Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Læknar á N etinu „Þegar hægt er að setjast fyrir framan tölvuna og ganga með einfóldum hætti frá öllum bankaviðskiptum, taka ákvörð- un um íbúða- og bílakaup, ganga frá skattskýrslu og gera matarinnkaup, svo fátt eitt sé nefnt úr daglegu lífi fólks, er óparfi að steypa sér kollhnísa afhrifningu yfir því að heilbrigðisgeirinn tölvuvæðist. “ Heimasíðum sem veita upplýsingar um hin ýmsu atriði er varða heilbrigð- ismál, fer sífellt fjölgandi á Netinu. Þeir sem til þeirra stofna vita sem er að heil- brigðismál eru nokkuð sem varðar alla og almennar vinsældir doðr- anta á borð við Heimilislækninn minn og fleiri álíka uppflettibækur eru skýrt dæmi um áhuga almenn- ings. Það er því ekki að undra að netvæðingin hafi náð yfir heilsu- l/inuADC og sjúkdóma- VlvHUKr fræðslu. En það er ekki öll sagan sögð enn. Sam- skiptaform starfsfólks innan heilbrigðisgeir- ans við viðskiptavini sína hefur víða gjörbreyst með tilkomu Nets- Eftir Hönnu Katrínu Friðriksen Það eru ekki síst samskipti lækna við sjúklinga sem hafa verið í sviðsljósinu í hinum vestræna heimi eftir því sem netvæðingunni fleygir þar fram. Island er þar engin undantekning, enda óvíða fleiri netvæddir sé miðað við hina traustu vinkonu landans, sjálfa höfðatöluna. Fyrr í vor fjallaði Morgunblaðið um netvæðingu á heilsugæslustöðvum þar sem sagði að forstöðumenn þeirra tækju al- mennt vel í það að tímapantanir hjá læknum og beiðnir um endur- nýjun lyfseðla færu um Netið. Hins vegar vantaði enn töluvert upp á að heilsugæslustöðvarnar væru undir þessar breytingar búnar þó að því væri unnið. Þeir eru ófáir sem geta sagt sögur af löngum setum á lækna- biðstofum, stundum til þess eins að fá lyfseðil endumýjaðan. Aðrir hafa eytt löngum stundum í síman- um í svipuðum erindagjörðum og enn aðrir þurft að glíma við lygi- lega langa biðlista vegna einfóld- ustu hluta. Þegar hægt er að setj- ast fyrir framan tölvuna og ganga með einfoldum hætti frá öllum bankaviðskiptum, taka ákvörðun um íbúða- og bílakaup, ganga frá skattskýrslu og gera matarinn- kaup, svo fátt eitt sé nefnt úr dag- legu lífi fólks, er óþarfi að steypa sér kollhnísa af hrifningu yfir því að heilbrigðisgeirinn tölvuvæðist. Það er ekki nema sjálfsagt. Hins vegar vita íslendingar manna best að það þarf að fara varlega með viðkvæmar upplýsingar sem varða líf manna, heilsu og gen. Þar stendur líka hnífurinn í kúnni að mati margra þegar taka á ákvörð- un um hversu langt læknar eigi að ganga í samskiptum við sjúklinga á Netinu. Boltinn er óneitanlega farinn að rúlla. Á dögunum voru birtar nið- urstöður úr viðamikilli könnun á vegum bandarísku heilbrigðis- netsíðunnar Medem sem var sett á laggimar síðastliðið haust af Bandarísku læknasamtökunum og nokkrum öðrum sérfræðingafélög- um. Meðal áhugaverðra niður- staðna má nefna að um 10% bandarískra lækna eiga samskipti við sjúklinga sína með tölvupósti samanborið við aðeins 3% fyrir tæpu ári. Einnig kom fram að um 70% lækna hafa aðgang að Netinu frá vinnustað sínum, samanborið við 37% fyrir tæpu ári. Könnunin leiddi líka í ljós að yfirgnæfandi meirihluti lækna taldi af hinu góða að almenningi gæfist kostur á að kynna sér upplýsingar um heil- brigðismál á Netinu, að því til- skildu að þess væri gætt að upp- lýsingamar væm ekki rangar, misvísandi eða ófullnægjandi. Medem var stofnað í október 1999 og hefur um tvo þriðju af bandarísku læknastéttinni innan sinna vébanda. Fyrirtækið aðstoð- ar læknana við að koma upp eigin heimasíðum og efla þannig sam- band við sjúklinga sína auk þess að reka viðamikinn gagnabanka um heilbrigðismál, sem bæði læknar og sjúklingar hafa aðgang að. Til- gangurinn er íyrst og fremst að stuðla að nýtingu Netsins við að bæta samskipti lækna og sjúklinga og að auka gæði upplýsingaflæðis um heilbrigðismál á Netinu. Óvissa um öryggi heilbrigðis- gagna sem flutt eru um Netið hefur valdið mönnum áhyggjum í Banda- ríkjunum líkt og annars staðar og staðið í vegi fyrir því að menn stigju skrefið til fulls með því að bjóða upp á óstáflað