Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja „Sveiflujöfnun skynsamleg“ Ljósmynd/Kristján Jónsson Línuskipið Þorlákur ÍS í skipasmíðastöðinni í Gdynia. Þorlákur ÍS 15 sjósettur í Póllandi STJÓRNENDUR stærstu sjávar- útvegsfyrirtækjanna eru almennt sáttir við ákvörðun sjávarútvegs- ráðherra um leyfilegan heildarafla á næsta fiskveiðiári. Þar ber hæst ákvörðun um 220.000 tonna þorsk- afla, sem er 17.000 tonnum umfram gildandi aflareglu, en 30.000 tonn- um minna en veiða má á þessu ári. Stjórnendurnir eru einnig hlynntir hinni nýju reglu um sveiflujöfnun, sem felur í sér að leyfilegur heilda- rafli hvorki eykst né minnkar milli ára um meira en 30.000 tonn. „Almennt er farið eftir tillögum Hafrannsóknastofnunar með þeirri breytingu þó að aflareglunni er breytt þannig að áhrif einnar mæl- inar eru jöfnuð aðeins út,“ segir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda hf. „Sveiflan er jöfnuð og því eykst eða minnkar heildar- aflinn hægar en ella. Sjávarútvegs- ráðherra hefur tekið þá ákvörðun að halda sig við aflaregluna, en taka viðmiðunina aðeins öðru vísi en hún hefur verið. Ég tel það vel viðunandi, þar sem við erum ekki í neinni hættu með þorskinn. Það er fjarri því enda eru þrír mjög efni- legir árgangar að koma inn.“ Ekki mikil áhrif á heildarútkomuna „Þessi samdráttur í leyfilegum þorskafla hefur ekki mikil óhrif á heildarútkomuna hjá okkur. Þetta þýðir um 380 tonnum minni þorsk- afla, en á móti kemur um 450 tonna aukning í grálúðu. Samdrátturinn í karfanum er óverulegur og annað er nánast óbreytt. Þó er síldar- kvótinn aukinn í 110.000 tonn og gert ráð fyrir því að loðnan verði óbreytt. Úthafskarfaaflinn er óbr- eyttur á þessu ári frá því sem var í fyrra. Það kemur svo í ljós á fundi Fiskveiðinefndar Norðaustur-Atl- antshafsins í haust hver aflinn verður á næsta ári. Eins og staðan er í dag má segja að um óbreytt ástand sé að ræða,“ segir Brynjólf- ur Bjarnason. Ummæli formanns FFSÍ forkastanleg „Ég hef fram til þessa verið tals- maður þess að í meginatriðum sé farið að tillögum Hafrannsókna- stofnunar og tel því ákvörðun sjávarútvegsráðherra rétta,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja hf. „Okkur ber að umgangast fiskistofnana með virð- ingu og varúð og ég tel ummæli formanns Farmanna- og fiski- mannasambands Islands for- kastanleg. Þau eru einnig athyglis- verð í ljósi þess að talsmenn annarra sjómannasamtaka hafa tekið á þessu máli af ábyrgð. Ég get fullyrt að formaður FFSÍ talar að minnsta kosti ekki fyrir hönd skipstjórnarmanna á skipum Sam- herja sem segja mér að minna sé af þorski á slóðinni en áður. Þá eru ummæli hans um brottkast afla mjög alvarleg. Það er lögbrot að henda afla og honum ber skylda til að upplýsa hverjir eru þarna að verki,“ segir Þorsteinn. Rétt ákvörðun „Ég treysti einfaldlega fiski- fræðingunum. Ég hef engar aðrar forsendur til að dæma um það hve mikið megi veiða af hverri fiskteg- und,“ segir Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað. „Ég held að þetta sé því rétt ákvörðun hjá sjávarútvegsráðherra og ég er sáttur við breytinguna, sem felur í sér sveiflujöfnun í út- hlutun. Maður varð vissulega svekktur yfir því að þurfa að taka á okkur