Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 74
74 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ
Safnaðarstarf
3 Helgistund
við kapellu
st. Barböru í
Kapelluhrauni
AÐ kvöldi kvennadagsins mánu-
dagsins 19. júní kl. 20 nú á kristnihá-
tíðarári fer fram samkirkjuleg
helgistund við kapellu st. Barböru í
Kapelluhrauni við Hafnarfjörð, rétt
.sunnan við Álverið í Straumsvík. Sr.
Jakob Roland sem nýlega er kominn
til starfa sem prestur við st. Jósefs-
kirkju í Hafnarfirði mun leiða
stundina ásamt fleiri prestum í
Hafnarfirði. Eyjólfur Eyjólfsson
leikur á flautu. Valgerður Sigurðar-
dóttir forseti bæjarstjórnar í Hafn-
arfirði og Jónatan Garðarsson full-
trúi bæjarins flytja kveðjur, lýsa
staðháttum og æskilegum fram-
kvæmdum. Eftir stundina verður
opið hús í safnaðarheimili st. Jósef-
skirkju og boðið þar upp á kaffi og
meðlæti og horft þar til þess að
fegra umhverfi kapellunnar og auka
aðdráttarafl hennar.
Kapellan er frá 12. öld og elsti
helgidómur í landi Hafnarfjarðar og
* dýrmætt er að stuðla að því að hún
gegni enn helgandi hlutverki sínu.
Konur í Bandalagi kvenna í Hafn-
arfirði hafa látið sig mjög varða um
þennan helgidóm í hrauninu, enda
er merki þeirra sniðið eftir þeirri
styttu af st. Barböru sem fannst í
kapellunni.
Fyrir réttu ári var haldin helgi-
stund við kapelluna í upphafi
kristnihátíðarhalda í Hafnarfirði
sem var mjög fjölsótt.
Jakob Roland og Gunnþór Ingason.
Grafarvogs-
kirkja vígð
Næstkomandi sunnudag 18. júní
kl. 13.30 verður Grafarvogskirkja
vígð af herra Karli Sigurbjörnssyni
biskupi íslands.
Við athöfnina verður afhjúpað
glerlistaverk Leifs Breiðfjörð er
hann nefnir kristnitakan. Verkið er
gjöf Ríkisstjómar íslands til barna
íslensku þjóðarinnar. í Grafarvogs-
sókn em um sjö þúsund böm undir
sextán ára aldri. Að lokinni kirkju-
vígslu á sunnudag fer fram fyrsta
skírnin í nývígðri kirkjunni kl. 16.
Hjónavígsla og skírn kl. 17. Skírn í
kapellu kl. 18.
Arkitektar kirkjunnar em Finnur
Björgvinsson og Hilmar Þór
Björnsson. Formaður byggingar-
nefndar kirkjunnar er Sigurður H,
Kristinsson.
Kristnihátíð í Vestmannaeyjum
sunnudaginn 18.júni
Sögulegra atburða minnst undir
Hörgaeyri.
Þriðjudaginn 18. júní árið 1000 er
talið að til Vestmannaeyja hafi Giss-
ur hvíti og Hjalti Skeggjason komið
þegar þeir vora á leið sinni að boða
Islendingum kristni. Þeir vora á leið
til Þingvalla með boðin afdrifaríku
sem breytti sið þjóðarinnar. Þeir
vora með kirkjuvið sem þeim bar að
færa að gjöf þar sem þeir kæmu
fyrst að landi. Vestmannaeyingar
hrepptu hnossið. Á Hörgaeyri var
kirkjuviður borinn á land fyrr-
nefndan dag. Við eram svo lánsöm
að þennan dag ber upp á sunnudag
þúsund áram síðar. Þess vegna er
ekki hægt að skorast undan.Við vilj-
um skunda í átt að Hörgaeyri og
treysta vor heit.
Sunnudaginn 18. júní árið 2000
verður lagt af stað í helgigöngu frá
Landakirkju niður að Básaskers-
bryggju, þar mun lóðsbáturinn ferja
skrúðgönguna yfir að Löngu og
verður þar haldin hátíðarmessa.
Tekið verður á móti gestunum með
súpu og brauði á hafnargarðinum.
