureyri, og Svava Hjaltalín hús- móðir, f. 11. aprfl 1905, d. 1. aprfl 1983. Bróðir Rafns er Svavar Friðrik Hjaltalín, f. 8. okt. 1934. Eftirlifandi kona Rafns er Sig- rún Ágústsdóttir Hjaltalín, f. 9. júní 1933. Þau gengu í hjónaband 5. aprfl 1956. Foreldrar hennar voru Ágúst Lúðvíksson, f. 18. feb. 1901, d. 13. sept. 1971, verslunar- maður, og Stefanía Ólafsdóttir, f. 1. júlí 1910, d. 20. mars 1994, hús- móðir. Börn Rafns og Sigrúnar eru þijú: 1) Vaka Hrund, f. 7. sept. 1956, húsmóðir, maki Guðmundur Magnússon, f. 17. aprfl 1956, for- stöðumaður Þjóðmenningarhúss- ins. Böm þeirra em Ingvar Rafn, f. 15. feb. 1979, unnusta hans er Svala Fanney Njálsdóttir, f. 1. feb. 1981, Salóme, f. 21. okt. 1983, Sigrún, f. 2. okt. 1987, Unnur, f. 25. júní 1990, og Katrín, f. 11. júní 1993. 2) Friðrik, f. 3. maí 1962, starfsmaður Akureyrarbæjar. 3) Svava Þórhildur, f. 24. nóvember 1963, grunnskólakennari á Akur- eyri. Dóttir hennar er Sunneva Hjaltalín, f. 3. júní 1995. Rafn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1953 og stundaði nám í guðfræði við Háskóla íslands 1953-1957. Hann lauk cand. phil. prófi þaðan 1954. Rafn var kennari við Gagn- fræðaskóla Akureyr- ar og framhaldsdeild- ir hans á árunum 1961 til 1977 og var aðal- kennslugrein hans ís- lenska. Hann var ráð- inn bæjargjaldkeri á Akureyri árið 1977 og gegndi því starfi til dauðadags. Rafn gegndi fjölmörgum opinberum trúnaðar- störfum og tók virkan þátt í margvíslegri fé- lags- og íþróttastarfsemi. Hann sat í Stúdentaráði Háskóla Islands 1956, í stjóm Knattspyrnusam- bands íslands 1954 til 1956 og frá 1975 til æviloka. Hann átti sæti í sóknamefnd Akureyrarkirkju og í sfjóm Kirkjugarða Akureyrar 1979-1985, sat í fyrstu stjórn Bræðrafélags Akureyrarkirkju, var í áfengisvarnanefnd Akureyrar 1974-1982 og í skólanefnd bæjarins 1986-1990. Rafn var 1. deildar dóm- ari í knattspyrnu frá 1955 til 1983, þar af var hann einnig milliríkja- dómari um tíu ára skeið. Hann var formaður laga- og fræðslunefndar KSÍ og endurþýddi knattspyrnulög sambandsins 1985. Þá var hann for- maður kvennanefndar KSI í nokk- ur ár. Rafn hlaut gullmerki Knatt- spyrnudómarafélags íslands árið 1976, heiðurskross fþróttasam- bands íslands árið 1985, gullmerki KSÍ 1990 og gullmerki Iþróttafé- lagsins Þórs 1990. Útför Rafiis Hjaltalín fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 19. júní og hefst athöfnin klukkan 13.30. Um mitt sumar á síðasta ári greindist Rafn tengdafaðir minn með alvarlegan sjúkdóm, hvítblæði, sem nú hefur dregið hann til dauða á tæpu ári. Hann varð 68 ára gamall tæpri viku fyrir andlátið og var fullur starfsþreks og áforma er veikindin kvöddu dyra fyrirvaralaust. Fyrstu viðbrögð gagnvart slíkum sjúkdómi eru áreiðanlega oftar en ekki van- mætti og vonleysi. Vissulega var Rafni og fjölskyldunni allri brugðið en þegar honum hafði verið gerð ná- kvæm grein fyrir eðli sjúkdómsins og möguleikum á bata var aldrei um annað talað en að hafa betur í þessari viðureign. Rafn var keppnismaður að skap- ferli og það hvarflaði ekki að honum að leggja árar í bát. í tæpt ár gekkst hann undir erfiða lyfjameðferð á sjúkrahúsum í Reykjavík og á Akur- eyri með þeim stöðuga ásetningi að þessu mundi linna og hann gæti á ný horfið til starfa sinna á bæjarskrif- stofunum á Akureyri og fyrir knatt- spymuhreyfinguna. Slíkt