minnkandi þorskafla, eink- um eftir að fiskifræðingarnir sjálf- ir höfðu talað um að stofninn væri á góðri uppleið. Þetta eru því ákveðin vonbrigði, en það eru eng- ar forsendur til annars en að fara að ráðum fiskifræðinga," segir Björgólfur. Áhrifin ekki mikil „Ég er fylgjandi visindalegri ráðgjöf eins og þeirri, sem ráð- herra tekur nú mið af. Ég tel einn- ig að sveiflujöfnunin, sem nú er tekin upp, geti verið skynsamleg til lengri tíma litið,“ segir Guðbrand- ur Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÚA. „Það er þá fyrst og fremst út frá markaðslegum og rekstrarleg- um sjónarmiðum. Menn hafa þá tíma til að laga sig að breyttum að- stæðum. Þrátt fyrir niðurskurð í þorskinum, eru áhrifin kannski minni hjá okkur en mörgum öðr- um. Ástæðan er fyrst og fremst sú að við höfum góða breidd í kvótum og erum með mjög stóran grálúðu- kvóta. Við erum með 1.300 tonn á þessu fiskveiðiári og það tvöfaldast því á því næsta. Sveiflujöfnunin er einnig eðlilegt svar við þeirri óvissu sem menn standa frammi fyrir í stofnmatinu. Með þessu móti næst að byggja stofninn alveg eðlilega upp,“ segir Guðbrandur. VerAur ekki mætt með verðhækkunum „Öll minnkun á heildarkvóta í þorski hefur auðvitað áhrif á rekst- ur þeirra fyrirtækja, sem eru að flytja út þorsk og þorskafurðir," segir Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SIF. „Þetta minnkar möguleikana héðan frá íslandi, en það þýðir ekki endilega að ekki sé hægt að finna það hráefni, sem vantar til vinnslu og sölu, annars staðar. Það er einnig ljóst að þessi samdráttur verður ekki jafnaður upp með verðhækkunun á mörkuð- unum ytra. Verð er þar þegar í hámarki. Vegna styrkrar stöðu krónunnar á gjaldeyrismörkuðun- um reyndu menn að kreista fram verðhækkanir á móti því og það hefur tekizt til skamms tíma. Það er svo spurningin hvenær verðið verður svo hátt að við fælum við- skiptavini okkar frá og þeir snúa sér að öðrum matvælum. Manni finnst hins vegar erfiðast að sætta sig við hve fiskifræðin virðast ónákvæm vísindi og erfitt á þau að treysta. Það er ekki það að menn séu ekki að gera sitt bezta, en þetta vekur mann til umhugsun- ar-og til lengri tíma lítið kemur sveiflujöfnunin þar til góða,“ segir Gunnar Örn Kristjánsson. Ætti að styrkja markaðsverð „Mestu skiptir að hugað sé að langtímaáhrifum og veiðinni sé hagað þannig að stofninn gefi sem mest þegar til lengri tíma er litið,“ segir Gunnar Svavarsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. „Til skemmri tíma má segja að þetta valdi meiri skorti á þorski. Það ætti þannig að styrkja mark- aðsverð. Hluti markaðarins þolir hátt verð en hinn hlutinn leitar þá úr þorski í aðrar tegundir en það er þá ódýrari hluti markaðarins og varan í samræmi við það. Með minnkandi afla hefur dýri hluti markaðarins minnkað en þorskur- inn hefur farið þangað því gæði hans eru slík. Þannig verður minna framboð af þorski, minni eftir- spurn og hærra verð. Magnhlutinn er þá í alaskaufsa og fleiri tegund- um.