Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Nýtt fyrirkomulag við greiðslu sekta fyrir umferðarlagabrot Hægt að borga á staðnum DÓMSMÁLARÁÐHERRA, Lög- reglustjórinn í Reykjavík og Ríkis- lögreglustjóri kynntu í gær nýtt fyrir- komulag við greiðslu sekta vegna umferðarlagabrota sem lögreglan í Reykjavík mun taka í notkun í til- raunaskyni á næstu dögum. í fjórum lögreglubifreiðum í Reykjavík hefur verið komið fyrir kortagreiðsluvélum (posum) og mun ökumönnum þannig gefast kostur á að greiða á vettvangi, með greiðslukorti, sektir vegna tiltek- inna umferðarlagabrota. Alls mun verða hægt að greiða sektir vegna 22 umferðarlagabrota á þennan hátt, m.a. vegna hraðaksturs, aksturs gegn rauðu ljósi og þegar öryggisbelti eru ekki notuð. Áhersla á útlendinga I kynningu Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra á nýja kerfinu kom m.a. fram, að þessi aðferð muni bæði gefa almenningi kost á að ljúka óþægilegum málum á sem skjótastan og einfaldastan hátt, og að einnig verði öll meðferð mála hjá lögreglunni mun skilvirkari. Einnig kom fram að þessi aðferð gerir lögreglunni kleift að Ijúka mál- um gagnvart umferðariagabrotum útlendinga, en oft er þrautin þyngri og svarar vart kostnaði að fylgja slík- um málum eftir þegar erlendir ferða- menn eru famir til síns heima. Sagði Ingimundur Einarsson, varalög- reglustjóri í Reykjavík, að ekki væri loku fyrir það skotið að þessum nýja greiðslumöguleika yrði ýtt frekar að útlendingum vegna þessa. Hefur forvarnagildi Auk þess að gera innheimtukerfi lögreglunnar einfaldara og skilvirk- ara er talið að þessi aðferð muni hafa ákveðið forvamagildi gagnvart um- ferðarlagabrotum. Það að sá sem brýtur af sér borgi sekt strax í kjölfar brots hefur án efa mun rneiri áhrif en að fá heimsendan gíróseðil nokkrum dögum síðar og kemur því frekar í veg fyrir endurtekin brot. Fram kom að af 32.000 umferðarlagabrotum sem upp komu í Reykjavík síðastliðið ár voru um 18.000 í þeim 22 flokkum sem falla munu í nýja kerfið. Lögreglan gerir sér því vonir um að fækka með þessum breytingum verulega um- ferðarlagabrotum í Reykjavík. Tilraun til áramóta Eins og áður sagði hefur greiðslu- vélum verið komið fyrir í fjórum lög- reglubflum í Reykjavík, en reynist kerfið vel er mjög einfalt að setja slík- ar vélar í fleiri bfla. Á næstkomandi áramótum mun síðan verða metið hvemig til hefur tekist og nánari ákvarðanir teknar um það, hvort brotaflokkum verði fjölgað og hvort fleiri lögregluembætti taki upp þetta greiðslufyrirkomulag. Morgunblaðið/Jim Smart Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri í Reykjavík, kynnir nýtt sekt- argreiðslukerfí. Við hlið hans sitja Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri og Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra. Alþjóðleg jarðhitaráðstefna í Japan Nemendur Jarðhita- skólans áberandi ALÞJÓÐA jarðhitaráðstefnan var haldin á dögunum í Japan og þar var hlutur íslendinga mjög glæsilegur, að sögn Ingvars Birgis Friðleifsson- ar, forstöðumanns Jarðhitaskóla Há- skóla Sameinuðu þjóðanna á Islandi. Enn fremur settu útskrifaðir nem- endur Jarðhitaskólans mikinn svip á ráðstefnuna, en yfir 60 fyrrverandi nemendur