Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 80
80 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA ÍDAG Mannfjöldi á Þingvöllum á þjóöhátíð 1994. Höfuðstaður s Islands sögu Kristnihátíð verður á Þingvöllum 1. og 2. júlí nk. Stefán Friðbjarnarson staldrar við tvær elztu stofnanir þjóðarinnar, Alþingi og Þjóðkirkjuna, sem teng;iast úessum þjóðhelga stað. íslendingar, þér, sem erfðuð landið, vinnið heilög heit, takið höndum saman. Munið að sá staður, sem þér standið á, ervafmnvéböndum, vígður Guði. (Davíð Stefánsson: Að Þingvöllum 930-1930.) Það hellirigndi á Þingvöllum, höfuðstað íslands sögu, á stofn- degi íslenzks lýðveldis, 17. júní 1944. En það var sól í sinni mannfjöldans. Langþráðu marki var náð. Stór sigur í fullveldis- baráttu þjóðarinnar vannst þeg- ar árið 1904: heimastjórn - stjórnarráð í Reykjavík. Annar stórsigur, máski sá stærsti, var í höfn 1918, er ísland varð full- valda ríki. Lýðveldisstofnunin var lokaskrefið í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar, ef hægt er að tala um lokaskref í því sam- hengi. Baráttan fyrir efnahags- legu, menningarlegu og stjórnar- farslegu fullveldi fámennrar eyþjóðar er ævarandi. Þingvellir eru höfuðstaður ís- lands sögu. Þar var Alþingi ís- lendinga háð frá árinu 930 til 1798. Þar var kristin trú lögtekin á Jónsmessu skírara árið 1000. Alþingi og Þjóðkirkjan, elztu stofnanir íslenzks samfélags, tengjast Þingvöllum með órjúf- anlegum hætti. Hið forna alls- herjarþing að Lögbergi við Öx- ará, móðurmálið og gamalgróinn menningararfurinn vóru stefnu- vitar þjóðarinnar í fullveldis- baráttunni. Á Þingvöllum stóð þjóðhátíð 1874 í tilefni þúsund ára byggðar í landinu sem og 1974 í tilefni 1100 ára byggðar. Þar fylkti þjóðin og liði á Al- þingishátíð árið 1930, er 1000 ár vóru liðin frá stofnun Alþingis og íslenzks ríkis. Þar var íslenzka lýðveldið stofnað 17. júní 1944. Þar hélt þjóðin upp á 50 ára lýð- veldisafmæli 17. júní 1994. - Jú, víst er Reykjavík höfuðborg ís- lenzka lýðveldisins og ein af menningarborgum Evrópu árið 2000. En Þingvellir vóru, eru og verða höfuðborg íslands sögu. Þar kemur þjóðin saman þegar mikið stendur til. Laugardaginn 1. júlí og sunnu- daginn 2. júlí skundar íslenzk þjóð á fjölskyldu-, héraða- og þjóðhátíð á Þingvöllum í tilefni þess að kristin trú var lögtekin á Alþingi árið 1000 - á Jónsmessu skírara, þegar sól er hæst á lofti og náttlaus voraldar veröld ríkir í náttúru landsins. Lögtaka krist- ins dóms er merkasta og heilla- drýgsta löggjöf íslands sögu og hefur mótað íslenzkt samfélag, íslenzka menningu og íslenzk viðhorf til góðs í þúsund ár. Biskupsstólar og klaustur í kaþólskum sið vóru mikil menn- ingar- og trúarsetur. Þau áttu mikilvægan þátt í skráningu og varðveizlu fornra bókmennta okkar og sögu. Þýðing lúterskra á biblíunni er talin eiga hvað drýgstan þáttinn í því að móður- mál okkar hefur varðveitzt lítt breytt fram á okkar daga. Móð- urmálið og menningararfurinn eru hornsteinar menningarlegs og stjórnarfarslegs fullveldis okkar. Flestum er því ljóst að þjóðkirkjan og þjóðmenningin eru samofin og órjúfanleg. Síðast en ekki sízt hefur krist- in kenning rótfest í þjóðarsálina mannúð, mildi og réttlætisvit- und, sem mikilvægt er að glæða og varðveita. Þegar alls er gætt hlýtur krisnihátíðin á