“ Gunnar segir að áhrif 30 þúsund tonna niðurskurðar á þorskkvóta verði ekki ýkja mikil. „Þetta er ekki það mikið magn að hægt sé að tala um stórfelld áhrif, miðað við það sem til dæmis er búizt við í Barentshafinu." NÝTT línuveiðiskip, Þorlákur ÍS 15, sem verið er að smíða fyrir út- gerðina Dýra ehf. á Bolungarvík, verður sjósett í dag í Gdynia í Pól- landi. Skipið er smíðað af skipa- smíðastöð í Póllandi sem eru í eigu Vélasölunnar og pólska fyrirtækis- ins Nauta. Samið var um smíði skipsins í desember og þá þegar ákveðið að sjósetja það á þjóðhátíð- ardaginn. Smíðin hófst í janúar á þessu ári en áætlað er að það verði tilbúið til veiða í ágúst. Skipið er hannað af Skipasýn og segir Sævar Birgisson, skipatæknifræðingur hjá Skipasýn, að menn þar á bæ séu mjög ánægðir með að verkefnið sé á áætlun þar sem það sé nú ekki beint í takt við samtímann þar sem miklar seinkanir hafa verið á svipuðum verkum undanfarið. Skipið er 28,9 metra langt og 7,5 metra breitt og það er drifið áfram af 500 hestafla „ÞAÐ þurfa að vera mjög þung rök fyrir því að ganga gegn ráðlegging- um Hafrannsóknastofnunar, þess aðila sem við höfum falið að annast rannsóknir á fiskistofnunum og vera okkur til ráðgjafar um veiðiþol stofn- anna,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. „Það hafa margir orðið til að gagnrýna stofnunina fyr- ir það að hún taki ekki tillit til ýmssa óvissuþátta, svo sem brottkasts. Ef þetta er rétt ættu viðbrögðin að vera aukinn stuðningur við rannsóknir en ekki kröfur um meiri heildarafla. Auðvitað verða rannsóknir á þessu sviði aldrei óvéfengjanlegar en með þeim erum við engu að síður að gera skipulega tilraun til að stýra veiðun- um af skynsemi. Stundarhagsmunir mega aldrei ráða þegar náttúruauð- lindir eru annars vegar og þrátt fyrir allar breytingar á undanförnum ár- um er sjávarútvegurinn enn megin- stoðin sem efnahagslíf þjóðarinnar hvílir á. Það er svo aftur annað mál að samdráttur í veiðum er mjög al- varlegur fyrir þjóðarbúið og einstök byggðarlög og getur kallað á byggð- aráðstafanir. Enda þótt ég hafi mikl- ar efasemdir um að virða ekki ráð- leggingar Hafrannsóknastofnunar í þessu efni þá finnst mér hitt jákvætt sem virðist ætla að koma út úr við- ræðum sjávarútvegsráðuneytisins og hagsmunaaðila síðustu daga að vilji virðist vera til að taka á brottk- astinu. Ef mönnum er alvara með því Fyrsta nýsmíði af stóru skipi til Bolung- arvíkur síðan 1984 Cumming-vél, en það er tæp 250 brúttótonn. Sævar segir að skipið sé sérhannað til línuveiða og verður beitingavél um borð. Möguleiki verður þó á að koma snurvoðarbún- aði um borð, en skrokkur skipsins er eins og á Gróttu RE, sem er út- búin til snurvoðarveiða. Opnar nýja möguleika Útgerðin sem stendur að smíð- inni, Dýri ehf. á Bolungarvík, er í eigu bræðranna Flosa og Finnboga Jakobssona. Flosi segir að þeim bræðrum lítist vel á skipið. „Okkur líst mjög vel á skipið, þetta er bara eins og að eignast barn. Þetta nýja og allir leggjast á eitt til að uppræta brottkast væri mikið unnið,“ segir Ögmundur. Kerfíð býður upp á brottkast Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki sjá forsendurnar fyrir því að auka þorskafla umfram ráðsgjöf Hafrann- sóknastofnunar. „30 þúsund tonna sveiflujöfnunin er rugl og aðeins búin til til að skjóta skildi fyrir hversu vitlaust fiskveiðistjórnunar- kerfið er.