hugarfar á erfiðum stundum er ekki aðeins dýr- mætt viðkomandi einstaklingi heldur einnig og kannski ekki síður fjöl- skyldu hans og vinum. Vafalaust sótti Rafn styrk í trúna þótt hann hefði ekki mörg orð um það. Ungur öðlaðist hann trúarlega sannfæringu og eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1953 hélt hann til Reykjavíkur þar sem hann lagði stund á nám í guð- fræði við Háskóla íslands í nokkur ár. Atvik höguðu því svo að hann lauk ekki náminu að fullu og sneri heim til Akureyrar þar sem hann var síðan búsettur alla ævi. A Akureyri varð hann fljótt virkur í kirkjulegu starfi. Annaðist hann m.a. um árabil sunnu- dagaskóla kirkjunnar, sat í sóknar- nefnd og stjóm kirkjugarðanna og var einn af stofnendum Bræðrafé- lagsins. Lét hann sér alla tíð mjög annt um málefni sóknaridrkju sinnar og söfnuðar. Rafns verður þó öðm fremur minnst sem íþróttafrömuðar, sér- staklega á sviði knattspyrnu og dóm- gæslu. Hann var knattspymudómari í 1. deild í nærri þrjátíu ár. Undan- farinn aldarfjórðung hefur hann set- ið samfleytt í stjórn Rnattspymu- sambands fslands og sat raunar einnig um tveggja ára skeið í stjórn- inni á sjötta áratugnum, þegar hann var ungur stúdent í Reykjavík. Hann nálgaðist knattspymuna ekki aðeins af upptendruðum áhuga hins ákafa boltamanns, eins og flestir gera, heldur einnig af fræðilegri yfirvegun og sýn. Drjúgur tími hans fór í að semja leikreglur og móta ramma sem knattspyma og dómgæsla á leikum byggja á. Hann naut mikils trausts á þessu sviði innanlands og utan og er í hópi fárra íslendinga sem gegnt hafa starfi milliríkjadómara. Eftir að hann hætti dómgæslu var hann eftir- litsdómari á vegum KSÍ víða um land. Um tíma var hann einnig um- sjónarmaður kvennaknattspymunn- ar. Rafn var gæfumaður í einkalífi. Hann gekk að eiga tengdamóður mína Sigrúnu Agústdóttir frá Djúpa- vogi 1956 og vom þau alla tíð mjög samrýmd og samtaka. Böm þeirra em þrjú og barnabömin sex. I veik- indum Rafns vék Sigrún aldrei frá honum og var honum stoð og stytta. Hún gisti við hlið hans á sjúkrahús- um og fylgdist með læknis- og lyfja- meðferðinni af alúð og nákvæmni og tók að heita má þátt í henni eins og fullnuma hjúkmnarfræðingur. Rafn var orðinn bæjargjaldkeri á Akureyri þegar kynni okkar hófust fyrir átján ámm. Áður hafði hann verið gagnfræðaskólakennari ámm saman og einkum kennt íslensku. Skólamál vora Rafni mjög hugleikin alla tíð og áttum við oft og títt sam- ræður um þau, einkum á níunda ára- tugnum þegar ég hafði svolítil af- skipti af þeim málum sjálfur. Var Rafn efasemdamaður um margt sem menn tóku sér fyrir hendur í skóla- kerfmu á þeim ámm, en eindreginn stuðningsmaður þess að vel væri að skólum og kennurum búið. í stjórnmálum fylgdi Rafn Sjálf- stæðisflokknum að málum af miklu afdráttarleysi. Hann var lengi virkur í flokksstarfi og gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir flokkinn, m.a. á vegum bæjarstjórnarinnar. Hann var líka mikill landsbyggðarmaður og ötull málsvari þess að efla Akur- eyri og aðra byggðakjarna úti á landi. Fyrir mig, sem alinn er upp í Reykja- vík, hefur verið lærdómsríkt að kynnast þessum viðhorfum og víkka þannig sjóndeildarhringinn. Rafn var kominn í beinan karllegg af Jóni Oddssyni frá Hjaltadal (f. 1686) sem fyrstur tók sér nafnið Hjaltalín (upphaflega Hialtdalín) í byijun 