Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Islenskt rekstrarumhvérfi kynnt á fiölmennum fundi með þýskum fjárfestum í Hannover Páll Magnússon, aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ingi Ingason, framkvæmda- stjóri Fjárfestingarstofunnar, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Christi- an Roth, stjórnarformaður Isal, Ingimundur Sigfússon, sendiherra íslands í Þýskalandi, og Benny E. Sörensen, ráðgjafi Fjárfestingarstofunnar í Þýskalandi. „A Islandi er hægt að leysa öll vandamál" Viðamikil kynning á íslensku rekstrarumhverfi var haldin með þýskum fjárfestum í ráðstefnusal ís- lenska sýningarskálans á heimssýningunni í Hannover. Hallur Þorsteinsson fylgdist með kynningunni sem fulltrúar rúmlega 60 þýskra fyrirtækja sóttu auk annarra gesta. járfestingarstofan-almennt svið hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir kynningarátaki á íslensku atvinnulífi í Þýska- landi og til þess að styrkja það starf enn frekar efndi Fjár- festingarstofan í samstarfi við sendiráð íslands í Berh'n og KPMG á íslandi og í Hannover til kynningar meðal þýskra fyr- irtækja á íslensku viðskipta- og rekstrarum- hverfi þann 8. júní síðastliðinn í Islandsskálan- um á Expo 2000 í Hannover. Fjárfestingarstofan-almennt svið vinnur markvisst að því að kynna möguleika erlendra aðila til fjárfestinga hér á landi og er lögð áhersla á þau svið þar sem íslendingar hafa upp á sérstaka staðarkosti að bjóða hvað varð- ar staðsetningu, hráefni, þekkingu og vinnuafl. Fjárfestingarstofan (Invest in Iceland Ag- ency) starfar á vegum iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytis, Landsvirkjunar og Útflutnings- ráðs íslands. Skiptist hún í tvö svið; almennt svið og orkusvið. Orkusviðið einbeitir sér að því að laða að erlenda fjárfesta í stóriðju en al- menna sviðið sér um öll önnur svið og hefur komið að málum þar sem erlendir fjárfestar hafa hafið rekstur hérlendis. Miðað við reynslu af sambærilegum kynn- ingum annarra þjóða í Þýskalandi var í upphafi búist við 15-30 fulltrúum frá þeim 150-200 fyr- irtækjum sem boðið var til kynningarinnar í íslandsskálanum á Expo 2000 í Hannover. Undirtektirnar reyndust hins vegar vera mun betri en áætlað var og sóttu fulltrúar frá rúm- lega 60 fyrirtækjum kynninguna. Auk þess var þýskum meðlimum í Þýsk-íslenska verslunar- félaginu og ræðismönnum Islands boðið til kynningarinnar, þannig að fjöldi gesta var um 80. Leitast var við að hafa dagskrá kynningar- innar einfalda og markvissa þannig að þeim upplýsingum sem þar komu fram var ætlað að gefa skýr svör við helstu spurningum sem full- trúar fyrirtækja hafa varðandi fyrsta áfanga í rekstrarstarfsemi á Islandi. Kynningin hófst með því að Ingimundur Sigfússon, sendiherra Islands í Berlín, hélt opnunarræðu, en að henni lokinni flutti Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðheira almenna um- fjöllun um Island og Christian Roth, fyrrum framkvæmdastjóri ISAL, fjallaði um reynslu sína af fyrirtækjarekstri á Islandi. Síðan fór fram kynning Gunnars Andersens, forstöðu- manns alþjóðasviðs Landsbanka íslands, á ís- lensku efnahagslífi og fjármálakerfi, Benedikt Olgeirsson, forstöðumaður Eimskipa í Ham- borg, útskýrði flutninga til og frá íslandi, Guð- björn Árnason, KPMG á íslandi, fjallaði um skatta á Islandi og í Þýskalandi og Benny Sör- ensen, ráðgjafi Fjárfestingarstofunnar-al- menns sviðs í Þýskalandi, kynnti starfsemi Fjárfestingarstofunnar. Kynningunni lauk svo með því að Ingimundur Sigfússon stjórnaði umræðum og flutti lokaorð. Hver fjárfesting skiptir máli Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og við- skiptaráðherra sagði í ræðu sinni að sér væri það