Þingvöllum í byrjun næsta mánuðar að höfða til heildarinnar, ekkert síður en þjóðhátíðardagurinn 17. júní. Ein dýrmætasta æskuminning pistlahöfundar er frá lýðveldis- stofnuninni á Þingvöllum 1944. Vonandi verður minningin frá kristnihátíðinni á Þingvöllum ár- ið 2000 dýrmæt minning í hugum þess fólks, sem er ungt í dag, þegar það lítur um öxl á efri ár- um. Það eru í raun og sann tvær þjóðhátíðir íslendinga sumarið 2000. Hefðbundin þjóðhátíð á fæðingardegi frelsishetjunnar, Jóns Sigurðssonar, og stofndegi íslenzka lýðveldisins, 17. júní. Og kristnihátíðin á Þingvöllum fyrstu daga júlímánaðar. Gleði- lega þjóðhátíð 17. júní. Gleðilega kristnihátíð á Þingvöllum 1. og 2. júlí nk. - Skundum á Þingvöll, ung og aldin, og treystum vor heit! VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Góð þjónusta í Heildsölu- bakaríinu MIG LANGAR að vekja at- hygli á alveg einstakri þjón- ustu í heildsölubakaríinu við Grensásveg. Yngsta barnið mitt var fermt fyrir skömmu og hafði ég keypt kransaköku í bak- aríi hér í borg. Kökuna náði ég í rétt fyrir lokun deginum fyrir ferminguna. Ekki vildi betur til en svo að í bílnum á leiðinni heim brotnaði hún og mest af súkkulaðiskraut- inu brotnaði af. Daginn sem ferma átti fór eldri sonur minn til þess að láta laga kökuna, en bakarí- ið var lokað. Sonur minn keyrði í önnur bakarí sem voru opin en mætti engum skilningi á þeim stöðum sem hann fór á nema í Heildsölu- bakaríinu. Bakarinn þar tók kökuna og lagaði hana fyrir hann en vildi ekki þiggja greiðslu fyrir. Þetta er alveg einstakt og í framtíðinni mun ég leggja stóra lykkju á leið mína og versla hjá þeim, bæði stórt og smátt. Kærar þakkir íyrir hjálpina. Helga Jónsdóttir, Hálsaseli 48, Reykjavik. Landsbyggðapólitík eða borgarmál MIG langar að taka það fram, vegna skrifa minna í Velvakanda 8. júm' sl. um hneykslanlega framkomu Ingu Jónu Þórðardóttur í Kastljósþætti Ríkissjón- varpsins og svars frá Möttu Ólafs í Velvakanda 11. júní sl., að ég er ekki Reykvík- ingur og ástæðan fyrir hneykslun minni á fram- komu Ingu Jónu Þórðar- dóttur í Kastijósþættinum var sú, að Inga Jóna fór að tala um landsbyggðapólitík- ina þegar átti að ræða borg- armálin. Guðrún Sigurðardóttir, Kirkjuvegi 11, Keflavík. Hátíð ljóss og kærleika I DAG skundar fólk á Þing- völl til að halda upp á 1.000 ára kristnitöku á íslandi. Fólk var neytt til þess að taka kristna trú eins og allir vita. Fólki var refsað grimmilega fyrir syndir sín- ar í nafni kristinnar trúar. Ófrískum konum var drekkt og fólk var pínt og líflátið. Þetta er blóði drifin saga sem mér finnst ekki ætti að halda uppá, frekar ætti að halda minningarathöfn á Þingvöllum. Lútherska kirkjan kom hvergi þama nærri svo ég er hissa á þess- um hátíðarhöldum nú. Ríkið mismunar trúarsöfnuðum og það finnst mér ekki rétt- látt. Þar sem ríkir trúfrelsi á Islandi á ríkið ekki að hampa lúthersku kirkjunni. Ég vildi sjá haldna hér hátíð þar sem allir trúarhópar gætu haldið hátíð Ijóss og kærleika því við eigum að bera virðingu fyrir trú ann- arra. Sigrún. Tapad/fundið Áteknar filmur fundust FYRIR tveim vikum fund- ust tvær áteknar filmur á bílastæði við Grettisgötu. Nánari upplýsingar í síma 899 2822. Dýrahald Kolsvartur högni er týndur EINS og hálfs árs kolsvart- ur fressköttur með svarta ól, ómerktur, hvarf