Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 79
Er þetta
siðmenn-
ing?
Frá Maríu Súsönnu Hiller:
ÉG FINN mig knúna til að skrifa
um leiðindamál sem hrjáir þjóðina
um þessar mundir, það er að segja
verkfall Sleipnismanna.
Undarlegt þykir mér að umræð-
unni um þetta mikla vandamál hef-
ur verið haldið í algjöru lágmarki,
þar sem mikill fjöldi manna reiðir
sig daglega á Almenningsvagna,
og orsakar þetta því mikla erfið-
leika fyrir þá sem ekki hafa bíl til
umráða.
Það er skömm að því að ekkert
hefur verið gert til að enda þetta
verkfail, engar samningaviðræður
eftir verkfall sem varað hefur í
rúma viku, og veldur svo mörgum
einstaklingum erfiðleikum.
Ríkisstjórnin kærir sig augljós-
lega kollótta, enda hafa eflaust all-
ir hinu hátekju meðlimir ríkis-
stjórnar bíl til umráða, og sjá því
vandamálið sem „minniháttar".
Verkfallið bitnar að allramestu
leyti á þeim sem minnst mega sín í
samfélaginu, öldruðum, öryrkjum,
námsmönnum, o.s.frv, sem eru
neyddir til að greiða fyi-ir leigubíla
daglega, þrátt fyrir að hafa engin
tök á því fjárhagslega.
Þess má til dæmis geta að ör-
yrkjar hafa gjarnan um 60 þúsund
krónur í mánaðartekjur. Sé leigu-
bíll tekinn til og frá vinnustað í 22
daga, sem er algengur fjöldi
vinnudaga á mánuði, nemur upp-
hæðin sem greiða þarf u.þ.b.
70.000 krónum. Ég held að þetta
segi sig sjálft.
Ég er engan veginn að setja út á
Sleipnismenn, það er réttur hvers
manns að krefjast þess sem hann
telur sig eiga skilið, og það er á
allra vitorði að bílstjórar hafa ekki
há laun.
En vandamálið er, að samgöngu-
mál eru ákaflega mikilvæg, og því
get ég ekki annað en álasað ríkis-
stjórn okkar og meðlimum í bæj-
arstjórn Kópavogs, Hafnarfjarðar
og Garðabæjar, fyrir það sem er
hreint og beint út sagt sjálfselska,
leti og ófyrirgefanlegt kæruleysi.
Þetta gengur ekki upp, það er
okkur sem ekki höfum bíl til um-
ráða ekki mögulegt að eyða því
sem nemur mánaðarlaunum til að
komast á nauðsynlegustu staði.
Verkföll eiga sér alltaf stað, en
að ekkert skuli hafa verið gert,
bara alls ekki neitt. Engar samn-
ingaviðræður, ekki neitt.
Hver ber ábyrgð á þessu spyr
ég?
Og hver er hugsunin á bakvið
þetta, að bjóða fólki upp á þetta?
Þeir sem hafa minna fé á milli
handanna eru skotspónn vanda-
málsins, og virðist mér sem verið
sé að traðka á þeim þjóðfélagshópi
og sýna honum algjört virðingar-
leysi.
Og það sem vekur hjá mér mest-
ar spurningar er sú staðreynd eð
enginn berst á móti, enginn stend-
ur á rétti sínum og krefst aðgerða
af hálfu valdhafa.
Þar að auki á þess ekki að vera
þörf, vandamál sem koma upp í
þjóðfélaginu, einkum og sér í lagi
af þessum toga, á að leysa sem
fyrst, en ekkert hefur verið gert,
og ég á engin orð til að lýsa reiði
minni og vonbrigðum með stöðu
mála.
Ég minnist verkfalls sjómanna
fyrir allnokkru síðan. Þá voru
samningaviðræður í gangi myrkr-
anna á milli. Það var sem sé talið
mikilvægt, en núverandi vandamál
ekki.
Þetta á ekki að geta átt sé stað í
siðmenningu, og dregur þessi at-
burður verulega úr trú minni á
ríkisstjórnina og á þetta þjóðfélag
okkar sem við köllum siðmenntað.
Og því get ég ekki annað en
spurt sjálfa mig, hver er orsökin?
MARÍA SÚSANNA HILLER,
Kaldaseli 15, Reykjavík.
Nvtt hnisu-ocp hrefmkjö*. odviirqeisladiskqr. úrvalaf
leikfönqum og gasfvlltar blöörur í Kolaportinuá 17. iúní
Utimarkaður og ókeypis
heilun í Kolaportinu á 17. júni
Mannlífið á markaðstorgi
Kolaportsins er fiölbreytt o^
skemmtilegt. í tilefni af 17.
júní er í gangi útimarkaður
þar sem hægt er að smakka
og kaupa hnísukjöt og fá
gasfylltar blöðrur.
Innandyra er í gangi
líflegur og fjölbreyttur
markaður á kompudóti,
antiki, bókum, fatnaði,
skarti, matvælum og ótal
fleiru. Bergur Björnsson er
þar með ókeypis heilun fyrii
þá sem eru illa haldnir af \
streitu eða tilfinningalegri
spennu.
