Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 75
Helgiganga og hátfðarmessa á Hörgaeyri í Vestmannaeyjum
Þúsund ár frá komu Gissurar
hvíta og Hjalta með kirkjuviðinn
SAGAN segir að hinn 18. júní, árið
1000, hafi þeir Gissur hvíti og Hjalti
Skeggjason komið til Vestmanna-
eyja. Voru þeir á leið til Alþingis að
boða kristna trú. Höfðu þeir með
sér kirkjuvið og þau fyrirmæli að
reisa kirkju þar sem þeir kæmu
fyrst að landi á íslandi. Var viður-
inn borinn á land og reist kirkja á
Hörgaeyri undir Heimakletti, norð-
an við þar sem siglt er inn í Vest-
mannaeyjahöfn.
Sunnudaginn 18. júní næstkom-
andi verður þessara tímamóta
minnst með helgigöngu og hátíðar-
messu í Vestmannaeyjum. Verður
safnast saman við Landakirkju kl.
10.40. Að lokinni bæn og ritningar-
lestri verður gengið niður að höfn.
Rúta verður fyrir þá sem ekki
treysta sér að ganga. Síðan mun
lóðsbáturinn selflylja gesti yfir
höfnina að Hörgaeyri þar sem boð-
ið verður upp á súpu og brauð.
Fjölbreytt dagskrá
Á Hörgaeyri setur Jóhann Frið-
finnsson, formaður sóknarnefndar
Landakirkju, kristnihátíð í Vest-
mannaeyjum og hefst síðan hátíð-
armessa þar sem prestar Landa-
kirkju þjóna og prédika, auk þess
Morgunblaðið/Sigurgeir
Hörgaeyri er undir Heimakletti, við enda vinstri hafnargarðsins. Sagan
segir að þar hafi fyrsta kirkjan verið reist.
sem fulltrúar kvenfélags, barna- og
æskulýðsstarfs, sóknarnefndar og
tnífélaga aðventista og hvítasunnu-
manna f Vestmannaeyjum taka
þátt. Fjölbreytt tónlist verður flutt
og koma fram Hátíðarkór Vest-
mannaeyja, undir stjóra Guðmund-
ar H. Guðjónssonar, Litlir Iæri-
sveinar, undir stjórn Guðrúnar
Helgu Bjarnadóttur og Lúðrasveit
Vestmannaeyja.
Þátttakcndum í helgigöngunni
og hátíðarmessunni gefst kostur á
að taka þátt í gerð minnismerkis á
Hörgaeyri um þennan viðburð.
Einnig geta þeir sent kveðjur með
flöskuskeytum eða tölvupósti frá
athöfninni.
Ný kortabök af íslandi
MÁL og menning hefur
gefið út nýja kortabók af
Islandi sem inniheldur
landshlutakort í mæli-
kvarða 1:300.000 og ná-
kvæm kort af Reykjavík og
30 öðrum þéttbýlisstöðum.
Kortabóldn er gorma-
bundin í handhægu broti,
24 x 17, og 126 blaðsíður að
lengd. Auk kortanna eru í bókinni
upplýsingar um sundlaugar og söfn á
Islandi og ítarleg nafnaskrá yfir
landshlutakortin.
Á kortunum eru nýjustu upplýs-
ingar um vegakerfi landsins, sem
mælt hefur verið að stórum hluta
með GPS-tækni. Aftast í bókinni er
ítarleg vegalengdartafla.
Ritstjóri kortabókarinnar er Örn
Sigurðsson. Hans Hjálmar Hansen
annaðist gerð landshlutakortanna en
Ólafur Valsson gerði þéttbýliskortin.
Prentvinnslu kortabókarinnar ann-
aðist Prentsmiðjan Oddi hf.
Kortabókin fæst á öllum helstu
ferðamannastöðum um land allt og
leiðbeinandi verð hennar er 2.900
krónur.
í fréttatilkynningu segir: „Við
lestur nafnaskrár Korta-
bókar Máls og menningar
kemur margt skemmtilegt
í ljós. í bókinni eru tæp-
lega 9.000 örnefni og kenn-
ir ýmissa grasa við lestur
þeirra.