frá Mið- túni í Reykjavík. Hann hlýð- ir nafninu sínu, Húgó. Upp- lýsingar í síma 694-9612. sos HVITA þriggja ára læðu vantar gott heimili vegna flutninga. Er einstaklega kelin og blið. Upplýsingar í síma 553-0504 eða 867-2468. Keli er týndur KELI er stór, gulur, loðinn norskur skógarköttur, sem hvarf frá heimili sínu, Barðavogi 18,7. júní sl. Keli er mjög mannelskur og for- vitinn og gæti því hafa lok- ast inni í geymslu eða bfl- skúr. Hann er eymamerkt- ur, en ekki með merkispjald um hálsinn. Fólk er vinsam- legast beðið að athuga hvort hann gæti hafa lokast ein- hvers staðar inni. Fundar- laun. Upplýsingar í síma 553-8746 eða 699-8746. BRIDS limsjón Guðmundnr Páll Arnarson LANDSLIÐSÆFINGAR hafa nú staðið yfír um nokkurt skeið fyrir Norð- urlandamótið sem haldið verður í lok þessa mánaðar á Hótel Örk í Hveragerði. Lið Islands í opna flokkn- um er skipað þremur pör- um: Aðalsteini Jörgensen og Sverri Ármannssyni; Antoni Haraldssyni og Sig- urbirni Haraldssyni; og Magnúsi E. Magnússyni og Þresti Ingimarssyni. Á æf- ingu opna flokksins síðast- liðinn fimmtudag kom þetta spil upp: Anton og Sigurbjörn vora með spil AV, en mót- herjar þeirra voru Gylfi Baldursson og Steinberg Ríkharðsson: Norður gefur; AV á hættu. Noyður * A87642 v 107632 ♦- + 87 Vestur Austur + DG +— v85 VÁKDG4 ♦ ÁDG102 ♦ K97653 +Á542 +D9 Suður +K10953 ♦9 ♦ 84 +KG1063 Vestur Norður Austur Suður Anton Steinberg Sigurbjörn Gylfi - 2grönd* Pass 3 tíglar! Dobl 3 hjörtu Dobl 3 spaðar Pass Pass 6 tíglar 6 spaðar Dobl Pass Pass Pass Opnun Steinbergs á tveimur gröndum sagði frá tvílita hendi - hálitum eða láglitum - og veikum spil- um. Sigurbjörn ákvað að passa „til að byrja með“ og Gylfi brá sér í blekkinguna með þremur tíglum, en sú sögn var leitandi og bað makker að passa með lauf og tígul. En Anton notaði tækifærið og doblaði. Dobl í slíkri stöðu er gjarnan tví- rætt: annað hvort tígull (ef norður breytir í þrjú hjörtu með hálitina), eða úttekt á tígul (ef norður passar til að sýna láglitina). Fljótlega kom í ljós hvers kyns var og Sigurbjörn tók þá stang- arstökk í slemmu. Gylfi ákvað réttilega að fórna í sex spaða. Með því að hitta í laufið fara sex spaðar að- eins einn niður, en Gylfi fékk út tígulás og valdi því að staðsetja laufásinn í austur og fór tvo niður. En 300 út var góð fórn fyrir slemmu á hættunni (1370). Sverrir og Aðalsteinn tóku einnig fórnina. And- stæðingar þeirra voru Björn Theódórsson og Páll Bergsson: Vestur Norður Austur Suður Páll Aðalsteinn Björn Sverrir 21auf* 2 hjörtu Pass 3 tíglar Pass 4 tíglar Pass 5 tíglar Pass 6 tíglar 6 spaðar Dobl Pass Pass Pass Opnun Aðalsteins á tveimur laufum er marg- ræð. Hann getur átt veik spil með sexlit í tígli, eða tvílita hönd með spaða sem annan lit og hinn hjarta eða lauf. Björn kýs að koma strax hjartalitnum á fram- færi og Sverrir passar, enda líklegast frá hans bæjardyrum séð að makker sé með tígul. Og Sverrir heldur áfram að passa lengi vel, eða allt þar til AV eru komnir í tígulslemmu. Þá ákveður hann að treysta því að makker sé ekki með veika tvo í tígli og fórnar í sex spaða. Sverrir hitti í laufið og gaf því aðeins tvo slagi. E.S. Sjö tí'glar er góð slemma í AV, en hin slæma hjartalega er þó banvæn. Nema út komi spaðaás (eða spaði frá kóng suðurs). Þá neyðist suður til að valda