mikill heiður að fá tækifæri til að kynna Island fyi-ir þýskum fjárfestum við þetta tæki- færi en viðskipti Islands og Þýskalands hefðu verið mikil í gegn um tíðina og menningai'leg samskipti ríkjanna væru í miklum blóma. Mik- ilvægt væri að viðhalda og rækta frekar þessi góðu tengsl og væri kynning af því tagi sem boðið var upp á í Hannover góð leið til þess. Valgerður sagði það vera stefnu ríkisstjóm- arinnar að skapa hagstæð efnahagsleg skilyrði svo erlendum fjárfestum þætti fýsilegt að beina fjárfestingum sínum til Islands, hvort sem væri beinum fjárfestingum eða verðbréfa- viðskiptum. Rökin fyrir því að laða erlenda fjárfesta til landsins lægju ekki síst í mikilvægi þess fyrir þjóðarbúið að fá erlent fjármagn til að styrkja íslenskt efnahagslíf og skapa ný at- vinnutækifæri en það væri hins vegar einnig mikilvægt að með erlendri fjárfestingu flyttist inn þekking á sviði markaðsmála, tækni og stjómunar. „Ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir mikilvægi erlendrar fjárfestingar og hefur því lagt mikla áherslu á öflugt markaðsstarf á þessu sviði. Mikill árangur hefur orðið af þessu markaðsstarfi á síðustu þremur áram, sér í lagi í stóriðju. Þrír nýir stóriðjusamningar hafa verið gerðir á síðustu áram og mörg verk- efni á sviði stóriðju era til athugunar. Lunginn af erlendum fjárfestingum hefur til þessa verið í stóriðju. En við vonum að það sé að breytast. Við reynum ekki aðeins að höfða til fjárfestinga í stóriðju heldur ekki síður á öðram sviðum. Invest in Iceland Agency veitir áhugasömum erlendum fjárfestum alhliða þjónustu á þessu sviði. Þetta er langtímastarf og er nú þegar farið að skila árangri" sagði Valgerður. Hún sagði möguleika íslendinga svo sannar- lega liggja einnig á öðram sviðum en í raforku- frekum iðnaði og þannig mætti til dæmis nefna mikla möguleika í heilsutengdri ferðaþjónustu, líftækni, fiskeldi og annarri sérhæfðri mat- vælaþjónustu, smærri iðnferlum sem samnýta gufu og rafmagn, og hugbúnaðargerð. „I litlu hagkerfi eins og okkar íslendinga skiptir hver fjárfesting máli og hefur áhrif á þjóðarbúskapinn. Það þýðir líka að hver fjár- festir skiptir okkur máli. Það er ákveðinn kost- ur að vera lítill. Hér era boðleiðir stuttar og auðvelt að ná til ráðamanna. Stjórnsýslan er lítil en skilvirk. Við teljum okkur því geta veitt góða þjónustu. Markaðsstarf okkar er mjög sértækt og miðast við vel skilgreindan mark- hóp. Það þýðir lítið fyrir okkur að vera með al- mennar mai'kaðsaðgerðir í hinni hörðu sam- keppni sem ríkir á markaði fyrir erlendar fjárfestingar. Mestu möguleikar okkar felast í fjárfestingum sem nýta sér auðlindir landsins og hið vel menntaða og sveigjanlega vinnuafl," sagði Valgerður. „Hingað til hefur áhugi erlendra fjárfesta á verðbréfaviðskiptum verið lítill. Við finnum hins vegar fyrir sífellt auknum áhuga útlend- inga á verðbréfamarkaðnum. Verðbréfamark- aðurinn hefur líka stækkað með ævintýraleg- um hraða á þessum áratug. Árið 1991 vora t.d. aðeins tvö fyrirtæki skráð á Verðbréfaþingi ís- lands og markaðsverðmæti þeirra nam 0,4% af landsframleiðslu. Nú era 75 fyrirtæki á Verð- bréfaþingi Islands og markaðsverðmæti þeirra er yfir 50% af landsframleiðslu. Sífellt bætast við fleiri fyrirtæki á markaðinn. Mörg þeirra era í spennandi verkefnum í hátæknigreinum," sagði Valgerður Sverrisdóttir að lokum og hvatti þýska fjárfesta til að skoða betur þá möguleika sem finnast á íslandi. Álitlegur kostur fyrir Þjóð- verja að fjárfesta á íslandi Christian Roth, stjórnarformaður ÍSAL og framkvæmdastjóri fyrirtækisins um langt skeið til ársloka 1996, fjallaði um reynslu sína af erlendri fjárfestingu á íslandi og kynnti þær auðlindir sem landið