Þar eiga allir skrái sig í gestabók úr
skinni sem varðveitt verður í kirkju
eða á safni bæjarins. Setning
kristnihátíðar í Vestmannaeyjum
verður sett undir Löngu. Formaður
framkvæmdanefndar kristnihátíðar
í Eyjum, Jóhann Friðfinnsson, flyt-
ur setningarávarp. Séra Kristján
Björnsson flytur hátíðarræðu. Séra
Bára Friðriksdóttir þjónar fyrir alt-
ari. Hátíðarkór Vestmannaeyja
undir stjórn Guðmundar H. Guð-
jónssonar og Litlir lærisveinar und-
ir stjóm Guðrúnar Helgu Bjarna-
dóttur syngja. Félagar úr
Lúðrasveit Vestmannaeyja leika
undir stjórn Stefáns Sigurjónsson-
ar.
Fjöldi fólks kemur að messunni
og aðstoðar, m.a. fólk úr barna- og
æskulýðsstarfi og sóknarnefnd
kirkjunnar ásamt fulltrúum annarra
safnaða. Félagar úr björgunarsveit-
inni, bæjarstarfsmenn og hafnar-
framkvæmdamenn hafa einnig kom-
ið að undirbúningi hátíðarinnar,
þeim ber öllum að þakka.
Orðsendingar verða sendar út í
heiminn á gamalsdags og nýstárleg-
an hátt. Þar mætast árþúsund í
tækni og framförum. Send verða
flöskuskeyti og tölvuskeyti frá
messunni. Tölvun verður með þráð-
laust internetsamband frá staðnum
með 2Mbit-sambandi. Messugestir
fá einnig orðsendingu frá kvenfé-
lagskonum Landakirkju í sætu
formi. Við sjáum listaverk eftir
Vestmannaeyinga verða til á staðn-
um. Lyftum andanum í hæðir og
gleðjumst hvert með öðra. í broddi
fylkingar í helgigöngunni verða full-
trúar ákveðinna hópa í Vestmanna-
eyjum. Börn úr kristilegu barna-
starfi sem fulltrúar framtíðar.
Fermingarbörn, fulltrúar ungu
kynslóðarinnar. Foreldrar og böm
úr fjölskyldumorgnum kirkjunnar,
fylkingin sem fleytir trúararfinum
til framtíðar. Fulltrúar vinnandi
stétta á sjó og landi. Fiskverkafólk
verður hvatt til að vera fulltrúar
landkrabbanna en allir sjómenn sem
verða í landi þessa helgi era hvattir
til að vera sómi sinnar stéttar og
mæta sem fulltrúar sjómanna. Eldri
borgarar styðja við bakið á fríðum
flokki, sem fulltrúar hinna lífs-
reyndu og spöku. Á eftir þessum
fríða flokki Vestmannaeyinga kem-
ur löng skrúðganga Vestmannaey-
inga.
Þetta verður fyrsta gleðiraustin í
afmælisfagnaði Vestmannaeyinga.
30. júlí verður stafkirkjan sem
Norðmenn gefa þjóðinni vígð og 30.
september lýkur kristnihátíð í Kjal-
amesprófastsdæmi með hérað-
sfundi sem hér verður haldinn. Bæj-
arbúar era hvattir að sýna í verki
undir hvers merki þeir ganga og
fjölmenna á sunnudaginn. Dagskrá-
in hefst kl. 10.40 með því að börnin
verða máluð fyrir utan Landakirkju,
þaðan verður lagt af stað kl. 11. Það
fólk sem ekki treystir sér að ganga
fer með rútu niður að bryggju.
Fyrir hönd framkvæmdanefndar
kristnihátíðar í Vestmannaeyjum,
sr. Bára Friðriksdóttir.
Nýtt hljóðkerfi
í Hallgríms-
kirkju
Sunnudaginn 18. júní verður
messa í Hallgrímskirkju kl. 11.
Prestsþjónustu annast sr. Jón Dal-
bú Hróbjartsson. Félagar úr Mót-
ettukór Hallgrímskirkju syngja
undir stjóm Harðar Áskelssonar
organista. Gefinn verður kostur á
sögustund fyrir börnin. Einnig
syngur í messunni tékkneskur
barnakór, sem hér er á ferð.
Nú er komið í gagnið nýtt hljóð-
kerfi í Hallgrímskirkju, sem lofar
mjög góðu, því aldrei hefur mælt
mál heyrst eins vel og nú, en þetta
hefur verið vandamál lengi. Stefán
Guðjohnsen, tæknifræðingur, hann-
aði og setti upp kerfið.
Kvennamessa í
Laugardal
Á kvenréttindadaginn 19. júní kl.
20.30 verður kvennamessa við
Þvottalaugarnar í Laugardal í sam-
vinnu Kvennakirkjunnar, Kvenrétt-
indafélags íslands og Kvenfélaga-
sambands Islands. Athöfnin hefst á
því að Ásdís Þórðardóttir leikur lag-
ið Áfram stelpur á trompet. Séra
Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar.