Það verður góð stemmning í
Kolaportinuumhelgina. A 17. júni
verður í gangi skemmtilegur
útimarkaður með fjölbreyttu sniði
og innandyra verður markaðs-
umhverfí með góðri stemmningu.
Ókeypis heiiun
Bergur Bjömsson reikimeistari
mun ásamt nemendum sínum um
þessa og næstu helgar helgar bjóða
gestum Kolaportsins upp á heilun
eða reiki íyrir þá sem vilja. Reiki
getur haft mikil og jákvæð áhrif á
fólk, en þama er um að ræða
jákvæða orku sem hver og einn
móttekur ffá reikimeistara eftir
eigin þörfum og vinnur gegn
streitu og tilfinningalegri spennu.
Hver athöfh getur tekið 15 til 20
mínútur og er ókeypis, en tekið er
við frjálsum ffamlögum. Þetta
getur einnig verið kynning fyrir þá
sem hafa áhuga á að læra reiki, en
Reikimiðstöðin býður upp á
námskeið í þeim efnum.
Sérstök saga í hverjum hlut
í Kolaportinu er hægt að gramsa í
gömlum hlutum sem hver hefúr sina
sögu. Líttu við og skoðaðu gamlan
lampa, fallegan veggplatta eða
glansandi postulínsstyttu og veltu
fyrir þér hver hafí átt þessa hluti.
Þessir hlutir hafa prýtt stofu einhvers
sem lifað hefúr fjölbreyttu og jafhvel
viðburðarríku lífi. Það væri gaman ef
þesir hlutir gætu sagt sina sögu. Hvað
þeir hafi upplifað í mannlífi fyrri
eigenda?
Lampar, teppi, skart og föt
í Kolaportinu er að finna
fjölbreytt úrval af nýrri vöru sem er
yfirleitt á mjög hagstæðu verði.
Fyrir þá sem vilja gera hagstæð
kaup í lömpum, teppum, skarti,
fatnaði á börn, unglinga og
fullorðna, skóm, gjafavöru,
leikföngum, kvenntöskum eða
geisladiskum er upplagt að líta við í
Kolaportinu. Hvers vegna ætti að
borga allt að þrisvar sinnum meira
fyrir sama hlut og annarstaðar.
Svartfuglsegg og
hókarl
í Matvælamarkað-
inum er allar helgar
boðið upp á ljúffeng
einstök sérunnin
íslensk matvæli á verði
sem slær flest út.
Hákarl, svartfúglsegg,
harðfiskur, tilbúnir
réttir s.s. saltfiskbollur
með hvítlaukssósu,
fylltar fiskirúllur með
ostasósu, plokkfiskur
eða marineraður
saltfiskur.
Fallegt handverk
Fallegt handverk
kemur oft í Kolaportið
og konumar á mynd-
inni hér til hægri komu
fyrir viku alla leið frá
Akureyri til að selja
sína fallegu hluti.
Flestar helgar má finna
handverk af ýmsum
tagi í Kolaportinu og
þar eru oft glæsilegir
hlutir á ferðinni.
Handverkskonur frá Akureyri sem komu fyrir
nokkrum vikum til að selja í Kolaportinu
fallega handunna hluti afýmsu tagi.
-N -.--v-
l' ‘ , . W<..' '
A-N ;: \
Ódýrt, einstakt og ævintýri líkast
HAFGULL
GK umboð
Beinhreinsuð laxaflök á grillið,
rababari eg svnrffugl.
Bleikjuflök á grillið
Sallfiskbollur með hvítlaukssósu.
Fylltar fiskirúllur með ostasósu.
Marineraður saltfiskur.
Plokkfiskur.
Ný sending af töskum úr leðri,
plasti, taui og rúskinni.
Allar Töskur á kr. 1200,-
Jf.lPlfTTl 128 vörutegundir í leikföngum,
gjafavoru, kristal og fleiru.
Vönduð vara ú vægu verði.
- beint frá Ameríku
Geisladiskar á kr. 300, Disney
PC tölvuleikir á kr. 500 og
Playstation tölvuleikir kr. lOOO
Upplifðu hina einstöku stemmningu sem er að finna
i Kolaportinu. Gramsaðu í kompudótinu,
verslaðu ódýrt í matinn, fáðu þér gott að borða
eða spjallaðu við gömlu kunningjana.
HULDA
EFSTUBUÐ
GVENDUR
DÚLLARI
TEPPI
Siffon jakkar, mussur og fleira.
Lítil og stór númer. Álnovara
í miklu úrvali á frábæru verði
Nancy dúkkuhús og brúða á
aðeins kr. 999 (rétt verð
kr. 5000). Tískuúr og flott sól-
gleraugu á frábæru verði
Mikið úrval af hekluðum ung-
barnapeysum, vöggusettum,
náttfötum, handprjónuðum
dúkkukjólum og fleiru.
Bestur i bókum.
50% afsláttur af öllum bókum.
Aðeins um þessa helgi.
Verið velkomin.
Mikið úrval af dýrum austur-
lenskum teppum á lágu verði.
Sölusvæði fyrir nýja vöru er opið á föstudögum
kl. 13:00-17:00. Um helgar bætist kompudótlð og
matvælamarkaðurinn við. Allt markaðstorgið er oþið
laugardaga og sunnudaga kl. 11:00-17:00.
m m t