hefur upp á að bjóða. Þá fjallaði hann um flutningsmál til og frá landinu, ástandið á íslenskum vinnumarkaði, kjaramál og ýmislegt fleira sem varpað gæti ljósi á þær aðstæður sem hugsanlegir fjárfestar frá Þýskalandi þyrftu að búa við. Hann sagði að með góðum undirbúningi ætti það að vera mjög álitlegur kostur fyrir Þjóð- verja að fjárfesta á Islandi þar sem margvís- legir möguleikar væra til staðar bæði í nútíð og framtíð. Ef áhugi fjarfestanna væri nógu mikill til að láta til skarar skríða léki enginn vafi á því að þeir myndu uppskera vel og njóta árangurs af fjárfestingum sínum á skömmum tíma. „Mín reynsla er sú að á íslandi er hægt að leysa öll vandamál sem upp kunna að koma. Þótt það hafi í gegnum tíðina gengið á ýmsu í starfseminni hjá ISAL þá er það núna mjög traust fyrirtæki og við eram mjög ánægðir með að hafa lagt í þær fjárfestingar sem ráðist var í á íslandi fyrir liðlega 30 áram“ sagði Cristian Roth. Mikill áhugi og velvild í garð islendinga Hinar markvissu og ítarlegu kynningar á ís- lensku efnahagslífi, skattaumhverfi, flutnings- málum og starfsemi Fjárfestingarstofunnar sem fylgdu í kjölfarið á ræðum Valgerðar Sverrisdóttur og Christians Roths reyndust augljóslega mjög upplýsandi fyrir þýsku þátt- takendurna á Islandskynningunni. Vafalaust var það þó framlag Christians Roth sem skildi hvað mest eftir í hugum þýsku þátttakendanna á kynningunni þar sem hann talaði af eigin reynslu af því að standa í þeim sporam sem þeir nú velta fyrir sér að stíga. Sú jákvæða mynd sem hann dró upp af íslensku fjárfest- ingaumhverfi leiddi greinilega til vaxandi áhuga Þjóðverjanna á að kynna sér enn frekar þá möguleika sem þeim standa til boða hvað varðar fjárfestingar og fyrirtækjarekstur á Islandi. Ingimundur Sigfússon sendiherra sagði í samtali við Morgunblaðið að kynningunni lok- inni að hann væri mjög ánægður með hvernig til hefði tekist, en í starfi sínu hefði hann orðið var við bæði mjög mikinn áhuga Þjóðverja á íslandi og einnig mjög mikla velvild þeirra í garð Islendinga. „Eg held að það séu kannski ekki margar þjóðir sem sýna okkur jafnmikinn áhuga og velvild og Þjóðverjar, en það er kanriski ekki neitt óskaplega mikill fjöldi fólks- ins sem um er að ræða því þetta er jú 80 millj- ón manna þjóð. En engu að síður era það mjög margir hérna sem þekkja til okkar og þá ekki síst til bókmenntanna, bæði nútímahöfund- anna og þeirra eldri. Það sem mér fannst vega þyngst á þessari kynningu var það sem Dr. Christian Roth sagði vegna þess að þama er útlendingur sem talar um reynslu sína af því að starfa sem er- lendur aðili á íslandi. Mér fannst líka að allir aðrir sem töluðu gerðu það mjög vel og ég er alveg viss um að þetta komst allt mjög vel til skila og var jákvætt fyrir okkur á allan hátt,“ sagði Ingimundur. Hann sagði að hin mikla þátttaka á kynning- unni benti til þess að augu manna í Þýskalandi væra að opnast fyrh' því að ýmsir merkilegir hlutir væru að gerast á Islandi, til dæmis það að verið væri að greiða niður ríkisskuldir. „Þetta er ekki algengt hjá svona litlu landi með svona fátt fólk og ég held að margii' geti lært ýmislegt af.okkur á margan hátt. Þegar ég segi þetta geri ég mér hins vegar fulla grein fyrir því að það vegur miklu þyngra þegar maður eins og Cristian Roth segir þessa hluti heldur en þegar við segjum þetta sjálf. Það er alltaf auðvelt að benda á eigin kosti en þegar hann segir þessa sömu hluti þá hlýtur að vera tekið mark á þeim“ sagði Ingimundur. Mjög vel staðið að kynningunni Christian Roth sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann teldi mjög vel hafa verið staðið að kynningunni og íslensku fyrirlesararnir hefðu skilað sínu með miklum