Hólmfríður Sveinsdóttir, varafor-
maður Kvenréttindafélags Islands,
segir frá aukaallsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna, þar sem fjallað var
um hvernig þjóðum heims hefur
tekist að standa við samþykktir frá
kvennaráðstefnunni í Peking 1995
um að bæta stöðu kvenna. Fulltrúi
frá Menningar- og friðarsamtökum
íslenskra kvenna kynnir alþjóðlega
undirskriftasöfnun kvenna gegn of-
beldi og örbirgð sem tengist Heims-
göngu kvenna 2000 og verða undir-
skriftirnar afhentar Kofi Annan í
New York 17. október nk. Tónlistar-
stjórn er í höndum Aðalheiðar Þor-
steinsdóttur. Kaffihúsið Kaffi Flóra
í Grasagarðinum er opið, þar verður
hægt að kaupa veitingar að lokinni
messu.
Sumardagskrá
og sýning í
Dómkirkjunni
Dómkirkjan í Reykjavík býður
upp á fjölbreytta sumardagskrá á
kristnihátíðarári. Allt sumarið
stendur uppi á kirkjuloftinu sýning
á munum og myndum sem ætlað er
að varpa ljósi á sögu Dómkirkjunn-
ar og hlutverk hennar. Um Jóns-
messuna verður röð orgeltónleika,
,Á björtum sumarnóttum", kl. 22,
þar sem Marteinn H. Friðriksson
dómorganisti leikur á orgel
kirkjunnar. Einnig verður orgelleik-
ur sérhvern miðvikudag kl. 11.30 á
undan hádegisbænum sem hefjast
þá daga kl. 12.10. Léttur málsverður
er í boði á eftir.
Námskeiðin „Kirkja og börn í
borg“ standa nú yfir, sumarnám-
skeið fyrir börn 6-9 ára. Tvö nám-
skeið verða einnig seinustu vikuna í
ágúst. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir
hefur umsjón með námskeiðunum.
Þá verða nokkrar svokallaðar
staðardagskrár sem ætlað er að
minna á Dómkirkjuna sem sögustað
sem er enn að móta sögu sína með
fjölþættu starfi. Þar er jafnan höf-
uðatriðið hámessan á sunnudögum
sem þá er helguð sérstöku efni.
Tónlistarflutningur er og í fyrir-
rúmi. Fyrsta staðardagskráin var
21. maí, er haldið var upp á um-
fangsmiklar endurbætur á Dóm-
kirkjunni. Önnur í röðinni verður nú
um helgina. Á þjóðhátíðardaginn 17.
júní verður hátíðarguðsþjónusta kl.
11. Biskup
íslands, herra Karl Sigurbjörns-
son, prédikar, sr. Jakob Ágúst
Hjálmarsson þjónar fyrir altari,
Dómkórinn syngur undir stjórn
Marteins H. Friðrikssonar: Ein-
söngur: Ásgerður Júníusdóttir.
Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jakob
Ágúst Hjálmarsson. Opnun sumar-
sýningarinnar um sögu og hlutverk
Dómkirkjunnar á kirkjuloftinu á
eftir.
Sumardagar í
kirkjunni
Eins og undanfarin ár verða guðs-
þjónustur eldri borgara í Reykjavík-
urprófastsdæmum hvern miðviku-
dag í júnímánuði. Guðþjónusturnar
færast á milli í kirknanna í prófasts-
dæmunum. Að þessu sinni verður
guðsþjónusta í Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 21. júní kl. 14. Prest-
ur er sr. Vigfús Þór Árnason og sr.
Miyakó Þórðarson túlkar á tákn-
máli. Á eftir verða kaffiveitingar í
boði Grafarvogssóknar.
Þessar guðsþjónustur era sam-
starfsverkefni Ellimálaráðs Reykja-
víkurprófastsdæma, Félagsþjón-
ustu Reykjavíkurborgar, öldr-
unarþjónustudeildar og safnaðanna
sem taka á móti okkur hverju sinni.
Nánari auglýsingar era í öllum
kirkjum í prófastsdæmunum og
einnig í félagsmiðstöðvum aldraðra í
Reykjavík og Kópavogi.
Þess er vænst að sem flestir sjái
sér fært að koma og eiga saman
góða stund í kirkjunni. Allir vel-
komnir.
Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl.
12.30. Sr. Fjalar Sigurjónsson fyrrv.
sóknarprestur í Hrísey segir á sinn
skemmtilega hátt frá mannlífi í
eynni. Fram verður borin tvíréttuð
máltíð. Allir velkomnir. Sr. Frank
M. Halldórsson.
Digraneskirkja. Þjóðhátíðardag-
skrá við Digraneskirkju kl. 11.