“ Sverrir segist hafa þungar áhyggjur af hinu mikla brottkasti sem stundað sé á íslandsmiðum, enda sé ekki tekið mið af því í reikni- líkani Hafrannsóknastofnunar. „Staðreyndirnai' eru hinsvegar aðr- ar og miklu verri. Það er haft eftir þeim mönnum sem gerst þekkja. Þeir segja aðeins helming þess afla sem drepinn er koma að landi. Það er kastað jafn mörgum einstaklingum og bornir eru að landi, en vonandi er þunginn minni því auðvitað er það smáfiskurinn sem er fleygt fyrst og fremst. Kerfið býður upp á ógnar- legt brottkast. Ráðherra boðaði að nú yrði tekið tillit til fiskifræði sjó- mannsins og það væri ágætis byrjun að taka tillit til þeirra sjómanna sem segja frá öllu brottkastinu. Þær að- gerðir sem ráðherra hinsvegar boð- ar gegn brottkasti eru aðeins yfir- skin til að þóknast sægreifunum," segir Sverrir. skip kemur til með að breyta að- stæðum talsvert fyrir okkar útgerð. Það gerir okkur kleift að sækja á svolítið önnur mið en við höfum gert áður. Við erum að vonast til að geta sótt á dýpri slóð en áður og þar af leiðandi sóst eftir stærri fiski og kannski meira utan kvóta. Hag- kvæmnin felst að miklu leyti í nýrri beitingarvél sem verður um borð í skipinu, en hún kemur til með að breyta miklu fyrir okkur. Þetta skip er fyrsta nýsmíðin sem kemur til Bolungarvíkur frá því 1984 af stærri bát og verður hann að öllum líkindum stærsti bátur sem gerður verður út frá Bolungarvík." Áður gerði Dýri ehf. út bátinn Guðnýju IS, en hún var seld til Hornafjarðar í apríl síðastliðnum. Flosi segir að þeir vonist til að Þor- lákur verði tilbúinn til veiða í lok ágúst. Formaður VFSI Farið að tillögum HELGI Laxdal, formaður Vélstjóra- félags íslands, segist ánægður með ákvörðun sjávarútvegsráðherra, enda sé að mestu farið eftir ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar. „Okkar skilaboð til ráðherra voru þau að fara ætti að tillögum fískifræðinga. Nýja aflaregl- an í þorski er að mínu mati ekki slæm því með henni er komið í veg fyrir að við lendum í dýpstu niðursveiflunum og um leið er klippt af toppunum.11 Helgi bendir á að nú séu þrír sterk- ir árgangar á leið inn í þorskstofninn. Skili þeir sér sterkir inn í veiðistofn ætti samkvæmt nýrri aflareglu að vera hægt að leyfa 310 þúsund tonna veiði eftir þrjú ár. „Ég er þeirrar skoðunar að hægt sé að geyma fisk í sjónum og á meðan vex fiskurinn og verður um leið verðmætari. Hinsveg- ar er grundvallaratriði að farið verði eftir aflareglunni á komandi árum.“ Helgi segist aftur á móti hafa ákveðnar efasemdir um að Hafrann- sóknastofnun taki nægilega mikið til- lit til breytinga í veiðitækni og er þeirrai' skoðunar að minna sé af fiski í sjónum en meira. „Einnig teljum við að nú verði að taka alvarlega á um- ræðunni um brottkast afla og komast að því í eitt skipti fyrir öll hvort brottkast er jafn mikið og af er látið. Að mínu mati hefur umræðan verið orðum aukin. Við höfum sagt að þeir sem eru í áhættuhópi varðandi brottkast séu þeir sem eiga lítinn kvóta og þurfa að kaupa heimildir á markaði. Þetta er hinsvegar lítill hluti flotans, því ég tel að öll skip sem eru með nægar aflaheimildir stundi ekki brottkast,“ segir Helgi. Vinstri grænir og Frjálslyndi flokkurinn V er ður að taka á brottkastinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.