Sandfell virðist vera al-
gengasta fjallanafnið, en
22 fjöll bera það nafn.
Þverfellin eru 19, Búrfellin 17, Mið-
fellin 17, Kistufellin 13 og Mælifellin
era 9. Tungufjöll og -fell eru 15 tals-
ins.
Aldalöng samskipti við sauðkind-
ina leyna sér ekki, en í bókinni eru 13
Sauðafell, 12 Lambafell og 14 Sel-
fjöll, svo dæmi séu tekin.
Laxárnar eru 11 talsins og Laxár-
dalimir 10. Þverár eru 20 og Hólma-
vötnin 10.
Af bæjarheitum er Hvammur vin-
sælastur, en það nafn kemur 26 sinn-
um fyrir, Hlíð kemur fyrir 15 sinn-
um, Holt 12 sinnum, Hólar 11
sinnum, Hóll 17 sinnum, Gröf 13
sinnum og Saurbæir eru 13.
Múlarnir ei-u 20, jafnt á fjöllum
sem bæjum og nafnið Tunga kemur
fyrir á 12 stöðum.
Kynntu sér
starfa
Ríkisendur-
skoðunar
NÝLEGA var Liu Hezhanh, aðstoð-
arríkisendurskoðandi Kína, ásamt
fjórum öðrum háttsettum starfs-
mönnum kínversku ríkisendurskoð-
unarinnar í fimm daga kynnisferð
til íslands. Auk þess að gegna starfi
aðstoðarríkisendurskoðanda er Liu
Hezhanh þingmaður á kínverska
þinginu og á að baki langan starfs-
feril í kínverska stjórnkerfinu.
Hingað er sendinefndin komin til
þess að kynna sér stöðu og störf
Ríkisendurskoðunar á íslandi en
áður hafði sendinefndin heimsótt
finnsku ríkisendurskoðunina. Kín-
verska ríkisendurskoðunin stendur
á tímamótum í kjölfar hinna miklu
breytinga serm hafa átt sér stað þar
í landi á liðnum árum. Þótt
stjórnsýsluleg staða hennar sé
nokkuð önnur en þeirrar íslensku er
hlutverk þessara stofnana nokkuð
líkt.
Kynnisferðin er liður í því að efla
bæði starfsemi og tengsl kínversku
ríkisendurskoðunarinnar við syst-
urstofnanir sínar erlendis. Auk
funda með starfsmönnum Ríkisend-
urskoðunar um stöðu, starfsemi og
starfshætti hennar heimsótti nefnd-
in Aiþingi og kynntu Guðmundur
Árni Stefánsson og ísólfur Gylfi
Pálmason, varaforsetar þingsins,
störf þess. Þá tók fjármálaráðherra,
Geir H. Haarde, á móti nefndinni.
Ókeypis heilun
í Kolaportinu
MARKAÐSTORG Kolaportsins
verður opið 17. júní og mikið um að
vera.
Á útimarkaði verður fólki boðið að
smakka og kaupa hnýsukjöt og
krakkarnir geta fengið gasfylltar
blöðrur. Bergur Björnsson reiki-
meistari og nemendur hans verða á
staðnum og bjóða upp á ókeypis heil-
un. Margir nýir söluaðilar bjóða upp
á vörur svo sem nýjan og notaðan
dömu-, herra-, barna- og unglinga-
fatnað, PC Disney og Playstation
tölvuleiki, úrval af leikföngum eins
og dúkku og dúkkuhús á 990 kr.
í matvælamarkaðinum er hægt að
fá beinhreinsuð fersk laxaflök á grill-
ið, rabarbara, svartfugl og fjölbreytt
úrval af sérunnum íslenskum mat-
vælum.
Verðskrá Net-
símans lækkar
VERÐ lækkaði á símtölum hjá
Netsímanum þann 16. júní. Lækk-
unin nær til rúmlega 60 landa og er
allt að 39% segir í fréttatilkynn-
ingu frá Netsímanum.
