Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Álftir í Ólafsfirði
Ólafsfirði - Fjöldi álfta hefur gert sig heimakominn við
ósinn í Ólafsfirði. Þær voru ekkert að flýja af hólmi
þótt ljósmyndari væri í grennd við þær og smellti af í
gríð og erg. Samkvæmt heimildum blaðsins voru 18
álftir í Ólafsfirði þegar mest var, en hér gefur að líta
nokkrar þeirra í góða veðrinu.
Húnvetningar
kynna atvinnulífíð
Hvammstanga - Atvinnulífssýning
verður haldin helgina 24.og 25. júní í
og við Félagsheimilið Hvamms-
tanga. Sýningin er liður í sumarhá-
tíð Vestur Húnvetninga - Björtum
nóttum - sem nú er haldin í sjöunda
sinn. Á liðnu ári var sett á stofn
samstarfsverkefni fjölmargra fyrir-
tækja, félaga og einstaklinga í héra-
ðinu undir heitinu MARK-HÚN.
Framkvæmdastjórinn, Björn Hann-
esson, var tekinn tali í tilefni sýn-
ingarinnar sem hlotið hefur heitið
Atvinna 2000.
„Það eru um 55 aðilar sem munu
kynna sína þjónustu á sýningunni
Atvinna 2000. Sambærileg sýning
var hér árið 1997 og þótti takast af-
ar vel en hátt á þriðja þúsund
manns komu á þá sýningu og var þá
mál manna að mjög fjölbreytt at-
vinnulíf væri hér í héraðinu.
Nú á að gera annað átak í að
kynna atvinnulíf héraðsins fyrir íbú-
um norðurlands vestra og gestum
sem leið eiga um en við eigum von á
að hér verði nokkuð mannmargt yfir
sýningarhelgina. Sýningin að þessu
sinni er töluvert meiri að umfangi
en við héldum síðast og þar af leið-
andi fjölbreyttari. Ný fyrirtæki hafa
verið stofnuð hér á Hvammstanga á
síðustu misserum og uppbygging
atvinnuhúsnæðis verið stórfelld.
ísprjón ehf. flutti í vetur í 1300 m2
húsnæði sem byggt hefur verið yfir
starfsemina og þessa dagana er ver-
ið að taka í notkun iðngarða, þar
sem gert er ráð fyrir nokkrum
fjölda fyrirtækja. Má því segja að
hér sé mikill hugur í fólki.
MARK-HÚN hefur opnað kynn-
ingarvef í tengslum við Atvinnu
2000 en slóðin er http/Avww.mark-
hun.is. Þar er að finna þau fyrirtæki
sem taka þátt í sýningunni. Þar má
einnig frnna dagskrá sumarhátíðar-
innar Bjartar nætur en sú dagskrá
hefur verið kynnt með kynningar-
riti sem sent hefur verið víða og
liggur einnig frammi á ferðamið-
stöðvum víða um land. Margt verð-
ur til gamans gert og standa atburð-
ir frameftir sumri segir Björn.
Þess má geta að fyrri sýningar-
daginn, laugardaginn 24. júní, verð-
ur hið vinsæla matarhlaðborð hús-
freyjanna á Vatnsnesinu haldið. Það
hefst kl. 19 og stendur til miðnættis.
Að vanda verður margt girnilegt á
borðum en einnig óvenjulegir réttir,
enda margir frá fyrri tíð þegar hús-
mæður við sjávarsíðuna urðu að
nýta allt matarkyns sem náttúran (
og bændurnir) lagði þeim í hendur.
---------------------
Kosin forseti
bæjarstjórnar
Arborg-ar
Á FUNDI bæjarstjómar Árborgar
14. júní 2000 var kosið í embætti inn-
an bæjarstjómar til eins árs. Ingunn
Guðmundsdóttir (D) var kosin for-
seti bæjarstjórnar en hún var áður
formaður bæjarráðs.