18. aldai’. Samkvæmt eldri ættfræðibókum var Jón Oddsson Hjaltalín kominn í beinan karllegg af Jóni Arasyni Hólabiskupi, en nú er álitið að framætt hans sé önnur. Þeg- ar þetta bar á góma fannst okkur Rafni eldri tilgátan skemmtilegri og aðhylltumst hana. Lái okkur það hver sem vill! Faðir Rafns var Hans Friðrik, verkstjóri á Akureyri, sonur Bjama fiskmatsmanns, sonar Hans Friðriks verslunarþjóns á Akureyri og Raufarhöfn, sonar Hans Hjaltalín Stapakaupmanns. Faðir kaupmanns- ins á Stapa var Oddur lögréttumaður að Rauðará sonur fyrrnefnds ættföð- ur, Jóns Oddssonar Hjaltalín sýslu- manns, sem talinn er síðasti ábúandi á jörðinni Reykjavík. I móðurætt var Rafn Austfirðingur eins og Sigrún; var móðir hans Svava Konráðsdóttir frá Fáskrúðsfirði, einstaklega geð- þekk kona og hláturmild. Við Vaka og bömin eigum Rafni mikla þökk að gjalda fyrir margvís- legt liðsinni og örlæti á liðnum ámm. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Magnússon. Með Rafni Hjaltalín er fallinn að velli svipmikill sómamaður og góður drengur. Um hann á ég ekki nema góðar minningar. Við vomm um skeið samstarfsmenn við Gagnfræða- skólann á Akureyri og kenndum ís- lensku báðir. Hann var vel látinn og kröfuharð- ur kennari enda kröfuharður við sjálfan sig. Hann var fastur fyrir og vildi hafa festu í hlutunum, skapríkur en tamdi skap sitt vel. Hann var vandur að virðingu sinni og raungóð- ur. Hann var mikill trúmaður og vann vel kirkju sinni, bindindismaður og áhugasamur um íþróttir, sérstak- lega knattspymu. Á þeim vettvangi markaði hann spor í íþróttasögu Ak- ureyrar og hafði mikil umsvif og naut trúnaðar á landsvísu, knattspymu- dómari um áratuga skeið og lengi milliríkjadómari. Allt þetta var Rafn Hjaltalín og auðvitað miklu mefra sem aðrir kunna að lýsa betur en ég. Síðustu árin hittumst við helst á fömum vegi eða á mannfundum og urðu þá fagn- aðarfundir. Rafn var mjög pólitískur og fylgdi Sjálfstæðisflokknum fast að málum. Hann gat verið gagnrýninn og harður í sínum málflutningien mál hans var jafnan flutt af góðum hug og af hreinskilni. Hann vissi sem var að stjórnmálamenn þurfa á hvatningu og gagnrýni að halda til að halda heilsu sinni. Rafn naut mikils trúnað- ar í Sjálfstæðisflokknum og minn- umst við hans með þakklæti að leið- arlokum. Rafn Hjaltalín var ekki allra, sein- tekinn kannski en hann var vinur vina sinna og hlýr og glettinn þegar sá gállinn var á honum. Þannig man ég hann best, hlýjan og með gaman- yrði á vömm. En fyrst og síðast var Rafn Hjalta- lín mikill fjölskyldumaður, trúr sínu og sínum. Hann var gæfumaður í sínu einkalífi. Þessar línur bera konu hans, Sigrúnu Ágústsdóttur, og fjöl- skyldunni samúðarkveðjur okkar Kristrúnar. Guð blessi minningu hans. Halldór Blöndal. Kveðja frá Knattspyrnusambandi íslands Það kom okkur félögum Rafns Hjaltalín raunar ekki mjög á óvart þegar fréttin um andlát hans barst okkur. Við höfðum um nokkurn tíma fylgst með baráttu hans við erfiðan sjúkdóm. Rafn tókst á við sjúkdóm- inn með sínu mikla keppnisskapi og var staðráðinn í því að gefa allt sitt í þeirri baráttu. Við fylgdumst með úr fjarlægð og hittum Rafn öðra hvora á fundum. Mér er nú minnisstætt þeg- ar Rafn mætti á landsleik í fyrrasum: ar, hvað öllum félögum hans í KSI þótti vænt um að sjá hann og hversu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.