Lúðrasveit Kópavogs. Kór Snæ-
landsskóla. Prestur sr. Gunnar Sig-
urjónsson.
Þingvallakirkja. Kristnihátíð í
Þingvallakirkju, hátíðarguðþjón-
usta kl. 14. Predikun flytur Bjöm
Bjarnason menntamálaráðherra og
formaður Þingvallanefndar. Organ-
isti Glúmur Gylfason. Prestur sr.
Þórhallur Heimisson.
Grindavíkurkirkja. Laugardaginn
17. júní helgistund kl. 11.30 Frum-
flutningur tónverks eftir dr. Guð-
mund Emilsson, við sjóferðabæn sr.
Odds V. Gíslasonar. Flytjendur kór
Grindavíkurkirkju og einsöngvarar:
Signý Sæmundsdóttir, Þórunn Guð-
mundsdóttir, Matthildur Matthías-
dóttir og Júlíus Karlsson. kl. 16
framsýning á leikþættinum „Sr.
Oddur“.
Fríkirkjan Vegurinn: Samkoma kl.
20. Lofgjörð, prédikun og fyrirbæn.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hvammstangakirkja. Sunnudaga-
skólikl. 11.
KEFAS. Samkoma fellur niður í
dag.
Hjálpræðisherinn, Kirkjustræti 2.1
dag ki. 14-18 kaffisala. Á morgun
sunnudag kl. 20. Hjálpræðissam-
koma í umsjón Katrínar Eyjólfs-
dóttur. Allir hjartanlega velkomnir.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9,
Kópavogi. Samkoma kl. 11.1 dagsér
Steinþór Þórðarson um predikun og
Þórdís Malmquist um biblíufræðslu.
Á laugardögum starfa barna- og
unglingadeildir. Allir hjartanlega
velkomnir.
Krossinn: Þjóðhátíðardaginn 17.
júní gengst Krossinn fyrir fjöl-
skylduhátíð í húsakynnum sínum í
Hlíðarsmára 5-7. Hátíðin hefst kl.
20.30 og munu menn gera sér ýmis-
legt til dundurs m.a. verða grillaðar
pylsur og veitingar verða seldar við
vægu verði. Allir velkomnir.
Friðrikskapella. Kyrrðarstund í há-
degi á mánudag. Léttur málsverður
í gamla félagsheimilinu að stundinni
lokinni.
Laugarneskirkja. Morgunbænir í
kirkjunni kl. 6.45-7.05.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9-
10 ára drengi á mánudögum kl. 17-
18. Æskulýðsstarf fyrir 9.-10. bekk
á mánudögum kl. 20-22.
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl.
20. Tekið er við bænarefnum í
kirkjunni alla daga frá kl. 9-17 í síma
587-9070.
Kópavogskirkja. Foreldramorgunn
þriðjudag kl. 10 í Borgum. Kyrrðar-
og bænastund í kirkjunni þriðjudag
kl. 12.30.
Iljallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir
unglinga 13-15 ára á mánudögum.
Seljakirkja. Foreldramorgnar á
þriðjudögum kl. 10-12.
Hafnarfjarðarkirkja. Æskulýðs-
starf, yngri deild, kl. 20.30-22 í Há-
sölum.
Hvammstangakirkja. KFUM og K-
starf kirkjunnar á mánudag kl.
17.30 á prestssetrinu.
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía.
Mánud: Marita-samkoma kl. 20.
Hólaneskirkja, Skagaströnd. Á
mánudag: Unglingadeild KFUM &
K kl. 20 fyrir 13 ára og eldri.
Frelsið, kristileg miðstöð. Almenn
fjölskyldusamkoma sunnudaga kl.
17.
í fyrsta flokki!
Hafnarskeid 11 - Þorlákshöfn
Steypt hús. Byggt 1996. Iðnaöarhús.
Stærð 946,8 fm.
Sérlega gott iðnaðarhúsnæði á besta stað í Þorláks-
höfn, mjög nálægt höfninni. Fullklárað með vönduðum
iðnaðarhurðum, góðum skrifstofum og malbikaðri lóð,
girtri að hluta. Húsið er allt eins og nýtt og allur frá-
gangur í fyrsta flokki, t.d. er öll lóð malbikuð.
Kynntu þér söluyfirlit á skrifstofu.
Áhvílandi lán: Uppl. á Bakka.
Verð 50 millj.
Fasteignasalan
s. 4824000