upplýsingaflæði frá lækni til sjúklings eða annarra lækna. Þessi heilabrot vöktu áhuga tölvu- risanna sem sáu sér auðvitað hag í því að leysa vandann. í vikunni birt- ust fréttir af samningi milli Medem og Intel í kjölfar þess að tölvufyrir- tækið hefur þróað rafrænt nafn- skírteini fyrir lækna til að nota þeg- ar þeir skiptast á trúnaðarupp- lýsingum um sjúklinga á Netinu. Hver læknir sem skráður er á Medem fær þannig sérstakt raf- rænt nafnskírteini, til þess að nota í samskiptum við aðra lækna. Banda- ríska læknafélagið mun gefa skírteinin út og ábyrgjast þannig hveijir bera þau. Samkvæmt frétt> um er búist við því að útgáfa þess- ara rafrænu skírteina verði orðin að veruleika í haust og er talið fullvíst að þau muni auka öruggi tíl muna umfram það sem venjuleg passorð veita. Stjómleysi, þar með talið nafn- leysi, hefur gjaman verið talið Net- inu til tekna. Það er vissulega hægt að taka undir það að ástæða þess að netvæðingin varð jafn rosaleg og raun ber vitni, er sú að Netið óx stjómlaust í allar áttir. Hins vegar er staðan nú orðin sú að þeir óþrjótandi möguleikar sem Netið býður upp á verða ekki nýttir sem skyldi fyrr en fólk getur treyst því að það verði ekki misnotað, eigum þess stolið, eða dýrmætar persónu- legar upplýsingar fari á flakk og verði seldar hæstbjóðanda, svo dæmi séu tekin. Það verður í hæsta máta fróðlegt að fylgjast með því hvemig tifraunir Medem og Intel með rafrænu skírteinin ganga enda eru þeir fjölmíirgir sem eiga eftir að njóta góðs af netvæðingu lækna- stéttarinnar í náinni framtíð ef vel gengur. Bæklingur um varnir gegn matarsýkingum Margt býr í borðtuskunni - ef hún er óhrein GÓÐU sumri fylgja grillveislur og útilegur, en því miður virðist sumr- inu líka fylgja aukin hætta á meng- un matvæla. „Það virðast alltaf koma upp fleiri tilfelli yfir grilltí- mann en það hefur ekkert verið rannsakað sérstaklega hvers vegna matarsjúkdómatilfelli em fleiri á sumrin,“ segir Ástfríður Sigurðar- dóttir matvælafræðingur hjá Holl- ustuvemd ríkisins. „Ef til vill eiga útilegur einhvem þátt í aukningunni á sumrin en þar em aðstæður oft þannig að ekki er hægt að stunda ýtrasta hreinlæti." Til að spoma gegn matarsjúk- dómum hafa Hollustuvemd, Land- læknisembættið og umhverfisráðu- neytið gefið út bæklinginn Vamir gegn matarsýkingum og matareitr- unum - gerðu þér mat úr þeim! í bæklingnum, sem dreift er á heimili, er lögð áhersla á hreinlæti og rétta meðferð matvæla. Þá koma fram upplýsingar um helstu sýkla sem valda matarsjúkdómum og hvað beri að gera ef einkenni matarsýk- inga eða matareitrana koma fram. Bæklingurinn er liður í fræðsluátaki sem miðar að því að viðhalda þeim góða árangri sem náðst hefur und- anfarið í baráttunni við campylo- bacter, en í maímánuði vom stað- festar fjórar sýkingar af campylo- bacter í fólki, sem er veruleg lækkun frá síðasta ári, segir í frétta- tilkynningu vegna bæklingsins. Matarsýking er sjúkdómur sem or- sakast af skaðlegum sýklum sem ná að fjölga sér í matvælum og berast með þeim ofan í fólk, matareitrun- um valda hins vegar sterk eiturefni sem sumir sýklar mynda þegar þeir fjölga sér í matvælum. Báðum þess- um sjúkdómum fylgja einkenni á borð við uppköst, kviðverki og nið- urgang, þau geta verið allt frá væg- um ónotum til alvarlegra veikinda sem kalla á tafarlausa læknisaðstoð. I einstaka tilfellum geta þessir sjúk- dómar dregið fólk til dauða. Aðalatriði að vanda meðferð Besta ráðið til að forðast sýkingar er að vanda alla meðferð matvæla. Fyrir neytendur er mikilvægt að viðhafa sem mest hreinlæti við mat- argerð, gegnhita fuglakjöt og unnið kjöt eins og hakk og fars, huga að geymsluþoli matvæla og geyma þau við rétt hitastig, að sögn Ástfríðar. „Hætta er á bakteríumengun ef kjöt er ekki grillað í gegn og það getur verið erfiðara að gegnsteikja matinn á grillinu en í ofni eða á pönnu. Til dæmis getur verið erfitt að fá kjúklinga vel steikta á grilli, en auðveldara er að gegnsteikja bein- laust kjúklingakjöt en kjöt á beini. Kjöt er gegnsteikt ef það hefur náð 75°C hita en einnig má skoða