skólans frá 24 löndum mættu þar til leiks. Ingvar segir að það hafi komið greinilega fram á ráð- stefnunni að fjölmargir nemendur, sem stundað hafa nám við skólann, séu nú í forystusveitum í sínum lönd- um í uppbyggingu jarðhitanýtingar. í lokaályktun ráðstefnunnar voru tvö lönd, ísland og Filippseyjar, nefnd sem dæmi um góðan árangur þar sem að jarðhitanýting væri sett í forgangsröð í orkumálum. Ingvar segir að Jarðhitaskólinn hafi komið mjög vel út á ráðstefn- unni. Alls hafa 227 nemendur út- skrifast úr honum frá upphafi 1979 og af þeim mættu 61 frá 24 löndum, margir talsmenn sinna landa. Að auki var sex nemendum boðinn styrkur til að sækja ráðstefnuna en þeir áttu ekki heimangengt. Vaxandi lífsmark ÞAÐ bendir eitt og annað til þess að einhver hreyfing sé á laxi, a.m.k. voru 18 laxar dregnir í einu holli í Norðurá sem er hátíð hjá því sem á undan var gengið. Allt var það sagður grálúsugur lax. Þá veiddust átta laxar á tveimur vökt- um í Laxá í Aðaldal nú í vikulokin. Þar er farinn að veiðast lax uppi um alla á. Þá sáu menn nokkurt líf, bæði í Miðfjarðará sem var opnuð síðdegis á fimmtudag og menn sjá fiska vera að ganga inn í Hauka- dalsá í Dölum sem var opnuð 12. júní. Líf í Miðfirðinum Hákon Örvarsson, kokkin- í Laxahvammi við Miðfjarðará, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærdag að fimm laxar væru í kæl- inum eftir tvær fyrstu vaktirnar, þrír veiddust fyrsta daginn og tveir í gærmorgun. „Þeir sjá nokk- uð af laxi, mest í Vesturánni, en laxarnir komu víða á land, þó ekki úr Núpsá,“ sagði Hákon. Að byija að vera gaman Torfi Ásgeirsson, umsjónarmað- ur Haukadalsár, sagði veiðina hafa byrjað 12. júní og veiddust þá þrír laxar. í gærdag voru þeir orðnir sex, en Torfi sagði lax greinilega vera farinn að ganga, „það er að byija að vera gaman hérna enda Úlfar Reynisson fékk þennan fallega 14 punda lax á veiðistaðnum Runka í Kjarrá fyrir fáum dögum. byrjaður að skríða inn fiskur,“ sagði Torfi. Laxamir sem veiðst hafa hafa verið 8 til 11 pund. Smáskot í Laxá í Þing. Að sögn Orra Vigfússonar, sem var að koma að norðan, veiddust fimm laxar í Laxá í Aðaldal á fimmtudag og í gærmorgun komu þrír í viðbót á þurrt. Á fimmtudag- inn veiddi Sigurður Bjamason fjóra fyrir neðan Æðarfossa og sá nokkuð af fiski á fleygiferð í göngu. „Þegar svona lítið vatn er í ánni gengur fiskurinn mjög hratt og dreifir sér. Þegar þetta er ekki meira magn á hann það til að týn- ast frammi í á en menn hafa verið að hitta aðeins á ’ann síðustu vakt- irnar, þannig komu tveir af Óseyri á fimmtudaginn og það hafa einnig veiðst laxar í Heiðarenda og á Núpum,“ sagði Orri. 14 pundari úr Langá Þrír laxar vom komnir úr Langá á hádegi í gær og var þá búið að veiða í tvær vaktir. „Það er komin rigning og við emm farin að sjá talsvert af laxi. Hann hefur gengið hratt upp ána, þannig veiddist einn af þessum þremur, 10 punda hrygna, í Glanna. Stærsti fiskurinn var 14 punda hængur sem veiddist á Breiðunni í morgun,“ sagði Haf- steinn Orri staðarleiðsögumaður í samtali við Morgunblaðið í gær- dag. Langá er ekki vatnslítil eins og margar ár um þessar mundir, vatnsmiðlunin í Langavatni er sneisafull og er útlit fyrir mátulegt