Kristján Einarsson (B) var kosinn
formaður bæjarráðs en aðrir í bæj-
arráði eru Samúel Smári Hreggviðs-
son (D) og Margrét Ingþórsdóttir
(K). Kristján var áður forseti bæjar-
stjórnar.
Uppákoma 1
Templaranum
Fáskrúðsfirði - Ahugahópur um
björgun gamla samkomuhússins á
Fáskrúðsíirði var nýlega með upp-
ákomu í húsinu.
Húsið, sem alla tíð hefur gengið
undir nafninu Templarinn, var byggt
á öldinni sem leið af Góðtemplara-
stúkunni Eldingu og var notað sem
samkomuhús til ársins 1963. Vom
þar haldnar leiksýningar, dansleikir
og um tíma vom guðsþjónustur
haldnar í því áður en kirkja var reist
á Fáskrúðsfirði.
Húsið, sem vai' orðið illa farið
enda ekki verið notað lengi, er nú að
fá nýtt hlutverk þar sem komið hefur
verið upp sýningum gamalla muna
og mynda frá tíma Fransmanna á
Fáskrúðsíirði. Auk þess verður rek-
ið kaffihús í húsinu í tengslum við
sýningarnar.
Áhugahópur sér um verkið
Búðahreppur eignaðist húsið fyrir
nokkmm áram en hefur nú afhent
það áhugahóp sem er að gera það
upp. Fyrstu afskipti áhugafólks um
björgun hússins vom með bréfi til
hreppsnefndar Búðahrepps 30. apríl
1997 þar sem þess var farið á leit að
fá húsið afhent til eins árs til að finna
því hlutverk og forða því frá frekari
skemmdum. Var það samþykkt og
hófst þá endurbygging þess.
í ávarpi Alberts Eiríkssonar, sem
er í hópnum, kom meðal annars fram
að margir höfðu lagt hönd á plóg við
að gera þetta mögulegt, en Albert
hefur lagt mikla vinnu í að afla upp-
lýsinga um sögu Fransmanna á Fá-
skrúðsfirði.
Þrátt fyrir að mikil vinna hafi ver-
ið lögð í að standsetja húsið er mikið
verk óunnið og allir styrkir vel þegn-
ir.
í tilefni uppákomunnar söng
Bergþór Pálsson franskt lag og
Dalabandið tók nokkur lög.
Geirasafn gert upp og opnað á Seyðisfírði
Hús Ásgeirs Jóns Emilssonar er listaverk út af fyrir sig.
Safn til
minningar
um alþýðu-
listamann
ÁKVEÐIÐ hefur verið að varð-
veita og gera upp hús Ásgeirs
Jóns Emilssonar, Geira, á Seyðis-
firði og gera að safni til heiðurs
og minningar um listamanninn.
Ásgeir bjó í litlu húsi á Seyðis-
firði og lést þar síðastliðinn vet-
ur. Hann var þekktur fyrir lítil
listaverk sem hann bjó til úr bjór-
dósum og myndaramma og fleira
úr sígrarettupökkun. Þá málaði
hann töluvert, meðal annars
skreytti hann húsið að utan og
innan með því að mála á það
myndir.
I húsinu eru húsgögn og ýmsir
munir Ásgeirs og eftir að hann dó
komu fram óskir um að húsið yrði
Morgunblaðið/Ásdís
Geiri var hrifinn af konum og hafði þær í kringum sig í eldhúsinu.
varðveitt sem safn. Húsið þarfn-
ast töluverðra viðgerða. Tók
menningarmiðstöðin Skaftfell að
sér að annast varðveisluna og að
reyna að afla peninga til að gera
við húsið. „Þetta er merkilegt
safn að okkar mati og slæmt að
tapa því sem Geiri hefur skapað
hér,“ segir Gréta Garðarsdóttir
framkvæmdastjóri Skaftfells.
Geirasafn verður opnað á þjóð-
hátiðardaginn. Ferðafólk og aðrir
sem áhuga hafa á að skoða það
geta snúið sér til menningar-
miðstöðvarinnar Skaftfells og
fengið leiðsögn um húsið.