Jafnframt er nú sama verð þegar
hringt er í erlenda farsíma og í
fastlínusíma. Ódýrast er að hringja
til Bretlands en mínútan kostar
14,90 krónur. Þá kostar 15,90 krón-
ur að hringja til Bandaríkjanna og
Danmerkur og 16,90 krónur að
hringja til Kanada, Frakklands,
Þýskalands, Svíþjóðar og Ástralíu.
Aðeins er greitt fyrir þær sekúnd-
ur sem talað er og ekkert upp-
hafsgjald er af símtölum hjá Net-
símanum. Sama verð er allan
sólarhringinn.
Vitni óskast að
ákeyrslu
LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eft-
ir vitnum að ákeyrslu á bifreiðastæði
við Borgartún 4 þann 15. júní sl.
Þá var ekið á bifreiðina SE-414
sem er rauð Renault Clio. Sá sem ók á
bifreið þessa stakk af frá vettvangi.
Ef einhver vitni eru að þessum
árekstri eru þau vinsamlegast beðin
að hafa samband við lögregluna í
Reylqavík.
( Heilir
sturtuklefar
Sturtuklefar heilir með 4 hliðum,
sturtubotni og sturtusetti.
Stærðir 70x70, 80x80,
90x90, og 72x92 .
Bæði ferkantaðir og
bogadregnir.
| VATNSVIRKINN ehf
Ármúla 21, 533 2020. >
Styrktarfélag
krabbameins-
sjúkra barna
hefur átak
STYRKTARFÉ LAGI krabbameins-
sjúkra bama hefur borist gjöf frá
fyrirtækjunum Austnesi ehf. og
Irwing smurolíum ehf.
Um er að ræða 800.000 kr. án vsk. í
formi auglýsinga á Útvarpsstöðvum
Fíns miðils. Félagið hefur heimild til
að nýta sér inneignina að eigin vali og
þar sem fjáröflunarátak er nú í und-
irbúningi mun fljótlega koma að því.
I fréttatilkynningu segir: ,Á und-
anfömum ámm með sléttum ártölum
hefur SKB sent gíróseðil til flestra
fyrirtækja í landinu með ósk um
stuðning í ákveðin verkefni sem fjár-
magna þarf. Ævinlega hefur verið
bragðist vel við þeirri beiðni og
standa vonir til að svo verði áfram.
Meðal þeirra verkefna sem safnað
verður fyrir í ár eru kaup á íbúð á
höfuðborgarsvæðinu fyrir lands-
byggðarfjölskyldur, ferð 10 bama
ásamt fylgdarmönnum í sumarbúðir
Paul Newman á írlandi og ferð 5
ungmenna ásamt fagaðila og farar-
stjóra til Noregs vegna þátttöku í
norrænu móti fyrir unga einstakl-
inga með síðbúnai’ afleiðingar af
völdum krabbameinsmeðferðar í
æsku.
í ofangreindum tilgangi er áætlað
að senda gíróseðla til um 8.000 fyrir-
tækja hér á landi í júlí. Átakið mun
þá einkum verða kynnt og eflt með
þeim styrk sem hér hefur verið
greint frá.“
Halló býður
símtöl á Netinu
HALLÓ Fijáls fjarskipti hf. bjóða
nýja þjónustu, símtöl til útlanda um
Intemetið frá og með 1. júlí nk. Fyr-
irtækið mun bjóða netsímtölin til út-
landa á 9,99 krónur mínútuna.
„Halló hefur unnið að undirbún-
ingi á uppsetningu farsímakerfis fé-
lagsins hér á landi í samvinnu við
MintTelecom í Bretlandi, sem rekur
fyrsta GSM-heimsnetið. Um verður
að ræða stærsta fjarskiptakerfi á
Islandi sem mun sinna milljónum
viðskiptavina, hér á landi og erlend-
is. I krafti þessa býður Halló stór-
lækkað verð á GSM-þjónustu, innan-
lands og til og frá útlöndum og aukna
þjónustu til landsmanna," segir í
frétt frá fyrirtækinu.
Gróður-
setningardagur
Héraðsmanna
GRÓÐURSETNINGARDAGUR
Héraðsmanna verður þriðjudaginn
23. júní í gróðurreit félagsins í
Sandahlíð, Garðabæjarlandi.