vatn í Langá langt fram á sumar. Helgi Hjörvar endur- kjörinn HELGI Hjörvar var endur- kjörinn forseti borgarstjórnar á fundi stjórnarinnar á fimmtudag. Fyrsti varaforseti er Helgi Pétursson og annar varaforseti Steinunn V. Ósk- arsdóttir. Sjö borgarráðsfulltrúar voru kjörnir á fundinum, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, Sig- rún Magnúsdóttir, Steinunn V. Óskarsdóttir, Hrannar B. Arnarsson, Inga Jóna Þórðar- dóttir, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson og Júlíus Vífill Ingvarsson. Breytingamar em því þær, að í stað Helga Hjörvars og Helga Pétursson- ar, sem nú em varafulltrúar, koma Steinunn V. Óskarsdótt- ir og Hrannar B. Arnarsson. Harður árekstur við Heiðmörk TVEIR fólksbílar skullu sam- an á Elliðavatnsvegi við Heið- merkurafleggjara um klukkan hálfníu í gærkvöldi. Ökumaður annarrar bifreið- arinnar var að sögn lögreglu fluttur meðvitundarlaus á slysadeild en hann reyndist lítið meiddur og slapp með skrámur á höfði. Þar sem slysið varð er bæði blindhæð og beygja. Talsverðar skemmdir urðu á bílunum og varð að flytja þá báða af vett- vangi með kranabíl. Öku- maður hinnar bifreiðarinnar slapp ómeiddur. Fylgi stjórnmálaflokka samkvæmt nýrri könnun Gallups Samfylk- ingin nær 28% fylgi SAMFYLKINGIN hefur nú í fyrsta sinn náð kjörfylgi sínu á nýjan leik skv. nýrri skoðanakönn- un Gallups en flokkurinn hefur nú 28% fylgi. Ríkisstjórnin nýtur enn öraggs stuðnings, eða 62% fylgis, þó að aðeins færri segist styðja hana nú en í síðasta mánuði. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem Samfylking eykur fylgi sitt og hefur hún bætt við sig ellefu pró- sentustigum á síðustu þremur mánuðum. Framsóknarflokkurinn bætir einnig lítillega við fylgi sitt, hefur nú 15% samanborið við 13%, en Vinstrihreyfingin - grænt framboð tapar mestu, fengi 13% atkvæða ef kosið yrði nú og hefur fylgi flokksins ekki verið minna síðan í september á síðasta ári. Er fylgið þrátt fyrir það enn yfir kjör- fylgi flokksins í síðustu kosning- um. Sjálfstæðisflokkurinn tapar lítillega, hefur 42% fylgi, sem þó er nálægt kjörfylgi flokksins. Frjálslyndi flokkurinn fær 2,3% fylgi skv. könnuninni, sem er svipað og áður. Rúmlega 17% sögðust vera óákveðin eða neit- uðu að svara og rösklega 6% myndu ekki kjósa eða skila auðu ef kosningar færu fram nú. Úrtak könnunarinnar, sem var gerð dagana 5.-21. maí, var 1149 manns og af þeim svömðu um 69%. 57% teUa járnbraut til Keflavíkur góða hugmynd Gallup kannaði einnig afstöðu fólks til þeirrar hugmyndar að leggja járnbraut milli Reykjavíkur og Keflavíkur. 57% segja hug- myndina góða en næstum 37% telja hana slæma. Er minnst fylgi við hugmyndina í elstu aldurshóp- unum en fram kemur einnig að málið virðist ekki flokkspólitískt því ekki var marktækur munur á afstöðu stuðningsmanna flokk- anna. Að síðustu má nefna að skv. könnun Gallups líst 49% lands- manna vel á jarðgangaáætlun rík- isstjórnarinnar, sem kynnt var nýlega, en 40% landsmanna líst illa á hana. Er stuðningurinn um- talsvert meiri úti á landsbyggðinni því 59% landsbyggðarbúa líst vel á áætlunina en aðeins rúmlega 41% höfuðborgarbúa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.