kjöt- safann í miðju þykkasta bitans sem á að vera tær en ekki blóðlitur." Einnig er mikilvægt að hafa hendur og áhöld hrein til að forðast kross- mengun, að sögn Ástfriðar. „Til dæmis má ekki nota sömu töng eða sama disk fyrir hrátt og grillað kjúklingakjöt. Gott getur verið að grilla töngina með kjötinu, það er auðveldara en að nota tvö sett af töngurn." í borðtuskum geta verið sjúkdómsvaldandi bakteríur, sér- staklega ef þær hafa komist í snert- ingu við vökva úr hráum matvælum, en að sögn Ástfríðar er ráðlegra að þurrka blóðvökva með eldhúspappír en tusku. „Bakteríur dafna einstak- lega vel í tuskum og gott er að skipta um tuskur annan hvem dag, helst á hverjum degi.“ Kynmng á norræna umhverfismerkinu KYNNING á norræna umhverfis- merkinu, Svaninum, sem er opin- bert umhverfismerki Norðurland- anna, stendur nú yfir í Kringlunni, fram til 19. júní. í fréttatilkynningu frá Hollustuvernd ríkisins kemur fram að kynningin sé í samvinnu við Nýkaup og að gestir geti nú kynnt sér merkið í sérstökum kynningarbás fyrir framan verslun Nýkaups í Kringlunni. Þá segir ennfremur að þrátt fyrir að merkið sé í mikilli sókn hér á landi sýni kannanir að íslenskir neytendur þekki síður merkið og gildi þess en neytendur á öðrum Norðurlöndum. Stjóm norræna umhverfismerkisins hefur því ákveðið að gera átak til að breyta þriog er kynningin liður í því. Á kynningunni er hægt að fá upplýsingar um þær vömr sem bera merkið og skoða sýnishom af þeim. Þá mun Nýkaup vekja at- hygli viðskiptavina sinna á þessum vömm á næstu vikum. Þeir einir fá að nota merkið sem uppfylla strangar kröfur um efna- s Urval melóna í Nýkaupi ELLEFU mismunandi tegundir af melónum frá Bandaríkjunum em á boðstólum í Nýkaupi í sumar. Vatnmelónur, gular melónur, or- ange flesh, cantaloupe, galía, can- ary, crenshaw, golden dew, honey dew, ogen og casaba. Melónur era sagðar hitaein- ingasnauðar og í þeim er lítill syk- ur þrátt fyrir sætt bragð. f frétta- tilkynningu frá Nýkaupi segir að melónur innihaldi aðallega A og C Morgunblaðið/Kristinn Kynningin á norræna umhverf- ismerkinu stendur til 19. júní. og orkunotkun. Vömr í 17 vöm- flokkum uppfylla þær kröfur hér á landi. Um er að ræða vörur eins og kaffisíur, gólfefni, sláttuvélar, ljós- ritunarvélar og byggingaplötur. Gefin hafa verið út 15 ný leyfi fyrir notkun merkisins frá áramótum, en alls em nú í gildi 64 leyfi hér á landi. vitamín auk B vitamins, kalks og annarra steinefna. Vatnsmelónur eru einu melónurnar til sölu í Nýkaupi sem unnt er að frysta. Hægt er til dæmis að skera vatns- melónur í þríhymda báta og stinga pinna í. Vatnsmelónan verður þannig að fyrirtaks frost- pinna. Villtur lax í Melabúðinni í MELABÚÐINNI er nú hægt að fá villtan lax sem er veiddur í net í Þjórsá. „Laxinn er fyrsti vorboðinn hjá okkur en við höfum verið með þetta undanfarin sumur,“ segir Pétur Alan Guðmundsson í Mela- búðinni. Laxinn verður á boðstólum flesta daga í sumar en þar sem þetta er villibráð er framboðið háð veiði, að sögn Péturs. „Laxinn hef- ur mælst vel fyrir, það er komin hefð fyrir honum hérna í Vestur- bænum, sérstaklega 17. júní. Verð- ið á heilum laxi mun verða eitthvað um 900 kr. fyrst um sinn en það mun líklega lækka eitthvað þegar líður á sumarið." Sumartími í Kaffítári KAFFIHÚS og kaffibúð Kaffitárs í Bankastræti hafa breytt afgreiðslu- tímanum yfir sumarið. Nýbreytnin er lengri afgreiðslutími á fostudags- og laugardagskvöldum, en þá er op- ið til 23. Nú er opið frá mánudegi til fimmtudags frá 8-18, föstudaga og laugardaga frá 8-23 og sunnudaga er opið frá 10-18. í tilefni þjóðhátíð- ardagsins verður sérstök kynning á cappuccino í Bankastræti.Að lokum má benda á að kaffihús Kaffitárs eru bæði reyklaus og án vínveitinga. Nýtt Sósur í flöskum NÝKAUP hefur hafið sölu á sós- um í 250 ml flösk- um frá Jensen’s. Sósumar fást með þremur bragðtegundum, Jen- sens’s Original Cognac sósa, Jen- sen’s Original Favorit sósa og Jen- sen’s Original Whisky sósa. Sósurnar eru hitaðar upp og rjóma bætt út í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.