sóma. I sínum huga léki enginn vafi á því að verið væri á réttri leið með að gera ísland áhugaverðara og betur þekkt meðal almennings í Þýskalandi. „Þekking Þjóðverja á íslandi er ekki svo mikil í dag en hún mun fara vaxandi með þessu framtaki. Möguleikarnir sem ég sé á þátttöku þýskra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi era helst á öllum þeim sviðum sem tengjast vatni með einhveijum hætti, til dæmis í efnaiðnaði, en einnig á hefðbundinn hátt hvað varðar orkunýtingu. Enn sem komið er sé ég hins vegar ekki mikla möguleika á framleiðslu fyrir íslenskan markað þar sem hann er svo lítill, en það kann þó að breytast í framtíðinni. Varð- andi raforkuframleiðslu á íslandi er það nýmæli fyrir mig að verða var við þá miklu andstöðu sem hugmyndir um stóriðju á Reyð- arfirði og virkjun á Áusturlandi hefur mætt af umhverfislegum ástæðum. Þetta era ný sjón- armið sem þarna hafa komið fram og það verð- ur að hlusta á þau og taka tillit til þeirra og ef ekki verður hægt að ráðast í stóriðju af þess- um ástæðum ættum við að beina sjónum að iðnaði sem er smærri í sniðum og hentar kannski betur á Islandi um þessar mundir. Ef hins vegar einhver reynist hafa raunveralegan áhuga á að fjárfesta í álveri á íslandi ætti ekki að útiloka þann möguleika," sagði Christian Roth. Kynningunni fylgt eftir með ýmsum hætti Benny Sörensen, eigandi Sörensen Consult- ing í Hannover, hefur um nokkuð langt skeið starfað fyrir Fjárfestingarstofuna-almennt svið í Þýskalandi en hann hefur langa reynslu af ráðgjafarstörfum fyrir fyiirtæki og opin- bera aðila í Danmörku varðandi fjárfestingar þýskra fyrirtækja í Danmörku og danskra fyr- irtækja í Þýskalandi. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að þátttakan á íslensku kynn- ingunni hefði verið mun meiri en algengt væri á sambærilegum kynningum sem hann hefði haft umsjón með til þessa, en ekki væri óal- gengt að fulltrúar frá 15-20 fyrirtækjum sinntu kallinu og mættu til leiks og því hefði kannski mátt búast við að jafnlítið land og ís- land fengi tíu þátttakendur á kynningu sína. Hann sagði mikinn undirbúning liggja að baki kynningu sem þessari og haft hefði verið samband við fjölda valinna fyrirtækja og þeim boðin þátttaka. I kjölfar kynningarinnar yrði svo haft samband við alla þátttakendur og mál- inu fylgt eftii' með ýmsum hætti. Fyrirtækjun- um yrði boðið upp á ókeypis grófan kostnaðar- samanburð á framleiðslu á ákveðnum völdum vörum frá þeim í íslensku rekstraramhverfi og þýsku, þannig að í ljós kæmi hvort grandvöllur væri fyrir starfsemi á íslandi. Ingi G. Ingason, forstöðumaður almenns sviðs Fjárfestingar- stofunnar, sagði að miðað við hina miklu þátt- töku á kynningunni í Hannover mætti búast við talsverðum árangri og hann væri í alla staði mjög ánægður með hvernig til hefði tekist. Hann sagði að eftirleikurinn væri hins vegar nokkuð snúinn þar sem fyrirtækin sem um ræðir væra misjafnlega í stakk búin til að taka þátt í þeim hagkvæmniathugunum sem þeim stæðu til boða. Þá væri umhverfi fyrirtækj- anna í Þýskalandi á ýmsan hátt viðkvæmt í sambandi við mál af þessu tagi en mörg fyrir- tækjanna væra í litlum samfélögum þar sem hugmyndir um flutning á starfsemi til annan-a landa væra litnar hornauga og gætu haft ýmis óþægindi í för með sér fyrir fyrirtækin. „Það er gott ef þriðjungur þeirra fyrirtækja sem sóttu kynninguna sýnir viðbrögð og verða virkir þátttakendur í þessu verkefni okkar en í dag eram við þegar með um tíu þýsk fyrirtæki sem við eram vinna að kostnaðargreiningu hjá og tvö fyrirtæki era komin með samning til undirskriftar um ítarlega hagkvæmniathug- un,“ sagði Ingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.