Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Fyrirhuguð hlutafjár-
aukning hjá Netverki
Bankar vanmeta
kvenkyns frumkvöðla
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
NÚ standa yfir viðræður við 4-5 er-
lenda aðila um kaup á hlutafé í Net-
verki Plc. og hefur hluthafafundur
verið boðaður til að greiða leið
þeirra til þess að þvi er fram kemur
í bréfi til hluthafa í Netverki.
Fyrir hluthafafundinum sem
haldinn verður 29. júní munu m.a.
liggja tillögur um heimild til aukn-
ingar hlutafjár og breytingu á sam-
þykktum félagsins. Holberg Más-
son, framkvæmdastjóri Netverks,
segir í samtali við Morgunblaðið að
markmiðið sé að undirbúa félagið
fyrir skráningu á markað og að
vonir standi til að hún geti farið
fram á fyrrihluta næsta árs. Að
sögn Holbergs mun heimild til 20%
hlutafjáraukningar verða lögð til á
fundinum og býst hann við að fjár-
magn úr væntanlegum samningum
við erlenda fjárfesta muni koma þar
til. Þetta muni þó liggja ljósar fyrir
á fundinum í lok júní.
Auk tillagna um hlutafjáraukn-
ingu og breytingu á samþykktum
mun liggja fyrir hluthafafundinum
tillaga um samræmingu hlutabréfa-
flokka. Holberg segir allar tillög-
urnar miðast að þvi að undirbúa fé-
lagið fyrir skráningu á hlutabréfa-
markað.
BANKARNIR hafa enn ekki komist
að því að konur eru góðir viðskipta-
vinir. Það er almennt erfiðara fyrir
konur að fá lán í bönkum til að byggja
upp fyrirtæki, jafnvel þótt tölur sýni
að konur hafa ekki síðri og stundum
betri forsendur til að hleypa nýju fyr-
irtæki af stokkunum en karlar. Þetta
kemur iram í rannsókn, sem sænska
atvinnu- og tækniþróunarstofnunin,
Nutek hefur nýlega gert í samvinnu
við sænskan banka, Föreningsspar-
banken.
Þegar Nutek kynnti skýrsluna ný-
lega fylgdi henni sönn saga úr sænsk-
um raunveruleika. Kona nokkur hafði
fengið áhugaverða hugmynd að
fyrirtæki og fór nú í bankann til að
freista þess að fá lán. Ekkert gekk og
henni var vísað heim. Hún undirbjó
sig betur, fór aftur en allt fór á sama
veg. Og í þriðja skipti fór enn á sama
veg. Þá brá hún á það heillaráð að
senda manninn sinn í bankann og láta
hann kynna hugmyndina sem sína
eigin. Og viti menn! Eiginmaðurinn
fékk lánið eins og ekkert væri.
Með skýrsluna í höndunum má þó
glöggt sjá að bankamir þurfa hafa
engar haldgóðar ástæður til að hika
við að veita konum lán. Konur, sem
freista þess að stofna fyrirtæki, hafa
að meðaltali betri menntun en karlar,
sem stofna fyrirtæki. Og konur hafa
líka þann kost að þær eru samvisku-
samari þegar að því kemur að greiða
lánin.
En hvemig horfa málin þá við
bönkunum? Ráðin, sem bankaráð-
gjafarnir gefa er að konur eigi ekki að
vera neitt að draga fjöður yfir að hug-
myndir þeirra séu góðar. Ef þær
virðast ekki trúa á þær, hver á þá að
gera það? Þær eiga að gera eins og
karlarnir: Vera sannfærðar um eigið
ágæti og hugmyndar sinnar. En þær
verða einnig að gera sér grein fyrir að
efnahagslegu hliðunum, samkeppn-
inni, sem þær mæta hugsanlega og
átta sig á að það er ekkert tóm-
stundastarf að reka fyrirtæki heldur
mikil vinna og oft meira en það.
En þessi ráð sýna einnig að kon-
urnar skortir einmitt oft þá bjarg-
föstu sannfæringu, sem karlar í sömu
aðstöðu hafa, eða að þær em jarð-
bundnari og átta sig betur á að það
getur auðvitað bragðið til beggja
vona. Og það ríkir ákveðin tortryggni
á konur því þær era líklegri til að vera
bundnari yfir búi og bömum en
karlar.
Það gerir konum einnig erfitt fyrir
að viðskiptahugmyndii’ þeirra era oft
annars eðlis en hugmyndir karla. Og
þar er hængurinn oft sá að í bönkun-
um era það karlar sem meta hug-
myndimar. Konur era oft með hug-
myndir að litlum þjónustufyrir-
tækjum og síður með hátæknihug-
myndir. Bankarnir eiga til dæmis
ekki auðvelt með að taka konu, sem
nýlega hefur lært heilun og ætlar nú
að opna stofu í kringum slíka starf-
semi. Og ef konan er í þokkabót í
doppóttum kjól með fléttur þá verða
viðtökurnar aðrar en dökkklæddur
karl með hálsbindi fær.
En bankamir hafa einnig eftir
nokkur að slægjast. Konur era að
meðaltali samviskusamari í að borga
lán sín. Og þeim konum, sem stunda
eigin rekstur fer einnig fjölgandi. I
Svíþjóð era það konur, sem hefja
rekstur þrjátíu prósent nýrra fyrh--
tækja. Alveg síðan 1997 hefur sænski
Föreningssparbanken rekið sérstaka
deild, sem einbeitir sér einkum og sér
í lagi að kvenkyns viðskiptavinum.
Það hefur gefið góða raun.
Það veitir heldur ekki af því kann-
anir sýna að flestir kvenkyns atvinnu-
rekendur era óánægðir með bankana
og þær móttökur sem þar er að fá.
En konumar þurfa ekki á neinni
sérmeðhöndlun að halda. Þeim dugir
að bankamir taki þeim faglega og af
hlutlægni, rétt eins og körlunum.
-------------------------
Tilboði lægst-
bjóðanda
hafnað
TILBOÐI íslenskra aðalverktaka
hf. að fjárhæð 1.310.505.224 krónur í
innréttingar og kerfi vegna stækk-
unar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar
var tekið en tilboði Orkuvirkis-Gils
ehf., upp á 1.287.375.116 krónur, var
hafnað. Samkvæmt upplýsingum frá
Framkvæmdasýslu ríkisins var það
mat verkkaupa að lægstbjóðandi,
Orkuvirki-Gils, uppfyllti ekki þau
skilyrði sem sett vora, m.a. um
reynslu, fjárhagsstöðu, kostnaðar-
umfang verksins og tímamörk.
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á
1.003.814.358 krónur og reyndist til-
boð Orkuvirkis-Gils vera 28,2%
hærra en áætlun hljóðaði upp á. Til-
boð í AV var 30,6% hærra en kostn-
aðaráætlunin. Auk þess gerði Há-
virki sf. tilboð í verkið upp á
1.341.762.752 krónur sem er 33,7%
hærra en kostnaðaráætlunin.