Gróðursetningin hefst kl. 20 og er
fjölskyldufólk hvatt til að taka börn-
in með sér.
Norrænt augn-
læknaþing
hefst á morgun
NORRÆNA augnlæknaþingið verð-
ur haldið í Borgarleikhúsinu í
Reykjavík dagana 18. til 21. júní nk.
Eitt hundrað ár era liðin frá fyrsta
norræna augnlæknaþinginu sem
haldið var í Stokkhólmi árið 1900.
Norrænir augnlæknar halda upp á
100 ára afmælið með veglegum
hætti. Tæplega 700 manns eru þegar
skráð á þingið. Fluttir verða rúm-
lega 200 fyrirlestrar um augnlæknis-
fræði og sjónrannsóknir og um 30
vísindaleg veggspjöld kynnt. Fjallað.
verður um öll svið augnlæknisfræði
og sjónrannsókna svo sem nýjungar
í meðferð hrörnunnar í augnbotnum,
erfðarannsóknir í augnlækningum,
ský á augasteinum, gláku, syk-
ursýki, sjónhimnusjúkdóma, horn-
himnusjúkdóma, krabbamein í aug-
um og margt fleira.
Þingið verður sett í Borgarleik-
húsinu sunnudaginn 18. júní, kl.
19.30, að viðstöddum forseta íslands.
LEIÐRÉTT
Höfundarkynningn
vantaði
Kynningu á höfundi vantaði undir .
grein Stefaníu Júlíusdóttur, „Frá
upplýsingabyltingu til þekkingar-
þjóðfélags", sem birtist sem Skoðun
sl. sunnudag. Undir greininni átti að
standa: „Höfundur er forstöðumað-
ur Bókasafns Landspítala Háskóla-
sjúkrahúss við Hringbraut."
Morgunblaðið biðst velvirðingar á
mistökunum.
Röng yfirfyrirsögn
I yfirfyrirsögn fréttar um leyfileg-
an heildarafla á næsta fiskveiðiári,
sem birtist í Morgunblaðinu í gær, *
var ranglega sagt að leyfilegur
þorskafli yrði 18 þúsund umfram
ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Hið
rétta er að þorskaflinn verður 17
þúsund tonn umfram ráðgjöf. Beðist
er velvirðingar á mistökunum og
leiðréttast þau hér með.
1.250 þúsund kr. fyrir
tveggja ára nám
I frétt í fimmtudagsblaði um
MBA-nám við Háskóla íslands og
skólagjöld sagði að námið kostaði
nemendur 1.250 þúsund krónur á ári.
Hið rétta er að um tveggja ára nám
er að ræða og era gjöldin samtals
1.250 þúsund krónur. Skráningar-
gjald er 50 þúsund krónur, en síðan
era skólagjöld 300 þúsund krónur
vegna hvers misseris. Velvirðingar
er beðist á þessu ranghermi.
Rangt nafn á sýningu
I frétt í blaðinu f gær um sýningu
Halldórs Ásgeirssonar í Ljósaklifi
var nafn sýningarinnar ekki rétt.
Sýninguna nefnir listamaðurinn „...
og að bátur beri vatn að landi“.
Beðist er velvirðingar á mistökun-
um.
FOT.D
FASTEIGNASALA
SNEKKJUVOGUR - OPIÐ HÚS
Á MORGUN SUNNUDAG
FALLEG 3JA HERBERGJA ÍBÚD
MEÐ BÍLSKÚR
Sérlega björt og falleg ca 80 fm íbúð lítið niðurgröfnum kjallara auk bílskúrs i
fallegu húsi á þessum frábæra stað I Austurbænum. Tvö góð svefnherbergi og
rúmgott eldhús. Björt og falleg stofa með gluggum á tvo vegu. Stór og góður
bilskúr. Áhvílandi ca 2,6 millj. Verð 10,5 millj.
Harpa og Sturla taka vel á móti ykkur milli klukkan 14 og 16
á morgun, sunnudaginn 18. júní.
£