spaðann og lendir um síðir í kastþröng í spað. Víkverji skrifar... YÍKVERJI hefur rétt eins og svo margir landsmenn aðrir notið knattspymuveislunnar í Sjónvar- pinu undanfarna daga. Boðið er upp á hvern stórleikinn á fætur öðrum þar sem hraði, leikni og mikil bar- átta er í fyrirrúmi og margir af snjöllustu spörkurum samtímans reyna fyrir sér. Leiðir þetta hugann að því hve íþróttir í fremstu röð geta haft mikið skemmtanagildi og um leið skapað ungum sem öldnum gott fordæmi og fyrirmyndir. ALMENNT má segja að Ríkis- sjónvarpið hafi staðið sig vel í að bera knattspyrnuveisluna fram, helst má finna að fullkjaftaglöðum lýsendum og er þá mesta þing að geta skipt yfir á lýsingu íþrótta- stöðvarinnar Eurosport sem finna má á Fjölvarpinu og raunar Breið- bandinu líka. Þá er skemmtilegt að fylgjast með spjalli við gestina sem koma í sjónvarpssal og gefur sú um- gjörð útsendingunum aukið vægi að mati Víkverja. Heldur fannst honum þó hæpið þegar íþróttastjóri RÚV hvatti áhorfendur til að senda inn ábendingar um viðmælendur í út- sendingarnar. Slíkt var aðeins til að gengisfella allt saman. ÞAU reiðinnar býsn af knatt- spyrnu sem Sjónvarpið sýnir um þessar mundir í beinni útsend- ingu leiða á hinn bóginn hugann að því hversu fáránlegt er að lands- menn séu skikkaðir til að greiða af- notagjöld fyrir afnot af sjónvarpi og hljóðvarpi ríkisins án þess að hafa nokkuð um það að segja hvað á boð- stólnum er. Þannig kvarta fæstir kunningjar Víkverja yfir knatt- spymuveislunni og eru miklu frem- ur hinir sáttustu en vitanlega eru þeir líka til sem voru með böggum hildar sl. hvítasunnudag þegar dag- skráin stóð saman af þremur knatt- spymuleikjum frá Niðurlöndum í beinni útsendingu, dagskrá Hvíta- sunnusafnaðarins sem síðan var endurtekin um kvöldið og beinni út- sendingu frá landsleik í handbolta. Þessir aðilar höfðu ekkert val; þeir gátu vissulega slökkt á tækjum sínum en urðu eftir sem áður að borga fyrir herlegheitin hvort sem þeim líkaði það betur eða verr. Á sama tíma auglýsir innheimtudeild Ríkisútvarpsins stofnunina sem þjóðareign í þína þágu en sem kunn- ugt er em starfsmenn deildarinnar og raunar Ríkisútvarpsins alls þeir einu hér á landi sem undanþegnir eru greiðslu afnotagjalda. VÍKVERJI er samt alls ekki einn þeirra sem telur að ríkið eigi að stofna til reksturs annarrar sjónvarpsrásar sérstaklega fyrir íþróttaefni, enda telur hann slíkt ekki hlutverk hins opinbera. Miklu fremur teldi hann nær að ríkið næði samkomulagi við aðrar sjónvarps- stöðvar, svo sem Sýn eða Skjá 1, um samvinnu við hluta útsendinganna, svo veislan keyri ekki úr hófi fram. SKÝRT var frá því í vikunni sem leið að stjórnvöld hefðu samið við forsvarsmenn Norðuráls um nokkra stækkun álversins við Gmndartanga. Víkverji hefur litlar sem engar skoðanir á þeim samn- ingum sem slíkum, en staðsetning undirritunar viðskipta- og iðnaðar- ráðherra og álfyrirtækisins þótti honum hreint og beint fráleit. Þjóð- menningarhúsið á Hverfisgötunni var sumsé valið til þess að skrifa undir samninga um stækkun álvers- ins, rétt eins og hér væm um tíma- mót að ræða í menningarlífi þjóðar- innar. Margt má segja um ál. Sömuleiðis álver. En Víkverji getur ekki fallist á að málmurinn sá sé menningar- auki af neinu tagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.